Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglan varar við hraðakstri strætisvagna Vagiistjórar segja nýja leiðakerfið sprungið Vagnstjórar hjá Stræt- Morgunblaðið/Golli VIÐA þurftu farþegar að bíða lengi eftir vögnunum. Þessi mynd er úr skiptistöðinni í Mjódd. Stúlkan á myndinni þurfti að sætta við rúmlega stundarfjórðungs seinkun á leið sex. MARÍAS Sveinsson vagnstjóri á leið fjögur segir úti- LILJA SIGURBJÖRN lokað að halda nýrri tímaáætlun. Ólafsdóttir. Halldórson. isvögnum Reykjavíkur telja að nýja leiðakerf- ið, sem tekið var í notkun um miðjan síð- asta mánuð, sé sprungið. Þetta var niðurstaða fundar sem þeir héldu á sunnu- dagskvöld. Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri SVR, segir að erfíðleikamir skýrist af því að nú sé mikill annatími og miklar vegafram- kvæmdir í höfuð- borginni. Strætisvögnum Reykjavíkur barst bréf frá Umferðar- deild lögreglunnar í fyrra- dag þar sem bent var á að vagnar á sumum leiðum aki hraðar en áður. Hilmar Þorbjöms- son, yfirmaður Umferðardeildar lögreglunnar, segir að ábendingar hafi borist frá farþegum strætis- vagna og ökumönnum um að vagn- arnir færu hratt og í framhaldi af því hafí lögreglan kannað málið. Sigurbjörn Halldórsson, annar trúnaðarmanna vagnstjóra, segir ástandið verst í austurhluta borg- arinnar. Þar neyðist vagnstjórar til að fara hratt yfir en tefjist þó um allt að tíu mínútur. Hann seg- ir einnig að vegna þess að auka- vagnar hafi verið lagðir af í morg- unferðum úr úthverfum hafi hann neyðst til að skilja farþega eftir á skiptistöðvum vegna þess að vagn- inn hafi verið orðinn of fuilur. Endurskoða þarf leiðakerfið strax Sigurbjörn telur að endurskoða þurfi leiðakerfið strax. „Þessa erf- iðleika er ekki hægt að skýra með því að nú sé annatími, því þeir hófust áður en annatíminn bytj- aði. Það gengur ekki að við séum með tímatöflur í höndunum sem ekkert er að marka. Það getur vel verið að þær gangi upp í tölvun- um, en þeir sem leika sér í þeim hafa engin réttindi til að keyra strætisvagn.“ Sigurbjörn segir erfiðleika skapast m.a. af því að vagnarnir þurfi að biða hver eftir öðrum á skiptistöðvum vegna samhæfingar kerfisins. „Þegar einn vagn var of seinn í gamla kerfinu var auð- velt að leysa vandann. Nú þurfa tveir eða þrír að bíða eftir honum og verða þá líka of seinir.“ Margir strætisvagnar voru langt á eftir áætlun í gær, jafnvel 16-17 mínútum. Sumir vagnstjór- ar sögðust fara sérlega nákvæm- lega eftir reglum um hámarks- hraða, enda væri lögreglan að fylgjast með þeim. Sigurbjörn seg- ir að það séu ekki samantekin ráð vagnstjóra að vinna gegn nýja leiðakerfinu, mönnum væri í sjálfs- vald sett hversu hratt þeir keyrðu. „Við munum fara út í aðgerðir ef ekkert breytist, en þær verða áþreifanlegar og munu ekki fara framhjá neinum þegar að þeim kemur. Nú erum við að gera okk- ar besta, en álagið er ekkert eðli- legt. Mér kæmi ekki á óvart þó veikindi ykjust hjá vagnstjórum. Svona stress leggst alltaf á veik- ustu punktana." Engin ástæða til endurskoðunar Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, segir að erfiðleikar í tímaáætlun strætisvagnanna séu tímabundnir og ekki sé ástæða til að endur- skoða kerfið fyrr en áætlað var. „Margir vagnstjórar eru nýkomnir úr fríi og eru enn að venjast breyt- ingunum. A haustin eru líka alltaf annir og þá er eðlilegt að vagnar tefjist. Kerfið hefur aldrei verið miðað við það að ganga upp við erfíðustu aðstæður, ekki frekar en almenningssamgöngur í öðrum löndum.“ Lilja segir að leiðakerfíð verði endurskoðað í vor og þá verði tek- ið tillit til ábendinga starfsmanna og farþega. „Kerfíð gekk prýði- lega í upphafí en við vissum að álagið kæmi fljótlega. En það hef- ur alltaf verið þannig að ákveðnir árstímar eru erfiðir og sumar leið- ir erfiðari en aðrar. Það hefur ekkert breyst. Þegar nýja leiða- kerfíð var undirbúið létum við reynda vagnstjóra keyra allar strætóleiðir og tímamæla þær. í flestum tilfellum er tíminn áætlað- ur eins og í gamla kerfinu, en stundum mínútu lengur eða skem- ur.