Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORG UNBLAÐIÐ Starfsmannaráð Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri Þungar áhyggj- ur af ástandinu „STARFSMANNARÁÐ Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri hefur þungar áhyggjur af ástandinu í heil- brigðismálum í landinu og lýsir furðu sinni á skilningsskorti stjórnvalda á mikilvægi heilsugæslunnar," segir í ályktun Starfsmannaráðs Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri vegna kjaradeilu heilsugæslulækna og rík- isins. „Ljóst er að grunnheilbrigðisþjón- ustu skjólstæðinga Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri er stefnt í voða og starfsfólkið finnur mjög fyr- ir óöryggi fólks og vanda þeirra sem til stöðvarinnar leita, þrátt fyrir neyðarvakt þriggja lækna og að * Arsskýrsla Ak- ureyrarbæjar komin út ÁRSSKÝRSLA Akureyrarbæjar fyr- ir árið 1995 er komin út, hún er prentuð í 5.800 eintökum og verður henni dreift á hvert heimili í bænum næstu daga. Skýrslan hefur að geyma yfírlit yfir starfsemi allra stofnana og deilda bæjarins á liðnu ári sem og ársreikninga sveitarfélagsins. Þá er að finna í skýrslunni litmyndir og skrá ýfir útilistaverk og lágmyndir í bæjarlandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skrá er tekin saman og birt ásamt myndum af verkunum. Þetta er önnur ársskýrsla Akur- eyrarbæjar sem út kemur á árinu, en skýrslan fyrir árið 1994 var óvenju seint á ferðinni og kom ekki út fyrr en á vordögum. Leikskólapláss Biðlistar styttast BIÐLISTAR eftir leikskólaplássi er styttri nú en nokkru sinni fyrr að sjúkrahúsið sé á staðnum,“ segir ennfremur í ályktuninni. Þá kemur fram að starfsfólk heil- sugæslustöðva hafi á undanförnum árum lagt mikið af mörkum við upp- byggingu heilsugæslunnar í landinu með það að leiðarljósi að mæta sem best þörfum þeirra sem þangað leita. Núverandi ástand komi í veg fyrir og geti haft varanlegar afleiðingar fyrir heilbrigði almennings. Starfsmannaráðið skorar á stjórn- völd að flárfesta í hagkvæmu heil- brigðiskerfí með því að styrkja heil- sugæsluna í landinu og krefst þess að samið verði við heilsugæslulækna strax. því er fram kemur í bókun frá fundi leikskólanefndar á dögunum. Fyrirséð er að um næstu áramót verða um það bil 100 börnum færra á umræddum biðlista en um síðustu áramót. Ástæður þess að biðlistar hafa styst svo umtalsvert er m.a. að rýmum hefur fjölgað með tilkomu nýrrar deildar á Flúðum og á einka- reknum leikskólum, fjölgun varð á nokkrum Ieikskólum vegna reglu- gerðarbreytingar og nú í haust flutt- ist óvenjustór árgangur á leikskóla í grunnskóla. Of hratt með hestakerruna SEX ökumenn voru teknir á sunnu- dagskvöld fyrir að aka of hratt. Þar af var einn á bifreið sem dró hesta- kerru og ók á 107 kílómetra hraða. Var hann að auki réttindalaus. Tíu ökumenn voru stöðvaðir í gærdag en þeir höfðu ekki sinnt því að festa á sig öryggisbelti. Magnús Axelsson hjá lögreglunni á Akureyri sagði að sífellt væri hugað að örygg- isbeltanotkun ökumanna og þeir stöðvaðir og sektaðir sem ekki spenntu beltin. Kveikt var í ruslatunnu við leik- skólann Iðavöll um helgina og mátti litlu muna að eldurinn næði að teygja sig í þakskegg ofan við tunnuna. Götuleikhúsið með afmælisboð GÖTULEIKHÚSIÐ á Akureyri bauð bæjarbúum í afmæli á fimmtudagskvöld, á 134 ára af- mæli Akureyrarbæjar. Þetta var jafnframt lokasýning leik- hússins í sumar, en meðlimir þess hafa verið duglegir að skemmta gestum og gangandi í miðbænum í sumar. Á myndinni má sjá félaga I götu- L leikhúsinu hlása sápukúlur á ^ torginu. Líf og fjör við höfnina og rigndi nokkuð þennan dag. Við hafnargarðinn við Strandgötu var m.a. boðið upp á sjávarsnakk sem Morgunblaðið/Kristján gestir kunnu vel að meta. Má þar nefna niðursoðna skreið og loðnu, öðuskel, kúfisk, síld, rækju, há- karl, kavíar og fiskibollur. Snakk- ið var að mestu frá Strýtu en einn- ig frá Kúttergæðum á Húsavík. Jakob Björnsson bæjarstjóri mætti á hafnargarðinn og hann fær sér hér að bragða á snakkinu ásamt fleiri gestum. Morgunblaðið/Kristján Kaupland opnar aðra verslun KAUPLAND hefur opnað aðra verslun að Hjalteyrargötu 4 á Akur- eyri en fyrir er Kaupland með versl- un í Kaupangi. í nýju versluninni er verslað með gradínuefni, gólf- efni, búsáhöld, heimilistæki, máln- ingu og málningaráhöld og karnín- ur, auk þess sem boðið er upp á gardínuþjónustu. Afgreiðslutími verslunarinnar er frá kl. 9-18 virka daga og frá kl. 10-16 laugardaga. Á myndinni eru tveir af fjórum eigendum Kauplands, 7 ára dóttur- sonur þeirra og starfsmenn. F.v. Árni Ketill Friðriksson og Gígja Hansen, eigendur, Árni Friðrik Sig- urðsson, Laufey Árnadóttir og Ein- ar Kristjánsson. Heldur fleiri at- » vinnulausir » UM mánaðamótin ágúst/septemb- er var 341 á atvinnuleysisskrá á Akureyri og hafði fjölgað um 77 frá mánaðamótunum á undan, samkvæmt yfirliti frá Vinnumála- skrifstofunni. Alls voru 237 konur og 104 karlar á atvinnuleysisskrá um mánaðamótin. Megin ástæða fjölgunarinnar er vegna tímabundinnar vinnsju- \ stöðvunar hjá Strýtu hf. og Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. Á sama tímabili í fyrra voru 407 á atvinnuleysisskrá, 166 karlar og 241 kona. Samkvæmt upplýsingum ft'á Vinnumiðlunarskrifstofunni er mikil hreyfing á fólki á atvinnu- g, leysisskránni nú í upphafi skóla- árs. Sláturtíðin er framundan og þá fækkar nokkuð á skránni sam- ^ kvæmt venju. AKUREYRI FJÖLMARGIR bæjarbúar lögðu leið sína niður að höfn sl. laugar- dag en þá stóð Akureyrarhöfn fyrir hafnardegi, sem hlaut nafnið Halló höfn. Frá morgni og langt fram á kvöld var boðið upp á dag- skrá við hafnargarðinn við Strandgötu og í flotkvínni hjá Slippstöðinni hf. Veðrið var nú ekki eins og best verður á kosið ^ Byggðastofnun Til sölu 156 fm iðnaðarhúsnæði í Grímsey. Þetta er stálgrindarhús, byggt 1980 og þar er nú rekið verkstæði. • Útborgun skal vera 20% af kaupverði, þar af greiðast 10% við undirritun samnings. Vextir af lánum vegna eftirstöðva eru nú 7,7% og lánstími getur verið allt að 15 ár. • Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til skrifstofu Byggðastofnunar, Strandgötu 29, Akureyri, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 20. september 1996. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar í síma 461 2730.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.