Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D/E tvgnufclaMfr STOFNAÐ 1913 200. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flugræningi gefst upp eftir lend- ingu í Osló Osló. Reuter. PALESTÍNUMAÐUR, sem rændi búlgarskri flugvél af gerðinni Tupolev TU-154 og kom því til leiðar að henni var flogið til Noregs, gafst upp skömmu eftir að vélinni var lent á Gardemoen-flugvelli í Osló, krafðist þess að fá lögfræðing og sótti um pólitískt hæli. Maðurinn rændi farþegavél- inni, sem var á leið frá Beirút í Líbanon til búlgörsku borgar- innar Varna við Svartahaf, í gær. Hann leyfði öllum farþeg- um vélarinnar, 150 talsins, að fara frá borði í Varna og lét afferma farangur þeirra. Því næst fyrirskipaði hann að hald- ið yrði áfram til Noregs. Hann hélt átta manna áhöfn vélarinn- ar, sem er frá flugfélaginu Balkan, í gíslingu. Um þremur stundarfjórðung- um eftir lendingu á Gardemoen- flugvelli, sem hafði verið girtur af, gaf maðurinn sig fram við lögreglu og var honum stungið í fangelsi. Engan sakaði í flug- ráninu. Asbjern Gran, lögreglufull- trúi í Osló, sagði að maðurinn hefði ekki gefið pólitíska ástæðu fyrir verknaðinum. Atanas Atanasov, flugvallar- stjóri í Varna, sagði að maður- inn hefði ruðst inn í flugstjórn- arklefann í vélinni með sprengju í hönd stundarfjórðungi fyrir lendingu þar og krafist þess að vélinni yrði annaðhvort snúið til Oslóar eða Helsinki. Norsk stjórnvöld höfðu ekki brugðist við kröfu mannsins um hæli í gær, en þar í landi hefur hingað til verið takið hart á flug- ræningjum og þeir framseldir án nokkurra málalenginga. Bandaríkjamenn gera eldflaugaárás á íraka dad. Washinirton. Nikosiu. Reuter. ^^^^ Bagdad, Washington, Nikosiu. Reuter. BANDARÍKJAMENN skutu 27 stýriflaugum frá herskipum og sprengjuflugvélum á hernaðarleg skotmörk í suðurhluta íraks snemma í gærmorgun og segja írösk stjórn- völd að fimm manns hafi fallið og nítján særst. Árásinni var beint gegn fjarskipta- og ratsjárstöðvum auk loftvarnabúnaðar. Stjórnvöld í Bagdad og víðar í arabaríkjum, þ. á m. í Sýrlandi, fordæmdu árásina sem gerð var í kjölfar þess að íraksher var sendur inn í héruð Kúrda í norðri á laugardag og réðist á borgina Ar- bil. Vesturveldin telja að írakar hafi með því brotið vopnahlésskilmála. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir því í gærkvöldi að ekki yrði haggað við viðskiptabanningu, sem írakar hafa sætt frá því þeir gerðu innrásina í Kúveit árið 1990. Blendin viðbrögð Bandaríkjamenn sögðu að þessu svari við árásinni á Arbil væri ætlað að koma í veg fyrir að Irakar réðust að nágrannaríkjunum. Ríki heims tóku árásinni misjafnlega og var tal- að um brest í samstöðu banda- manna. Bretar, Japanar, Kanada- menn og Þjóðverjar lýstu yfir stuðn- ingi, en Frakkar sögðu að Banda- ríkjamenn hefðu verið of bráðir. Hún mætti andstöðu Samtaka arabaríkja. Rússar fordæmdu árásina harka- lega og sagði Jevgení Prímakov utan- ríkisráðherra að pólitískir hagsmunir heima fyrir hefðu verið iátnir ráða. Nú eru tveir mánuðir í forsetakosn- ingar í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn kváðust hins veg- ar hafa átt náið samstarf við Rússa, sem hefðu reynst hjálplegir. Bandarískir embættismenn sögðu að ákveðið hefði verið að láta til skarar skríða hvort sem þeir hefðu - Saddam Hussein hótar svari Segja Iraka ógna alþjóðlegu öryggi - Alþjóðleg viðbrögð blendin Reuter BANDARIKJAMENN skutu í gærmorgun 27 flugskeytum á Ir- aka. Hér sést hvar skeyti af gerðinni Tomahawk er skotið frá herskipinu Laboon í morgunsárið í gær. stuðning bandamanna eða ekki og staðið yrði við þá ákvörðun. Ráðist yrði aftur á íraka gerðist þess þörf. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og samstarfsmenn hans báru við brýn- um, alþjóðlegum hagsmunum, þar á meðal að tryggja olíustreymi í heim- inum. Clinton sagði að tilgangurinn væri að láta Saddam Hussein, forseta ír- aks, „gjalda fyrir sín nýjustu grimmdarverk [og] draga úr getu hans til að ógna grönnum sínum og hagsmunum Bandaríkjamanna". „Málið snýst ekki aðeins um árás íraka á Arbil," sagði William Perry varnarmálaráðherra. „Það er sú greinilega og bráða hætta, sem ná- grönnum Saddams Husseins, öryggi og stöðugleika svæðisins og flæði olíu til heimsins stafar af honum." Þetta eru sömu rök og notuð voru í Persaflóastríðinu þegar innrás ír- aka í Kúveit 1990 var hrundið. Bandaríkjamenn lýstu yfir því að eins og sakir stæðu væri ekki hægt að láta verða af áætlunum um að létta á viðskiptabanninu og leyfa írök- um um að selja ákveðið magn af olíu. Einnig var lýst yfir því að flug- banns'svæði í suðurhluta íraks yrði stækkað um eina breiddargráðu í norður og væri nýja markalínan að- eins 48 km sunnan við Bagdad. Bandaríkjamenn héldu því fram að írakar hefðu ekki dregið lið sitt til baka, heldur héldu áfram sókn og væri Sulaimaniya, aðsetur stjórn- arstofnana stjórnarandstöðu Kúrda, í hættu. