Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORG UN BLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 B 21 STEINA og Ingu Pálsson, sem eru nautgripabændur í Geysisbyggð og tala islensku, þykir ljótt að heyra Islendinga segja orðið stoppa í stað stansa. síðan fjölmennt á íslendingadaginn. Að sögn Connie Magnússon Schimnowski, forseta hátíðarinnar í ár, að talsvert um liðið síðan þetta varð að þriggja daga hátíð. „Fólk þyrpist að og endurnýjar kynnin og styrkir tengslin við bakgrunn sinn,“ segir Connie. „Fólk skemmtir sér og upplifir íslenska menn- ingu og siði. Síðustu árin höfum við reynt að auka íslensku menningaráhrifin enn frekar. Það hefur alltaf verið reynt að vera með mesta menningarbraginn á mánudeginum og skemmta sér dagana tvo þar á undan en nú höfum við reynt að auka íslensku menninguna þá daga einnig.“ íslendinga-„dunk“ og víkingar Það er á laugardeginum sem fólk tekur að drífa að til Gimli. Margir koma frá Winnipegborg fyrir sunnan eða úr sveitunum í kring, Nýja Islandi en einnig alls staðar að úr Kanada og víðsvegar úr Bandaríkjunum. Dagskrá hátíðarinnar hefst líka þennan morg- un. Fólk hittist í hinum daglega „pönnuköku morgunverði", þar sem boðið er upp á lummur með smápylsum og kaffi. Sólin skín heit á himni og þrátt fyrir að hungraðar moskítóflug- SANDKASTALAKEPPNI Þá þijá daga sem Íslendingahátíðin stendur yfir í Gimli er bryddað upp á ýmsum atriðum þar sem reynt er að virkja gesti til þátttöku, bæði börn og fullorðna. Baðströndin er vinsæl og meðan þeir eldri elja kappi í strand- blaki eða teygja bara úr sér á stórum handklæðum, spreyta börn og ungl- ingar sig í sandkastalagerð. Skipt er í lið, eitt er í bolum með íslenskum fána, á meðan annað gerir þrívíða mynda af fánanum. Eitt liðið gerir Olympíuhringina, ein stúlka stóra tertu sem á stendur FESTIVAL, ein- hvers staðar er risavaxinn víkingur að rísa upp úr sandinum og við hlið hans liggur feitur sandhundur fram á lappir sínar, lafmóður í heitri sólinni. ur - „þjóðarfuglar Kanada" - séu á sveimi, þá þyrpist fólk á baðströndina. Þar heljast líka sandkastalakeppni og keppni í strandblaki. íslenskum og kanadískum fánum hefur verið stungið í sandinn hér og þar og á milli sand- hraukanna, sem eru óðum að taka á sig mynd, rölta tveir skinnklæddir víkingar, með sverð og exi, en skaka vopnin þó friðsamlega, sveitt- ir mjög undir hjálmunum. Mikið er búið að auglýsa dagskrárlið við höfnina, svokallað „íslendinga-„dunk“: Áskorun víkinganna," og fýsir íslendinginn mjög að vita hvaða forna íþróttagrein það skuli vera. En þegar fyrstu piltarnir mjaka sér út á rána kem- ur í ljós að hér er kominn koddaslagur sjó- mannadagsins. Nema að hér er vatnið heldur hlýrra og keppendur ekki í sjóstökkum; margir vilja reyna sig á ránni og skrá sig til leiks undir nöfnum sem margur víkingurinn hefði orðið ánægður með: Heljarmenni, Þór, Súper- man, Hulk. Og þannig líður helgin, við leiki, spjall og sólböð. Fylgst er með litlum víkingabúðunum eða farið á sýningar; listsýningu heimamanna í gangfræðaskólanum eða myndarlega sýningu á málverkum eftir Jóhannes Kjarval í safna- húsinu sem eitt sinn var barnaskóli bæjarins DILLA OG EMMA Tergesen