Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 1.100 manns í Esjuhlaupi Afleiðingar uppsagna heilsugæslulækna Landlæknisembættið rannsakar dauðsfall NÆR 1.100 manns tóku þátt í Esjuhlaupinu svonefnda á sunnu- daginn sem Hjálparsveit skáta í Reykjavík gengst fyrir á ári hverju. Þar af fóru 5-600 manns alla ieið á toppinn og sá sem fljót- astur var að fara upp eftir var rúmar 30 mínútur á leiðinni. Fóik á öllum aldri tók þátt í hlaupinu, sem nú er haldið í fimmta sinn og tókst í alla staði vel að sögn Ingimars Ólafssonar, formanns Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Húsaleigu- bætur greiddar út 5. hvers mánaðar GREIÐSLU húsaleigubóta í Reykjavík hefur verið breytt á þann veg að bæturnar verða greiddar út 5. hvers mánaðar í stað fyrsta virka dag hvers mánaðar eins og verið hefur. Ef 5. ber upp á laugardag eða sunnudag verða bæturnar greiddar út á föstudegi, sam- kvæmt upplýsingum Guð- munds Sigmarssonar, deildar- stjóra húsaleigubótadeildar Félagsmálastofnunar Reykja- víkur. Guðmundur sagði að þessi háttur á greiðslum væri í sam- ræmi við fyrirmæli laga, en þau kvæðu á um að húsaleigu- bætur væru greiddar út í síð- asta lagi 5. hvers mánaðar. Ástæða breytingarinnar væri sú að með þessu móti gæfist betri tími til úrvinnslu vegna greiðslu bótanna, en þær eru greiddar út fyrirfram fyrir hvern mánuð. Aðspurður sagði Guðmund- ur að talsvert bærist af fyrir- spurnum vegna þessarar breytingar, en hann hefði hins vegar ekki orðið var við mikla óánægju vegna hennar. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur hafið rannsókn á því hvort rekja megi dauðsfall manns í heimahúsi til þess ástands sem skapast hefur eftir uppsagnir heilsugæslulækna. Ólafur Ólafsson landlæknir stað- festir að 6-7 önnur alvarleg mál hafi komið upp. Að sögn landlæknis voru málsat- vik þau að aðstoðar var leitað á heilsugæslustöð vegna sjúklings í heimahúsi. Viðkomandi heilsu- gæslulæknir hafi ekki verið á staðn- um en nánum aðstandanda eindreg- ið ráðlagt að flytja sjúklinginn á sjúkrahús. Ólafur segir að það hafi ekki verið gert og sjúklingurinn hafi látist skömmu síðar. 6-7 mál í rannsókn Landlæknir segir að málið sé til rannsóknar og að beðið sé eftir nánari skýrslum um málið. Atvikið varð i síðustu viku ágústmánaðar. Landlæknir segir að 6-7 önnur alvarleg mál hafi komið upp sem hugsanlega megi rekja til ástands- ins vegna uppsagna heilsugæslu- lækna. í umræddum tilvikum kann alvarlegt heilsutjón að hafa hlotist af. Landlæknir segir þó ekki vitað með vissu hvaða skaði hafi hlotist af, en tekist hafi að bjarga lífi. Flutningsmiðlarar eru ósáttir við fraktflutninga Pósts og síma Morgunblaðið/Þorkell Oeðlilegt og býð- ur heim misnotkun SAMKEPPNISAÐILAR Pósts og síma í fraktflutningum eru ekki sáttir við innkomu stofnunarinnar á þennan markað og telja það ekki vera tryggt að þessi starfsemi verði aðgreind fjárhagslega frá hefðbundnum póstflutningum stofnunarinnar. Eins og fram kom í fréttum Morgunblaðsins á sunnudag hefur Póstur og sími samið við alþjóð- lega flutningsmiðlunarfyrirtækið Dan Transport um að dreifa frakt frá fyrirtækinu hér á landi. Var m.a. haft eftir Rafni Júlíussyni, forstöðumanni póstflutningasviðs P&S, að til greina kæmi að nota póstflutningabíla og pósthús stofnunarinnar undir þessa starf- semi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri TVG-Zimsen, sem er að stærstum hluta í eigu Eimskips og rekur m.a. flutningsmiðlun, segist hafa sínar efasemdir um hvernig að þessari starfsemi verði staðið. Árni Pétur segir að hér sé á ferðinni starfsemi sem sé allt ann- ars eðlis en hefðbundnir póstflutn- ingar. „Maður hlýtur því að velta fyrir sér hvernig kostnaður vegna þessa sé aðgreindur frá núverandi starfsemi,“ segir Árni Pétur. Steinn Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Flutningsmiðlunar- innar Jóna, segist ekki telja eðli- legt að opinbert fyrirtæki fari út í almenna flutningsmiðlun í flug- og skipafrakt, þar sem það geti augljóslega misnotað aðstöðu sína. ■ Aðgreining póstburðar/19 MORGUNBLAÐINU í dag fylg- ir fjögurra síðna auglýsingablað frá Tómstundaskólanum. Aðstoðar póst- og símamálastjórí um breytingar á upphringinúmerí Enginn máti að kynna breytingar „OKKUR þykir þetta vægast mjög léleg kynning. Það átti að tilkynna um breytinguna 14. ágúst en það misfórst. Þetta er alveg ófært og enginn máti að kynna viðskipta- vinum breytingar sem gerðar eru,“ segir Guðmundur Björnsson, að- stoðar póst- og símamálastjóri. