Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Theodór GÓÐU verurnar lofsyngja máttarvöldin. Forynjur úr flæðarmáli Borgarnesi. Morgunblaðið Vestnorræn leiksmiðja var haldin í Borgarnesi í sumar fyrir áhugaleikara eldri en 18 ára. Þátttak- endur og leiðbeinendur voru frá Færeyjum, Grænlandi og Islandi. I lok námskeiðsins var haldin leiksýning undir berum himni í blíðskapar- veðri úti á Vesturnesi sem er gróið klapparnes vest- ast í Borgarnesi. Áhorf- endur komu sér fyrir í hálfhring á klöppunum í kringum grasbala og horfðu til sjávar, fram autt nesið. Leikararnir höfðu falið sig niðri í fjöru en heyra mátti söngl frá þeim sem blandaðist söng fugla sem flögruðu allt í kring. Atriðið byrjaði reyndar á því að kolsvartur köttur smaug upp úr fjörunni en hann hafði farið þangað til að forvitnast um hvað leikararnir væru að gera þarna í felum og stal hann því senunni um stund. Rétt á eftir kettinum komu „góðu“ verurnar syngjandi upp úr fjörunni, lituðust um og könnuðu umhverfið. Á eftir þeim komu færeyskir leikarar sem léku grænlenskar for- ynjur sem voru stríðsmál- aðar og með trébút uppi í sér til að auka á illúðleikann. Fóru verur þessar um hvæsandi og másandi, yggldu sig og grettu og létu ófriðlega. Þær sóttu síðan dólgslega að „góðu“ verunum og ógnuðu jafnvel einstaka áhorfend- GRÆNLENSKI óvætturinn, leikinn af Færeyingnum Jógvan E. Osá, másar og hvæsir og lætur ófriðlega innan um óttaslegna áhorfendur. BORGNESINGURINN, Inga Rún Björnsdóttir, sem var í góða liðinu, er þarna skelfingu lostin er illfyglið, sem leikið var af Eyð Matras frá Færeyj- um, nálgast hana. um sem sumir hverjir hrukku al- veg í kút. Þótti áhorfendum þetta sam- norræna útileikhúsatriði hafa tek- ist einstaklega vel og var leikurun- um klappað lof í lófa dijúga stund. Stefnumót í heimsþorpi listanna MYNDLIST Norræna hösið HÖGGMYNDIR, LEIRLIST OG GLERLIST Samsýning íslenskra og japanskra listamanna. Norræna húsið: Opið alla daga til 8. september; aðgangur og sýningarskrá kr. 200. ÞAÐ ER gott dæmi um áhrif alþjóðavæðingar okkar tíma að þrátt fyrir gjörólíka sögu getur japönsk og íslensk myndlist nálg- ast á jafnræðisgrunni. Annars vegar er list byggð á hefðum sem hafa þróast í aldaraðir, í nánu samhengi við það fastmótaða þjóð- líf sem japönsk myndlist spratt úr og þjónaði; hins vegar er mynd- list sem varð nánast til úr engu fyrir tæpri öld, oft sem daufur endurómur erlendra listastefna sem eru lagaðar að íslenskum myndefnum. Modernisminn hefur haft mikil áhrif á framþróun listanna í báðum löndunum síðustu áratugina. Við- fangsefni listamanna beggja landa hafa öðru fremur tengst með hvaða hætti þeir gætu skapað list sem næði að hreyfa við fólki á alþjóðlegum grunni, á sama tíma og þeir gætu haldið í þau persónu- legu og þjóðlegu einkenni, sem list þeirra þroskast út frá. Þannig mætast listamenn frá hinu fjar- læga austri og kalda norðri sem jafningjar í því heimsþorpi list- anna, sem við búum öll í undir lok tuttugustu aldarinnar. Þessi sýning í Norræna húsinu er ekki síst merkileg fyrir þá sök, að leit að slíku samræmi var aldr- ei á dagskrá þeirra listamanna, sem hér koma saman. Sýningar- hópurinn var myndaður fyrir áhuga listafólksins sjálfs, án at- beina listastofnana eða opinberra toppa menningarmála, þó vissu- lega njóti sýningin stuðnings víða að. Á síðasta ári sýndi íslenska listafólkið verk sín í Kyoto í Jap- an, og má líta á þessa sýningu sem næsta skref í þeim samskiptum listamanna, sem þá hófust. Verkum á sýningunni má gróf- lega skipta í þijá meginflokka. Þáttur glerlistarinnar er hér stór; þau Kazumi Ikemoto, Makoto Ito, Soren S. Larsen og Sigrún 0. Ein- arsdóttir sýna glerverk, þeir Atsuo Ishii, Örn Þorsteinsson og Magnús Tómasson höggmyndaverk, og loks sýna Kristín Isleifsdóttir og Hiromi Asaoka verk úr postulíni og keramik. íslendingarnir í hópnum eru all- ir vel þekktir, virtir listamenn á sínu sviði; japanska listafólkið á sumt einnig lángan og mikinn sýn- ingarferil að baki, þannig að hér virðist saman kominn öflugur hóp- ur sjálfstæðra