Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 B 35 MEISTARAVERK Wilders: Erich von Stroheim, Nancy Olson, Gloria Swanson og William Holden í „Sunset Boulevard." ÍBÚÐIN: Jack Lemmon og Shirley MacLaine. FRÆGASTA gamanmyndin: Jack Lemmon og Marilyn Monroe í „Some Like it Hot.“ SAMTÍMAMENN Billy Wilders voru Hitchcock, George Cukor, William Wyler og Bunuel. „Allir farnir,“ segir hann, „allir farnir.“ Hann er einn orð- inn eftir og minningar hans eru töfrum líkastar. Hann lét Marilyn Monroe standa á loftrist og blés upp kjólnum hennar í „The Seven Year Itch“ og skapaði ódauðlegt tákn um kynþokka hennar. Hann stýrði Gary Cooper og öllum öðr- um stjörnum sem máli skiptu í gömlu Hollywood. Myndir eins og „Double Indemnity", „Stalag 17“, „Some Like It Hot“, „Sunset Boulevard“ og „The Apartment“ vitna um stórkostlegt æviverk eins fremsta leikstjóra aldarinnar. í dag eru myndir Wilders efni í söngleiki („Sunset Boulevard" eft- ir Andrew Lloyd Webber) og end- urgerðir („Sabrina" eftir Sidney Pollack). Hann hefur ekki gert bíómynd í 15 ár eða frá því hann- stýrði „Buddy, Buddy“ árið 1981. Hann sýslar ýmislegt smálegt á skrifstofu sem hann hefur í Be- verly Hills og les tvo uppáhalds- höfundana sína, Proust og Kafka. „Loksins hef ég tíma til að lesa þá,“ segir hann. Fann upp andhetjuna Wilder er frá Vín en hann flutti til Hollywood þegar uppgangur nasista var sem mestur og hefur ekki mikið álit á draumaverksmiðj- unni í dag. „Allir eru að verða eins í Hollywood. Fólk hermir hvert eftir öðru og stelur hvert frá öðru. Flestar myndir sem gerðar eru í dag eru hlaðnar tæknibrell- um. Ég gæti aldrei unnið þannig. Ég hætti að reykja vegna þess að ég gat ekki fyllt á Zippo kveikjar- ann minn.“ Þegar hann er spurður að því hvaða nýlegum bíómyndum hann hefur mætur á, segir hann: „Sannleikurinn er sá að eina myndin sem ég hef getað fellt mig við á undanförnum árum er „Forr- est Gump“. Hann var persóna sem skoðuð var í þrívídd." Einhver gæti tekið það sem svo að Wilder gamli sé að linast í ell- inni. I einni afmælisgreininni um hann níræðan er tekið fram að hann hafi alltaf verið kaldhæðinn bölsýnismaður og að hann hafi hreinlega fundið upp andhetjuna á hvíta tjaldinu; líkt og óprúttna fréttamanninn sem gerir allt til að ná fréttinni í „Ace in the Hole“ (ein af bestu myndum Kirk Dou- glas ef ekki sú besta), drykkju- manninn sem svíkur ástvini sína í „The Lost Weekend“ og mynda- tökumanninn sem gerir sér upp meiðsli til að svíkja út bætur í „The Fortune Cookie“. En svo má ekki gleyma að hann gerði einnig nútíma öskubuskuævintýri á borð við „Sabrina“ og „Love in the Afternoon“, báðar með fíngerðu prinsessunni Audrey Hepburn. Wilder hefur reyndar gert allar tegundir af bíómyndum, farsa, NIRJEOUR LEIKSTJÓRI í NJERMYND Einn af stórhöfðingjum kvikmyndanna á öldinni, Billy Wilder, varð níræður í sumar. Myndir hans eins og „Sunset Boulevardu og „Sabrina“ hafa fengið nýtt líf en stórvirki Wilders eru ófá og sögufræg eins og Amaldur Indriðason rekur í tilefni afmælisins MEÐ kynbombu aldarinnar; Wilder og Monroe við tökur á „The Seven Year Itch“. spennumyndir og háðsádeilur sem vitna um fjölbreytilega hæfileika hans. Segja má að bölsýni hans sé réttlætanleg. Móðir hans og stjúp- faðir létust í Auschwitz útrýming- arbúðunum og hann finnur enn til„reiði“ og „eftirsjár" vegna þess. „Af hveiju tók ég ekki foreldra mína með mér?“ spyr hann sjálfan sig enn. „Ég fór daginn eftir þing- húsbrunann og skildi foreldra mína eftir í Vín. Gert er gert og verður ekki tekið til baka.“ Móðir Wilders bjó eitt sinn í Bandaríkjun- um og nefndi son sinn eftir vestra- hetjunni Buffalo Bill. Ungan dreymdi Wilder um að flytjast vestur um haf. „Ég þekkti nokkra Ameríkana í Berlín og ég reyndi að líkja eftir klæðnaði þeirra og tali.