Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 38
38 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ATHU GASEMDIR VIÐ GREIN GYLFA Þ. GÍSLASONAR UM VEIÐILEYFAGJALD DAGANA 24. og 25. júlí sl. birtist grein I og II hluti eftir Gylfa Þ. Gíslason ,Eiga réttlæti og hagkvæmni enn að bíða?“. Ef ég skil Gylfa rétt þá er hann fylgjandi veiðikvótum, þetta fyrir- komulag hafi leitt til framfara, ekki nægilega hratt að vísu, en mikið þjóðfélagslegt óréttlæti sé þessu samfara. Hann byggir á því að fiskistofnarnir og þar með kvót- arnir séu bein eign þjóðarinnar, sem hún eigi að fá arð af sem venjulegur eigandi. Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en svo að ríkis- sjóður íslands sé beinn eigandi fiskikvótanna og eigi að fá arð af óskiptu á undan öllum öðrum. Gylfi er fráleitt einn um þessa skoðun né höfundur hennar. Hér er haldið fram grundvallar- sjónarmiði sem ég tel vera rangt, ranglátt, óhagkvæmt og hættulegt fyrir efnahag þjóðarinnar. Hér er tekist á um það hvort eignir eigi að vera á höndum einstaklinga í þjóðfélaginu eða ríkisvaldsins. AU- ar þjóðir Austur-Evrópu eru búnar að skaðbrenna sig á ríkiskapital- isma og eru að fjarlægjast þetta fyrirkomulag hver sem betur get- ur. A sama tíma eru menn á ís- landi, jafnvel meirihluti þjóðarinn- ar. að leggja til að snúa klukkunni til baka og fara í þveröfuga átt. Með þessum hugmyndum er Gylfi að mæla fyrir þjóðfélagsgerð stór- kostlegra ríkiseigna, sem mér finnst ákaflega fráhrindandi og varhugaverð. Ókeypis veiðiheimildir Algeng fullyrðing er að útgerð- armenn hafi fengið veiðiheimildir fyrir ekki neitt, ókeypis. Þó kemur fram í grein Gylfa að upphaflega hafí arðurinn af notkun hennar (auðlindarinnar?) verið afhentur án endurgjalds hópi útgerðaraðila, sem upphaflega miðaðist við þá, sem á þeim tíma höfðu veiði- reynslu. Hvað er veiðireynsla? Hún er það magn fisks sem viðkom- andi hefur veitt í tiltekinn tíma, kunnátta hans og hæfni, við- skiptavild (goodwill) og atvinnu- réttindi. Þessari veiðireynslu var breytt í kvóta. Ekki var hægt að afhenda útgerðaraðilum þeirra eigin veiðireynslu öðruvísi en end- urgjaldslaust, af þeirri einföldu ástæðu að hún var þeirra eign. Útgerðarmenn þurftu jafnframt að sæta skerðingum á þessari veiðireynslu sinni bótalaust. Af þeim sökum er rökrétt að þeir þurfi ekki að borga sérstaklega fyrir aukningu kvóta þegar fiski- stofnar vaxa aftur, sem er m.a. árangur margra ára fórna þeirra sjálfra. Með sömu rökum gat hið opinbera ekki gefið það sem það ekki átti. Lagastofnun Háskóla Islands hefur leitt það því rök að atvinnuréttindi til fiskveiða á mið- um við ísland njóti verndar eignar- skrárákvæðis stjórnarskrárinnar og menn verði ekki sviftir þeim án þess að bætur komi fyrir, þrátt fyrir l.gr. laga nr. 38/1990 um stjórnun fiskveiða. í leiðara Mbl. fyrir nokkrum vikum var rætt um veiðar á úthaf- inu utan landhelgi Islands. Þar kemur fram að veiðireynsla ís- lenskra togara komi þjóðinni til góða þegar samið verði við erlend ríki um fyrirkomulag og skiptingu slíkra veiða. Sjálfsagt sé að slíkar .. útgerðir eignist hluta af þessari veiðireynslu í formi „ókeypis kvóta“. Það er auðvitað öllum ljóst að útgerðir leggja út í mikinn kostnað og áhættu er þær leita á fjarlæg mið á úthaf- inu. Fráleitt er að ís- lenska ríkinu auðnist eignarréttur á þessum rétti þótt það annist milliríkjasamning fyrir hönd þjóðarinnar. Því gildir annað um veiði- reynslu á íslandsmið- um? Útgerð er ekki ein- ungis veiðileyfi nema í neikvæðum skilningi. Það er hægt að eyðileggja góða útgerð með því að svipta hana veiðileyfi. En það er ekki hægt að skapa