Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bændur á Skaga reykja silung og verka hákarl í fiskverkunarhúsi á Hvalnesi Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir BRAGÐPRÓFUN í hákarlshjallinum. Bjarni Egilsson prófar gæði framleiðslunnar á fjölskyldunni. Egill fær bita og Bjargey Anna hámar í sig hákarlinn. Eldri systurnar virðast ekki vera jafn spenntar, Elín Ásta lengst til hægri á myndinni, Sigurlaug og Oddný Alda vinstra megin. Elín Guðbrandsdóttir og Hreinn Guðjónsson fylgjast með. Börnin háma í sig hákarlinn Tveir bændur á Skaga hafa komið sér upp verkunarhúsi á Hvalnesi til að nýta það hráefni sem til fellur í nágrenninu og skapa vinnu með kaupum á hráefni. Þeir verka hákarl og grá- sleppuhrogn og hafa hellt sér út í samkeppnina á höfuðborgarsvæðinu. Helgi Bjarnason heim- sótti þessa framtakssömu bændur. BÆNDURNIR á Hvalnesi og Selá á Skaga eiga ágæt veiðivötn á Skagaheiði og reyndu að nýta þau til útflutnings á ferskum vatnasil- ungi. Gekk það illa, að sögn Bjarna Egilssonar á Hvalnesi, þeir voru óheppnir með kaupendur og lentu í því að fá vöruna ekki greidda. Báðir voru sauðfjárbændur, Hreinn Guðjónsson á Selá hætti reyndar með féð síðasta haust og Bjarni á Hvalnesi fækkaði hjá sér. Þeir héldu áfram að leita sér að vinnu sem þeir gætu stundað með bú- skapnum. Uppistaðan er alibleikja „Við ákváðum að byija á því að koma okkur upp sómasamlegri að- stöðu til að geta hrint hugmyndum Sími 555-1500 Garðabær Stórás Gotl ca 200 fm einbhús auk 30 fm bíl- sk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Lyngmóar Góð 2ja herb. (b. á 2. hæð. Áhv. 3,1 millj.Verð 5,5 millj. Reykjavík Baughús Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíb. með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbréf. Verð 8,5 millj. Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Breiövangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið end- urn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,6 millj. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. okkar í framkvæmd án þess að vera með allt á hnjánum heima í eldhúsi," segir Bjarni. Þeir stofnuðu fyrirtækið Skagavör ehf. og reistu fjölnota verkunarhús á Hvalnesi. Hafa þeir vinnsluleyfi Fiskistofu. Báðir eru á grásleppu á vorin og verka hrognin í húsinu. Þeir tað- reykja þar silung fyrir innanlands- markað og verka hákarl í skemmu. Þá reyktu þeir allan rauðmagann sem þeir fengu í vor, segjast reynd- ar hafa fengið allt of lítið af honum því vel gekk að selja. Bjarni segir að þeir hafi verið að prófa sig áfram með silunginn, bæði villta bleikju og urriða úr vötn- unum og alibleikju. Vinnslan hefur þróast þannig að þeir eru með ali- bleikju sem þeir kaupa frá Hólum í Hjaltadal og víðar að sem uppi- stöðu vegna þess að hana er hægt að fá meira eftir hendinni. Þeir nota fiskinn úr vötnunum með og til að fylla upp í eyður. Veiða þeir hann sjálfir í Ölvesvatni og fleiri vötnum á Skagaheiði og kaupa við- bót af nágrönnum sínum. „Okkur gengur ágætlega að selja. Við byijuðum að fikta við þetta í fyrra en hófum starfsemina fyrir alvöru í febrúar. Síðan höfum við verið að byggja upp sölukerfi á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum auðvitað að auka framleiðsluna og söluna til að hafa meira upp úr þessu og erum að vinna að því,“ segir Bjarni. Þarf að spá í markaðinn Vinnuaflið hjá Skagavör er sveigjanlegt. Hreinn og Bjarni vinna við framleiðsluna eftir þörfum ásamt Elínu Guðbrandsdóttur, konu Bjarna, og ijölskyldu þeirra. Ekki er þetta orðin aðalatvinna þeirra, sauðféð og grásleppan hafa enn vinninginn, en Bjarni segir að salan þurfi ekki að aukast mikið til að það snúist við. Vinnan er ólík, ekki sama vertíð- arstemning og í sauðíjárbúskapnum og grásleppunni. „Mér líkar þetta bara vel,“ segir Bjami. „Það er kost- ur að geta'komið sér upp aðstöðu hér heima til