Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 21 ERLENT Óháð eftirlitstofnun í Líbanon Saka Hariri um kosningasvindl Beirut. Reuter. UMFANGSMIKIÐ kosningasvindl einkenndi þriðju umferð þingkosn- inganna í Líbanon sem fram fór í Beirut á sunnudag, að sögn óháðra samtaka um lýðræði (LADE) í gær. Rafik al-Hariri forsætisráð- herra og stuðningsmen hans unnu 14 af 19 sætum sem keppt var um. Talsmenn LADE segja fulltrúa stjómarsinna hafa mútað kjósend- um og staðfestir fréttamaður Reut- ers sannleiksgildi þess. Al-Hariri er vellauðugur og segir LADE að greitt hafi verið sem svarar 64 doll- urum (4.000 krónum) fyrir atkvæð- ið. Á skrifstofu ráðherrans var þess- um ásökunum vísað á bug og sagt að andstæðingar hefðu staðið fyrir mútunum. LADE segir einnig að fulltrúar stjórnarandstæðinga, sem eru undir forystu Selims Hoss, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið reknir á brott frá kjörstöðum. „Einnig var skýrt frá mörg þúsund dæmum um að nöfn voru ekki á kjörskrám, löng bið var á því að leiðrétting fengist og hundruð manna sem fóru á kjör- stað komust að raun um að einhver var þegar búinn að kjósa fyrir þá“. Landinu er skipt í fimm svæði og kosið í hveiju fyrir sig. Kosið var fyrst í tveim öðrum landshlutum og hlutu frambjóðendur ráðandi afla þá öll þingsæti að þrem undan- skildum, LADE segir að svindlið hafi verið enn meira þar. Næstu sunnudaga verður kosið í suður- hluta landsins og austurhluta Bekaadals. Páfi ræðst gegn pólska þinginu Varsjá. Reuter. , JÓHANNES Páll II páfi sagðist um helgina finna til mikils sársauka og vonbrigða vegna þeirrar ákvörðun- ar pólska þingsins að leyfa fóstur- eyðingar. Var það samþykkt í at- kvæðagreiðslu á þinginu í síðustu viku en páfi lét hörð orð falla í garð þingsins er hann ávarpaði um 100.000 manns á helgasta stað Pólland, Czestochowa. Sagði páfi að hann fylltist sárs- auka við tilhugsunina um að í föður- landi hans, sem hefði mátt þola svo mikið í heimsstytjöldinni síðari, héldi harmleikur áfram, sem væri dauði þúsunda saklausra og varnar- lausra mannvera sem væri neitað um réttinn til lífs. „Þjóð sem drepur eigin börn, er þjóð án vonar,“ sagði páfi. Neðri deild pólska þingsins, þar sem Lýðræðislega vinstrabandalag- ið, flokkur fyrrverandi kommúnista, er stærsti flokkurinn, samþykkti á föstudag í síðustu viku breytingar á núverandi fóstureyðingalöggjöf. Þegar þær taka gildi, geta konur látið eyða fóstri fyrir tólftu viku meðgöngu, vegna fátæktar eða annarra félagslegra vandamála. Samkvæmt þeim lögum sem nú eru í gildi, má kona einungis fara í fóst- ureyðingu ef meðgangan ógnar heilsu hennar, er afleiðing nauðg- unar eða sifjaspella, eða ljóst er að fóstrið er vanheilt. Töluverð andstaða er við nýju fóstureyðingarlögin í Póllandi og um helgina hét Marian Krzaklewski, formaður Samstöðu, því að koma í veg fyrir að þau tækju gildi, annað hvort í öldunga- deild þingsins eða fyrir stjórnlaga- dómstólnum. uHaBlacb- ^ Jones Su^* SÝIMIIMEAR HEFJAST AÐ IMÝJU nk. laugardag 14. september ’BB KYIMSLÚÐIIM SKEMMTIR SÉR BESTU LÚE ÁRATUGARHM5 í FRÁBÆRUM FLUTIMIIMEI SÚIMEVARA. OAIMSARA OE IO MAIMIMA HLJÚMSVEITAR GUIMIMARS ÞÚRBARSOIMAR Ari Júnssan - Bjarni Arasan - Björgvin Halldúrssan - Pálmi Eunnarssnn ng Söngsgstur „ÞVÍLÍK UPPUFUTM S ... P9UII ...hlýtur aá vera ágleymanleg skemmtun öllum þeim sem sátt hafa ng svn er hún sannarlega hverrar kránu virái—“ ...segir tónlistarmaður Hljómsveitin SIXTIES IMÆ5TU 5ÝIMIIMEAR: September: 14.-BÍ.-E8. Október: 5. Baráapantanir í síma SE8-7111 tiOTfJj JjJjAND sÆhtmlbixb fyrir starfsmannahópa. Einnig tilbað á fordrykk, mat, skemmtun og gistingu fgrir aðkamna. - Hringið ng athugið málið I STVCcitseðíLL Œorréttur: ‘Rjómalöguð sjdvarrdttasúpa. S&alréttur: 'Lldsteiktur lambavöðvi meðjjljdðu ijrœnmeti, djúpsteiktum jarðeplum oa sólberjasósu. Œfiirréttur: ‘Tersbjuis i brauðbörfu með lieitri karamellusósu. \0 víWksl l^ruKaíV-L&Á fyri r We>i\uo LVölds og inorj'na. Nneringnr- og uppíýsingnlmndbók efTJr Abbas Abmed, i.öggiidtmmn kapjáI í3rí ISSA. feurW IVistí einnig fíé'íxun.irvist aðir í óákveðinn tima. Strangt aðhaidu' Baithrleyfi joó veitr eftir snmkomulagi. ..Bórn'einnig vistuó (fagkeró fóstra). Lpplýsingasími 565 8898 Debbý I'óranna HORNREKA - AUGLÝSINGAGERÐ H[ 28896
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.