góða útgerð með því einu að veita einhveijum veiðileyfi. Aðaiatriðið er hin langa reynsla, þekking og uppbygging sem íslensk útgerð hefur skapað. Stórhagnaður útgerðarmanna Kvótakerfíð 1984 var stórstíg framför. Jafna má henni við þá framför er mannkynið fór af veiði- mannastiginu yfir á landbúnaðar- stigið. Verðmætasköpun stórjókst svo og framlegð. Þessi kerfisbreyt- ing hefur haft byltingarkenndar framfarir í för með sér. Áður þurftu útgerðarmenn að keppast um að komast fyrstir á miðin. Þeir þurftu stærri vélar, sem eyddu meiri olíu til að verða fyrst- ir á miðin og stærri skip til að veiða sem mest í einu á vertíðum þegar fiskur var sem mestur. Á stuttum tíma barst stundum allt of mikill fiskur að landi og verð hans féll. Svo mikill fiskur barst á land á stuttum tíma að ekki var hægt að nýta hann eins og æski- legt var. Mikið fór í ódýra skreið og allt of mikið í gúanó. Við upptöku kvótans varð mikil breyting á. Mikill fiskur er nánast geymdur í sjónum. Reynt er að haga veiðum þannig að fiskur komi á land þegar verð hans er sem hagstæðast. Landburður er nú mun jafnari svo betri tími gefst til að vinna fiskinn á bestu mark- aðina og selja hann sem ferskastan á bestu verði. Skreiðarvinnsla hef- ur minnkað og nærri ekkert fer í gúanó. Kostnaður hefur minnkað á sama tíma. Á þessu hafa útgerð- armenn hagnast og öll þjóðin. Afleiðing skertra veiðiheimilda, tekjutap, varð miklu minni en menn óttuðust í fyrstu vegna þess að úrvinnsla aflans stórbatnaði. Haft er eftir Rögnvaldi Hannes- syni prófessor í Mbl. 14.08.’96: „Framleiðni í íslenskum sjávarút- vegi, er mun betri en í Noregi og á Nýfundnalandi...“ „Þetta á með- al annars rætur að rekja til kvóta- kerfisins, sem án efa hefur komið í veg fyrir óþarfa fjölgun skipa og sjómanna." Ennfremur ganga þessir kvótar kaupum og sölum, sem uppfyllir skilyrði markaðsbúskaðar, eins og Gylfi krefst í grein sinni, að allir framleiðsluþættir séu verð- lagðir og fyrir þá greitt svo fullur árangur náist. Árangurinn er að koma í ljós. Vegna aukinnar kröfu um arðsemi, sameinast útgerðar- fyrirtæki nú í stærri fyrirtæki, sem beita faglegri stjórnunarað- ferðum, eins og til var ætlast. Faglega menntaðir stjórnendur þessara fyrirtækja standa frammi fyrir hluthöf- um á aðalfundi og verða að standa fyrir máli sínu. Þeir geta ekki varið það fyrir þeim að fjárfesta í óþörfum skipum. Hættan á því að fjár- fest sé í of stórum skipum og óarðbærri útgerð fer því minnk- andi. Hins vegar munu þessi öflugu fyrirtæki fjárfesta m.a. í útgerð og fisk- vinnslu erlendis og styrkja þannig atvinnugreinina og þjóðarbúið. Til þess að fá út einhvern stór- hagnað hjá útgerðarmönnum við sölu veiðileyfa verður að gefa sér þá staðreynd að veiðireynsla þeirra hafi verið þjóðnýtt bóta- laust árið 1984. Á þetta verður ekki fallist. Hagnaður sem menn fá við sölu eða leigu veiðileyfa umfram almenna vexti er sá hagnaður sem þeir fá í mesta lagi. Ekki hefur verið sýnt fram á að hann sé neitt óeðlilegur. Þjóðfélagslegt ranglæti er megininntak greinar Gylfa Þ. Gíslasonar í Mbl. Sú viðleitni, hvers sem er, að leiðrétta þjóðfé- lagslegt ranglæti, af þeirri ástæðu sem Gylfi vill leiðrétta það eins og ég skil skrif hans, er byggt á röngum forsendum að mínu mati. Upphafsins er að leita í mismunandi túlkun manna á hug- takinu „sameign þjóðarinnar" í fyrstu grein laga um stjórn fisk- veiða nr. 38/1990. Mikill fjöldi manna er sömu skoðunar og Gylfi, að ríkisvaldið, ríkissjóður, sé beinn eigandi, eins og hann orðar það í grein sinni, „fiskimiðanna", „verðmætrar auðlindar fiskistofn- anna við landið“. í grein Gylfa er eigandinn annaðhvort