að nýta það sem til fellur í umhverfinu. Auk þess er hægt að kaupa að hráefni til að skapa sér aukna vinnu. Jú vissulega er þetta öðruvísi vinna. Við þurfum að framleiða stöðugt og afgreiða stöðugt til viðskiptavina. Varan þarf að vera boðleg og það þarf að spá mikið í markaðinn og læra á hann. Mér finnst sauðfjárbændur hugsa allt of lítið um þennan lokaþátt fram- leiðslunnar, því miður,“ segir hann. Færa sig upp á skaftið Mikil samkeppni er á neytenda- markaðnum á höfuðborgarsvæðinu en þangað fer meginhluti fram- leiðslunnar. En Bjarni kvartar ekki undan henni. „Maður kemst ekki áfram nema geta boðið góða vöru og veitt góða þjónustu. Vörunni hefur verið vel tekið og okkur tek- ist að selja á ágætu verði. Við byrj- uðum í smærri verslunum, til þess að halda valdi á því sem við vorum að gera. Núna erum við að færa okkur upp á skaftið." Bjarni og Hreinn byijuðu á því að selja fískinn sjálfir. „Við eyddum hálfum vetri í það. Þá ákváðum við að staldra við því við sáum að þetta gæti ekki gengið. Niðurstaðan varð sú að annaðhvort fengjum við okk- ur sölumann fyrir sunnan til að annast sölu og þjónustu við við- skiptavinina eða við hættum þessu. Síðan vorum við svo heppnir að fá góða manneskju sem þekkir vel inn á markaðinn og árangurinn hefur þegar komið í ljós,“ segir Bjarni. Háma í sig hákarlinn Reyking og hákarlsverkun er ekki vandalaus vinna en félagarnir í Skagavör hafa þreifað sig áfram með hana og telja sig nú vera komna með góða vöru. Þeir segjast þó þurfa að halda áfram að læra og vilja helst aldrei vera ánægðir til þess að geta bætt vöruna. Bjarni hefur góða aðstöðu til að fá viðbrögð við fæmi sinni í hákarlsverkun og þegar hann er að velja hákarlsbita. Börnin háma hákarlinn í sig en ekki nema hann sé mjög góður og þar fer yngsta dóttir hans, Bjarney Anna, fremst í flokki. Skagabændum finnst ekki fjar- lægt að reyna fyrir sér á fleiri svið- um. Bjarna langar að spreyta sig á harðfiskverkun sem hann segir að falli vel að því sem þeir eru nú að vinna að. Hann segir þó að þeir séu ekki tilbúnir í það enn. Opið hús í dag Hlíðarhjalii 42 — Kópavogi Til sölu falleg 93 fm 3ja—4ra herb. íbúð á 1. hæð ásamt 25 fm bílskúr í góðu fjölbýli. Björt og góð stofa með mahóní parketi og suðursvölum. Laus strax. Áhv. 4,9 millj. byggingasjóður og 800 þús. húsbréf. Verð 8,6 millj. Rögn valdur og Anna taka á móti gestum frá kl. 18—20 í dag. Ásbyrgi, Suðurlandsbraut 54, sími 5682444, fax 5682446. Sjoppa í hamagangi Til sölu af sérstökum ástæðum sælgætisverslun í nýju hverfi sem er í hraðri uppbyggingu. Mjög vaxandi velta með meiri byggð. Sælgæti — myndbönd — helstu nýlenduvörur — Lottó. Núverandi velta milli 4—5 millj. á mánuði og fer hratt vaxandi. Skipti á húseign jafnvel möguleg. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVERI SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 5521150-5521370 LÁRUS Þ. VALDiMARSSOIii, Til sýnis og sölu m.a. eigna: Sólrík - útsýni - þríbýli - Kóp. Mjög góð 3ja herb. íb. á 1. hæð, tæpir 80 fm i þríbhúsi við Hlíðarveg, Kóp. Ágæt sameign. Glæsileg ræktuð lóð. Tilboð óskast. Sérþvottahús - langtlán - lækkað verð Á vinsælum stað við Leirubakka. 3ja herb. íb. 84,4 fm á 1. hæð. Rúmgott sérþvotta- og vinnuherb. við eldhús. Herb. fylgir í kj. Snyrt- ing þar. Langtímalán kr. 3,7 millj. Verð aðeins kr. 5,8 millj. Fyrir smið eða laghentan Á vinsælum stað við Eskihlíð. 3ja herb. íb. á 2. hæð, tæpir 80 fm. Nýl. gluggar og gler. Snyrtileg en gömul innr. Góð sameign. Langtímalán kr. 3,2 millj. Tilboð óskast. Þurfum að útvega Höfum á skrá fjölmarga trausta kaupendur að sérhæðum, einbýlis- og raðhúsum á einni hæð, 100-150 fm. • • • Góð 3ja-4ra herb. íb. með bílskúr óskast á 1. hæð í austurborginni. Greiðsla við kaupsamning. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 -5521370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.