verslunin hefur verið í Gimli síðan þorpið byggðist, þar virðist fást allt milli himins og jarðar og menn hafa á orði að verslunin sé eins konar hjarta bæjarins. í gluggunum hjá Tergesen eru bækur eftir íslendinga og um málefni þeirra beggja vegna Atlantsála; íslenskir fánar hafa verið hengdir á föt og álnavöru sem stillt er út. í forsælu undir veggnum hjá Tergesen sitja tvær konur og selja happdrættismiða til styrktar Þjóð- ræknisfélaginu. Þær kynna sig hikandi á íslensku, segjast vera systur og heita Dilla Narfason og Emma Wilkinson. Eru frá Gimli en vilja heldur spyrja tíðinda frá íslandi en segja frá sér sjálfum. 1 FJALLKONAN Valgerður Mae Westdal, kölluð Dee Dee, fór fyrir skrúðgöngu íslendingadagsins í glæsilegri blæjubifreið. Með henni voru frænkur hennar og aðstoðarmeyjar, Kimberley og Kristin Westdal. og nekkrir eftirlaunaþegar hafa gert stór- myndarlega upp. Þeir duglegustu keppa í 10 míina hlaupi en aðrir fara á klassíksa tónleika. Seinnipart sunnudagsins gerir heiftarlegar þrumuskúrir en þegar styttir upp byija börnin aftur að snarsnúast í tívolítækjunum yfir regn- votu grasinu. Himinninn ryður sig, kvöldbirtan er falleg og mild. Það er þjóðlagahátíð á stóra sviðinu og þar birtist góð blúshijómsveit og tónlist hennar rennur saman við myrkrið sem leggst yfir garðinn; vestrastemning og vel við hæfi á sléttunum og lög eins og Route 66 líða yfir blandaðan mannijöldann. Jafnt aldraða íslendinga af annarri kynslóð landnema sem ljós- og dökkleit smábörn. Eftir leirhálum götum geng ég síðan til ís- knattleikshallarinnar þar sem unglingar eru að safnast saman og bíða eftir að rokkhljómsveit stígi á stokk. Hún er nýlega komin á alheims- samning og unga fólkið hyggst sjá goðin áður en heimurinn tætir þau í sig í hrifningarvímu. Bjór er afhentur gegn framvísun sérstakra miða, 800 hleypt inn og löngu uppselt; snoð- klipptir árvökulir lögregluþjónar á steinsteyptu íshokkígólfinu. Síðan hefst þetta emjandi rokk og reykur í salnum, bjórdósir lyftast og skála og mýbitnir leggir stíga dansinn. LILJA OG JON ÁRNASON Jón er rafmagnsverkfræðingur og fyrrum stjórnarformaður Manitoba Hydro. Nú er hann kominn á eftirlaun og þau Lilja flutt heim á æskuslóðirnar í Gimli. „Þetta er býsna gott samfé- lag,“ segir Jón. „Hreinn bær og vina- legur, margt að gerast og ferða- mennska sífellt að aukast. Islendinga- dagurinn er skemmtilegasti tími árs- ins, Gimli er þá eins og segull; ættingj- ar koma alls staðar að.“ Jón hefur starfað í sijórnamefnd hátíðarinnar í 42 ár. Lilja var fjallkonan 1989, árið þegar Vigdís Finnbogadóttir heimsótti hátíðina. „Þá komu tugir þúsunda gesta. Vigdís var stórkostleg, garður- inn yfirfullur af fólki og það er upplif- un sem ég gleymi aldrei." EYRARBAKKI Þegar fyrstu íslendingarnir námu land á vesturströnd Winnipegvatns og reistu sér bú, þá gáfu þeir jörðunum islensk heiti. Margar þessara jarða eru enn í eigu fólks af íslenskum ættum og víða eru myndarleg skilti við heim- reiðir þar sem standa nöfn á borð við Kjarna, Svartakot, Húsavík og Eyrar- bakka. Á síðastnefnda bænum býr kennarinn og ættfræðingurinn Nelson Gerard. Hann talar góða islensku og hefur gefið út myndarlegar bækur, þar á meðal