Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 15 VIÐSKIPTI Airbussvarar Boeing Farnborough. Reuter. EVROPSKU Airbus-flugvé|averk- smiðjurnar svöruðu í gær tilkynn- ingum keppinautarins Boeing frá því í fyrradag um mikla söluaukn- ingu, með því að greina frá því að fyrirtækið hefði nú gert sölusamn- inga út um allan heim upp á 3 milljarða bandaríkjadala. Boeing hafði tilkynnt á mánudag, að fyrirtækið hefði gert sölusamn- inga að verðmæti 6,3 milljarða bandaríkjadala. Risarnir tveir í smíði stórra farþegaþotna, Boeing og Airbus, eiga í harðri samkeppni á þeim markaði, sem nú er í örum vexti. Sérstaklega hörð er nú sam- keppni fyrirtækjanna tveggja um framtíðarkaupendur að nýjum risa- þotum, sem þau eru hvort fyrir sig með á pijónunum. Talsmenn Airbus sögðu á flug- sýningunni í Farnborough, sem er ein stærsta flugsýning heims og fram fer þessa dagana, að á þeim mörkuðum, þar sem samkeppni risanna tveggja hefði verið jöfnust, hefði Airbus nú náð yfirhöndinni. Stærsta pöntunin, sem Airbus tókst að tryggja sér og greint var frá í gær, var smíði 18 Airbus A321-véla fyrir Asiana-flugfélagið í S-Kóreu, en það er nýr viðskipta- vinur fyrir Airbus, en ýmis önnur flugfélög hafa lagt inn stórar pant- anir hjá Airbus. Deila um stærð markaðarins fyrir risaþotur í Farnborough skiptust Boeing og Airbus á skeytum um það, hve sterk eftirspurn markaðarins væri að verða eftir nýjum risaþotum, sem tækju allt að 700 farþega. Airbus, sem hefur mikinn metnað til að veita Boeing samkeppni á efri enda stærðarskalans í smíði farþegaflugvéla, vinnur nú að þróun risaþotu, A3XX, sem tæki 550 far- þega í sæti og á að koma á markað árið 2003. Boeing, sem lengi hefur setið eitt að framleiðslu risaþotna, hyggst þróa frekar 747-400-vélina, og bjóða stækkaða gerð af henni fyrir 500-600 farþega, en talsmenn Boeing halda því fram að markað- urinn fyrir risaþotur sé einfaldlega ekki nógu stór til þess að það borgi sig að þróa nýja vél frá grunni. Hallalaus fjárlög í Finnlandi Helsinki. Reuter. FINNSKA ríkisstjórnin kynnti í gær fjárlagafrumvarp sitt fyrir árið 1997. Þar er stefnt að hallalausum rekstri finnska ríkissjóðsins í fyrsta sinn frá árinu 1990. Telur stjórnin að þetta muni greiða fyrir þátttöku Finnlands í evrópska myntbanda- laginu. Stjórnin telur að góðar líkur séu á því að Finnlandi takist að upp- fylla skilyrði fyrir þátttöku í mynt- bandalaginu á næsta ári. „Á næsta ári munum við aðeins þurfa að taka lán vegna vaxtagreiðslna af eldri lánum,“ sagði Erkki Virtanen, yfir- maður ijárlagagerðarinnar í finnska íjármálaráðuneytinu. Telur stjórnin að minnkandi lánsfjárþörf muni stöðva þann öra vöxt sem orðið hefur á skuldum hins opin- bera. Gert er ráð fyrir að opinberar skuldir sem hlutfall af landsfram- leiðslu muni nema 71,9% á næsta ári, en árið 1990 var þetta hlutfall aðeins 10%. Finnska ríkisstjórnin reiknar með að þetta hlutfall muni 'fara lækkandi frá og með árinu 1998. Verulegar tekju- skattslækkanir Fjárlagafrumvarp stjórnarinnar gerir ráð fyrir að tekjuskattar lækki um 5,5 milljarða finnskra marka, eða sem samsvarar tæplega 81 milljarði íslenskra króna. Von- ast ríkisstjórnin til að þessar skattalækkanir, sem koma eiga til framkvæmda fyrir kosningarnar í október, muni ýta undir einka- neyslu. Utgjöld finnska ríkisins verða skorin niður um 16 milljarða marka, eða um rösklega 235 milljarða ís- lenskra króna. Deilt um skattabreytingar í Þýzkalandi Waigel segir tillög- ur SPD fráleitar Bonn. Reuter. THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, réðst í gær gegn nýjum tillögum stjórnarandstöðunnar um endurskoðun skattakerfisins og sagði þær aðeins leiða á villigötur. Tillögur jafnaðarmannaflokksins, SPD, miða að því að þýzka ríkis- stjórnin lækki skattbyrði á laun- þega fyrr en tillögur stjórnarinnar sjálfrar gera ráð fyrir. Waigel segir allshe'jarendur- skoðun skattakerfisins ekki geta orðið að veruleika fyrr en árið 1999 og að tillögur SPD myndu íþyngja hinum betur