listamanna. Skoðun sýningarinnar staðfest- ir þetta enn frekar, þar sem allt listafólkið er kynnt með persónu- legum og sterkum hætti. Samtím- is er fróðlegt að velta fyrir sér þeim mismun, sem er á nálgun einstakra listamanna að viðfangs- efninu. Þeir Magnús Tómasson og Atsuo Ishii vinna báðir með stóra steina, þyngd þeirra og það rými, sem helgast af þeim. Magnús leik- ur sér að þunganum með því að setja steinblokkirnar á veiklulega fætur sem minna á gömul húsgögn (en eru reyndar úr steypujárni), þannig að rýmið umhverfis virðist jafnvel í hættu; Ishii opnar hins vegar það rými, sem býr innra með steininum, og þar koma í Ijós tignarlegir salir og hrein torg - álfabyggð hið innra. Örn Þorsteinsson vinnur einnig út frá rýminu en með örðum hætti, þar sem hann sýnir verk sín í köss- um sem hann nefnir „leikhús"; þarna er um að ræða agnarsmáar bronsfígúrur úr þeim ævintýra- heimum, sem Örn hefur unnið mikið út frá á síðustu árum. Þann- ig verða til skemmtilegar andstæð- Ilmnr og eldfimi TÓNLIST Ilafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Schubert, Ravel, Martínu og Dohnanyi. Guðný Guðmundsdótt- ir, fíðla; Unnur Sveinbjamardóttir, víóla; Nina G, Flyerm selló. Menningarmiðstöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnudaginn 1. september kl. 20. ÞAÐ virðist búið að finna hag- stæðasta punktinn til tónlistar- iðkunar í einhveijum hljómfeg- ursta sal höfuðborgarsvæðisins. Salurinn er á annarri hæð menn- ingarmiðstöðvarinnar Hafnar- borgar í Hafnarfirði, og hinn ak- ústiski álagablettur hans mun vera fyrir miðjum austurvegg, nokkrum fetum sunnan við hina sérkennilegu gluggakringlu. Þar höfðu þær komið sér fyrir, Guðný, Unnur og Nina, á sunnu- dagskvöldið var. Aðsóknin var ekki verri en svo, að varla glytti í autt áheyrendasæti, og mátti maður þakka fyrir að fá hlaunum hallað í öftustu röð, þar sem reynd- ar var ákjósanlegasta hljóðsam- blöndunarsvæði salarins. Lengi hefur verið vitað, að gott er að syngja í þessum sal. Nú bættist við sú reynsla, að hljóðvist'staðar- ins fyrir strengjatríó mun, alltjent með téðu fyrirkomulagi, sem næst fullkomin, og það svo, að að manni læddist grunur um, að hér inni væri nánast ekki hægt að draga ljótan tón. Slíkur hljómburður getur varla verið minna en gulls ígildi. Tónleikarnir hófust á einþátt- uðu strengjatríói í B-dúr D471 eftir Schubert, fallegu litlu verki í anda Vínar-dívertimentós alda- mótaáranna kringum 1800, og var flutningurinn í samræmi við inntakið, létt en vönduð skemmti- tónlist handa upplýstum góðborg- urum á tímum Jane Austens skáldkonu, þegar konur gengu um eins og skjannhvítar forng- rískar marmarasúlur með mitti uppi við barm. Af munnlegri kynningu Gunn- ars Kvarans sellóleikara mátti ráða, að „Sónata“ Maurice Ravels fyrir dúó fiðlu og sellós hafi verið samið stuttu eftir fyrri heimsstyij- öld, líklega um 1920-22. Ravel er ásamt Debussy talinn helzti merk- isberi franska impressjónismans, tónhugsunar sem með áherzlu sinni á margræð litbrigði á kostn- að harmónískra sætahlutverka flýtti fyrir upplausn niðurlags- bundinnar dúr/moll tónhyggju. í þessu bráðskemmtilega verki bættust margskonar hrynræn til- þrif og allt að því frumstæði- stefnuleg („prímítívísk") beiting þrástefja við flökt impressjóníska fiðrildisins. Utkoman sýndi óvenju fjölbreytta en heilstæða hlið á franska orkestrunarmeistaranum, sem á köflum hljómaði Bartóks- legri en jafnvel Bartók sjálfur, áratug seinna. Þær stöllur léku hér sem oftast þetta kvöld í nánu samræmi við margbreytilegar stemmningar verksins og náðu með atorkumikl- um og vel samstilltum leik að mestu að eyða þeim fordómum hlustandans, að alvöru kammer- túlkun sé háð áralöngu samspili sömu einstaklinga. Slíkt gerist ekki oft hér um slóðir, en að þessu sinni kraftbirtust sitt á hvað and- stæðir eiginleikar strokmyrrunn- ar, ilmur og eldfimi, í sérlega vel mótuðum og orkumiklum strengjaleik. Dagskrá kvöldsins reyndist skýrt dæmi um efnivið sem gott ætti að vera að ferðast með; í senn nógu fjölbreytur og tilhöfðunarrík- ur