Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG TSJESKY Krumlov. Söguf ræg borg sem reis úr öskustónni eftir fall kommúnismans Suóur gf Prag er borgin Tsjesky Krumlov í Suður-Tékk- landi, áður Bæheimi. Hrefnu Hannesdóttur virtist sem þar hefði lítið breyst í aldanna rás. Ð SIGRA heiminn gætu verið einkunnarorð nútíma ferða- mannsins og ferðamennskan tekur á sig æ hnattrænni mynd. Menn keppast við að ferðast heims- hornanna á milli í leit að ævintýrum, leyndardómum hins ókunna, nýjum menningarheimum eða til að drekka í sig orku og mannlíf stórborganna. En alltaf verður það færra og færra sem kemur á óvart á tímum hnatt- ferða og upplýsingahraðbrauta. En fyrirfinnast enn staðir lítt snortnir af ferðamennsku sem búa yfir leynd- ardómum og dulúð? Já, enn sem komið er, sem betur fer, ef grannt er skoðað. Ferðamannastraumurinn í heims- borginni Prag er hreint ótrúlegur. Tugir ef ekki hundruð þúsunda streyma á þessar slóðir Austur-Evr- ópu eftir fall kommúnista í leit að töfrum gamla heimsins. Borgin stenst fyllilega væntingar. Þar er að finna stórbrotna byggingarlist, merkilega sögu, blómlega menningu, tónlist og meiri tónlist. Tónlistin á sér langa hefð í Prag og í maímán- uði er haldin alþjóðleg tónlistarhátíð, í tónleikasölum, kirkjum, kapellum, óperu, leikhúsum þar sem flutt eru verk Smetana, Dvorak, Janacek, Mozart, Vivaldi svo fátt eitt sé nefnt. Það er því engin furða þó menn leggi leið sína til Prag. En hvað er til bragðs ef ferðamaðurinn vill segja sig úr samfélagi fjöldaferðamenns- kunnar um stund, leita á vit náttúr- unnar, leita á vit náttúrunnar, leita ótroðinna slóða? í fögrum hlíðum við Moldá í aðeins 180 km fjarlægð frá Prag til suðurs (þriggja stunda akstur) er frægur sögustaður sem segja má að lítið hafi breyst í 700 ár og legið hafi í dvala í áralugi, eða þar til fyrir nokkrum árum, borgin Tsjesky Krumlov í Suður-Tékklandi, áður Bæheimi. Tsjesky Krumlov stendur í fögrum hlíðum við Moldá, sem myndar hálfhring um borgina, umlukt skógivöxnum hæðum. Geng- ið er yfir litla trébrú inn í borgina, þar sem engin bílaumferð er leyfð. Kastalahverfið sem samanstendur af 40 byggingum, gnæfir yfir borg- ina og þar má rekja sögu hennar allt aftur til ársins 1253. Þar koma frægustu aðalsættir Bæheims til sögunnar. Frægð og glæsileika Tsjesky Krumlov bar hæst í valdatíð Rozm- berkættarinnar á 15. og 16. öld og settu víðfrægir arkitektar og lista- menn svip sinn á borgina. Það er óvenju hrífandi að ganga um bygg- ingar kastalahverfisins, þess er vandlega gætt að fáir séu á ferðinni í einu, og skyggnast inn í lífsstíl og sögu þessa tíma. Eitt af mörgu eftir- minnilegu er danssalurinn (Masqu- arade Hall) skreyttur veggmyndum, mannamyndum og grímuböllum þar sem andi lífsgleðinnar svífur um salina. Veggmyndirnar munu þó vera frá miðri 18. öld og eru verk málarans Josef Lederer. Salurinn er nú notaður fyrir leiksýningar og kammertónleika. Gleymdur staður úr alfaralelð í aldanna rás hefur tvisvar legið við slysi í Tsjesky Krumlov. Á 17. öld þegar 30 ára stríðið var í al- gleymingi urðu heimamenn að reiða af hendi stórar fúlgur fjár til þess að forða því að óvinaherir legðu borgina í rúst. Á 19. öldinni fór heldur að halla undan fæti hjá ætt- arveldinu í