Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 41 , 1 j í 4 i 4 I S í ( ( ( i < ( i i ( i i i i i i i ODDNY FRIÐRIKKA HELGADÓTTIR + Oddný Frlð- rikka Helga- dóttir fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 22. ágúst 1947. Hún lést á Land- spítalanum föstu- daginn 23. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 30. ágúst. Ég hef lengi þekkt Oddnýju vinkonu mína. Ég man fyrst eftir henni, þegar hún kom í Eiðaskóla. Þá var ég í barnaskóla. Ég horfði á þessa litlu, laglegu og fjörugu stelpu frá Þórshöfn úr fjar- lægð. Þó aðeins þriggja ára aldurs- munur væri á okkur var ég barn en hún unglingur. Síðar, að loknu kennaranámi, urðum við samkenn- arar í rúman áratug_við Breiðholts- skóla í Reykjavík. Á þessum tíma urðum við ágætar vinkonur. Oddný naut útiveru og ferðalaga og seint gleymast páskarnir þegar skíða- kennsla fyrir kennara hófst. Oddný var farsæll kennari og hafði marga þá kosti sem koma sér vel í erfiðu starfi, var greind, ákveðin og hafði góða kímnigáfu. Þegar ég flutti í Hlíðarnar 1983 urðum við Oddný nágrannar og tengdist hún þá fjöl- skyldunni nánari böndum. Heimsóknir og gönguferðir í Öskjuhlíðinni urðu margar og skemmtilegar og þeirra sakna ég meira en orð fá lýst. Oddný hafði djúpan skilning á tilfinningum ann- arra og kunni að hlusta. Ef erfiðleik- ar steðjuðu að -var gott að tala við hana, fá huggun og góð ráð sem hún gaf með sinni einstaklega fal- legu rödd. Hún talaði opinskátt og af raunsæi um veikindi sín sem hún tók af fádæma stillingu. Hugarró og jákvæða hugsun taldi hún væn- lega í baráttunni við þann vágest sem sótti að henni og fram á síð- asta dag nýtti hún gleðistundir og tækifæri til að sækja myndlistasýn- ingar og leikhús til þess að lyfta andanum. Okkur vinum hennar gleymist ekki kveðjustundin, afmæl- isboðið, kvöldið fyrir andlát hennar. Oddný var svo geislandi glöð, brand- arar flugu og um stund gleymdum við að yndislegri konu var skammt- aður alltof naumur tími. Næsta morgun var hún öll. Við vinir henn- ar hryggjumst en þökk- um samverustundirnar á alltof stuttri vegferð. ídu Margréti og Helga Erni börnum hennar, Dunnu systur hennar og öðrum ástvinum biðjum við blessunar og stuðnings. Valgerður G. Björnsdóttir (Valla). Hvað er langlífi? Lífsnautnin fijóva alefling andans og athöfn þörf. (Jónas Hallgrimsson) Oddný Helgadóttir vinkona okkar hafði ekki lagt mörg ár að baki. En í skilningi listaskáldsins Jónasar Hallgrímssonar hafði hún þó öðlast meiri reynslu en margur sá sem eldri er. Hún kunni að takast á við lífið með þeirri frjóu lífsnautn, rækt- un góðra hæfileika og eljusemi sem allir þeir er kynntust henni litu upp til hennar fyrir. Stórt skarð er nú höggvið í hóp okkar vinkvenna hennar. Við kynnt- umst fyrst við kennslu í Breiðholts- skóla og þó að leiðir skildu síðar, er Oddný hóf kennslustörf í Hlíða- skóla, var vináttan söm. Nærveran við hana var líka alltaf jafn gefandi og skemmtileg. Hún hafði einstaka frásagnarhæfileika og geislandi per- sónutöfra, sem skiluðu sér vel á síð- kvöldum, þegar við hittumst vinkon- umar að loknu hversdagsamstrinu. Þessir hæfileikar nýttust þó ekki síður við kennslu, sem varð starfs- vettvangur hennar. Þar kom sér vel að geta fangað hugi barnanna með látlausri en hrífandi framkomu og halda athygli þeirra með hinni eðli- iegu frásagnargleði sem einkenndi hana jafnt