Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ■ FRÉTTIR t Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GUÐNIJ. Ottóson, Heimir Asgeirsson, Birgir Sigurðsson og Ómar Herbertsson skoðuðu rall-leigubílinn í gær. Þeim fannst heldur lítið pláss um borð. Leigubílstjórar styðja rall-leigubíl BRESK áhöfn í alþjóðarallinu sem hefst á föstudaginn ekur bíl sem ekið var 170.000 km sem leigubíl í Englandi. Þeir keyptu bílinn og útbjuggu hann sem rallbíl með 220 hestafla vél og í ljósi forsögu hans er hann merktur sem leigu- bíll þegar þeir keppa í Englandi. Leigubílastjórar á Hreyfli ákváðu að styrkja þá Martin Stockdale og Michel Sandal í keppnina hér- lendis. „Við vonum að leigubíl- stjórar komi og horfi á keppnina, en okkur líst mjög vel á sérleiðirn- ar og landslagið er frábært, en skrítið að sjá engin tré. Eg vona að enginn fari að veifa okkur á keppnisleiðunum þó taxa-merki sé á toppnum," sagði Martin í gær. Leigubílstjórar skoðuðu bílinn, en fannst hann heldurplásslítill, enda sætin bara tvö í bílnum. „Ég myndi ekki vilja aka þessum bíl, það er svo þröngt um mann. Ég hefði kannski sprett úr spori í gamla daga, en ég hef keyrt svona óbreyttan Opel í fimm ár í leigu- bílaakstrinum," sagði Guðni J. Ottóson eftir að hafa skoðað rall- leigubílinn í gær. ■ Alþjóðarall/C4 Nýtt Dómhús Hæstaréttar vígt á morgun NÝTT Dómhús Hæstaréttar við Arnarhól verður vígt og afhent rétt- inum við hátíðlega athöfn á morgun kl. 15. Við athöfnina afhendir Þor- steinn Pálsson dómsmálaráðherra húsið formlega forseta Hæstarétt- ar, Haraldi Henryssyni. Fyrsta skóflustunga að bygging- unni var tekin 15. júlí 1994. Horn- steinn var síðan lagður á 75 ára afmæli réttarins, 16. febrúar 1995. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra dóms- og kirkju- málaráðuneytisins, verða fjölmargir gestir við vígslu dómhússins. For- seti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, verða við- stödd athöfnina. Auk starfandi hæstaréttardóm- ara verða einnig meðal gesta fyrr- verandi dómarar við Hæstarétt, starfslið réttarins, héraðsdómarar, sýslumenn, starfslið dómsmála- ráðuneytisins, starfandi hæstarétt- arlögmenn og stjórnarmenn í Lög- mannafélaginu. Loks verða við- staddir ýmsir þeir sem unnið hafa v>ð byggingu dómhússins, t.d. arki- tektar hússins, Margrét Harðar- dóttir og Steve Christer. Aldursforsetar mætast Fyrsta réttarhaldið í nýja dóm- húsinu verður á mánudagsmorgun kl. 9 og er það málið Þórhallur D_an Johansen gegn Eimskipafélagi Is- lands hf. Þá flytja mál sitt tveir hæstaréttarlögmenn, Guðmundur Pétursson hrl. og Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., sem báðir eiga að baki Iangan starfsferil. Guðmundur Pétursson er, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, aldursforseti starfandi hæstaréttar- lögmanna, ef miðað er við starfsald- ur, en hann hlaut réttindi sín 9. apríl 1958. Guðmundur hefur flutt mál við Hæstarétt að staðaldri í rösk ijörutíu ár. Hann flutti fyrsta mál sitt í mars 1956 en á þeim tíma fengu héraðsdómslögmenn að fylgja eftir málum sínum í Hæsta- rétt eftir að hafa flutt ijörutíu mál í héraðsdómi. Fyrsta réttarhaldið í nýja dómhúsinu verður jafnframt síðasta málið sem Guðmundur flyt- ur í Hæstarétti. Guðmundur Ingvi er