um ættir fólks við íslendinga- fljót, sem er fyrir norðan Gimli. Fólk leitar mikið til Nelsons og biður hann um að aðstoða sig við að rekja ættir sínar og er hann manna fróðastur um TARA JAKOBSON OG VINIR Ein helsta fjáröflunarleið hátíðarinnar er rokkdansleikur í ísknattlcikshöll- inni. Að vanda var uppselt og umsjón- armaðurinn, Tara Jakobson, ánægð með það. Tara, sem er æskúlýðsfull- trúi, segist vera 100% íslendingur. „Þessi hátíð er hluti af bakgrunni mínum og menningu. Menningararf- Ieifðin er mér mjög mikilvæg; eitthvað sem foreldrar mínir ólu mig upp í og er hluti af mér. Við höldum til dæmis alltaf íslensk jól. Og í fyrra fékk ég meira að segja dagatal frá Islandi, með jólasveinunum 13 og gat fylgt þeim eftir fram að jólum!“ Morgunblaðið Einar/Falur ÍSLENDINGA-„dunk“, betur þekkt sem koddaslagur, fór fram að viðstöddu fjölmenni í höfninni við Gimli. Niðri við höfnina er að hefjast flugeldasýn- ing, myndarleg og tölvustýrð. Margmenni á ströndinni og gónt stynjandi upp í himininn, af einskærri aðdáuun og hrifningu. „Hefur aldri verið glæsilegri," segir sessunautur minn á girð- ingu um sýninguna. Mánudagurinn, aðalhátíðardagurinn, rennur upp í þykkri þoku. Fóik er árla á fótum og fjöl- menni mætt í pönnukökurnar. Á ensku spyr ég eldri hjón hvort ég megi tylla mér hjá þeim, sem er auðsótt, en er fljótur að kynna mig þegar ég heyri þau tala saman á vandaðri ís- lensku. Þau heita Steini og Inga Pálsson og koma frá Geysisbyggð sem er 50 kílómetra norðvestur af Gimli. Þau eru nautgripabændur. „Við erum bæði fædd og uppalin á Geysi,“ segja þau. „Lærðum íslensku og töluðum hana eina uns við fórum í skóla.“ Þau eiga fjögur börn en ekkert þeirra hefur farið út í búskap. Steini og Inga eru á ættarmóti Pálssons fjöl- skyldunnar alla helgina, en á því eru um 200 manns sem koma víða að. Og þau segjast allt- af hitta íslendinga af og til. „Það er gaman að fá í heimsókn hópa eins og söngfólkið frá Akureyri sem var hér á dögunum. Þau sungu bara, sungu og sungu. Við höfum tvisvar farið til íslands, 1977 og CONNIE MAGNÚSSON „Velgengni Iiátíðarinnar má þakka öllum sjálfboðaliðunum, ekki forsetan- um einum því hann sér bara um að stilla strengina," segir Connie Magnús- son Schimnowski sem var forseti und- irbúningsnefndar íslendingadagsins að þessu sinni. I tengslum við undir- búninginn komst Connie í sína fyrstu og langþráðu heimsókn til íslands. „Ég var þar í þijá daga, í stífri dagskrá en það var alveg yndislegt. Við fórum svo víða, sáum svo margt. Þegar flug- vélin var að lenda í Keflavík helltist yfir mig sú tilfinning að ég væri að koma heim. En nú þurfum við að fara að hvetja Islendinga til að heimsækja okkur og taka þátt í íslendingadegin- um.“ 1988. Við fórum með barnabörnin í seinna skiptið og þau fóru í kringum landið og sungu á fáeinum stöðum, allt á íslensku.“ Þau segjast leggja rækt við íslenska siði en nota stundum ensk orð í tali. „Við segjum að fóna í stað þess að hringja eða síma,“ segir Steini. „Og ég er ailtaf að læra ný íslensk orð, nú síðast var það orðið jarðýta. En það er ljótt að heyra sum orð sem hafa komið inn í málið, eins og að heyra íslendinga segja að stoppa í stað þess að stansa eða nema stáðar.