Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEFfEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Flúrað fólk MYNPLIST Mokka LJÓSMYNDIR - HÚÐFLÚR Fjölnir Geir Bragason og Jón Páll Vilhelmsson. Opið alla daga til 10. september. SKRAUTGIRNIN, þessi formóðir listanna, hefur fylgt manninum frá fyrstu tíð. í fyrnd- inni tengdist hún töfrum og annarri trú og þróast þaðan í takt við þau þjóðfélög sem hún þjónaði hverju sinni. Mörkin milli myndlistar og skrauts hafa alla tíð verið á reiki og svo er enn; sú umræða sem skapast af þessum efa er ei.tt markverðasta lífsmark listumræð- unnar hveiju sinni. Húðflúr mætti nefna hina upprunalegu og jafnvel hina endanlegu líkamslist. Með því var maðurinn sjálfur orðinn að vettvangi þeirrar skreytni sem hann vildi kenna sig við og um leið orðinn hluti þess töfraheims sem flúrið tengdist. Oftar en ekki er viss kynngi tengd húðflúri í huga þeirra sem kynnast því enda vísar orðið til hvoru tveggja í senn, heima galdra og töfra og ekki síður þess krafts sem gæti falist í galdrinum. Ekki hefur verið mikið um almenna kynn- ingu á húðflúri hér á landi og er sýningin í Mokka væntanlega með fyrstu skrefum sem stigin eru á þeim vettvangi. Hér getur að líta ljósmyndir sem Jón Páll Vilhelmsson hefur tekið af fólki sem Fjölnir Geir Bragason hefur flúrað; hér getur því að líta samvinnu list- greina til að skapa eina heild sem gestir fá notið. Spennan í þeirri heildarmynd kemur vel fram í þeirri kynningu sem hangir uppi: “Samsýning tveggja myndlistarmanna þar sem tvennum óskyldum listformum er att sam- an. Mannverurnar í verkunum finna til máttar síns og gegin. Prumlæg öfl losna úr læðingi." Pjölnir hefur unnið við húðflúr sem aðal- starf um nokkurt skeið og lagt áherslu á eig- in myndsköpun á þessu sviði, fremur en að fylgja aðeins eftir þeim fjölda mynstra og ímynda sem þekkt eru úr handbókum yfir verk af þessu tagi. Hér getur að líta dreka, rósir, eðlur og ýmis lítil tákn og merki, sem hafa verið flúruð á ökkla, bak, handleggi, hliðar og jafnvel á höfuð fólks. Myndgerðin minnir í sumum tilvikum á þá teiknimynda- hefð sem nefnd hefur verið “Fantasy Art“, þar sem finna má átök ofurmenna við óblíðar aðstæður en staðsetningar flúrsins gera það oft magnaðra en ella. Jón Páll beitir í ljósmyndun sinni gamalli aðferð sem gefur myndunum dumbaðan blæ og gerir útlínur allar óskýrar og daufar. Þetta er síðan prentað á grófan pappír og sett í volduga járnramma (með kertastjökum) þannig að heildin verður fornleg og römm sem passar vel þeim tilvísunum í galdra og töfra- kraft sem áður eru nefndar. Gallinn við þessa framsetningu er helst sá að með þessu móti raskast jafnvægi hennar nokkuð og Ijósmyndirnar og rammarnir (sem eru listaverk út af fyrir sig) verða mest áber- andi en myndefnið, húðflúrið, hverfur í skugg- ann. Þetta er miður og verður vonandi bætt síðar með annarri slíkri sýningu þar sem t.d. litir flúrsins fengju einnig notið sín. Á Mokka liggur einnig frammi nokkur texti þar sem er að finna kynningu á sögu húðflúrs í Bretlandi á 19. og 20. öld. Er það fróðleg lesning og greinilegt að þessi listskreyting líkamans er ekki sú sögulega lágkúra sem sumir vilja vera láta, heldur hefur hún komið að utan og ofan ef svo má segja — frá fjarlæg- um Austurlöndum í gegnum þjóðhöfðingja og fyrirfólk til alþýðu manna. Eiríkur Þorláksson EIN ijósmyndanna á sýningunni Morgunblaðið/Golli Ríkulege útbúinn á sérstöku tilboðsverði • Sjálfskiptur • ABS-bremsukerfi • Tveir loftpúðar (SRS) • 15" álfelgur • Vindskeið Á götuna: HONDA VATNAGARÐAR 24 Sóllúga á mynd kr. 80.000,* s: 6*c ööoo Tvö þúsund höfundar á hafnarbakka A HAFNARBAKK- ANUM í Toronto í Kanada standa gömul vöruhús sem búið er að breyta í listhús og kall- ast Harbourfront eða Hafnarbakkinn. Á þessum stað stjórnar rithöfundurinn