Tsjesky Krumlov, en kastalahverfið var í einkaeign Schwarzenbergættarinnar allt til ársins 1947. Eftir lok seinni heims- styijaldarinnar bjó Tsjesky Krumlov við algjört fjársvelti og má segja að valdhafar kommúnista hafi þar með svo til jarðað borgina. Dvali færðist TURNINN sýnir stöðu himintungla kl. 9.40 þann 10. mars 1535. PLASTOVYBRÚIN í kastalahverfinu. yfir hana, hún var gleymt pláss úr alfaraleið. Það má velta því fyrir sér í dag hvort það hafi ef til vill verið lán í óláni. Eftir fall kommúnismans 1989 hófust framtakssamir íbúar handa við hreinsun og fegrun borgarinnar. Endurreisn var hafin og Tsjesky Krumlov reis úr öskustónni. UNESCO; Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna kom til hjálp- ar, veitti borgarbúúm viðurkenningu og stuðning og útnefndi borgina mikilvægan sögustað. Borgin er mikið augnayndi, rauð tígulsteinþök, mógular byggingar í sinni uppruna- legu mynd allt frá 13. öld skreyttar > endurreisnarstíl eða gotneskum og síðar barrok stíl. Á skömmum tíma hafa sumar þessara bygginga fengið ný hlutverk. Þar eru nú lítil ijöl- skyldurekin gistihús þar sem gisting er enn á vægu verði eða veitingahús þar sem má gæða sér á silungi, vatnakarfa, önd, grilluðum steikum og öðru góðgæti og drekka móravísk vín sótt í tunnur hússins. Eigendur gallería og listmunaverslana eru í óða önn að hefja rekstur. í kastala- byggingunum og glæsilegum kasta- lagarðinum eru haldnir tqnleikar og leiksýningar. Listmálarinn Egon Schiele átti ættir að rekja til borgarinnar VEGGMYND úr danssalnum í Masquarade Hall. Endurreisn Tsjesky Krumlov er komin á fullt skrið og forráðamenn stefna að því að gera borgina að miðstöð menningar og lista. Gamalt brugghús staðarins, byggt í endur- reisnarstíl er nú glæsilegt listasafn og menningarmiðstöð kennd við einn af síðari tíma sonum Tsjesky Krumlov, listmálarann Egon Schiele. Móðir hans var frá Tsjesky Krumlov og byijaði hann ungur að mála myndir af borginni og settist síðar þar að árið 1911. Fijáls og óheftur lífsstíll Egons varð þó til þess að honum var vísað burt. Heimamenn hafa þó löngu tekið hann í sátt og eru stoltir af þessum austurrísk- tékkneska listamanni og eru 50 verka hans í safninu. Um 75 þúsund gestir eru sagðir hafa heimsótt safn- ið strax fyrsta árið, 1993. Teikning- ar eftir Egon Schiele eru nú sýndar í Listasafni íslands á Listahátíð. Ýmsir eiga eftir að leggja leið sína til Tsjesky Krumlov og heillast af borginni. En vonandi stenst hún meiriháttar áhlaup héðan í frá sem hingað til. ■ ' Höfundur er kennari. SUNNUDAGUR 1. SEPTEMÉER 1996 c ií FERÐALÖG FLJÓTANDI hjólhýsi í eigu Peters og Ednu. Markaðslíf í Camden Town Á óttunda óratugnum breyttu lista- og handverksmenn ásjónu Camden hverfisins. Þar er nú iðandi mannlíf og fjölskrúðug- ur markaður. Daói Gunnarsson, Ijósmyndari í London, var á ferð með myndavélina. MARKAÐURINN í Camden iðar af lífi, hér er fólk að selja listmuni, skartgripi, húsgögn, vefnaðarvörur, notuð föt, iimolíur, leikföng, flugdreka, skyndibita frá öllum heimsálfum, allskonar skran og skrautlegt skart, o.fl. o.fl., mest ber þó á „svölum" tískufatnaði, undarlegu skótaui og leðurvörum. í Camden er að finna höfuðstöðvar MTV tónlistarstöðvar- innar í Evrópu, nýjasta tónlistin og nýjasta