Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1996, Blaðsíða 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Húseigendur og hönnuðir í Kópavogi fá viðurkenningar Fasteigna sölur * 1 blabinu í dag Agnar Gústafsson bls. 10 Almenna fasteignas. bls. 10 Ás bls. 10 Ásbyrgi bls. 22 Berg bls. 23 Bifröst bls. 4 Borgareign bls. 16 Borgir bls. 6 Eignamiðlun bls. 18-19 Eignasalan bls. 23 Fasteignamarkaður bls. 5 Fasteignamiðlun bls. 12 Fasteignas. Reykjavíkur bfs. 24 Fjárfesting bls. 16 Fold bls. 17 Framtiðin bls. 25 Frón bls. 22 Garður bls. 26 Gimli bls. 3 H-Gæði bls. 24 Hátún bls. 27 Hóll bis. 14-15 Hraunhamar bls. 11 Húsakaup bls. 21 Húsvangur bls. 13 Kjöreign bls. 28 Kjörbýli bls. 26 Laufás bls. 25 Óðal bis. 20 Skeifan bls. 8 Stakfell bls. 27 Valhús bls. 21 Valhöll bls. 9 Þingholt bls. 7 VALIN hefur verið fegursta gatan í Kópavogi sem er Birkigrund en bæjarstjórn Kópavogs og um- hverfisráð veittu nýverið viður- kenningar sínar fyrir framlag til umhverfis- og ræktunarmála. Þá veitti ráðið einnig viðurkenningu fyrir hönnun einbýlishússins við Hólahjalla 12 en arkitekt þess er Hildigunnur Haraldsdóttir. Er þetta í annað sinn sem umhverfis- ráðið veitir slíkar viðurkenningar en alls hafa 164 lóðir fengið viður- kenningu frá árinu 1964. Eigendur hússins við Hólahjalla 12 eru Kristín Þórisdóttir og Gunnar Jónsson. Bygging þess hófst 1992 en það er tveggja hæða, alls 375 fermetrar að stærð. í umsögn umhverfisnefndar segir meðal annars: Efnisnotkun er lát- laus og stílhrein, pússuð ljós steypa og svartur málmur úti sem inni, innréttingar eru úr kirsu- beijaviði cg tréverk utanhúss er í sama lit. Hönnun innandyra tekur mið af fögru útsýni yfir vogana og Reykjanesskagann; stórir gluggar fanga bæði útsýni og sól svo birta flæðir á móti þeim sem kemur inn í húsið. Útbyging og svalir á suðurhlið auka á víðsýnið. Stigi er í miðju húsinu; rýmis- myndun og tengsl milli efri og neðri hæðar eru góð. Þá segir einnig að bílskúr myndi skjól fyrir norðanátt og skapi skemtilegt rými við inngang og að aðgengi sé gott. Frágangur lóðar er til fyrirmyndar og útilýs- ing smekkleg. Af öðrum viðurkenningum má nefna að Hallgrímur Axelsson og Rannveig Guðmundsdóttir Furu- hjalla 16 fengu viðurkenningu fyr- ir athyglisvert framlag til um- hverfismála en hús þeirra er stein- steypt með torfþaki. Hæðarmunur í lóð er mikill og tekur hönnun húss og lóðar tillit til þess. Er það á tveimur hæðum og stallast aðal- hæðin niður með landinu á óvenju- legan hátt og hæðarmunur innan lóðar er leystur með stöllum úr torfhleðslu, klömbru. Klambra var í eina tíð algengur byggingamáti og segir í umsögn umhverfisnefnd- ar að sjaldgæft sé að sjá slíkar hleðslur í þéttbýli nú á dögum. Arkitektar eru Helga Gunnars- dóttir og Hildigunnur Haraldsdótt- ir. Framlag til ræktunarmála Guðmundur Karlsson og Jó- hanna S. Stefánsdóttir Melgerði 9 fá viðurkenningu fyrir endurgerð húsnæðis og Ásmundur Svanberg Hilmarsson og Ragnheiður Hulda Bjarnadóttir Eyktarsmára 1 fá viðurkenningu fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði. Þá fær Hermann C. Lundholm garðyrkjumaður við Hlíðarveg 45 viðurkenningu fyrir framlag sitt til ræktunarmála í bænum. Hann starfaði sem garðyrkjuráðunautur hjá Kópavogsbæ í ijóra áratugi og hefur alla tíð verið Kópavogsbúum innan handar við gerð og fegrun lóða. Segir í umsögn umhverfisráðs að víða megi sjá merki þessa braut- ryðjendastarfs hans í bænum. Þá afhenti Már Þorvaldsson bænum fróðleiksskilti um fuglalíf sem klúbbar lions, rótarý og kiw- anismanna gáfu. Jón Baldur Hlíð- berg teiknaði myndir af fuglum og á skiltinu er að fínna ýmsan fróðleik um þá fugla sem finna má á Kópavogsleirunum. Morgunbiaðið/Árni Sæberg EINBÝLISHÚSIÐ við Hólahjalla 12 fékk viðurkenningu fyrir fallega hönnun og er arkitekt þess Hildigunnur Haraldsdóttir. Fasteignalán Landsbréfa til allt að 25 ára Vextir af lánunum eru á bilinu 6,75 til 8,25%. Lánin henta t.d. þeim sem vilja skuldbreyta eldri lánum, kaupa stærri eignir eða vilja taka lán til framkvæmda. ■ Ráðgjafar Landsbréfa hf. veita allarfrekari upplýsingar y LANDSBREF HF. 'listH' / SUOURLANDSBRAUT 2 4, 1 08 REYKJAVÍK, S í MI 588 9200, BREFASÍMI 588 859 8 NÝJU húsin á Bakkafirði eru fyrir starfsmenn Ratsjárstofnunar á Gunnólfsvikurfjalli og fjölskyldur þeirra. FULLTRÚUM byggingafyrirtækjannna var hrósað fyrir vand- virkni en þeir eru Steindór Sveinsson frá Mælifelli (t.v.) og Krist- inn Pétursson hjá Gunnólfi. Starfsmenn Ratsjár- stof nunar fá ný hús Bakkafirði FJÖGUR ný hús fyrir starfsmenn Ratsjárstofnunar voru formlega afhent stofnuninni um miðjan síð- asta mánuð. Hvert hús er 109 fermetrar að stærð, þijú svefnher- bergi, stofa, eldhús og baðherbergi og stóðust bæði framkvæmda- og kostnaðaráætlanir fyrir fram- kvæmdirnar. Verktakar við húsin voru Gunn- ólfur ehf. og Mælifell ehf. ásamt samstarfsaðilum. Verkið hófst í júlí 1995 og lauk því í júlí í ár og er húsunum skilað fullbúnum með frágenginni lóð og hellulögðu bíla- stæði. Húsin eru handverksmönn- um sínum og öllum þeim sem að verkinu komu til mikils sóma því þau eru í alla staði hin glæsileg- ustu á að líta. Arkitektar voru KÍM, arkitektastofa í Reykjavík. Eftirlit annaðist Verkfræðistofa Stanleys Pálssonar ehf. og fjár- mögnun annaðist Lýsing hf. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir ERLA Jónsdóttir og Kristján Magnússon tóku við viðurkenningu fyrir garð sinn á Hvolsvegi 28. Á myndinni með þeim er Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri. U mhverfisverðlaun veitt á Hvolsvelli Hvolsvelli - Viðurkenningar fyrir fagurt og snyrtilegt um- hverfi voru nýlega veittar tvennum hjónum á Hvolsvelli. Að þessu sinni voru viðurkenn- ingar veittar fyrir heimilis- garða á Hvolsvelli. Það voru þau Erla Jónsdótt- ir og Kristján Magnússon, Hvolsvegi 28 og Hulda Sigurl- ásdóttir og Einar Árnason, Vallarbraut 8, sem þær hlutu. Sveitarstjóri Hvolshrepps, Ág- úst Ingi Olafsson, veitti viður- kenningarnar við hátíðlega at- höfn í félagsheimilinu Hvoli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.