einnig með- al elstu starfandi hæstaréttarlög- manna, en hann hlaut réttindi sín 23. febrúar 1962. Andlát SVAVAR GESTS SVAVAR Gests er lát- inn, 70 ára að aldri. Hann lést á Landspít- alanum 1. september síðastliðinn og var dán- arorsök hans krabba- mein. Svavar fæddist 17. júní árið 1926. Hann stundaði tónlistarnám í Bandaríkjunum og hóf tónlistarferil sem stóð í tvo áratugi. Var hann einn þekktasti hljóðfæraleikari lands- ins. Hljómsveit hans naut mikilla vinsælda hvort heldur var á skemmtistöðum, í útvarpi eða á hljómplötum. Svav- ar naut einnig mikilia vinsælda sem útvarpsmaður hvort sem var á árum áður þegar skemmtiþættir hans voru fluttir, eða með flutningi þátta sinna síðastliðin 20 ár til dæmis á sunnudagsmorgnum. Svavar var afkastamikill hljóm- plötuútgefandi og rak til íjölda ára fyrirtækið SG-hljómplötur, sem gaf út á þriðja hundrað hljómplötur. Eftir Svavar liggja einnig nokkrar bækur. Svavar var dugmik- ill félagsmálamaður og var meða] annars for- maður FÍH til nokk- urra ára. Var hann fyrst kosinn 22 ára, þá yngstur starfandi for- maður í stéttarfélögum innan ASÍ. Hann var í forsvari fyrir Lions- hreyfmguna á íslandi og í alþjóðastarfi Li- ons. Hann starfaði einnig með Frímúrara- hreyfingunni. Svavar hlaut fjöldann allan af viðurkenningum, þar á meðal varð hann heiðursfélagi í FÍH í júní árið 1996 og hann hlaut æðstu viður- kenningu Alþjóða Lionshreyfingar- innar í ágúst 1996. Svavar var tvíkvæntur og var seinni kona hans Ellý Vilhjálms söngkona, en hún lést í nóvember 1995. Svavar lætur eftir sig sex uppkomin börn, eina uppeldisdóttur auk tíu barnabarna. ------------------------------------------------\ Reykhólar - nærsveitir Opinn fundur Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum hefst á Reykhólum með opnum fundi, föstudaginn 6. september kl. 20. Yfirskrift þingsins er: „Velferð á krossgötum". Erindi verða flutt og síðan fara fram pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara og fleiri, ásamt fyrirspurnum frá gestum í sal. Fyrirlesarar ver&: • Atvinnumál Dr. Arnar Bjarnason. • Félagsmál Árni Gunnarsson, aðstoðarm. ráðherra. • Tryggingamál Bolli Héðinsson, form. tryggingaráðs. • Heilbrigðsmál Þórir Haraidsson, aðstoðarm. ráðherra. Fundurinn á föstudagskvöld er öllum opinn og hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér hvað er að gerast í þessum málaflokkum. Gunnlaugur M. Sigmundsson, Alþingismaður. IS flutti rúm 100.000 tonn út fyrstu átta mánuði ársins Útflutningur ÍS aukinn um 142% Veltan 5 milljörðum meiri en í fyrra HEILDARFRAMLEIÐSLA frystra afurða hjá framleiðendum innan ís- lenzkra sjávarafurða nam 100.530 tonnum fyrstu átta mánuði ársins. Það er aukning um 58.960 tonn eða 142% miðað _við sama tíma í fyrra. Heildarvelta ÍS jókst um fimm millj- arða króna á sama tíma, eða um 50%. Heildarveltan nú er rúmir 14,9 milljarðar á móti 9,9 í fyrra. Stærst- an hluta þessarar aukningar má rekja til sölu ÍS á afurðum samstarfs- aðila síns á Kamtsjatka í Rússlandi, útgerðarfélagsins UTRF. Framleiðsla ÍS á íslandi jókst um 31% fyrstu átta mánauði ársins. Helztu breytingar á framleiðslunni hér eru aukning á rækjufrystingu úr 3.200 tonnum í 5.890. Loðnufryst- ing jókst úr 9.250 tonnum í 20.470 tonn og síldarfrysting