í leik og starfi. Kennslan var henni í senn starf og áhuga- mál, enda hún einstaklega natin við börn. Hún var afar vel meðvituð um mikilvægi kennslustarfsins og þá miklu ábyrgð sem kennari hefur að leiða lítil börn fyrstu skrefín í þekk- ingaröflun lífsins. Fyrir vikið varð henni það eiginlegt að leggja sig mjög fram í kennslunni og að vera virk í starfi sínu í hvívetna. Það er því ekki að undra að okk- ur sem unnum með henni þætti samstarfið við hana gott og gef- andi. Að kenna með henni var lær- dómsríkt og ánægjulegt, rétt eins og segja má um öll samskiptin við MINNINGAR hana fyrr og síðar. Natni hennar og hæfileikar til þess að vera með börnum nýttust henni ekki síst yið uppeldi hennar eigin barna, ídu Margrétar og Helga Arnar. Nú þeg- ar sorgin grúfir yfir þeim við móður- missinn, er styrkur að minningunni um góða og göfuga móður sem ætíð vakti yfir velferð þeirra. Að- stæður hennar voru ekki alltaf auð- veldar; einstæð móðir í krefjandi og oft slítandi starfi að ala börn sín upp. Það kom sem reiðarslag yfir okk- ur þegar hún greindist með krabba- mein - sjúkdóminn sem síðar dró hana til dauða iangt um aldur fram. Veikindum sínum tók hún með miklu æðruleysi og af fádæma dugnaði. Hún átti mörgu ólokið og leit fram á veginn með jákvæðu hugarfari, þess albúin að sigrast á þessum vágesti. Svo virtist líka um tíma sem það hefði tekist. Oddný breytti lífsstíl sínum í kjölfar veik- indanna, lagði sig fram um að rækta sjálfa sig og þroska. Til hinstu stundar var hún staðráðin í að lifa lífinu og takast á við það. Það er sárt að sjá á bak góðri vinkonu sem átti svo mörgu ólokið. Hún fékk hægt andlát nóttina eftir afmælisdaginn sinn. Hetjulegri bar- áttu tápmikillar og góðrar konu var lokið. Sárastur er þó harmur barn- anna hennar, þeirra ídu Margrétar og Heiga Arnar. Þeim og ástvinum hennar öllum flytjum við innilegar samúðarkveðjur og þökkum þau forréttindi að hafa átt vináttu henn- ar. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Anna, Ásta, Hafdís, Laufey, Sigrún og Sigurlín. Kveðja frá nemendum 7. OH veturinn 1995/96 Við nutum flest þeirra forréttinda að vera nemendur Oddnýjar í fimm ár og stigum því okkar fyrstu spor á námsbrautinni undir hennar hand- leiðslu. Við viljum færa fram þakkir okkar fyrir að hafa fengið að þekkja Oddnýju og fengið að standa í skjóli af henni þegar eitthvað bjátaði á og við þökkum líka fyrir allar ánægju- stundirnar með henni, stundir sem við gleymum aldrei. Nú höldum við áfram í unglinga- deild Hlíðaskóla og minnumst um leið þessa góða vinar okkar og kenn- ara. Við sendum börnum hennar og fjölskyldu okkar dýpstu samúðar- kveðjur. LÚCINDA ÁRNADÓTTIR + Lúcinda Árnadóttir fæddist á Saurbæ í Vatnsdal 14. apríl 1914. Hún lést á Landspít- aíanum 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þingeyrarkirkju 31. ágúst. Mig langar að minnast hennar Döddu, Lúcindu Árnadóttur, með nokkrum orðum. Hjá henni og manni hennar, Vigfúsi Magnús- syni, frænda mínum var ég í sveit í 6 sumur. Að fara til sama fólks- ins í 6 sumur, 3 mánuði í senn segir sína sögu. Þarna var gott að vera og gaman. Ég var nefnilega ekki eina barnið sem fékk að vera sumarlangt á Skinnastöðum. Dadda sagði mér seinna frá því að hún hafi vorkennt okkur kaup- staðarbörnunum að þurfa að vera þar allt árið um kring svo hún gat ómögulega neitað okkur um vist á sumrin. Mér