Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BILAR Grár" innflutningur verður alltaf til staðar ff Von er á nokkrum nýjungum frá Chrysler hérlendis upp úr áramótum o g lögð verður helsta áherslan á sölu á Chrysler Stratus í fólksbíladeildinni, að sögn Sven Fischer, svæðisstjóra Chrysler í Norður-Evrópu. Fischer var staddur hér á landi fyr- ir skemmstu og ræddi við blaða- mann m.a. um markað fyrir Chrysl- er bíla í Evrópu og „gráan“ inn- flutning. Fischer segir að umboð Chrysler á íslandi sé hið minnsta í Evrópu en jafnframt eitt af þeim eldri. Hann kemur þrisvar sinnum á ári til íslands og ræðir við stjórnendur Jöfurs um bílamarkaðinn hérlendis, nýtt módelár og verðlagningu. „Við höfum átt löng samskipti við Jöfur og erum ánægðir með fyrirtækið. Um langan tímá höfum haft mesta markaðshlutdeild á íslandi, einkum vegna góðrar sölu á aldrifsbílum og jeppum. Sá markaður er hér hlutfallslega mun stærri en annars staðar í Evrópu," sagði Fischer. Bandarískum framleiðendum gert erfltt fyrir Nýr Cherokee Hann segir að Chrysler vilji einn- ig láta að sér kveða á fólksbílamark- aðnum í Evrópu og þar með ís- landi. Það verði fyrst og fremst gert með því að bjóða upp á nýja bíla. Fólksbílalína Chrysler sé mjög nýleg, þ.e. Vision, Neon, Stratus og New Yorker. „Við getum ekki alltaf keppt í verði en sé litið er á framleiðsluna í heild, öryggisbúnað og þá gæða- ímynd sem Chrysler hefur þá ættum við að vera samkeppnishæfir. Við munum þó ekki keppa við Hyundai eða Daewoo í verði og lítum fremur á okkur sem framleiðanda á jaðar- markaði í Evrópu," sagði Fischer. Fischer segir að skattastefnan í Norður-Evrópu, þar með talið á ís- landi, feii í sér viðskiptaþvinganir gagnvart bandarískum bílafram- leiðendum. „Skattlagningin tekur mið af vélarstærð og við teljum að það sé rangt. Vélarstærð segir ekkert til um bíla og ef skattlagningin er miðuð við hana leiðir það til þess að minni og óöruggari bílar ríki á Fölskum reikningum framvísað markaðnum með tilheyrandi hærri slysa- og dánartíðni.“ Fischer segir að lítill markaður sé fyrir Ijölnotabíla á íslandi og lík- ir ástandinu hér við finnska mark- aðinn. Samlíkingin nái lengra því í Finnlandi sé markaðshlutdeild jap- anskra bíla yfirgnæfandi eins og á íslandi. Fischer segir að Chrysler muni kanna hvað sé hægt að gera til þess að selja Voyager hér á landi til fyrirtækja með tilliti til skatta- reglna. Fischer segir að „grár“ bílainn- flutningur, þ.e. innflutningur bíla framhjá umboðunum, sé sérstakt vandamál í Norður-Evrópu, en þó einkum á íslandi. Það sem af er þessu ári hefur Jöfur selt 65% allra Grand Cherokee sem fluttir hafa verið inn til landsins. Annað hefur verið flutt inn fram hjá umboðinu. „Grár innflutningur verður allt- af fyrir hendi á öllum mörkuðum. Hann verður til vegna þess að hægt er að bjóða bílana á lægra verði. Við reynum að mæta þessu með því að bjóða okkar bíla á lægra verði og okkur tókst það með Grand Cherokee á þessu ári. Þessi grái innflutningur er einkum frá Kanada og helgast af gengislækk- SVEN Fischer, svæðisstjóri Chrysler í Evrópu, sestur upi Fischer segir að í mars eða apríl á næsta ári verði kynntur nýr Che- rokee jeppi hérlendis. Hann verði ekki mikið breyttur í útliti en með mörgum nýjungum í búnaði og inn- réttingum. Cherokee verður boðinn með sömu vélum, 2,5 1 bensínvél, 4,0 1 bensínvél og 2,5 1 túrbódísil- vél. „Við leggjum mikla áherslu á að verðleggja þennan bíl rétt. Það tókst líklega ekki í öllum tilvikum þegar Grand Cherokee kom á markaðinn því hann tók mikla sölu frá Cherokee. Bíllinn skiptir miklu máli á íslandi þar sem hann hefur verið til sölu lengst af öllum Evr- ópulöndunum, eða frá því hann kom fyrst á markað 1984. Ég