tískan. Allt er þetta að finna í Camden. Þannig að ef maður vill komast inn á heitustu næturklúb- bana í London verður maður fyrst að fara að „versla sér búning“ í Camden, og jafnvel láta húðflúra sig og gata samkvæmt nýjustu tísku. Helstu poppgoðunum í breskri dægurtónlist bregður öðru hvoru fyrir í Camden, hvort sem það er Blur eða Oasis, Suggs fyrrverandi meðlimur í „íslandsvinahljómvseit- inni“ Madness, sem samdi í fyrra lag um uppáhaldsstaðinn sinn; Camden Town. Damon í Blur sagði nýlega í útvarpsviðtali að hann hefði skroppið til íslands og keypt sér bar í Reykjavík, þ.e. þegar hann fékk reikninginn var hann viss um að það væri verið að selja honum bar- inn í heild sinni en ekki bara „nokkr- ar“ pintur af bjór. Það er líka svalt að hanga á ný- tískulegum frönskum og spænskum kaffihúsunum og á kvöldin færa þeir sem eru „inni“ sig yfir á djass- búllurnar, írsku pöbbana sem eru opnir aðeins lengur eða fara á Jazz Café sem er næturklúbbur með lif- andi tónlist. Það var í upphafi áttunda áratug- arins sem lista- og handverksmenn í Camden hverfinu innréttuðu hús gömlu timbursölunnar sem vinnu- stofur og litlar verslanir, síðan fóru þeir að selja sína vöru í portinu og nú er markaðurinn orðinn sá stærsti og skrautlegasti sinnar tegundar í Evrópu. Aðaleinkenni Camden og miðja útimarkaðarins um helgar, eru kanallinn og brúin yfir hann. Það er gaman að ganga eftir gömlu dráttarbrautinni sem liggur með- fram öllum kanalnum, því flutninga- prammarnir voru á sínum tíma dregnir áfram af heljarstórum dráttarklárum. Það er mjög friðsæl gönguleið, kanallin er víðast hvar niðurgrafinn og umlukinn háum konar vatnasígauna sem búa við það frelsi sem vatnaleiðirnar og þessi fljótandi hjólhýsi veita þeim, það er líka stór hópur af bátafólkinu sem eru frístundasiglarar. Bátarnir eru margir hveijir skrautlega málaðir og blómum skrýddir. Peter og Edna voru að skrúbba dekkið þegar ég var í rannsóknarleiðangrinum um kanalinn, og tilkynntu mér stolt að þetta væri sko alls ekki neinn gam- all flutningaprammi, heldur hefði Peter smíðað fleyið sjálfur fyrir nokkrum árum og að þau hefðu fengið myndlistarnema til að skreyta það. Þau sögðust því miður ekki hafa nógu mikið af frístundum til að spóka sig á kanalnum, því þau ættu fimm fósturbörn og tvo hunda „Krakkarnir hafa líka ógurlega gaman af túrunum okkar, þau eru öll upprennandi stýrimenn." Peter sagði að það þyrfti ekki nein próf til að stýra svona langskipi og það gilda engar flóknar umferðareglur, bara að halda sig hægra megin. ■ múrum og gróðri, þannig að þetta eru eins og leynigöng sem liggja í gegnum þá iðandi og spúandi kös sem stórborgin er. Það er meðal annars hægt að labba eftir skurðin- um frá Camden og út í Regents Park þar sem finna má dýragarð- inn, hinn fræga London Zoo, útileik- hús, tjörn með bátaleigu og grasa- garð. Kanallinn var byggður á síðustu öld sem aðfærsluleið fyrir kola- og timburkaupmenn, en úreltist fljótt með tilkomu Euston og síðar Kings Cross lestarstöðvanna sem eru á næstu grösum. Flestir bátarnir sem sigla um kanalinn í dag eru húsbát- ar, þetta eru gamlir flutninga- prammar, langir og mjóir, sem nú eru innréttaðir til að hýsa fólk, eins-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.