þénandi um of og ekki bjóða neina lausn sem létta myndi á skattbyrði fyrirtækja. Ef tillögur SPD næðu fram að ganga myndu þær lækka skattstig launþega á árinu 1998 og loka ýmsum smugum í kerfinu, sem hin- um ríku hafa verið kærar. Waigel segir tillögurnar hins vegar ekki myndu einfalda hið margslungna skattakerfi. Þær byðu heldur enga lausn á því, hvernig bæta ætti ríkis- sjóði það 50 milljón marka tekj- utap, sem af tillögunum hljdust. Þessi orð Waigels um tillögur SPD eru nýjasta innleggið í harðar deilur, sem geisa nú í Þýzkalandi um hvernig létta skuli skattbyrðina sem þar er orðin efnahagnum fjötur um fót. Óeining í ríkisstjórninni Ólíkt Waigel og öðrum talsmönn- um flokks Kohls kanzlara, CDU, hafa Fijálsir demókratar, FDP, tek- ið vel í tillögur SPD, en FDP hefur átt í togstreitu við kristilega demó- krata um hvernig taka skuli á end- urskoðun skattakerfisins. FDP vill ná fram endurskoðun þess á árinu 1998, en kysu reyndar meiri niður- skurð skatta á fyrirtæki og hina betur þénandi en tillögur SPD gera ráð fyrir. Haustnámskeið Skákskóla íslands hefjast mánudaginn 9. september Kennsla í framhalds- flokkum hefst mánudaginn 9. nóvember. Kennt verður frá kl. 17.30 til 19.00 alla virka daga. Alþjóðlegir titilhafar annast kennslu. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Kennsla í byrjendaflokkum hefst laugardaginn 14. september og fer kennsla fram frá kl. I 1.00 til 12.30. 6 vikna námskeið. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 4.000. Skákskóli 1 s L A n d s Byrjendanámskeið ein- göngu fyrir stúlkur á aldrinum 8 til 16 ára . Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, margfaldur Islands- meistari kvenna, verður kennari á námskeiðinu. Kennt á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00 og 16.00 til 18.00. í lok námskeiðsins fer fram skákmót með glæsilegum verðlaunum. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 4.000. Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá kl. 10.00 til 13.00 og um helgar frá kl. 10.00-12.00 í síma 568 9141. Valgerður Einarsdóttir: Ég hef stundað œfingabekkina í 2 ár og líkað mjög vel. Ég var slœm ctf vöðva- bólgum og er nú allt önnur. Ég mceli því eindregið með cefingabekkjunum. Mararét Amundadóttir: Eg hef stundað cefingabekkina í þrjú ár og finn stórkostlegan mun á vextinum. Og ekki hvað síst hafa vöðvabólgur og höfuðverkur algjörlega horíið. Þetta er það besta sem ég hef reynt og vil ekki missa úr einn einasta tíma, Reynslan hefur sýnt aö þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Æfingakerfið er einnig gott fyrir fólk, sem ekki stundar almenna leikfimi vegna stífra vöðva o.fl. 7 bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Einnig gefur það gott nudd og slökun. • Ert þú með lærapoka? • Ert þú búin að reyna allt, án árangurs. • Hjá okkur nærðu árangri. • Prófaðu og þú kemst að því að senti- metrunum fækka ótrúlega fljótt. Viihelmína Biering: Eg er eldri borgari og hef verið hjá Sigrúnu í cefingabekkjunum í 8 ár og hlakka til í hvert sinn. Mér finnst þetta ómetanleg hreyíing fyrir alla vöðva og finnst mér ég ekki mega missa úr einn tíma enda finnst mér að eldri borgarar eigi að njóta þess að vera í ceíingum til að halda góðri heilsu og um leið hafa eigin tíma. Steíanía Davíðsdóttir: Undirrituð hefur stundað cefinga- bekkina reglulega í 7 ár og líkað mjög vel. Ég þjáðist verulega af liðagigt og vöðvabólgum og þoldi þess vegna ekki venjulega leikfimi. Með hjálp cefinga- bekkja heíur vöðvabólgan smám saman horfið og líðan í liðamótum er allt önnur. Þetta er eitthvert það besta cefinga- bekkjakerfi íyrir allan líkamann sem flestir cettu að þola. • Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki i mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi, þol og slökun? • Þá hentar æfingakerfið okkar vel. Erum með tvo auka nuddbekki, göngubraut og þrekstiga Opið frá kl. 9-12 og 15-20 - Frír kynningartími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.