Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Barnsrán og morð í Belgíu Lík tveggja stúlkna fundust Jumet. Reuter. LÖGREGLAN í Belgíu fann í gær iík tveggja manna við uppgröft í einu húsa Marc Dutroux, sem hefur viðurkennt að hafa rænt börnum, misnotað þau og myrt. Belgíska lög- reglan skýrði frá því í gærkvöld, að líkin væru af Eefje Lambrecks og An Marchal, sem hurfu í fyrra. Jean-Marie Boudin majór og tals- maður lögreglunnar vildi ekkert um það segja í gærdag hvort um væri að ræða líkamsleifar eins manns eða fleiri en skömmu síðar komu á vett- vang tveir líkvagnar og fréttamenn sáu kistu borna á brott. Bernard Weinstein, fyrrum sam- starfsmaður Dutroux, bjó áður í þessu húsi og Dutroux hefur viður- kennt að hafa myrt hann og rænt tveimur stúlkum, An Marchal og Eefje Lambrecks, í Ostende fyrir ári. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Belgíska lögreglan og rikissak- sóknarinn í Belgíu, Michel Bourlet, skýrðu svo frá því í gærkvöld, að um væri að ræða lík stúlknanna tveggja. Vikulöng leit Lögreglumenn höfðu leitað í heila viku að líkum í og við eitt sex húsa Dutroux þegar beinin fundust undir steyptu gólfi í garðskýli. Aður hafa fundist Iík tveggja stúlkna, sem sultu til bana í leyniklefa í húsi Dutroux, og tveimur tókst að bjarga lifandi. Auk þess er Dutroux grunaður um að hafa myrt slóvakíska konu. Alls eru níu manns í haldi vegna þessa máls í Belgíu, þar á meðal seinni kona Dutroux. Deilt um eitt orð Jerúsalem. Reuter. ÁGREININGUR um eitt orð kom í veg fyrir að samkomulag tækist með fulltrúum Israela og heimastjómar Palestínumanna á herteknu svæðun- um um sameiginlega yfíriýsingu er greitt hefði götuna fyrir leiðtogafundi Yassers Arafats, forseta heimastjóm- arinnar, og Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels. Fulltrúar deiluaðila hittust þriðja daginn í röð í Tel Aviv og funduðu fram undir morgun í gær án þess að ná samkomulagi um leiðtoga- fund. Strandaði á því, að ísraelar vildu ekki sjá hugtakið „hrinda í framkvæmd" í yfirlýsingu um áframhald friðarferlisins. Palestínumenn vilja fá ótvíræða skuldbindingu af hálfu stjórnar Net- anyahus um að staðið verði við öll ákvæði Óslóarsamkomulagsins. Netanyahu er sagður reiðubúinn að standa við grundvallarákvæði friðarsamninganna en vill ekki skuldbinda sig til að hrinda ákvæð- um þeirra í framkvæmd. Nú geta allir lært að syngja Hóptímar ungir sem aldnir, laglausir sem lagvísir Einkatímar Hópnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Barna- og unglinganámskeið aldursskipt söngnámskeið Einsöngsnám fyrir byrjendur og lengra komna Sveifludeild söngleikjatónlist, gospel, jass og blues Sönghópur Móður jarðar gospel og heimstónlist jass • blues í vetur mun kanadíska jass/blues söngkonan Tena Palmer kenna við skólann - frábær söngkona sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir söng sinn! Söngsmidja fyrir hressa krakka Upplýsingar og innritun í síma: 561 2455 • faxi: 561 2456 eða á skrifstofu skólans, virka daga frá kl. 11 - 18. Söngur, tónlist, hreyfing, leikræn tjáning. Námskeiðin eru aldursskipt frá fimm ára aldri og •'•TJT eru Börnin öölast meira sjálfstraust og einbeitingarhæfni eykst. SÖIUGSMIÐJAni ehf. Söngskóli og söngsmiðja HVERFISGÖTU 76 REYKJAVÍK ð■ Flugáhafnir og áhrif geimgeislunar á heilsu þeirra Vaxandi ótti við aukna tíðni krabbameins? UGGUR um að flugmenn og flug- freyjur eigi vegna geimgeislunar fremur á hættu að fá krabbamein