Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðskiptahalli um 3,5 millj- arðar á fyrri árshelmingi Útkoma viðskiptajafnaðar um 5,6 millj- örðum lakari en á sama tíma í fyrra UM 3,5 milljarða króna halli varð á viðskiptum íslendinga við útlönd á fyrri helmingi ársins sem er um 5,6 milljarða lakari útkoma en á sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans um greiðslujöfnuð við útlönd. Þetta má í senn rekja til óhag- stæðrar þróunar vöruskipta- og þjónustujafnaðar landsmanna. Þannig var afgangur af vöru- skiptajöfnuði um 4,8 milljarðar á fyrri helmingi ársins samanborið við 9,1 milljarðs kr. afgang á sama tíma i fyrra. Vöruinnflutn- ingur jókst um 8,4 milljarða eða um 17% á tímabilinu og jókst inn- flutningur fjárfestingar- og rekstrarvara mun meira en inn- flutningur neysluvara. Vöruút- flutningur jókst í heild um 7% sem skýrist alfarið af meiri útflutningi sjávarafurða en á sama tíma í fyrra. Halli á þjónustujöfnuði var um 1,4 milljarðar á fyrri helmingi árs- ins en á sama tíma í fyrra varð um 100 milljóna afgangur. Þjón- ustutekjur minnkuðu 4,9% á tíma- bilinu meðan útgjöld jukust um 2,6% vegna meiri kostnaðar af utanlandsferðum landsmanna. Svokallaður jöfnuður þáttatekna sem samanstendur af launa- og vaxtagreiðslum, var óhagstæður um 6,6 milljarða samanborið við 6,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Fjármagnsjöfnuður við útlönd sem er samtala hreyfinga á gjald- eyrisforða Seðlabankans og ann- arra Ijármagnshreyfinga varð nei- kvæður um 2,1 milljarð á fyrri árshelmingi. Tekin voru erlend langtimalán að fjárhæð um 19 milljarðar en afborganir eldri lána námu um 15,8 milljörðum. Hreint útstreymi fjármagns vegna verð- bréfaviðskipta nam um 200 miiljónum og dróst saman um 1,4 milljarð frá því á sama tíma í fyrra. Skekkjuliðurinn óvenju hár Seðlabankinn setur hins vegar mikla fyrirvara við þessar tölur í tilkynningu sinni. Þar er bent á að skekkjuliðurinn sé óvenju hár í uppgjöri fyrir annan ársfjórðung eða um 7,6 milljarðar. Þessi liður sýnir innstreymi fjármagns sem ekki hefur tekist að skýra í reglu- legum skýrslum um gjaldeyrisvið- skipti og gefur því til kynna að annað hvort hafi viðskiptahallinn verið ofmetinn eða íjármagnsinn- streymi vanmetið nema hvort tveggja sé. Þess er getið að reynsla annarra þjóða sé þannig að ná- kvæm skýrslugerð um greiðslu- jöfnuð við útlönd hafi orðið æ erf- iðari eftir því sem frelsi til íjár- magnsflutninga hefur vaxið. Hrein skuldastaða við útlönd þ.e. löng lán og skammtímaskuld- ir að frádregnum peningalegum eignum, var áætluð um 224 millj- arðar í lok júní samanborið við 227 milljarða í árslok 1995. Hagnaður Krossaness 59 milljónir Utlit fyrir metár KROSSANES hf. skilaði tæplega 59 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 319% hækkun frá sama tímabili í fyrra, en þá nam hagnaðurinn tæpum 14 milljónum. Á fyrri árshluta nam velta fyrirtækisins 396 milljónum, sem er 86% hækkun. Allar helstu lykiltölur úr milliuppgjöri Krossa- ness koma fram í meðfylgjandi töflu. Meira hráefni og gott verð helstu skýringar betri afkomu Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, segir að mun meira hráefni og góð verð á afurðum séu helstu skýringarnar á góðri afkomu verksmiðjunnar. „Mest af mjölframleiðslunni fer á markaði í Bretlandi, Noregi og Finnlandi en lýsissalan er aðallega til Bretlands, Hollands og Nor- egs.