Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 12
Í2 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Margrét Þóra Ein í Ódáðahrauni HÓLMFRÍÐUR litla Ásbjörnsdótt- ir lék á als oddi þar sem hún sat alein í heimagerðri rétt í Ódáða- hrauni og lék sér með smásprek og gosflösku. Hún var ein þeirra sem lagði leið sína inn í skálann Botna sem stendur í hrauninu um 650 metrum suðaustur af upptök- um Suðurár, en þangaðfór hún með foreldrum sínum, Ásbirni og Onnu Maríu og var stóri bróðir, Bjarki líka með í för. / \ Sjálfstæðisfólk á ^ k Jf/f Xorðurlaiicli eystra takið eftirí ^ i\ú er |iað hvalaskoðunarferð frá llúsavik suniuidaginn 15. scptember kl. 14.00. Miðaverð er kr. 2.500 pr. niann. w ÞátUakcndur skrái sig hjá Snædísi Gunnarsdóttur í síma 464 1504 eða hjá Guðjóni Ingvarssyni í síma 464 1040 og 464 2020 fyrir 12. september. Sameiginlegur kvöldverður verður í boði fyrir þá sem hafa áhuga. Sjálfstæðisfélag Húsavíkur. y Byggðastofnun Til sölu er 624 fm húsnæði við Hafnarstræti 98 á Akureyri. Húsið er byggt 1923 og er nú notað sem veitingastaður og skrifstofur. Til sölu 347 fm húsnæði við Tryggvabraut 22 á Akureyri. Húsið er byggt 1972 og hefur verið notað fyrir dansskóla og heilsurækt. Til sölu 156 fm iðnaðarhúsnæði í Grímsey. Þetta er stálgrindarhús, byggt 1980 og þar er nú rekið verkstæði. • Útborgun skal vera 20% af kaupverði, þar af greiðast 10% við undirritun samnings. Vextir af lánum vegna eftirstöðva eru nú 7,7% og lánstími getur verið allt að 15 ár. • Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til skrifstofu Byggðastofnunar, Strandgötu 29, Akureyri, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 20. september 1996. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar í síma 461 2730. Sæplast hf. á Dalvík reisir verksmiðju á Indlandi Ráðgert að hefja fram- leiðslu í lok næsta árs SÆPLAST hf. á Dalvík mun hefja rekstur hverfisteypuverksmiðju á Indlandi í iok næsta árs. Verksmiðj- an verður reist í Gujarat-héraði á Norðvestur-Indlandi, í útjaðri borg- arinnar Ahmedabad. Sæplast verð- ur meirihlutaeigandi að fyrirtækinu en verksmiðjan mun fyrst og fremst framleiða fiskiker, vatnstanka og önnur stærri ílát. Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts, er nýkom- inn frá Indlandi en þangað fór hann til að ljúka undirbúningi að stofnun hins nýja fyrirtækis. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi fyrirtæk- isins. Eins og fyrr segir mun Sæ- plast eiga meirihluta í fyrirtækinu en aðrir hluthafar verða verkfræði- stofan Meka á Seltjarnarnesi og tvö indversk fyrirtæki. í samstarfs- samningi er kveðið á um að Sæ- plast veiti hinu erlenda dótturfyrir- tæki forstöðu og tæknilega ráðgjöf. Þá mun Sæplast sjá um að þjálfa starfsfólk og koma framleiðslunni af stað. Vaxandi markaður Kristján segir að meginástæðan fyrir þessari staðsetningu verk- smiðjunnar sé vaxandi markaður fyrir framleiðsluvörur fyrirtækisins. „Indveijar eru mikil fiskveiðiþjóð sem hefur á seinustu árum sótt í auknum mæli inn á Evrópumarkað, Bandaríkin og Japan með afurðir sínar. Þar þurfa þeir að uppfylla sömu kröfur og við um hreinlæti, gæði og annað og af þeim sökum á mikil uppbygging eftir að eiga sér stað í indverskum fiskiðnaði á næstu árum. Auk þess búa ríflega 900 milljónir manna í landinu við mismunandi kjör og aðstæður.