Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Athugun á hagkvæmni byggingar álvers á Keilisnesi Rætt við Atlantsál um mánaðamótin Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Næsta úthlut- un árið 1997 REIKNAÐ er með að fulltrúar Landsvirkjunar og iðnaðarráðu- neytisins hitti forsvarsmenn fyrir- tækjanna þriggja sem mynda Atl- antsálhópinn, þ.e. Alumax, Gráng- es og Hoogovens, einhvern tíma í kringum næstu mánaðamót vegna endurskoðunar sem nú stendur yfir á hagkvæmni þess að byggja álver á Keilisnesi með 300-350 þúsund tonna framleiðslugetu. Á vegum Landsvirkjunar hefur að undanförnu staðið yfir athugun á því hvort fyrirtækið geti full- nægt raforkuþörf hugsanlegs ál- vers innan þeirra tímamarka sem rætt hefur verið um og eiga upp- lýsingarnar að vera tilbúnar þegar boðað verður til funda í lok sept- ember eða byijun október, sam- kvæmt upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Miðað er við að starfsemin gæti hafist 2001 og 2003 í tengslum við sameiginlega yfirlýsingu Atlantsálfyrirtækj- anna, iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar í mars sl. um end- urmat á áætlunum frá 1991 um byggingu álvers á Keilisnesi, var gerð ákveðin tímaáætlun um und- irbúningsvinnuna á þessu ári. Gert var ráð fyrir að í lok þessa mánað- ar hefði Landsvirkjun lokið við að meta virkjunarkosti, tilkostnað og fleiri atriði, sem kynnt yrði Atlantsálfyrirtækjunum en áætl- anir þeirra gera ráð fyrir að ákvörðun geti legið fyrir snemma á næsta ári. Thomas R. Hagley, upplýsinga- fulltrúi Alumax, sagði að ekkert nýtt væri að frétta af þessu máli en undirbúningsvinna stæði sem hæst og aðilar væru að skoða tæknilegar og fjármálalegar hliðar málsins. Rætt er um að reisa fyrirhugað álver í tveimur jafnstórum áföng- um, sem hæfi starfsemi á árunum 2001 og 2003. Raforkuþörf slíks álvers yrði um 4.700 GWh á ári sem er álíka mikið og öll raforku- framleiðsla Landsvirkjunar á síð- asta ári. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að bókmenntaverðlaunum Tóm- asar Guðmundssonar verði næst úthlutað á árinu 1997 en síðan verða veitt tvöföld verðlaun árið 2000 í tilefni af menningarborg- arári. Samkvæmt reglum borgar- ráðs um verðlaunin frá árinu 1994 skulu þau veitt annað hvert ár, fyrst árið 1996 og auglýst fyrir 1. október árið áður. Fórst fyrir að auglýsa eftir handritum í fyrra Fram kemur í samþykkt borgarráðs í gær að farist hafi fyrir að auglýsa eftir handritum fyrir 1. október árið 1995 svo engum verðlaunum verður út- hlutað í ár. Bent er á að til greina komi að auglýsa nú og úthluta á næsta ári og því næst árið 1999 en nokkuð kappsmál þyki að verðlaun verði veitt á menningarborgarárinu 2000. Auk borgarráðs eiga menn- ingarmálanefnd og Rithöfunda- samband íslands fulltrúa í dóm- nefnd og hefur verið leitað álits þeirra. Rithöfundasambandið hefur samþykkt tillöguna um að næst verði úthlutað árið 1997 og síð- an verði til hátíðabrigða veitt tvöföld verðlaun árið 2000. Menningarmálanefnd lagði til að úthlutað yrði á árunum 1997, 1998 og síðan árið 2000. Morgunblaðið/RAX Með hnút í maganum „PABBI, ég er með hnút í maganum," í fyrsta skipti í skólann sinn í Kópavogi jafnaldra hans um allt land, sem eru að sagði þessi ungi maður þegar hann mætti í gær. Væntanlega