Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Vinnmmðlim Reykjavíkurborgar Reiðkennsla fyrir fatlaða Reiðhöll ÍTR/ÍDF í Víðidal óskar eftir að ráða nú þegar reiðkennara í 100% starf fram til áramóta. Starfið felst m.a. í að undirbúa reiðnám- skeið fyrir fatlaða og annast reiðkennslu. Leitað er að starfsmanni með góða reynslu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkur og Reykjavík- urborgar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Reiðhallarinnar í síma 567 3822. Umsóknum skal skilað til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, þar sem umsóknareyðu- blöð fást. Engjateigur 11 • Sími 588 2580 • Fax 588 2587 Svæðisstjóra - sölumenn Fyrirtæki, með byltingarkennda vöru innan brunavarna, óskar eftir sjálfstæðum, metnað- arfullum svæðisstjórum/sölumönnum um allt land. Miklir framtíðar- og tekjumöguleikar. Upplýsingar í síma 551 8300 mánudag og þriðjudag. Rafeindavirki Bónus Radíó-búðirnar óska að ráða rafeinda- virkja til almennra viðgerðastarfa sem fyrst. Æskilegt er að umsækjendur séu vanir við- gerðum á almennum heimilistækjum. Skriflegar umsóknir sendist Bjarna Jónssyni, Bónus Radíó-búðunum, Skipholti 19, 105 Reykjavík, fyrirfimmtudaginn 5. sept. 1996. B Ú D I R N A R „Au pair“ Noregi, Ósló Fjölskyldu með 3 börn (6, 8 og 12 ára) vant- ar hjálp við að líta eftir börnunum fyrir og eftir skóla og auk aðstoðar við heimilisstörf. Ef þú átt vin sem einnig vill vinna sem „au pair“ í Ósló, er hægt að koma því við. Sími 47 67 122075. Jörgen Bugge, lögfræðingur. Atvinna óskast 23 ára piltur í kvöldskóla óskar eftir góðri vinnu hjá traustu fyrirtæki. Ýmislegt kemur til greina. Upplýsingar í síma 587-6611. „Au pair“ íslensk fjölskylda í Luxembourg óskar eftir „au pair“ frá 1. október, til að gæta drengs og sjá um létt húsverk. Má ekki reykja. Upplýsingar í síma 564 1336. Khieu Samphan sagður óttast um líf sitt Vill segja skilið við Rauða khmera Norræna ráðherranefndin Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna norrænu ríkjanna. Skrifstofa nefndarinnar, sem staðsett er í Kaupmannahöfn, auglýsir nú eftirfarandi stöður lausar til umsóknar. Chanthaburi. Reuter. KHIEU Samphan, sem hefur verið titlaður leiðtogi Rauðra khmera í Kambódíu síðan Pol Pot dró sig í hlé að nafninu til, er sagður viija ganga til liðs við klofningshóp úr hreyfing- unni. Er Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn Rauðra khmera, í forystu fyrir honum, og vinnur að því að semja við stjórnvöld í landinu. Er þetta haft eftir háttsettum manni í flokki Sarys og tæ- lenskum leyniþjónustumönn- um. „Samphan mun ganga til liðs við okkur síðar, þegar það hent- ar honum og fjölskyldu hans,“ sagði Lock Lee, majór í klofn- ingsliðinu. Sagði hann, að Samphan óttaðist um líf sitt og fjölskyldunnar en hann byggi á svæði, sem væri undir stjórn Ta Moks, grimmasta herforingja Rauðra khmera. Fékk hann viðurnefnið „Slátr- arinn" á tímum ógnarstjórnar Rauðra khmera í Kambódíu á árunum 1975-’79. Hrakinn frá Phnom Penh Khieu Samphan var fulltrúi Rauðra khmera í viðræðum allra flokka í Kambódíu seint á siðasta áratug og snemma á þessum en þeim lauk með und- irritun friðarsamninga 1991. Fór hann að því búnu til höfuð- borgarinnar, Phnom Penh, sem fulltrúi skæruliðahreyfingar- innar en borgarbúar, sem margir misstu ástvini sína í ógnarstjórninni, hröktu hann burt. Skömmu síðar höfnuðu skæruliðar friðarsamningunum og héldu ófriðnum áfram. Tælenskir leyniþjónustu- menn segja, að fyrirhugað sé, að Samphan verði leiðtogi nýs stjómmálaflokks, sem Ieng Sary og stuðningsmenn hans hyggist stofna. Umhverfismál, viðskipta- og iðnaðarmál. - Deildarsérfræðingur Deildin hefur níu mismunandi svið í norrænu samstarfi á sinni könnu, þ.