nefndur „þjóðarheildin11 eða „almenningur í landinu" þar sem enginn slíkur eigandi er til að íslenskum rétti kalla ég þennan „eiganda11 ríkis- sjóð enda myndi hann innheimta veiðigjald og ráðstafa því, sbr. og hugmyndir Gylfa um hækkun persónuafsláttar um 750 kr. á mann á mánuði. í lögum um þjóð- leikhús nr 58/1978 l.gr stendur: „Þjóðleikhúsið er sameign ís- lensku þjóðarinnar" og í 19. gr sömu laga stendur „Þjóðleikhús- byggingin stendur ekki til trygg- ingar skuldbindingum Þjóðleik- hússins11. Auðvitað er Þjóðleik- húsið eign ríkisins og lánardrottn- ar þess geta gert lögtak í Alþing- ishúsinu eða Arnarhvoli ef svo ber undir. Sum leikstarfsemi nýtur aðeins meiri verndar en önnur. I lögum um Þjóðminjasafn stendur réttilega í lögum nr. 88/1989 5.gr.: „Þjóðminjasafn íslands er eign íslenska ríkisins.11 Ekkert stendur um eigandann í lögum um Þjóðarbókhlöðu. Ef mig mis- minnir ekki gaf þjóðin sjálfri sér bæði þessi hús. Hið fyrrnefnda til minningar um stofnun lýðveld- isins 1944, en hið síðarnefnda í minningu 1100 ára Islandsbyggð- ar 1974. „Sameign íslensku þjóðarinnar11 eru hástemmd áróðursorð, sem ekki hafa hlotið afgerandi lög- fræðilega túlkun. Skilgreining þessara orða hlýtur að vera mjög víðtæk og innifela, m.a. í óeiginlegri merkingu: Þjóð- fánann, þjóðsönginn, Jón Sigurðs- son, Alþingi, fegurð landsins, Morgunblaðið, íslenska tungu og menningu, Háskóla íslands, ís- lenskar bókmenntir og Snorra Sturluson, góða menntun o.s.frv. Þrengri merking væri allt það sem Alþingi hefur lögsögu yfir, þjóðin, hálendið, miðin, eign íslenskra rík- isborgara o.s.frv. Alþingi hefur lögsögu yfir hálendinu þótt hvorki það né ríkissjóður sé eigandi þess. Alþingi getur sett reglur um há- lendið, hvernig menn geti eignast hluta þess eða hagnýtt sér það, en það getur ekki selt það, því það á það ekki. Útlendingar geta samt ekki numið þar land því hálendið heyrir undir íslenska lögsögu. Þeir yrðu að gera það skv. íslenskum lögum. íslensk lög gilda á hálend- inu, alm. hegningarlög t.d. Ríkið hefur þó numið hluta hálendisins t.d. lagt þar vegi og byggt raforku- ver og uppistöðulón. Líklega gæti það selt raforkuverin og myndi kaupandinn þá eignast hluta af hálendinu að þessu leyti. Ef ríkið væri gert að eiganda hálendisins eins og lagt er til og Ég tel öruggast og affarasælast, segir Jóhann J. Ólafsson, að stjórnun fiskveiða sé leyst á grundvelli einkavæddrar skipunar efnahagsmála og á grundvelli eignarréttar einstaklinga. það fært undir forsætisráðuneytið myndi meðferð þess hjá löggjafar- valdinu Alþingi, 63ja manna, rýrna og færast til framkvæmda- valdsins, eins manns, forsætisráð- herra. Á sama hátt jiefur löggjaf- inn lögsögu yfir íslandsmiðum. Ef þau yrðu ríkiseign heyrðu þau að mestu undir einn mann sjávar- útvegsráðherra. Slíka samþjöppun valds tel ég mjög óheppilega, ólýð- ræðislega og hættulega svo ekki sé meira sagt. Þvert á móti tel ég nauðsyn bera til þess að skilja betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds og stjórna meira með lögum en þjóðnýtingu. Sveiflujöfnun í þjóðarbúskapnum Náttúrufræðingar hafa lengi spáð Kötlugosi. Ýmsir hagfræð- ingar hafa varað við ofsagróða í sjávarútvegi, sem hafi mjög alvar- legar afleiðingar eins og fyrr- nefndar náttúruhamfarir. Allt hef- ur þetta samt látið á sér standa. En gefum okkur það að mikill vöxtur í sjávarútvegi hafi mikil þensluáhrif í þjóðarbúskapnum, þá eru næg úrræði hjá löggjafan- um til að jafna þær sveiflur án þess að grípa til þjóðnýtingar veiðiheimildanna. Eignarréttur ríkisins á kvótanum er ekki nauð- synleg forsenda þess að hægt sé að jafna slíkar