Greg Gatenby vikulegum bókmenntadagskrám og að auki árlegri al- þjóðlegri bókmennta- hátíð í október. í júní næsta sumar fer fram norræn bókmenntahá- tíð á bakkanum og var Gatenby hér á landi í liðinni viku til að kynna sér bókmenntaleg mál- efni í því skyni að bjóða nokkrum íslenskum rit- höfundum til norrænu hátíðarinnar. Greg Gatenby sem er sjálfur rit- höfundur gerði það að takmarki sínu að stuðla að framgangi alvarlegri bókmennta og frá 1971 hafa 2.000 rithöfundar flutt verk sín á vegum hans. Þessir rithöfundar eru frá öll- um heimshornum. Hann segir að enginn skortur hafi verið á ljóðahátíðum þegar hann fór að glöggva sig á álíka starfsemi í Evrópu, en vildi frá upphafi hafa bókmenntablöndu, ekki einungis ljóðskáld. Nú í október verður 17. alþjóðlega hátíðin í Toronto. Yfir 100 höfundum er boðið og stendur hátíð- in í ellefu daga. Búist er við að 15.000 áheyrendur mæti, en viku- legar dagskrár með upplestri freista að minnsta kosti hundrað manns í hvert skipti. Skáldin eru þá þijú sem lesa. Miller sagði frá brúðkaupsnótt með Marylin Þegar kunnir höfundar á borð við Anthony Burgess og Julian Barnes lesa upp má reikna með 300-400 áheyrendum. Arthur Miller sló met. 4.000 áheyrendur komu til að heyra hann lesa upp úr ævisögu sinni þar sem m.a. sagði frá brúðkaup- snótt leikritahöfundar- ins og Marylin Monroe. „Þetta var mjög áhrifaríkt,“ tjáir Gat- enby blaðamanni og minnir á að þótt Miller sé aldraður sé hann í fullu fjöri og verið sé að leika eftir hann vel heppnað leikrit-, í New York og því hafi verið afar vel tekið. Bergman og aftur Bergman Á norrænu hátíðina á næsta ári ætlar Greg Gatenby að bjóða 24 norrænum höfundum. Hann segir að vestra sé fyrst og fremst Ingmar Bergman þekktur og fiestir nefni nafn hans þegar nor- rænar listir séu til umræðu. Islensk- ir höfundar sem flutt hafa skáldskap eftir sig í Toronto eru Sigurður A. Magnússon og Njörður P. Njarðvík. Nú er hann með ýmis nöfn á blaði sem hann hefur fengið hjá útgefend- um, gagnrýnendum og bókmennta- fólki. Flest eru kunnugleg, einkum má finna nöfn þeirra sem komið hafa fram á bókmenntahátíðum heima og erlendis eða fengið ýmsar viðurkenningar og verðlaun. Heim- kominn ætlar Gatenby að vinna úr upplýsingunum og taka sínar eigin ákvarðanir. Hann hefur áreiðanlega þrek til þess því að hann er þéttur á velli, alúðlegur og ekki laus við kímni. Það er kannski ekki svo auðvelt að ráða í bókmenntaviðhorf hans og skoðanir á höfundum. Þó er augljóst að orð eins og „akademískur“ hefur ekki mjög jákvæða merkingu hjá honum. Gatenby sendi frá sér fjórar Greg Gatenby er ljóð- skáld og rithöfundur sem hefur einbeitt sér að því að skipuleggja stórar alþjóðlegar bók- menntahátíðir í Kanada. Jóhann Hjálmarsson hitti Gatenby í Reykja- vík, en hér var hanní því skyni að kynna sér íslenskar bókmenntir og hyggst bjóða íslenskum höfundum á norræna bókmenntahátíð í Tor- onto næsta sumar. ljóðábækur fram til ársins 1982, eftir það sneri hann sér að bók- menntasögulegum skrifum. Tvær bækur eru komnar út eftir hann um hlut Kanada í heimsbókmenntuin þar sem hann fjallar um höfunda sem skrifað hafa um kanadísk efni eða gert Kanada að vettvangi verka sinna. Frakkinn Voltaire er einn þeirra en hann leit Kanada aldrei augum. Fleiri bækur eru væntanleg- ar í þessum flokki sem verður stór. Gatenby hefur alltaf búið í Tor- onto. Borgin er söguleg og áhrifa- valdur, ekki síst rithöfunda. Ernest Hemingway kom aldrei til borgar- innar en það var dagblaðið Toronto Star sem borgaði Parísarferð hans, sendi hann þangað. Ferðin átti eftir að setja mark sitt á Hemingway og þar með bókmenntir enskumælandi þjóða. Morgunblaðið/ Golli GREG Gatenby er Kanadamaður sem stómar umfangs- miklum bókmennta- hátíðum í Toronto.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.