úr 430 tonnum í 1.700 tonn. Framleiðslan í Rúss- landi er nú 77 sinnum meiri en hún var á sama tímabili síðasta ár. Sam- starfssamningur IS og UTRF í Petropavlosk í Rússlandi kom tii framkvæmda fyrsta desember í fyrra og tekur hann til allra frystiskipa og veiðiskipa í eigu UTRF svo og sölu á öllum afurðum sem þessi skip framleiða. Fram að þessum tíma sáu íslenzkar sjávarafurðir um sölu af- urða af tveimur frystitogurum UTRF. Framleiðsla Seaflower jókst Framleiðsla Seaflower í Namibíu, sem er að hluta til í eigu ÍS, jókst um 28% miðað við sama tíma í fyrra. Þá aukningu má rekja til útgerðar frystitogarans Seaflower, sem hóf 'Ú* lenskar Framleiðsla frystra afurða | hjá framleiðendum íslenskra siávarafurða Framl.land 8 mán. 1996 8 man. 1995 ísland 48.940 37.309 Rússland 47.030 610 Namibía 4.560 3.570 SAMTALS: 100.530 41.570 Aukning T0NN Hlutfallsl. ísland 11.500 31% Rússland 46.420 7.600% Namibía 990 28% SAMTALS: 58.960 142% veiðar og vinnslu í lok síðasta árs. Heildarvelta íslenzkra sjávaraf- urða fyrstu átta mánuði ársins nam 14,9 milljörðum króna. Veltan í fryst- um afurðum var 13,3 milljarðar og jókst um 40% milli ára. Sala á fiski- mjöli skilaði 1,1 milljarði en sú starf- semi hófst ekki hjá ÍS fyrr en fyrsta desember í fyrra. Önnur vörusala var svo svipuð milli tímabila. Sjúkrahús Suðurlands tekur við rekstri Sogns SAMKOMULAG hefur tekist milli heilbrigðisráðherra og stjórnar Sjúkrahúss Suðurlands um að sjúkrahúsið taki að sér rekstur rétt- argeðdeildar að Sogni frá áramótum til tveggja ára. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir að með samkomulaginu sé fagleg meðferð ósakhæfra afbrotamanna tryggð á stofnuninni. Hann segir að stjórn sjúkrahússins taki að sér rekstur réttargeðdeildarinnar sem verktaki og beri ábyrgð á því að halda rekstri hennar innan ramma fjárlaga. Stjórnin fær samkvæmt samkomu- laginu 72,4 miiljónir króna til rekst- ursins á ijárlögum. Samkomulagið er gert í samræmi við tiilögu Sigfúsar Jónssonar sem Starfsemi réttargeð- deildar verður að mestu óbreytt skipaður var tilsjónarmaður með rekstri réttargeðdeildar að Sogni í febrúar sl. Rekstur Sogns verður í höndum tilsjónarmanns þar til sam- komulagið tekur gildi. Starfsemi réttargeðdeildarinnar verður að mestu óbreytt og í engu verður slakað á faglegum kröfum um meðferð vistmanna. Þórir segir að á Sjúkrahúsi Suðurlands verði sett upp geðsvið sem annast mun annars vegar réttargeðlækningar og hins vegar almennar geðlækn- ingar. Áfram er gert ráð fyrir því að sérfræðingur í geðlækningum starfi að Sogni í 75% starfi. í samkomulaginu er að sögn Þór- is kveðið á um að heimilt verði að fangar á Litla-Hrauni fari í meðferð að Sogni. Allir halda störfum sínum Framkvæmdastjóri sjúkrahússins verður jafnframt framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins að Sogni. Þórir segir að allir starfsmenn Sogns haldi störfum sínum og réttindum en fra áramótum verði þeir starfsmenn sjúkrahússins. Verksamningur við yfirlækni rennur út í næsta mánuði og mun tilsjónarmaður réttargeðdeildarinn- ar í samvinnu við stjórn sjúkrahúss- ins ganga tii viðræðna við yfirlækn- inn um framlengingu samningsins. I i í I I I I » I I: » ÍV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.