“ Glæstur ferill Það tók hann nokkur ár að koma sér fyrir innan Hollywood- kerfisins. Hann skrifaði handrit m.a. fyrir átrúnaðargoð sitt, Ernst Lubitsch, en þegar tímar liðu krafðist hann þess að fá að leik- stýra sjálfur eftir handritum sínum og fékk það. Þegar með þriðju mynd sinni vakti hinn ungi leik- stjóri verðskuldaða athygli. Saka- málahöfundurinn Raymond Chandler gekk í lið með honum við gerð hinnar klassísku glæpa- myndar Tvöfaldar skaðabætur- eða„Double Indemnity“ árið 1944 og þeir voru útnefndir til Óskars- verðlauna. Hún er ein af grund- vallarmyndum film-noir stefnunn- ar. í kjölfarið fylgdi Glötuð helgi eða „The Lost Weekend“, sem fjallaði um drykkjusýki af áður óþekktu hispursleysi. Wilder hlaut tvenn Óskarsverðlaun bæði sem handritshöfundur og leikstjóri. Árið 1950 gerði hann eitt af meist- araverkum sínum, svarta kómedíu sem hann nefndi „Sunset Boule- vard“ og skrifaði með gömlum samstarfsmanni að nafni Charles Brackett ásamt D.M. Marshman. Hún fjallaði um aldraða leikkonu er lifði í grátlegri sjálfsblekkingu og ungan handritshöfund sem flæktist inn í sýndarveröld hennar og lokaðist þar inni. Gloria Swan- son lék leikkonuna og William Holden, einn af uppáhaldsleikur- um Wilders, var höfundurinn en leikstjórinn Erich von Stroheim stal senunni sem einkaþjónn leik- konunnar. Myndin var ekki síst beitt og myrk ádeila á Hollywood og Louis B. Mayer hjá gamla MGM ljóninu var ekki skemmt en aðrir töluðu um meistaraverk. Á eftir fylgdi mynd eftir Wilder einan, „Ace in the Hole“, og „Stalag 17“ og „Sabrina“. Undir lok sjötta áratugarins hófst annað gróskuskeið á ferli Wilders þegar hann tók að vinna með handritshöfundinum I.A.L. Diamond en samstarf þeirra var rómað í Hollywood. Tvö snilldar- verk urðu til: gamanmyndin „Some Like it Hot“ með Jack Lemmon, Tony Curtis og Marilyn Monroe og gamandramað „The Apartment" með Lemmon og Shir- ley MacLaine. Fyrri myndin er kostulegur farsi en hvorki fyrr né síðar hafa karlmenn klæðst kven- mannsfötum af sama glæsileika og Lemmon og Curtis. Seinni myndin var ljúfsár saga um mann sem lánaði íbúðina sína vinnufé- lögum er stunduðu framhjáhald. Wilder notaði James Cagney í gamanmyndina Einn, tveir, þrír og filmaði leikritið „Irma la Douce“ með Lemmon og MacLa- ine. Hann var á hátindi ferils síns, framleiddi sjálfur sínar myndir, leikstýrði þeim og skrifaði handrit- in og hagnaðist á þeim auk þess sem hann einn réð endanlegri út- gáfu þeirra. í helgan stein Hann tryggði frama Walter Matthaus í „The Fortune Cookie“ árið 1966 þegar leikarinn hreppti Óskarsverðlaun en þegar kom að áttunda áratugnum fór mjög að halla undan fæti hjá Wilder. Hann endurgerði með góðum árangri „The Front Page“ með Matthau og Lemmon en aðrar myndir fóru fyrir ofan garð og neðan hjá gagn- rýnendum og áhorfendum þar til hann hætti eftir „Buddy, Buddy“ árið 1981. Hann hreppti sjö Óskarsverð- laun á ferli sínum og hefur unnið til allra hugsanlegra viðurkenn- inga kvikmyndafélaga og stofnana í Bandaríkjunum. Sagt hefur verið að hann hafi ekkert síður en Frank Capra með gamanmyndum sínum eða John Ford með vestrum sínum skilgreint það sem er bandarískt. Hann hefur gert það frá sjónar- hóli útlendingsins og litið á Banda- ríkin sem fyrirheitna landið þar sem ýmist morðingjar stjórnast af losta og metnaðargirni eða fá- tæka stúlkan verður prinsessa. Hann gat þess nýlega í viðtali að hann ætti sama afmælisdag og aðrir tveir frægir en sérlega ólíkir menn: glæpamaðurinn John Dillin- ger frá Chicago og þýski rithöf- undurinn Erich Maria Remarque, höfundur Tíðindalaust frá vestur- vígstöðvunum. Það þykir eiga ágætlega við efni mynda hans. Sjálfur er Wilder afhuga hvers kyns skilgreiningum og fræðileg- um könnunum á myndum sínum. „Fólk spyr mig hvert sé þemað í „The Apartment". Ég segist ekki vita hverí þemað sé. Ég hugsaði einfaldlega með mér hérna er gamanleikur, hérna er harmleikur. Alveg eins og í lífinu. Ég reyndi að hafa hana eins og lífið sjálft.“ Það væri hægt að gera margt vitlausara en að halda Billy Wilder kvikmyndahátíð á sjónvarpsstöðv- unum eða það sem er enn betra, í kvikmyndahúsunum þar sem hann á heima. • Hcimildir: The New York Times o.n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.