“ Mikil höft og háir tollar Kristján segir mikil höft á inn- flutningi til Indlands og háir tollar og því hafi þótt vænlegur kostur að reisa verksmiðju innan landa- mæranna. „Þar sem nú er ljóst hvar verksmiðjan verður reist og hvernig eignaraðild verður háttað, er næsta skref að sækja um skrán- ingu fyrirtækisins í Indlandi. Það ferli tekur 2-3 mánuði en síðan verður hægt að hefjast handa við að byggja hús yfir starfsemina," segir Kristján. Morgunblaðið/Kristján Á Þramunni í Einholtinu FÉLAGARNIR Elvar og Bjarki voru nokkuð víga- legir er þeir komu eftir Einholtinu á Akureyri á þessum forláta kassabíl. „Kassabíllinn er með bremsu og allt,“ sagði Elvar drjúgur í ökumanns- sætinu er ljósmyndari Morgunblaðsins mundaði myndavélina. Báðir gættu þeir fyllsta öryggis og höfðu hjólahjálmana á höfðinu. Þeir félagar fengu kassabílinn lánaðann hjá „stærri“ strákum í hverf- inu en eins og sést á myndinni bar hann nafnið Þruman og það með rentu. Sundlaug Akureyrar, útboð II SJS verktakar með lægsta tilboðið SJS VERKTAKAR ehf. áttu lægsta tilboð í framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar, útboð II, en fjögur tilboð bárust í verkið frá þremur aðilum. Tilboð SJS verktaka hljóðaði upp á kr. 61.393.842, eða 86,94% af kostn- aðaráætlun, sem hljóðaði upp á kr. 70.618.161. Næstlægsta tilboðið kom frá Fjölni hf. og hljóðaði upp á kr. 61.530.971, sem er 87,13% af kostnaðaráætlun. Þorgils Jóhannesson bauðst til að vinna verkið fyrir kr. 63.005.216 og hann var auk þess með frávikstilboð sem var þremur milljónum króna hærra en fyrra tilboðið. Inni í frá- vikstilboðinu var útvegun á hreinsi- búnaði sem verkkaupi hyggst leggja til. Fjórða tilboðið kom frá SS Byggi og hljóðaði upp á kr. 63.945.756. Helstu framkvæmdir í útboði II eru jarðvegsflutningar, steypa og að fullgera sundlaug 25x16 m, hellu- leggja og ganga frá svæði í kringum laug og lagnir vegna laugar og við- byggingar. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir fljótlega og að þeim verði lokið í júní á næsta ári. Þrettán sóttu um starf for- stöðumanns sundlaugar ÞRETTÁN umsóknir bárust um starf forstöðumanns Sundlaugar Akureyrar en umsóknarfrestur um stöðuna rann út um helgina. Sigurð- ur Guðmundsson núverandi for- stöðumaður hefur verið ráðinn íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ og lætur því af störfum innan skamms. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Al- freð Almarsson, Birna Jóhannes- dóttir, Gísli Kr. Lórenzson og J. EHert Guðjónsson, öll frá Akureyri, Jóhann Erlingsson, Reykjavík, Matthías Ó. Gestsson, Akureyri, Skarphéðinn Pétursson, Dalvík, Stefán Jóhannes Sigurðsson, Tálknafirði, Steindór G. Steindórs- son, Akureyri, Sveinbjörn Guð- mundsson, Svíþjóð, Vigdís Blöndal Gunnarsdóttir, Þórólfur St. Arnar- son og Þröstur Guðjónsson, öll frá Akureyri. Fjárfesting í matvælavinnslu 15 viljaí starf verk- efnisstjóra FIMMTÁN umsóknir bárust um starf verkefnisstjóra, í verkefni sem Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og samstarfsaðilar vinna að og nefnist Erlend fjárfesting í matvælavinnslu á íslandi. Ekki fengust upp gefin nöfn umsækjenda en þeir eru allir frá Reykjavík og Akureyri. Ráðið verður tímabundið í starf- ið, í 6-8 mánuði en markmiðið er að efla erlendra fjárfestingu í mat- vælaiðnaði á íslandi með áherslu á Eyjafjarðarsvæðið. Stefnt er að því að ráða í starfið fyrir miðjan sept- ember og að verkefnisstjóri taki til starfa 1. október nk. Matvælaiðnaður á Eyjafjarðar- svæðinu er öflug og sívaxandi at- vinnugrein og þar er unnið að verk- efnum sem treysta enn frekar vöxt og viðgang greinarinnar. Auk Iðn- þróunarfélagsins eru Héraðsnefnd Eyjafjarðar, atvinnumálanefnd Ak- ureyrar, Fjárfestingaskrifstofa ís- lands og Iðnþróunarsjóður aðilar að verkefninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.