á.m. iðnaðar- og orkumál, efnahagsmál, samgöngumál, húsnæðis- og skipulagsmál.Við auglýsum nú eftir deildarsérfræðingi með framhaldsmenntun í tækni- eða viðskiptagreinum. Verkefni hans ná yfir fy'rrnefnd svið með aðaláherslu á iðnaðarmál, húsnæðis- og skipulagsmál. Hann ber ábyrgð á umfjöllun mála, sem berast en tekur einnig þátt í að þróa samstarf milli sviða, bæði á deildinni og á starfsvettvangi deildarinnar, einkum í umhverfis- málum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hafi innsýn í og reynslu af starfsemi sem háð er pólitískum ákvörðunum. Það telst kostur að hafa reynslu af verkefnastjórnun og þá jafnvel á alþjóðavettvangi. Viðkomandi þarf að geta hafið stör sem fý'rst. Alþjóðaskrifstofan - Yfirmaður upplýsingaskrifstofunnar í Riga Upplýsingaskrifstofan veitir upplýsingar um Norðurlönd og nor- ræna samvinnu auk þess að vinna að því að koma á tengslum milli Norðurlanda og Lettlands. Norræna ráðherranefndin gerir árlega samstarfsáætlun (50 millj. d.kr.) um Eystrasaltslönd og norð- vesturhluta Rússlands. Upplýsingaskrifstofan hefur frumkvæði að máiefnum og tekur þátt í framkvæmd og umsjón með áætluninni. Mikil áhersla er á skiptinema- og styrkjakerfi fyrir ýmsa kjarnahópa. í starfi skrifstofustjórans er notað skandinavískt tungumál, lett- neska og enska. Frekari tungumálakunnátta telst kostur. Við ætlumst ennfremur til að umsækjendur þekki til Norðurlanda og norrænnar samvinnu og hafi stjórnunarreynslu. Ráðningin er tímabundin og nær samningstíminn til tveggja ára en framlenging er hugsanleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. apríl 1997. Stjórnsýslu- og hagsýsluskrifstofa - Deildarsérfræðingur - starfsmannahald. Deildarsérfræðingurinn fer með ýmiss konar mál sem varða starfs- menn. Einkum fjallar hann um lífeyrismál, gjaldakerfi okkar og rétt- indi starfsmanna auk þess að endurnýja starfsmannahandbók og fást við nýráðningar. Þar að auki er um að ræða ýmiss konar breytinga- og þróunarverkefni í samvinnu við starfsmannastjóra. í starfinu felast samskipti innan skrifstofunnar sem og út á við. Starfið krefst hagnýtrar reynslu af starfsmannahaldi. Starf hefst 1. desember eða samkvæmt samkomulagi. - Starfmaður á sviði upplýsingatækni Deildarsérfræðingur á sviði upplýsingatækni hefur yfirumsjón með tölvunotkun á skrifstofunni. Okkur vantar nú starfsmann á þessu sviði. Starfið felst í notendaþjónustu, þar með talið að sjá um fræðslu fyrir 110 notcndur, að sjá um mismunandi rekstr-arverkefni, og þar að auki að aðstoða við að finna nýja lausnir.Tölvukerfin, sem unnið er með, eru MS Office, Access og einnig skjalavörslukerfið Scanjour. Netið hefur þrjár móðurtölvur, tvær Digital (Windows NT og DEC Unix (Oracle) og eina HP-móðurtölvu (Oracle). Starfið kref- st viðeigandi tölvumenntunar og a.m.k. tveggja ára staðfestrar reynslu af svipuðu starfi. Starf hefst eftir samkomulagi. - Þjónustustarf húsvarsla/afgreiðsla/skjalasafn. í þjónustustarfinu felast ýmiss konar verkefni sem viðkoma húsvörslu, afgreiðslu símagæslu og skjalavörslu. í starfmu felast sam- skipti innan hússins sem og út á við og því er nauðsyniegt að viðkomandi sé lipur, mannblendin(n) og skýrmælt(ur). Reynsla af tölvum er kostur.Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður geti hafið störf þegar í stað. Upplýsingar sem eiga við um öll störfin. Ráðningin er tímabundin og er samningur gerður til fjögurra ára ef annað er ekki tilgreint. Umsækjendur þurfa að hafa góða fræðilega menntun og áralanga reynslu hjá opinberum aðilum eða í einkarekstri. Umsækjendur þurfa að geta tjáð sig munnlega og skriflega á sænsku, norsku eða dönsku. Frekari málakunnátta telst kostur. Reynsla af tölvum er nauðsynleg. Skrifstofan vinnur að því að jafna hlut kynjanna og þess vegna eru bæði konur og karlar hvött til að sækja um störfin. Opinberir starfsmenn eiga rétt á orlofi sem ráðningartímanum nemur. Nánari skriflegar upplýsingar um ofangreind störf og umsóknareyðublöð þarf að panta bréflega eða með faxi. Látið koma skýrt fram hvað starf er sótt um.í upplýsingaefni okkar eru tilgreindir þeir sem hægt er að hafa samband við út af hverju starfi fyrir sig. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til og með 20. september 1996. Nordisk Ministerrád, Postboks 3035, DK-1255, Kpbenhavn. Faxnúmer 00 45 33 96 02 02 eða 00 45 33 93 89 55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.