gildir það sama um stíga fyrstu sporin á langri skólagöngu. BYKO , BIAÐID Þai er gaman ai búa tll fallegt etdhús og bai... MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá BYKO. Guðmundur Björnsson ráð- inn forstjóri Pósts o g síma hf. GUÐMUNDUR Björnsson, aðstoð- arpóst- og símamálastjóri, hefur verið ráðinn forstjóri Pósts og síma hf. sem hefur starfsemi sína um næstu áramót. Ólafur Tómasson, núverandi póst- og símamálastjóri, óskaði hins vegar eftir því við sam- gönguráðherra fyrr á þessu ári að fá að láta af störfum um næstu áramót þegar réttarstöðubreyting fyrirtækisins tekur gildi, þar sem aðeins væri V/i ár eftir af leyfileg- um starfstíma hans sem ríkisstarfs- manns. Ólafur hóf störf hjá Pósti og síma árið 1956, fyrst sem verkfræðing- Frekari skipulags- breytingar framundan Að sögn Guðmundar Björnsson- ar er nú unnið að frekari breyting- um á skipuriti stofnunarinnar í tengslum við formbreytinguna um áramótin. Hann segir hins vegar ekkert liggja fyrir um þær enn. „Það verða ákveðnar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu í samræmi við þessar breytingar sem verða um næstu áramót og það er verið að vinna að þeim nú hér innanhúss,“ segir Guðmundur. Guðmundur Björnsson Ólafur Tómasson ur, síðar yfírverkfræðingur og framkvæmdastjóri tæknideildar. Hann hefur gegnt stöðu póst- og símamálastjóra undanfarin tfu ár. Tyrkneska forræðismálið Kröfum Halims hafnað ÁFRÝJUN undirréttardóms kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta dæmdan umgengnisrétt Sophiu Hansen og dætra hennar í júií og ágúst á þessu ári. Hins vegar hefur fengist staðfesting á því að eldri úrskurður á umgengnisrétti mæðgnanna um helgar verði í gildi þar til meðferð forræðismálsins ljúki fyrir tyrkneskum dómstólum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerði Halim Al, fyrrver- andi eiginmaður Sophiu, tilraun til að fá helgarréttinn dæmdan ógild- an. Kröfu Halims var hins vegar alfarið hafnað og áðurnefnd niður- staða staðfest. Nú vinnur Hasíp Kaplan, lögfræðingur Sophiu, að því að uppyfylla lagaleg skilyrði vegna umgengnisréttar mæðgn- anna um helgar. íslenska utanríkisráðuneytið hefur veitt Sophiu margvíslegan stuðning vegna málarekstrarins að undanfömu. Sá stuðningur hefur m.a. skilað sér í meiri skilningi og þekkingu á forræðismálinu hjá æðstu yfirvöldum en nokkru sinni fyrr. Samúð í garð Sophiu og vilji til að mæðgurnar fái að hittast er vaxandi. Orðstír Tyrklands skaðast Eins og fram hefur komið var 100 daga fangelsisdómi Halims A1 vegna brota á umgengnisrétti Sop- hiu breytt í lága fjársekt í janúar árið 1994. Nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir að refs- ing vegna annarra brota á um- gengnisrétti verði jafn léttvæg. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa tyrknesk stjórnvöld lýst yfir megnri vanþóknun á því hvernig Halim hefur vanvirt dóm- stólana við meðferð forræðismá,ls- ins. Tyrknesk stjórnvöld hafa hins vegar verið mjög jákvæð gagnvart fulltrúum íslenskra stjórnvalda í málinu. Þau hafa harmað hvernig framferði Halims hefur skaðað orð- stír þjóðarinnar. Sophia hefur dvalist í um tvo mánuði í Tyrklandi og óvíst hvenær hún kemur aftur til Islands. I I I I I I i » i l c; 1 * 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.