Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Menntamál langsjúkra bama og unglinga SEGJA má að sjú- krakennsla hér á landi hafi verið afar laus í reipunum. Ekkert skipulag frá stjórn- völdum hefur t.d. fram að þessu tryggt að eðlileg samskipti hald- ist á milli sjúks nem- anda á spítala eða heima og skólans. Þau hljóta þó að teljast for- senda þess að viðkom- andi geti haldið í við bekkjarfélagana í námi svo ekki sé minnst á félagslegu hliðina. Enn fremur eru til dæmi um að foreldrar þurfi að hafa töluvert fyr- ir því að fá sérkennsiu fyrir börn sín til að vega upp á móti fjarvistum og í sumum tilfellum skertri náms- getu. 1. ágúst 1996 tóku gildi ný lög um framhaldsskóla (A 80/1996) og grunnskóla (A 66/1996). Lítið er farið að reyna á þau lög eins og gefur að skilja og verður for- vitnilegt að fylgjast með framvindu mála. Það lofar þó ekki góðu að ekkert tillit var tekið til umsagnar SKB varðandi framhaldsskólalögin í meðförum menntamálanefndar Alþingis. Ekki er í lögunum minnst einu orði á sjúka nemendur né þeirra sérþarfir. Nú er að bíða og sjá hvort reglugerðir með lögunum bæta það upp en þær eru ekki komnar frá ráðuneytinu eftir því sem best er vitað. Ekki er vitað til þess að nokkur foreldrahóp- ur sjúkra barna hafi fengið lög um grunn- skóla til umsagnar enda er hvergi í þeim minnst á sjúka nem- endur frekar en í lögum um framhaldsskóla. Foreldrar sjúkra barna geta þó huggað sig við að í reglugerðum hefur verið gert ráð fyrir þjónustu við langveik börn_ þótt takmörkuð sé. Utfærslan á reglu- gerðunum á reyndar eftir að koma í ljós og verður því nefnd þjón- usta að teljast með þeim óvissuatrið- um sem eru til staðar nú þegar grunnskólinn hefur flust frá ríki til sveitarfélaga. Aðbúnaður Þótt e.t.v. sé verið að bera í bakkafullan lækinn verður ekki hjá því komist í þessu yfirliti að minn- ast enn eina ferðina á bama- og unglingaspítala sem ætti í raun að vera í byggingu þegar þetta er ritað miðað við samning sem undirritaður var 1994 af þáverandi heilbrigðis- ráðherra, þáverandi forstjóra Ríkis- spítalanna og formanni Hringsins. Það er sorglegt til þess að vita að það plagg virðist í dag vera einskis virði. Flestum ætti í dag að vera kunnugt um ríka þörf á sérhæfðum barna- og unglingaspítala ekki síst vegna ömurlegra aðstæðna á Flestum ætti að vera kunnugt, segir Þor- — steinn Olafsson, um ríka þörf á sérhæfðum barna- og unglinga- spítala. stærstu bamadeild landsins sem er á Landspítalanum. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hefur öðm hvom í leiðumm sínum bent íslenskum kjósendum á hvað þeir eru vitlausir. Eflaust getur Jón- as rökstutt fullyrðingu sína með því að velja hentugt umhverfi. Flest er jú afstætt í þessum heimi okkar. Það þarf þó ekki mjög greindan mann til að sjá að íslensk stjórnvöld hafa töluvert fé til umráða. Það sem ræður því hvar peningarnir lenda er vilji þeirra sem ráða. Foreldrar sjúkra barna eru löngu orðnir þreyttir á þeirri fullyrðingu að það séu ekki til peningar til að reisa bama- og unglingaspítala á Islandi. Að endingu skal þess getið að fyrir Alþingi liggur fmmvarp til laga um réttindi sjúklinga, þ.m.t. sjúkra bama. SKB og fleiri foreldrafélög hafa gefið heilbrigðis- og trygginga- málanefnd umsögn. Boltinn er hjá ykkur, kæm Alþingismenn! Höfundur er frumk væmdastjóri Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna. Þorsteinn Ólafsson Hagavatn Fyrrum var hér algróið ------------7---------- land, segir Olafur Sig- urðsson, allt inn að Sandvatnshlíð og að Bláfelli. HAGAVATN er austan undir Hagafelli í Langjökli. Framan við - N vatnið er hnúkóttur móbergshrygg- ur, sem heitir Brekknafjöll og fram af þeim er Fagradalsfjall. Jarlhett- umar setja sterkan svip á svæðið, en þær eru röð móbergshnúka meðfram rönd Langjökuls innan við Hagavatn. Jarlhetturnar em mjög áberandi af veginum upp á Bláfellsháls, en vegurinn að