“ Hjartað er íslenskt Senn tekur skrúðgangan mikla að hníga af stað. Þar sem hún leggur upp safnast saman blæjubílar og bifhjólahópar, trúðar og fornbílar, víkingaskip á vagni, skikkjuklæddir menn og aðrir í arabaklæðum, lúðrasveitir og lögreglu- þjónar. Og um það bil sem lagt er af stað birtir til og sólin skín heit á bæjarbúa sem hafa rað- að sér við aðalgötur bæjarins þar sem gangan fer hjá. Og fremstir fara blæjubílamir, með bæjarstjórann, heiðursgestina, ræðismanninn og fjallkonuna Dee Dee Westdal og aðstoðar- meyjar hennar. Síðan koma allir hinir. Þetta er sérkennilegt sambland af amerískri bæjar- menningu og íslenskum siðum; sums staðar er JÓHANNA GUORÓN WILSON Á íslendingadaginn sat Jóhanna Guð- run Wilson í hátíðargarðinum í Gimli, bak við borð merkt styrktarfélagi sem kennt er við Jón Sigurðsson. Þar var Jólianna að selja brúður í íslenskum þjóðbúningum sem hún hafði sjálf saumað og átti andvirðið að renna í námsstyrk sem kenndur er við sjóðinn; barmmerki til styrktar kynningu á íþróttinni curling á Islandi; og bók sem hún hefur tekið saman við þriðja mann og er um alla þá Vestur-íslendinga sem börðust í heimsstyijöldunum tveimur. Hjá henni sat eldri maður, Stefán Olafsson frá Riverton, sem hefur verið að selja þessar bækur og sagðist stolt- ur hafa náð að selja yfir 200 stykki og nokkrar á hátíðinni. fólk í bolum með íslenska fánanaum á, eða með hina ómissandi hyrndu víkingahjálma; á einum stað sitja tvær eldri konur í íslenskum þjóðbúningum. Skrúðgangan silast um göturnar í tæpa tvo tíma og endar við hátíðargarðinn. Þar er hátíð- in sett skömmu síðar með því að fjallkonan klingir bjöllu sem er í líki fjallkonu. Síðan hefst athöfnin með ávörpunum og söngnum og rætt er um þessi sterku tengst milli gamla landsins og íslendinganna í Vesturheimi. Eða eins og ræðismaður íslands, Neil Bardal, út- skýrði fyrir mér eru Vestur-íslendingar trúir landinu sem þeir búa í. „Við erum góðir kana- dískir borgarar og stoltir af því. En hjarta okkar er íslenskt." Síðar um daginn er hátíðinni formlega slitið og fólk tekur að tínast úr garðinum. Tveiv eldri menn stíga þá á sviðið, hvítklæddir báðir og annar með gítar, hinn syngur. Og þar sem ég geng í burtu eftir einni af götum bæjarins, ber hijómkerfið skýran en þýðan söng yfir þökin í Gimli, söng sem er einhvern veginn fullkomnlega eðlilegt að heyra í lok þessarar hátíðar þótt ort sé um annað land og minna: Ó, fögur er vor fóstuijörð, um fríða sumardaga. FLUGELDASÝNING Þegar líða tekur á sunnudagskvöldið, deyja smám saman út tónar þjóðlagas- veitanna sem hafa verið að leika í Is- lendingagarðinum, högg járnsmiðsins í víkingaþorpinu hljóðna, veitingastað- ir og heimili tæmast. Fólkið sem statt er í Gimli tekur að safnast saman á ströndinni og sumir hafa með sér stóla. Síðan er beðið og spjallað og beðið lengur eftir sýningunni. Skyndilega skýst fyrsti flugeldurinn upp á himin- inn og springur fagurlega yfir aðdáun- arstunum mannfjöldans. Og síðan hver af öðrum og glamparnir lýsa upp Winnipegvatnið, allt fólkið á strönd- inni og bæinn sem íslensku landnem- arnir skírðu Gindi: bústað guðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.