Morgunblaðið - 03.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.09.1996, Qupperneq 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 3. september 1996 Blað D Verðlaun fyr- ir hönnun UMHVERFISRÁÐ Kópavogs- bæjar veitti á dögunum viður- kenningar fyrir hönnun og um- hverfismál. Hafa bæjaryflrvöld tekið upp þá stefnu að veita ekki aðeins viðurkenningar fyr- ir fallegar lóðir heldur og margs konar hönnun. / 2 ► Sýnilegar lagnir LAGNIR þurfa ekki endilega að vera faldar og múraðar inn í veggi og gólf. Mun hag- kvæmara getur verið að hafa þær aðgengilegar og hafa hús- byggjendur Iátið sér slíkan frá- gang vel líka en á það er bent í Lagnafréttum dagsins. / 24 ► Ú T T E K T Nýtt hverfi rís á Sauð- SÍÐUSTU tvö árin hafa bæjaryfírvöld á Sauðár- króki verið að láta vinna nýtt skipulag fyrir bæinn og gildir það fyrir árin 1994 til 2014. Á þeim tíma verður reist nýtt íbúðahverfi á svonefndum Móum sem eru ofan við bæinn og er gert ráð fyrir að íbúum bæjarins fjölgi um allt að eitt þúsund á skipulagstímanum. Meðal þeirra framkvæmda sem aðkallandi er að ráðast í rétt eins og hjá svo mörgum öðrum sveitarfélögum eru frá- veitumálin. Standa nú yfir margs konar mælingar og rannsóknir við ströndina svo að hægt verði að taka ákvörð- un um hvar veita megi frá- rennslinu út á haf og hvar dælustöð verði reist. Þrátt fyr- íbúð í fjölbýli um 22% dýrari á höfuðborgar- svæðinu en á Akureyri MEÐALVERÐ á íbúðum í fjölbýlis- húsum á höfuðborgarsvæðinu er um- talsvert hærra en á Akureyri og á það við íbúðir af öllum stærðum, tveggja til fimm herbergja. Verð á fermetra í tveggja herbergja íbúð á Akureyri var á síðasta ári 64.708 kr. á núvirði en 78.621 kr. á höfuðborg- arsvæðinu eða um 22% hærra. Tölurnar koma fram í samantekt í Markaðsfréttum Fasteignamats ríkisins en á síðasta ári voru seldar 644 tveggja herbergja íbúðir á höf- uðborgarsvæðinu og 33 á Akureyri. Sé litið á þriggja herbergja íbúðir var meðalverð á feiTnetra 62.371 kr. á Akureyri en 72.848 á höfuðborgar- svæðinu sem er um 17% hærra. Fjögurra herbergja íbúðir kostuðu 59.005 kr. á fermetrann á Akureyri en 67.576 kr. á höfuðborgarsvæðinu og fimm herbergja íbúðir 47.674 kr. á Akureyri og 63.529 kr. á höfuð- borgarsvæðinu. Til þess teljast auk Reykjavíkur Seltjarnarnes, Hafnar- fjörður, Garðabær, Kópavogur og Mosfellsbær. Þegar skoðaðar eru nánar verðtöl- ur á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að verðlagið er breytilegt eftir því hvaða bæjarfélag á í hlut. Þannig var meðalverð á tveggja herbergja íbúð í Hafnarfirði kr. 81.410, kr. 80.663 í Kópavogi og kr. 77.351 í Reykjavík. Þriggja herbergja íbúðir voru dýrastar í Reykjavík eða rúm- lega 72 þúsund kr. fermetrinn á móti 71 þús. kr. í Kópavogi og 67 þús. kr. í Hafnarfirði. Verð á íbúðum á höfuðborgar- svæðinu er nokkuð misjafnt eftir byggingatíma en ekki endilega háð aldri. Sé litið til dæmis á þriggja her- bergja íbúðir er meðalfermetraverð á elstu íbúðunum 68.737 kr. en 78.005 kr á þeim yngstu. Verð á íbúðum byggðum á árabilinu 1950 til 1959 er ki'. 71.463. Meðal fermetraverð á íbúðum frá árunum 1970 til 1979 er kr. 69.813. ÍL. ir að nýtt íbúðahverfí rísi telja bæjaryfirvöld ekki þörf á að reisa nýjan grunnskóla í hverf- inu þar sem ekki er svo langt í núverandi skóla. Ljóst er hins vegar að þá þarf að stækka og fer nú fram sérstök úttekt á skólamálum bæjarins. Nýjustu hverfin em Túna- og Hlíðahverfi og eru enn um 80 óbyggðar lóðir í fyrrnefnda hverfínu. Þar er aldurssam- setning allt önnur en í gamla bæjarhlutanum. I honum eru 80% íbúa bæj- arins sein eru yfir 60 ára en 66% barna og unglinga undir 15 ára aldri búa í nýju hverf- unum tveimur. /18 ► EF=II\I Þaðborgarsig aðgera verðsamanbnrð! Skandia Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Skandia keppist við að bjóða alltaf besta kaupgengið og staðgreiðir húsbréfin samdægurs. FJÁRFESTINGARFÉLAGIB S K A N O I A M F Ráðgjafar Skandia veita allar upplýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín. LAUGAVEGI 1 "7 □ sírvn 540 50 so FAX 540 50 B 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.