Morgunblaðið - 01.09.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 01.09.1996, Síða 1
 r MARKAÐURICAMDEN TOWN Á áttunda áratugnum breyttu lista- og handverks- menn ásjónu Camden hverfisins. Þar er nú iðandi manniíf og fjölskrúðugur markaður. TSJESKY KRUMLOV Suður af Prag er borgin Tsjesky Krumlov, þar sem lítið virðist hafa breyst í aldanna rás. Hlio SUNNUD AGUR1. SEPTEMBER1996 BLAÐ C Ýmsar uppákomur víðo um land veqna markaðsátaks Flugleiða í innanlandsfluqi Gjugg í borg og sex bæjum landsins GJUGG í bæ nefnist markaðsátak Flugleiða í innanlandsflugi, sem ætlað er að gefa íbúum höfuðborgarsvæðisins kost á að kynnast því sem sex bæjarfélög hafa upp á að bjóða í menningu, listum, skemmtunum og útivist að vetrarlagi. Sérstakt tilboðsverð verður á flugi og gistingu um helgar til þessara staða frá 15. september til 1. maí. Ef miðað er við gistingu í tvær nætur er verðið frá níu til sextán þúsund krónum og fer eftir því hvað er innifalið. Skemmtileg dagskrá Að sögn Gunnars Más Sigurfinnssonar, sölu- og markaðsstjóra innanlandsdeildar, var hafist handa við undirbúning verkefnisins fyrir einu og hálfu ári. „Við buðum landsbyggðarfólki sér- staka helgarpakka „Gjugg í borg“ til Reykjavík- ur í fyrra. Mikil ásókn var í ferðirnar, selt var í um sjö þúsund sæti, og jafnframt jókst salan í öðru innanlandsflugi. Við fundum fljótlega að Reykvíkingar vildu fá sambærileg kjör til ýmissa staða úti á landi og höfðum því samband við ferðamálafulltrúa hvers bæjarfélags til að kanna grundvöll fyrir siíkum ferðum.“ Gunnar Már segir afþreyingarmöguleika bæj- anna sex; Isafjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Egilsstaða, Hafnar og Vestmannaeyja, vitaskuld ekki eins fjölbreytta og í höfuðborginni. Þó hefði nefndum, sem settar voru á laggirnar á hveijum stað til að útfæra hugmyndir og skipuleggja ýmsar uppákomur, tekist að setja saman skemmtilega dagskrá. „Nefndirnar fengu skemmtistaði, leikfélög, veitingastaði, verslanir og ýmsa aðila í bæjunum til samstarfs. Þeir sem kaupa Gjugg í bæ farseð- il fá því afslátt í ýmsum verslunum og veitinga- stöðum, auk þess sem skemmtistaðirnir bjóða upp á óvenju öfluga dagskrá. Ýmis önnur fríð- indi verða í boði og geta gestir haft í hendi sér hvort þeir nýta ferðina í skemmtanir og vellyst- ingar, menningu og listir, útivist og fróðleik eða sitt lítið af hvoru.“ Sprönguskellur og Kántríhelgi Gunnar Már segir næsta skref að selja Gjugg í borg og Gjugg í bæ ferðir í útlöndum. Núna bjóðist einungis Færeyingum Gjugg í borg ferð- ir en hjá þeim hafi slíkar ferðir átt vinsældum að fagna. „Það er líka líf á landsbyggðinni á veturna. DORGAÐ á bryggjunni á Akureyri. Til áramóta er ein helgi tileinkuð ákveðnu þema; Skógarstemning á Egilsstöðum, Síldarhelgi á Höfn í Hornafirði, Sprönguskellur í Vestmanna- eyjum, Sagnasöngur í ísafjarðarbæ, Kántríhelgi á Akureyri og Bryggjudagar á Húsavík.“ ■ KÁNTRÍ- KLÚBBURINN ► FARIN verður hópferð þann 17. til 22. október til til Nashville i Tennessee á vegum Islenska kántríklúbbsins. Aðdáendur bandarískrar sveitatónlistar eru margir á Islandi og geta nú heim- sótt til The Music City eins og Kaninn kallar borgina Nashville. Ferðin byijar í Keflavík 17. okt., flogið cr til Baltimore og gist þar eina nótt. Haldið til Nashville snemma morguns 18. okt. Ferðin hefur verið skipulögð með það fyrir augum að ferða- fólkið kynnist borginni og sögu hennar. Bestu kántrí-búðirnar höndla með kántrívarning, föt, hatta, stigvél, bækur og geisla- diska. Tónlistin skipar stærstan sess í hugum þeirra sem fara til Nashville og verður því farið í Grand Ole Opry, á kántrísýningu og Kántrídansleik. Samstarf er við ferðaskrifstof- una Úrval-Útsýn og annast hún skipulagningu ferðarinnar. Að- eins þrjátiu sæti eru í boði i fyrstu ferðina og kostar kr. 60.370 krónur fyrir manninn. Fleiri upplýsingar fást í síma 569-9300. Fararstjóri er Bjarni Dagur Jónsson. I Himbriminn á Þingvallavatni Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn SIGLT á vængjum sögunnar. „ VELKOMIN út á Þingvallavatn," hljómar í kallkerfinu á bátnum Him- brimanum sem nefndur er í höfuðið á einkennisfugli Þingvallavatns. Báturinn brunar af stað frá Skála- brekku með 16 farþega í eins og hálfs tíma siglingu á Þingvallavatninu sem í öndverðu hét Ölfusvatn. Heiður himinn- inn speglar sig í sléttu vatninu og far- þegarnir fylgjast með fjöllum, fuglum og eyjum líða hjá og rifja upp sögu ís- lands i huganum: Alþingi árið 930, kristnitakan, Jón Hreggviðsson — Þingvallasvæðið hefur hingað til verið kjörið til ferðalaga og nú hefur nýtt sjónarhorn skapast með Þingvallavatns- siglingum, að upplifa náttúrufegurðina einstöku. Þingvallavatn er stærsta stöðuvatnið á íslandi, tæpir 84 ferkílómetrar að flat- armáli. Farþegar sitja öruggir í björgun- arvestum, en vatnið er aðeins 9-10 gráða heitt í ágústmánuði þegar það er hlýjast og dýptin mest 114 metrar. Það rýkur úr borholum á Nesjavöllum og farþegar eru upplýstir um að þar sé ískalt Þingvallavatnið hitað upp með brennheitri gufunni og dælt til Reykja- víkur til að verma hús borgarbúa. Farþegar eru líka fræddir á því að á Hofmannaflöt hafi þeir Ármann Dal- mannsson og Bárður Snæfellsás forðum stjórnað kappglímu þursa og blendinga. Jónas ber á góma og setning eftir Meg- as rifjast upp: „Sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas.“ Tíminn líður notalega áfram. Kolbeinn Sveinbjörnsson stýrir bátnum svo að bryggju og farþegar stíga á land með náttúruna og söguna ferska í blóðinu, fugla í augum og skáldskap í huga. ■ HIMBRIMINN við bryggju á Skála- brekku Þingvallasveit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.