telst til að í einhver skiptin hafi dvalið þarna um 10 börn í einu, sumarlangt. Á bænum voru líka börn þeirra hjóna, kaupamenn og 2 tamninga- menn voru í fæði hjá þeim í nokk- ur sumur, fyrir utan gesti og gang- andi. Það þarf ekki að vera miklum gáfum gæddur til að geta ímyndað sér þvílík vinna það var að halda slíkt heimili og hafa stjórn á hlutunum. En Dadda var af þeirri kynslóð sem þótti þetta sjálfsagt og gekk til vinnu sinnar inni við, af sama eldmóði og eiginmaður hennar úti við. Við krakkarnir á bænum vor- um hins vegar svo heppnir að vera af þeirri kynslóð sem naut góðs af þessum eldmóði og ósérhlífni. Það veit ég nú sem fjögurra barna móðir og þarf að finna börnum mínum verkefni á sumrin, stjórna þeim og hafa ofan fyrir þeim. Allt sem við lærðum í gegnum hin ýmsu verkefni sem við þurftum að inna af hendi, þroskinn sem við tókum út við að vera í tengslum við náttúruna og dýrin. Reynslan af því að vera fjarri sínum nánustu sumarlangt. Allt er þetta ómetan- legt. En til þess að njóta alls þessa þarf góða aðhlynningu og hana fengum við. Dadda sá til þess. Mér hefur alltaf þótt gott að borða en aldrei hef ég borðað eins mikið og í sveitinni. Það var enginn hafra- grautur neyddur ofan í börnin hjá Döddu. Við fengum ristað brauð og kakó á morgnana. Ef einhver fékk slæma heimþrá, þá sá Dadda um að hugga og lækna þrána. Það reyndi ég einu sinni. Þegar eitthvað kitlaði hláturtaug- arnar, sem gerðist æði oft við mat- arborðið hjá okkur krökkunum svo gusumar gengu yfír borðið, þá hló Dadda með. Ef henni fannst hins vegar leikurinn æsast um of og allt stefndi í áflog, þá skipaði hún okkur út á hól, þar ætti að slást. Dadda var ekíri skaplaus mann- eskja og hún agaði okkur til, en það var aldrei gert með hávaða og látum. Hún notaði orðin og talaði okkur til. Hún var félagslynd mann- eskja og af því nutum við líka góðs af því hún hafði mjög gaman af að spjalla við okkur og segja frá. Hin seinni ár hefur ferðum mín- um norður í land fækkað og tæki- færin til að hittast verið færri. Sambandið hefur þó aldrei rofnað og ég á eftir að sakna hennar Döddu, innilegs faðmlagsins þegar við hittumst, gestrisninnar, umræð- anna um heima og geima og þess að rifja upp gamlar minningar. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim hjónum og börnum þeirra fyrir yndisleg sumur sem hafa skil- ið eftir sig góðar og sterkar minn- ingar. Blessuð sé minning Döddu, Lúcindu Árnadóttur. Kristín Sverrisdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, JÓN SÍMON MAGNÚSSON, Fellsmúla 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. september kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Jóhanna Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir. t Faðir okkar, BALDVIN JÓNSSON hæstaréttarlögmaður, er látinn. Jón Baldvinsson, Hlín Baldvinsdóttir og Gisli Baldvinsson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ESTHER JÓNSDÓTTIR, Haðalandi 9, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ari Einarsson, Kristín Aradóttir, Sigurpáll Guðjónsson, Guðrún Aradóttir, Ragnheiður Aradóttir, Jón S. Þórðarson og barnabörn. Es-fléBfkkim Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró; Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Sf S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 ■■I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.