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag olli fyrirhuguð breyt- ing á upphringinúmeri röskun hjá fyrirtækjum sem tengd eru há- hraðaneti Pósts og síma. Þar kom fram í máli Karls Benders, yfír- verkfræðings Pósts og síma, að skýrt hafi verið frá breytingunni fyrir þremur vikum í aðsendri grein í Morgunblaðinu. í aðsendu greininni sem birtist 13. ágúst sl. segir m.a. að til að leggja áherslu á jafnan aðgang hafi verið ákveðið að opna sér- staka númeraröð á hverju gjald- svæði fyrir fyrirtæki sem reka þjónustu af þessari tegund, þannig að hvert fyrirtæki fái númer sem eru með fjóra síðustu stafina eins á öllum stöðum. „Því miður verða mistök hjá okkur eins og mörgum öðrum. Þetta eru mjög slæm mistök og ég vil nota tækifærið og biðja okkar viðskiptavini afsökunar á þessu,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að sent hefði verið bréf til allra viðskiptavina háhraðanetsþjónustu Pósts og síma sl. föstudag þar sem þeim var skýrt frá því að upphringinúm- erinu yrði lokað á mánudag. „Við urðum varir við viðbrögð svo við ætlum að hafa númerið opið einn dag til viðbótar og verður því lok- að síðdegis á þriðjudag,“ sagði Guðmundur. Tólf líkamsmeiðing- ar um helgina Barin niður við útitaflið LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af tólf líkamsmeiðingarmálum um helgina, þar á meðal var ráðist á konu við útitaflið í Lækjar- götu aðfaranótt sunnudags og hún skilin þar eftir. Konan var flutt á slysadeild til aðhlynning- ar. Nokkrar róstur voru í mið- borginni þessa nótt, og var meðal annars lögð fram kæra vegna líkamsárásar sem maður varð fyrir á veitingahúsi við Austurstræti. Harður ágreiningur um akstur Einnig barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um mann sem hafði verið sleginn á öðrum skemmtistað í miðbænum. Ann- ar var fluttur á slysadeild með áverka á höfði sem hann hafði orðið fyrir á Lækjartorgi. Um nóttina voru tveir menn handteknir fyrir að veitast að öðrum tveimur á Hverfisgötu. Fórnarlömb árásarinnar voru flutt á slysadeild. Undir morgun voru síðan fjórir menn hand- teknir í Austurstræti og færðir í fangageymslu eftir að hafa veitt manni áverka í andliti. Aðfaranótt laugardags var ennfremur tilkynnt til lögreglu að maður væri að misþyrma konu sinni utan við hús á Grett- isgötu. ■ Dagbók lögreglunnar/47 Grunur um afbrigðilega hegðun ÍBÚI í Rimahverfi í Grafarvogi tilkynnti Iögreglunni í Reykja- vík á laugardagskvöld um að hann hefði fylgt heim drengjum sem voru óttaslegnir vegna manns sem var á ferð á bifreið um hverfið. Maðurinn var sagð- ur hafa áreitt drengina og stúlku. Samkvæmt vitnisburði íbú- ans sögðu drengirnin að maður- inn hefði verið að taka á þeim. Hann var sagður sniglast um hverfið og fara laumulega, hafa meðal annars ekið með ljósin slökkt. Verður krafinn skýringa íbúinn gekk að bifreiðinni og ræddi við manninn, sem var rúmlega fimmtugur. Kvaðst sá vera að bíða eftir fólki en virt- ist fara umsvifalust í vörn yfir því sem börnin höfðu sagt að sögn þess sem tilkynnti um at- burðinn. Lögreglan í Reykjavík hefur upplýsingar um númer bílsins og skráðan eiganda og mun viðkomandi aðili verða kallaður til og inntur eftir nán- ari skýringum. Málið hefur ekki verið kært til lögreglu. Ómar Smári Armannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir menn líta tilvik sem þessi mjög alvarlegum augum og fái þau meðhöndlun í samræmi við það. Afbrigðileg háttsemi af þessu tagi sé ekki sérlega algeng en þó komi upp tilvik reglulega, bæði þar sem um er að ræða grunsamlega hegðun eða"þá að menn séu að fletta sig klæðum eða leita á börn. Stundum sé vitað hveijir eiga hlut að máli og ekki sé óal- gengt að sömu menn komi ítr- ekað við sögu í málum sem þessum. Fylgst sé sérstaklega með mönnum og svæðum sem um ræðir og þótt mönnum tak- ist sjaldan að vinna alvarlegan miska sé ávallt fyllsta ástæða til að vera á varðbergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.