Haga- vatni beygir af þeirri leið þegar komið er inn fyrir Sandá og er um grýtta mela og uppblásið land að fara en nokkur uppgræðsla lands hefur nú átt sér stað á Haukadals- heiði. Um fimm km frá vegamótun- um liggur vegurinn upp brekku og heitir þar Sandvatnshlíð og er Sandvatn þar framan undir. Fyrr- ■*um var hér aigróið land inn að Sandvatnshiíð og að Bláfelli. Samkvæmt Gíslamáldaga (1570) á Torfastaðakirkja skógarteig í Sandvatnshlíð og Bræðratungu- kirkja á skógartungu undir Blá- felli. Víða eru örnefni sem benda til skóga eða graslendis á þessum slóðum, en nú er þar ekkert síkt að finna. Héðinsskógur var fyrir innan Sandá austur undir Hvítá, en þar er nú enginn skógur lengur. í jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalín, frá 1708 segir að skógur sé sem Torfastaðakirkja hafi átt í Sandvatnshlíð, _sé nú aleyddur og í sand kominn. Í sömu heimild segir um Haukadal: „Jörð- inni spillti Hekla þá hún gaus. Sérdeilis eyðilagðist skógurinn þar á eftir.“ En árið 1693 gaus Hekla einu af sínum mestu gosum og BRUIN yfir Farið. fóru þá margar jarðir í eyði. Vegurinn stefnir nú upp að Jarlhettum framarlega og liggur um skarð sem er á milli fremsta hnúks Jarlhetta og Einifells. Þegar komið er yfir skarðið er sæluhús Ferðafélags Islands, Hagavatnsskáli, þar í fallegum hvammi, en hann var reistur árið 1942. Frá skálanum er smá- spölur upp að Hagavatni og er yfir Jarlhettukvísl að fara, en hún er oftast sakleysisleg en getur vaxið á heitum sumardögum. Sæmilegur jeppavegur er frá skálanum upp að gljúfrinu sem afrennsli vatnsins, Farið, hefur myndað en það fellur fram í mynd- arlegum fossi sem nefndur hefur verið Nýifoss. Vegaslóði er upp bratta brekku alla leið að vatninu, en ekki mæli ég með því að brölta þar upp á bílum. Betra er að skilja bílinn eftir fyrir neðan brekkuna og ganga upp með gljúfrinu að vatninu. Þegar upp er komið blasir við augum göngubrú sem byggð er yfir Farið ofan við fossinn. Brú- in opnar skemmtileg- ar gönguleiðir um Brekknafjöll og Fagradalsfjall. Hagavatn hefur tekið miklum breyt- ingum á síðustu ára- tugum. A fyrstu árum þessarar aldar var Hagavatn miklu stærra en það er nú, en 1929 brast jökul- stífla og Hagavatn hljóp fram. Myndað- ist þá Leynifoss. Tíu árum seinna, 1939, hljóp Hagavatn aftur og gróf sig fram innar og Leynifoss hvarf, en Nýifoss myndaðist. Við þetta lækkaði í vatninu um 10 metra og minnkaði það mjög. Árið 1980 hljóp Langjökull fram í vatnið og grófst þá farvegurinn enn niður og vatnið minnkaði. Er það nú talið um þriðj- ungur þess sem það var um alda- mótin síðustu. Þessi minnkun vatnsins hefur haft þau áhrif að sandfok og moldrok hafa aukist til muna því uppþornað botnset vatns- ins er mjög rokgjarnt. Eru nú uppi hugmyndir um að stífla afrennsli vatnsins og stækka það á ný. Höfundur er fararstjóri. LÝÐVELDISGANGA FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS Horfst í augii við sannleikann LANDLÆKNIR hóf umræðuna um sannleikann í DV 16.7. sl. með varnað- arorðum sínum að menn skyldu ekki spara sannleikann. Landlæknisembættið er eitt æðsta embætti okkar heilbrigðis- starfsfólks og hefur m.a. leiðandi og leið- beinandi hlutverki að gegna fyrir okkur hin, bæði leika og lærða. Er eðlilegt að ætla að þessi varnaðarorð eigi að gilda í báðar áttir og að gerðar séu meiri kröfur til ummæla landlæknisembættisins. Hér vil ég nefna hugtök eins og háttvísi, réttlæti og það að sann- leikurinn sé hafður að leiðarljósi í málsmeðferð og yfírlýsingum embættisins. Hugrekki þarf hér einnig að koma til, því án þess ná fyrrnefnd atriði lítt fram að ganga. Það er ekki sæmandi landlækni að fara með rangt mál um menn og málefni í fjölmiðlum. Því miður hefur þetta átt sér stað í stuttri athugasemd landlæknis í Mbl. 14.8. sl., þar sem hann svarar greinum mínum sem birtust í Mbl. 8. og 9. ágúst sl. í þessari stuttu athugasemd sinni, sem lík- ist