til að gera sig jafnvel hjá bláó- kunnugum hlustendum. Fjöl- breytnin jókst enn með Þrem madrigölum Buhuslavs Martinus fyrir fiðlu og víólu, sem manni skildist á Gunnari að væru byggð- ir á madrígölum tónskáldsins fyrir kvennaraddir frá 1938. Lagræn æð tékkneska tónskáldsins var enda áberandi hér, bæði í andrík- um og gáskafullum fyrsta þættin- um og ekki síður í II. (andante), þar sem „trilluútgerð“ og stíll allur minntu á rómantískan bátsöng og hafgúuseið. Tónskáldið leyfði sér á einum stað að vitna snöggvast í stef úr 3. þætti „pólsku“ sinfóníu Tsjækovskíjs og sló þar slavnesk- um tregalit á merlandi marflötinn. Elskulegur súrrealismi einkenndi síðan skoppandi lokaþáttinn (alle- gro) - ásamt smáskvettu af ragt- ime - og var í heild merkilegt, ur, sem skapast í stærðum og efn- um þeirra höggmynda sem hér eru. Kristín ísleifsdóttir stundaði sitt nám í leirlist í Japan, og hefur því sterk tengsl við þær fornu hefðir í gerð leir- og postulínsmuna, sem þar er að finna. Hér má segja að verk her.nar þræði ytri mörk leir- listarinnar; stólar með áberandi áferð leirsins eru svipmiklir og líf- rænir í lögun, og standa sem sjálf- stæðar höggmyndir; litlar öskjur bera hins vegar með sér fallega unna glerunga, sem hylja þá fjöl- breyttu leyndardóma, sem þessir gripir kunna að geyma. Verk Hiromi Asaoka eru and- hverfan við þessa frjálslegu form- sköpun; hún vinnur með hefð- bundnari form postulínsgerðar, og gripir hennar eru hvoru tveggja í senn, afar fínlegir og frísklega málaðir með sjálfstæð- um hætti. Glerið er áberandi á sýningunni sem fyrr segir, og er fróðlegt að sjá ólík efnistök manna í þessum miðli. Hér eru ljóslega fágaðir listamenn á ferð, sem hafa mikla stjórn á ferli glervinnslunnar. Sor- en Larsen sýnir geysifalleg heit- unnin og ofnsteypt verk, þar sem litbrigði glersins verða aðall þeirra. Ef til vill má segja að það gæti meiri kímni og léttleika í verkum annarra glerlistamanna; hurðir Sigrúnar Olafsdóttur eru líkt og inngangar í heima enda- lausra sagna, og hjá Makoto Ito verða forstjórar, rauðhærðar kon- ur og viðskiptajöfrar að einstæð- um karakterum í einföldu formi. Loks skapar Kazumi Ikemota ein- kennilega ævintýraheima í anda Lewis Carroll með sérstæðri gler- málun, en setur myndirnar síðan í afar hefðbundna glerramma, líkt og til að leggja áherslu á efnivið- inn. Þessi sýning er einkar vel upp sett, og lýsing góð, þannig að ein- stök verk og litbrigði þeirra njóta sín eins og best verður á kosið. Það er hógværð og jafnvægi yfir þessu stefnumóti ólíkra menning- arheima, sem er eins og best verð- ur á kosið. Þessar vikurnar hafa lands- menn óvenjugott tækifæri til að njóta japanskrar listar. Þessi sýn- ing er mikilvægur hluti af þeirri heild, sem og vísun til þeirrar sam- kenndar sem finna má með góðri list alls staðar, og er listunnendum eindregið ráðlagt að láta hana ekki framhjá sér fara. Eiríkur Þorláksson hvað Martinu náði mikilli hljóm- fyllingu úr aðeins tveimur strok- færum. Deila mátti e.t.v. um frumleika síðasta verksins, Serenöðu Ernos von Dohnanyis (1877-1960) Op. 10 fyrir strengjatríó frá 1904, sér- staklega miðað við Ravel og Mart- inu, því áhrifin frá Dvorák, Brahms og jafnvel Beethoven voru óneitanlega víða áberandi. Þessi ungverski arftaki Liszts sem píanósnillingur hefur greinilega verið næmur á tónhefðir Vínar á ofanverðri fyrri öld og naskur að tileinka sér stílþætti megin- straumsins. Engu að síður var töluverð til- breyting að klassískt mótaðri róm- antík þessa yndislega kammer- verks frá því er franskt og tékk- neskt hugmyndaflug óðu á súðum innan um Lakagígamyndir Arng- unnar Ýrar Baldursdóttur í Hafn- arborgarsalnum skömmu áður. Kvöldlokkan var geysivel samin innan ramma hefðarinnar, og m.a.s. af verulegri andagift. Og ekki var síður um vert, að þau Guðný, Unnur og Nina höfðu sér- stakt lag á því, hér sem endra- nær, að laða fram áhugaverðustu þættina af næmleika, innlifun og samstillingu, ekki sízt miðað við fremur nauman samæfingartíma. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.