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, sagði að allt lið íraka yrði á brott frá norðurhéruðum Kúrda í gær og sagði rangt að lið- söfnuður væri við Sulaimaniya. Segja aðgerðir lögmætar Hann varði hernaðaraðgerðirnar í Kúrdahéruðunum. fraksher hefði aðstoðað einn af herflokkum Kúrda undir forystu Massouds Barzanis við að ná aftur borginni Arbil á laugar- dag en síðan hefðu írakar flutt lið sitt á brott frá borginni, nokkrum stundum áður en flugskeytaárásin á suðurhéruðin hófst. Markmið íraks- stjórnar hefði verið að stöðva Kúrda- leiðtogann Jalal Talabani og irana sem styðja hann. Bandaríkjamenn hefðu á hinn bóginn brotið alþjóðalög með aðgerðum sínum, brotið gegn „orðum og anda" samþykkta Sam- einuðu þjóðanna um írak. Massoud Barzani, leiðtogi Lýðræð- isflokks_ Kúrdistans, hefur nú með aðstoð írakshers á ný lagt undir sig borgina Arbil. Talsmaður Þjóðarráðs íraka, regn- hlífarsamtaka íraskra stjórnarand- stæðinga, sagði í gær í London að útsendarar íraksforseta hefðu látið handtaka mörg hundruð manna í Arbil og biði þeirra ekkert annað en pyntingar og dauði. Olíuverð og gengi Bandaríkjadoll- ara hækkaði verulega á alþjóðamörk- uðum fyrst eftir að fréttist um árás Bandaríkjamanna en lækkaði á ný. ¦ 27 stýriflaugum skotið/29 Saddam sakar Bandaríkjamenn um hugleysi og setur flugher í viðbragðsstöðu írakar neita að virða flugbann ARASIR A IRAK Bagdad, Nikosiu, Amman. Reuter. EFNT var til útifunda í Bagdad og fleiri borgum í írak í gær vegna flugskeytaárása Bandaríkja- manna á landið í gærmorgun. Að sögn írösku fréttastofunnar JNA fordæmdi almenningur Bandarík- in og lýsti stuðningi við Saddam Hussein forseta. Sjálfur flutti Saddam sjónvarpsávarp til þjóðar- innar nokkrum stundum eftir árásina og virtist ekki í uppgjafar- hug, sagði menn sína hafa skotið niður mörg af skeytum Banda- ríkjamanna. Saddam skipaði flughernum og skyttum loftvarnastöðva að skjóta á flugvélar Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra er fylgjast með því að Irakar brjóti ekki bann Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við flugi íraka yfir nyrstu og syðstu héruðum landsins. Sérfræð- ingar álíta að írakar hafi vart bol- magn til að hlýða þessari skipun. „Enn einu sinni eru hinir auð- mýktu og huglausu Bandaríkja- menn komnir hingað til að endur- taka þá ragmennsku sína að fela sig á bak við tækniþróun sem fyr- ir tilverknað Guðs almáttugs hef- ur orðið þeim til skammar og mun valda þeim mikilli hneisu," sagði Saddam. Hann sagði dagsins myndu verða minnst í annálum þjóðarinnar um dýrð hennar og hreysti. „Megi náð Guðs vera með hinum hnarreistu hetjum okkar," sagði forsetinn. Þáttur í forsetaslag Saddam, sem var klæddur bún- ingi marskálks, gerði lítið úr tjóni íraka en fimm manns munu hafa fallið og 19 særst, þ. á m. óbreytt- ir borgarar. I Bagdad virtist almenningur Flaugum varskotið Irá tveimur Tomahawk bandariskum herskipum Stýriflaug og tveimur B-52 flugvélum Reuter SADDAM Hussein íraksforseti flytur sjónvarpsávarp nokkrum stundum eftir árás Bandaríkjamanna. Með450kg sprengihleðslu~ Nothæt i hvaða veðri sem er Dregurt.tOOkmj lítt uppnæmur vegna árása Bandaríkjamanna í gærmorgun. „Það er sama hvað Bandaríkja- menn gera, það verður ekkert í samanburði við það sem þeir gerðu í Kúveit-stríðinu," sagði leigubílsljóri á leið til Kirkuk í norðurhluta landsins. „Það er meira tekið eftir vopnaskaki þeirra heima fyrir." Á útimarkaði í borginni sögðu menn að árásin væri þáttur í for- setaslagnum i Bandaríkjunum. „Engu skiptir hvað þeir gera," sagði kaupmaður. „Við, almenn- ingur, verðum látin borga." Margir sögðust hafa meiri áhyggjur af því að samningur við Sameinuðu þjóðirnar um að írak fengi að scij;i nokkuð af olíu til að kaupa matvæli kæmi ekki til framkvæmda en Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, frest- aði gildistöku samningsins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.