sveiflur. Hægt væri að leggja veiðileyfagjald á útgerðina í þessu skyni, en eðlilega Jóhann J. Ólafsson. væri að kalla það sínu rétta nafni jöfnunarskattur, sem færi eins og aðrir skattar í ríkissjóð. Öðru máli gegnir að aukið fjárstreymi til ríkissjóðs hefur ekki reynst vel til sveiflujöfnunar. Ríkið hefur haft þá tilhneigingu að rugga bátnum í þá átt, sem hann veltur þ.e. magna sveiflurnar. Hið póli- tíska vald eyðir fé margfalt hraðar en aðrir, einkum ef kosningar eru nálægar. Betra til sveiflujöfnunar væri að skylda útgerðina til að leggja visst fé í fjárfestingarsjóð, helst erlendis svo þetta fé hefði ekki þensluáhrif hérlendis. Mikið er einnig rætt um að vöxtur þjóð- artekna komi ekki frá fiskveiðum í framtíðinni og þensla af völdum fískveiða trufli vöxt annarra at-' vinnugreina, sérstaklega iðnaðar. Okkur sé lífsnauðsynlegt að verða óháðari sjávarútveginum í fram- tíðinni. Þessi sjónarmið eiga öll mikinn rétt á sér. Þó tel ég að of geyst sé farið í sakirnar hvað þetta varð- ar. í fyrsta lagi eru minni hættur af sveiflum af hálfu sjávarútvegs en áður vegna kvótakerfisins. í öðru lagi er efnahagslífið miklu opnara en áður og viðbrögð við þenslu því miklu fjölbreyttari. Miklu fleiri samvirkandi þættir þarf því til til þess að valda miklum efnahagssveiflum í framtíðinni. Oft hafa spár um endalok at- vinnugreina verið of snemma á ferðinni. Allir spáðu endalokum á framleiðni kerta til ljósa þegar olíulampinn kom fram, hvað þá er öld rafmagnsljósa hófst. Samt eru framleidd fleiri kerti á seinni tímum en í sameiginlegri mann- kynssögunni. Menn fundu nýjan markað, nýja notkun. Spáð var að dráttarvélar og bifreiðar myndu útrýma íslenska hestinum upp úr seinni heimsstytjöld. í dag eru fleiri hestar á íslandi en nokk- urn tímann áður. Hrossarækt fer vaxandi en dráttarvélum fækk- andi. Vöxtur í sjávarútvegi er langt frá því að vera lokið enn. Verð- mætasköpun og framlegð eykst sífellt. Það er mikill munur á verði fisks frá því hann er dreginn um borð og þangað til hann er borinn á borð í dýru veitingahúsi. Allt í einu birtast Japanir og fara að veiða túnfisk, sem við höfðum ekki hugmynd um í Atlandshafinu fyrir sunnan landið. Rússar moka upp makríl sem við stundum lítið. Norsk-íslenska síldin er að kotna aftur. Hvalveiðar liggja niðri. ís- lendingar eiga góð sölukerfi fyrir fiskafurðir og kaupa mikið hrá- efni í viðbót við það sem þeir geta sjálfir veitt. Nýlega keyptu íslenskir fjárfestar næststærstu veitingakeðju fyrir fisk í Banda- ríkjunum. Við eigum útgerð í Chile og Þýskalandi. íslendingar eru á Kamchatka og selja þaðan fisk til Kína. Fiskveiðar okkar byggja upp mikinn iðnað. Veiðar- færaiðnað, vélar- og tækjaiðnað, frystiiðnað, umbúðaiðnað, alls kyns þjónustuiðnað. Þetta gætum við stóraukið með því að endur- reisa skipaiðnaðinn í landinu, t.d. með því að leyfa honum að vera á fríhafnarsvæði og létta af hon- um öllum sköttum á meðan verið er að byggja hann upp. Ég tel öruggast og affarasælast að stjórnun fiskiveiða sé leyst á grundvelli einkavæddrar skipunar efnahagsmála og á grundvelli eignarréttar einstaklinga eins og hann er varinn í stjórnarskrá lýð- veldisins. Flest þau markmið sem Gylfi stefnir að skv. skrifum sín- um get ég fallist á, þótt ég sé ósáttur vð þann grundvöll sem hann vill byggja þau á. Veiði- reynslu útgerðarmanna var breytt í kvóta við endurskipun þessara mála, hliðstætt því að einka- eða sameignarfyrirtæki væri breytt í hlutafélag. Eigendur slíkra fyrir- tækja fengju hlutabréfin í hend- ur, sem þeir gætu selt, hirt af arð, skipst á fyrir önnur o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.