“ Talast ekki við Lilja segir að vagnstjórar hafi ekki rætt við forsvarsmenn SVR. „Ég get ekki skýrt það af hveiju trúnaðarmenn ræddu ekki þessi mál við okkur fyrst. Pjölmiðlar fengu fyrst að heyra þetta og ég varð að fá fréttatilkynningu frá vagnstjórum senda frá einum fjöl- miðlanna." Sigurbjörn kvartar á móti yfír því að ekki hafí verið rætt við vagnstjóra. „Stjórnendur SVR hafa ekki sýnt neina tilburði til að hafa samband við trúnaðar- menn.“ Kjarabarátta í vændum Á fundi vagnstjóra á sunnu- dagskvöld var ekki aðeins rætt um leiðakerfíð heldur einnig um launakjör og starfsaðstæður í framtíðinni. I mars síðastliðnum tóku í gildi lög í tengslum við EES-samninginn sem snerta vinnutíma vagnstjóra. Frestur ís- lenskra stjórnvalda til að setja reglur um þessi efni rennur út í nóvember. Samkvæmt lögunum leyfíst vagnstjórum aðeins að aka níu klukkustundir á sólarhring. Ríkis- stjórnir hafa þó ákveðið svigrúm til breytinga. Líklegt er að nýjar reglur dragi mjög úr möguleikum vagnstjóra á aukavinnu og þar með úr tekjum þeirra. Sigurbjörn segir algengt að vagnstjórar vinni hundrað til tvö hundruð aukavinnutíma á mánuði. „Byijunargrunnlaun vagnstjóra eru aðeins um 59 þúsund. Það gefur augaleið að ef dregið verður stórlega úr aukavinnu verðum við að leita eftir öðrum leiðum. Við skrifuðum starfsmannastjóra bréf fyrir löngu og báðum um viðræður um þessi málefni og við munum fara út í kjarabaráttu. Nokkrar stéttir eru þegar búnar að átta sig á því hvaða áhrif EES-samning- arnir munu hafa, til dæmis læknar og flugumferðastjórar. Læknadeil- an snýst að verulega leyti um þetta, að grunnlaun verði hækkuð vegna þess að nýjar reglur munu draga úr yfirvinnu.“ Sigurbjörn vildi taka fram að þessi málefni tengdust á engan hátt mótmælum vagnstjóra gegn nýja leiðakerfinu. Leikskólakennarar Reynslu- , laust fólk | sækir um ÞRÁTT fyrir ítrekaðar auglýsing- ar hafa leikskólakennarar ekki fengist til starfa í haust og er stór hluti þeirra sem sækir um stöðurn- ar kornungt fólk sem hefur litla eða enga reynslu, segir í frétt frá stjórn Félags íslenskra leikskóla- kennara. Að sögn Bjargar Bjarna- dóttur, formanns félagsins, er ástandið verst í Reykjavík og ná- grannasveitarfélögunum. Stjórn félagsins lýsir áhyggjum sínum af þessari stöðu. Fram kem- ur að gæði leikskólastarfsins sé í hættu og líkur á að það starfsfólk sem fyrir er gefist upp við aðstæð- ur, þar sem álag og óvissa er ríkj- andi. Þá segir: „Þetta hefur einnig ómæld óþægindi og röskun í för með sér, bæði fyrir börn og for- eldra, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem seinka þarf upphafi leik- skóladvalar.“ Stjórnin bendir á að auka þurfi til muna fjölda nemenda er hefja leikskólakennaranám ár hvert, til að möguleikar séu á að manna þær stöður sem fyrir hendi eru og koma til móts við uppbyggingu leik- skóla. Þá er lögð áhersla á að brýnt sé að hækka verulega laun leik- skólakennara og taka á ýmsum öðrum atriðum er varðar kjaramál þeirra. -----» ♦ ♦----- Sóttu veikan sjómann BJÖRGUNARBÁTUR björgunar- sveitarinnar í Grindavík sótti veik- an sjómann á línubát sem var að veiðum suðvestur af Reykjanesi í fyrrinótt. Skipið var á veiðum skammt frá 200 mílna lögsögunni og óskaði eftir aðstoð vegna veiks sjómanns. Skipstjóri lýsti sjúkdómseinkenn- um mannsins og taldi læknir, sem við var rætt, að ástæða væri til að fá hann strax til meðhöndlunar. Níu tíma sigling Skipið sigldi á móti björgunar- bátnum, sem hélt af stað um klukkan tvö í fyrrnótt, og kom aftur til lands með sjómanninn um klukkan 11 í gærmorgun. Ferðin gekk að óskum, samkvæmt upp- lýsingum frá SVFÍ, og er líðan mannsins eftir atvikum. -----♦ ♦ ♦----- Sjálfstæðismenn í t I i i I I f I I I i i C i Leiðakerfi S VR verði endurskoðað c BORGARRÁÐSFULLTRUAR t Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að nýja leiðakerfi SVR og tímaá- ætlun verði endurskoðuð nú þeg- ar, þannig að upphaflegum mark- miðum kerfísins verði náð. í tillögunni er bent á að alvar- legar athugasemdir hafi komið fram hjá fjölmörgum vagnstjórum SVR auk ábendinga og athuga- ^ semda frá farþegum um nýja , leiðakerfið. Borgarráð vísaði tillögunni til f umsagnar forstjóra SVR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.