býst því við að verðið verði afar sam- keppnisfært," sagði Fischer. Þá er væntanlegur á markað hérlendis Dodge Dakota pallbíllinn, sem er minni en Ram. Framleiðsla er að hefjast á bílnum fyrir Banda- ríkjamarkað og kemur á markað hérlendis snemma á næsta ári. Einnig er væntanleg hingað ný útfærsla af Stratus fólksbílnum með 2,5 lítra, V-6 vél. Hann verð- ur með nýrri gerð hálfsjálfskipting- ar, svonefndum „autostick“. Fisc- her spáir því að Stratus verði helsti sölubíll Chrysler á íslandi í fólksbíl- um. Því ráði einkum skattareglur hér á landi. DODGE Dakota pallbíllinn kemur á markað hérlendis snemma á næsta ári. í útliti líkist hai un kanadíska dollarans. Auk þess eru brögð að því að menn framvísi fölskum reikningum. Ég get nefnt þér dæmi um bíl sem var seldur á Islandi sem átti að hafa verið keyptur í Kanada á 28 þúsund kanadíska dali. Þennan sama bil seldum við umboðsaðilanum í Kanada á 36 þúsund kanadíska dali sem seldi hann til fjármögnun- arfyrirtækis sem gaf út reikning upp á 28 þúsund kanadíska dollara til þess sem flutti bílinn inn til ís- lands,“ sagði Fischer. Engin verksmiðjuábyrgð Hann sagði að þess væri einnig að gæta að engin verksmiðjuábyrgð væri á bílum sem eru fluttir frá Kanada eða Bandaríkjunum. „Allir Grand Cherokee bílar og Voyager ætlaðir á Evrópumarkað eru smíðaðir í verksmiðju Chrysler í Graz í Austurríki. Þetta eru aðrir bílar en eru framleiddir í Bandaríkj- unum og Kanada, gæði þeirra eru meiri sem helgast af tíu sinnum meiri ársframleiðslu í bandarísku verksmiðjunum en í verksmiðjunni í Graz. Auk þess er evrópski bíllinn sérhannaður fyrir evrópskar aðstæð- ur, með öðrum fjöðrunarbúnaði, hjól- börðum og vélum. Við ábyrgjumst Suzuki Swift með nýju lagi BREIÐIR afturstuðarar og í afturglugga er hemlaljós. SUZUKI Swift GA er sportl BÍLASTÚDÍÓ ehf. er eitt af mörgum fyrirtækjum sem hefur hafið innflutning í litlum mæli á bílum, jafnt frá Bandaríkjunum sem Evrópu. Nýlega flutti fyrir- tækið inn þrennra dyra Suzuki Swift GA smábílinn með nýju lagi sem ekki hefur verið í boði hér- lendis áður. Bíllinn er sportlegur í útliti og búinn skemmtilegri 1,3 lítra véi. Ókostur við bílinn er hins vegar að hann er ekki með vökvastýri. Verðið vekur nokkra athygli, 999 þúsund krónur fyrir árgerð 1997 af beinskiptum bíl en þá á reyndar eftir að bæta við skráningu og viðbótarryðvörn, samtals 27.422 krónur. Þessi snarpi bíll leggur sig því á 1.026.422 krónur og 1.106.422 krónur sjálfskiptur. Þetta þætti vel boðið ef bíllinn væri jafnframt með vökvastýri. Bíiastúdíó býður einnig 1996 árgerð af bílnum sem er eins í útliti. Þá kostar bíllinn beinskiptur með viðbótarryðvörn og skráningu 947.422 krónur og 1.017.422 krónur sjáifskiptur. Engin verksmiðjuábyrgð Vélin er fjögurra strokka, 16 ventia og skilar 70 hestöflum sem er fínn kraftur í þennan 842 kg bíl. Hann er viðbragðssnöggur en eins og fyrr er minnst á skortir hann vökvastýri til þess að geta einnig talist lipur. Fyrir vikið miss- ir hann þá eiginleika smábílsins að auðvelt er að leggja í þröng stæði með lítilli fyrirhöfn. Með vökvastýri væri þessi bíll tilvalinn í bæjarsnattið. Bíilinn er kiæddur teppi á gólf- um og er búinn tveimur líknar- belgjum. Útvarp og segulband eru ekki staðalbúnaður. I stað snún- ingshraðamælis kviknar ljós á ör í mælaborði ef vélin er kominn á þann snúning að hagkvæmast er að skipta í hærri gír. Eins og við má búast í bíl í þessum stærðarflokki er fremur þröngt um manninn í aftursætum en fella má niður aftursætisbök til þess að auka farangursrými. Ekki þarf að taka fram að Swift GA er með sparneytnari bílum á markaði hérlendis. Bílastúdíó ehf. býður eins árs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.