“ Júlí metmánuður Mikil framleiðsla hefur verið í verksmiðjunni undanfarna mánuði og segir Jóhann Pétur að júlí hafi verið besti mánuður í sögu fyrir- tækisins. „Árið 1996 stefnir í að verða metár a.m.k í móttöku á hráefni hjá verksmiðjunni. Ekki verður farið í miklar fjár- festingar á árinu en fyrirtækið er að taka í notkun ný sogkjarna- tæki,“ segir Jóhann Pétur. Eigið fé Krossaness er tæpar 236 milljónir og hefur aukist um 113% á tímabilinu. Krossanes hf. litfei Úr milliuppgjöri 1996 Jan.-júní Jan.-júní 'W Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 396,6 213,4 +86% Rekstrarqjöld 332.2 185.5 +79% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og afskr. 64,4 28,0 +130% Fjármagnsgjöld 5,8 14,0 -59% Hagnaður tímabilsins 58,6 14,0 +318% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '96 30/6 '95 Breyting I EionirT] Veltuf jármunir 214,0 167,2 +28% Fastafjármunir 307,8 320,0 -4% Eignir samtals 521,8 487,2 +7% I Skuidir oo eioið fé: I Skammtímaskuldir 73,1 136,0 -46% Langtfmaskuldir 212,9 240,3 -11% Eigið fé 235.8 110,9 +113% Skuldir og eigið fé samtals 521,8 487,2 +7% Aukinn hagnaður hjá Vaka fiskeldiskerfi hf. á fyrri árshelmingi þessa árs Salanjókst um rúmlega 26% HAGNAÐUR Vaka fiskeldiskerfis hf. nam 2,6 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er þetta þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Sala fyrirtækisins jókst um 26% á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil í fyrra. Heildartekjur Vaka hf. á fyrri árshelmingi námu 39 milljónum króna og jukust um 19% frá því á sama tímabili í fyrra. Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka, segir að þessi afkoma sé í takt við áætlanir fyrirtækisins. 97% framleiðslunnar flutt út Hermann segir útlit fyrir að afkoman á árinu í heild verði einn- ig í takt við áætlanir, en gert er ráð fyrir að velta fyrirtækisins muni nema um 90-100 milljónum króna og að hagnaður þess verði svipaður og í fyrra eða um 9 millj- ónir króna. Um 97% af sölutekjum Vaka eru af útflutningi á framleiðsluvör- um fyrirtækisins en helstu fram- leiðsluvörur fyrirtækisins eru telj- arar og lífmassamælar fyrir lifandi fisk í fiskeldi en einnig hefur það verið að reyna fyrir sér með telj- ara í veiðiár, bæði hér á landi og erlendis. Vaki hefur nú umboðs- menn í 15 löndum, þar á meðal í Noregi, Þýskalandi, Kanada, Skot- landi og Chile. Unnið að þróun nýrra afurða Hermann segir að fyrirtækið sé nú að vinna að þróun tveggja nýrra afurða. „Önnur varan er nýr búnaður fyrir fiskeldismarkaðinn, en hin afurðin byggir á sömu tækni og við notum en er ætluð fyrir alveg óskyldan markað. Við gerum ráð fyrir að hún muni renna styrkari stoðum undir reksturinn og gera fyrirtækið minna háð ein- um markaði, jafnframt því að auka tekjur þess verulega, takist vel til með markaðssetningu.