mest símskeyti, blandar land- læknir saman sannleika og ósann- indum þannig að úr verður hrein- asti óskapnaður. Tilkynning - „Orð gegn orði“ Landlæknir segir réttilega í 1. lið að ég hafi tilkynnt um meinta Hér fer landlæknir, seg- ir Guðmundur Karl Snæbjörnsson, með ómaklegar dylgjur. áfengis- og vímuefnanotkun heil- brigðisstarfsmanns og í 2. lið að landlæknir hafi sannreynt að svo væri. Þetta er í fyrsta skipti sem land- læknisembættið viðurkennir og staðfestir að viðkomandi hafi átt við áfengis- og vímuefnavandamál að etja! Hvernig á annars að skilja fyrri ummæli aðstoðarlandlæknis, Matthíasar Halldórssonar (vor og sumar 1992): „Þetta er bara orð þín gegn orðum þeirra“ og þegar hann segir að þetta séu „bara sam- skiptaerfiðleikar! og „hvort það sé nú ekki í lagi þó maður fái sér nokkra bjóra með mat á vaktinni" og „að ástandið er harla gott og ekkert meira við því að gera“! Aðgerðarleysi Ummæli landlæknis varðandi meðferð starfsmannsins í 2. lið eru ósannindi! Staðreynd málsins er sú að það þurfti lögregluyfirvöld til að taka hann úr umferð eftir atburði sem fylgdu í kjölfar bráða- veiki af völdum mikillar áfengis- neyslu. Þetta gerðist rúmu ári eft- ir að ég tilkynnti landlækni form- lega um vandamálið! Landlæknis- embættið kom hvergi nærri þeirri innlögn, ef undan eru skildir heim- sóknartímarnir. „Illa tókst til“ Landlæknir segir síðan í 3. lið: „Síðar hóf þessi starfsmaður störf að nýju, en þar sem illa tókst til hvarf hann aftur úr starfi." Rétt í þessu sam- bandi var að hann fór að eigin frumkvæði í ársleyfi til starfa er- lendis fjórum árum eftir að ég tilkynnti landlækni um vand- ann!“ Var það ekki fyrr en eftir að hann var farinn af landi brott sem landlæknisemb- ættið var „nánast þvingað til aðgerða“ af heimamönnum. Hann var látinn segja af sér. Því miður minnir sú staða mann óneit- anlega á heigla sem sparka í liggj- andi og varnarlausan mann, í stað þess að taka fyrr á vandanum og forða viðkomandi og íbúum lækn- ishéraðsins frá frekari skaða. Brottrekstur í 5. og síðasta lið athugasemdar sinnar segir landlæknir: „Greinar- höfundi, Guðmundi Karli Snæ- björnssyni, var vísað úr héraði af ráðherra af allt öðrum ástæðum, en þeim sem hér um ræðir.“ Hér fer landlæknir með ómak- legar dylgjur á hendur mér og verður þeim svarað frekar á öðrum vettvangi. Landlæknir á að vita betur en það sem hann ýjar að hér og ætti frekar að sýna sóma sinn í að segja rétt og satt frá! Landlæknis- embættið og sjálfur ráðherra hafa áður vítt heilsugæslustjórnina vegna rógsherferðar á hendur mér, eins og kom fram í fyrri greinum mínum. Er landlæknir búinn að gleyma vítum embættisins eða fylgist landlæknir ekki með því hvað embættið lætur frá sér fara? Afleiðing rógsherferðarinnar og klúður Iandlæknisembættisins á málinu varð sú að ég var rekinn. Þetta vita þeir sem til þekkja. Handvömm Finnst mér dapurlegt að verða vitni að því hvernig landlæknir reynir að hvítþvo handvömm emb- ættisins með slíkum hætti sem hér hefur átt sér. Betra hefði verið fyrir landlækni að þegja þunnu hljóði en að láta frá sér slík um- mæli. Verndarlög Saknaði ég málefnalegrar um- ræðu hans varðandi verndarlög fyrir þá einstaklinga sem taka á áfengis- og vímuefnavandanum. Er það von mín að landlæknis- embættið og/eða aðrir aðilar sem láta sig þessi vandamál varða telji það til almenningsheilla að vinna að gerð slíkra laga. Horfst í augu ... Vænti ég þess að þessi grein mín verði sú síðasta að sinni um þessi mál, því ég hef ekki löngun til að koma fram í fjölmiðlum ásamt Ólafi Ólafssyni landlækni, þar sem lesendur verða eingöngu vitni að fullyrðingu gegn fullyrð- ingu. Annar vettvangur hlýtur að finnast til að greina að rétt frá röngu, þegar menn hafa ekki kjark né þor til að horfast í augu við sannleikann. Höfundur er beimilislæknir í Svíþjóil. Guðmundur Karl Snæbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.