“ Eigið fé Vaka hf. er nú 32 millj- ónir króna og hefur það aukist um rúm 55% frá síðasta ári. Eiginijár- hlutfall þess er 53%. Vaki er skráð- ur á Opna tilboðsmarkaðinum og eru hluthafar í fyrirtækinu 36 tals- ins. Stærstu hluthafar eru Þróunar- félag Islands hf. og starfsmenn. í dag starfa 8 manns hjá Vaka. Þar af sinna 3 markaðsmálum en 2 þróunarmálum, en fyrirtækið hefur með aukinni veltu lagt meiri áherslu á þróunarvinnu. Sú vinna er forsenda þess að fyrirtækið nái að halda samkeppnisstöðu sinni, að því er segir í frétt frá Vaka. Lyfja- kaup hf. fær lyf- söluleyfi HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur veitt Róbert Melax lyfja- fræðingi og öðrum eiganda Lylju hf. leyfi til reksturs lyfja- búðar í stórmarkaði Hagkaups í Skeifunni. Lyijabúðin verður rekin sem sjálfstæð eining og verður staðsett andspænis af- greiðslukössum verslunarinn- ar. Þetta íými hefur hingað til verið nýtt undir kaffistofu og snyi-tivöruverslun. Eins og fram hefur komið tókst samstarf fyrr í sumar á milli Hagkaups og eigenda Lylju hf. um rekstur lyíjabúð- ar í Skeifunni. Hefur sérstakt hlutafélag, Lyfjakaup hf., ver- ið stofnað um þennan rekstur. Þeir Róbert og Ingi Guðjóns- son eiga þriðjung hlutafjár á móti tveimur þriðju hlutum Hagkaups. Stefnt að því að opna um miðjan október Ingi sagði í samtali við Morgunblaðið að búið væri að sækja um starfsleyfi fyrir hina nýju lyfjabúð til Lyflaeftirlits- ins. „Hún mun veita alla þá þjónustu sem lyijabúðir veita almennt og fagleg vinnubrögð verða höfð í fyrirrúmi. Auk þess verður lögð áhersla á hagstætt verð á lyfjum," sagði Ingi. Hann sagði að stefnt væri að því að opna nýju lyfja- búðina um miðjan október. Varðandi gang mála hjá Lylju sagði Ingi að viðtökur hefðu verið góðar og fólk tek- ið þeirri samkeppni vel sem nú væri á lyijamarkaðnum. Almennt hefði þó minna verið að gera hjá apótekum að und- anförnu vegna kjaradeilu heil- sugæslulækna. Stjórnar- formaður Olivetti hættir Milan.Rcuter. ÍTALSKI auðkýfingurinn Carlo De Benedetti mun hætta sem stjórnarformaður Olivetti raf- iðnaðarsamsteypunnar, að því er fram kom í fréttum ítalska ríkissjónvarpsins, RAI, í gær. Samkvæmt heimildum inn- an fyrirtækisins mun Antonio Tesone, sem sæti á í stjórn Olivetti, taka við af Benedetti. Talsmaður Olivetti varðist hins vegar allra fregna í gær og sagði að yfirlýsing væri vænt- anleg frá fyrirtækinu. Hlutabréf í Olivetti féllu um 5% í verði í gær í kjölfar fregna af ijárhagslegra erfiðleika hjá fyrirtækinu og ágreinings á milli De Benedetti og forstjóra fyrirtækisins, Francesco Caio. Viðskipta- og tölvuskólinn er með námskeið í rekstri og áætlanagerð smáfyrirtækja. ■Ul a ■■ *•' " : :A -UJ 1 J Ætlað þeim sem standa í rekstri eða hyggja á fyrirtækjarekstur. 2 Ui 2 Hringdu og fáðu nánari upplýsingar í síma 569 7640 Vertu skrefi á undan með okkur! VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN CQ> Jk JÝHERJI ' íiljndt S Ánanaustum 15 101 Reykjavík Sími 569 7640 Símbréf 552 8583 skoli@nyherji.is Hækkanir í Wall Street vegna flugskeytaárása New York. Reuter. MIKLAR hækkanir urðu á gengi helstu hlutabréfa í Wall Street undir lokun í gær. Mestar hækkan- ir urðu á gengi hlutabréfa í olíu- fyrirtækjum vegna mikillar hækk- - kjarni málsins! unar á olíuverði í kjölfar flug- skeytaárásar Bandaríkjahers á írak. Samkvæmt bráðabirgðatöluni hækkaði gengi Dow Jones hluta- bréfavísitölunnar um rúmlega 32 stig frá því á mánudag, eftir að hafa farið meira en 50 stig niður fyrir lokagengi mánudags fyrr um daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.