fer vaxandi og hefur Evrópusam- bandið samið reglugerð þar sem kveðið er á um skyldu flugfélag- anna til að láta fylgjast með og draga úr geisluninni sem fólkið verður fyrir. Geislunin mælist alls staðar á jörðunni en vex eftir því sem ofar dregur í lofthjúpnum. Reglugerð Evrópusambandsins tekur gildi árið 2000. Breska dag- blaðið The Independent skýrði nýlega frá málinu. Segir þar að bráðabirgðarannsóknir bendi til þess að flugfreyjur séu tvisvar sinnum líklegri en aðrar konur til að fá bijóstakrabbamein og fimmtán sinnum líklegri til að fá krabbamein í beinum. Blaðið vitnar í grein í tímaritinu Aviation Space and Environmentai Medicine en þar kemur einnig fram að flugmenn virðist vera sú atvinnustétt sem mest hætta sé á að fái hvítblæði, einnig sé tíðni sortuæxla í húð og krabbameins í smáþörmum og ristli hærri með- al þeirra en hjá öðrum stéttum. Þátttakendur í könnuninni munu ekki hafa verið margir og leggja þeir sem að henni stóðu áherslu á að nauðsynlegt sé að kanna málið betur áður en hægt sé að staðfesta niðurstöðurnar. Flugfélög hafa oft gert lítið úr hættunni sem áhöfnum stafi af geimgeislun í starfinu. Hafa þau óttast að slíkar frásagnir myndu valda ótta hjá starfsmönnum og farþegum. The Independent segir að verið sé að gera víðtækari könn- un í Bandaríkjunum. Þörf á frekari rannsóknum Helgi Sigurðsson, krabbameins- læknir á Landsspítalanum, sagði í samtali við Morgunblaðið að gerð hefði verið könnun á tíðni bijósta- krabba hjá finnskum flugfreyjum. Tíðnin væri hærri en hjá sambæri- legum hópum kvenna annars stað- ar í þjóðfélaginu og bentu niður- stöðurnar til þess að umrædd geislun gæti verið orsökin. Á hinn bóginn væri ljóst að orsakimar gætu verið aðrar og sérfræðingar sýndu því mikla varkárni áður en þeir fullyrtu nokkuð um líkurnar. Kannanir af þessu tagi væru þrenns konar, vægið mismunandi eftir umfangi og tímalengd. Finnska könnunin væri af þeirri gerð sem síst væri hægt að nota sem vísbendingu, veikasta sönnun sem til væri í slíkum rannsóknum. Niðurstöðurnar sýndu aðeins að rétt væri að kanna málið betur. „Þetta eru oft konur sem eiga börn seinna en aðrar konur, vilja stýra sínum barneignum og eru í hátekjustörfum. Helsti áhættu- þátturinn í sambandi við bijóst- krabbamein er aldur kvenna þegar þær fæða og hafa barn á bijósti, því eldri sem konan er því meiri er áhættan. Þetta er eins og með tengslin við fituneyslu. Menn þora ekki að draga ályktanir vegna þess að sömu þjóðir og borða mikla fitu eru þjóðirnar sem lifa lengst, krabbamein fylgir aldri. Það mætti alveg eins nefna fjölda bíla, benda á fylgnina, þetta fylgir velferð- inni. Velferðinni fylgir krabba- mein. Þó að menn sjái einhvers staðar fytgnistuðul geta þeir ekki sett samasemmerki á milli þó að það sé mögulegt", sagði Helgi Sig- urðsson. Breskir her- menn æfa í Póllandi ÚKRAÍNSKIR foringjar og breskir hermenn ræðast við á sameiginlegum æfingum breskra, pólskra og úkraínskra herja í Póllandi í gær. Er það í fyrsta sinn sem breskir brynvagnar fara inn í Pólland. Æfður er ákafur hernaður á borð við það sem átti sér stað í Persaflóastríðinu. Reuter Deila Saxlands við Evrópusambandið um niðurgreiðslur Deilaii óg’nar Evrópu- stefnu kanzlarans London. The Daily Telegraph. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka- iands, sem er þekktur fyrir að vera einn einarðasti stuðningsmaður Evrópusamrunans, stendur nú frammi fyrir því að áhrifamenn inn- an hans eigin flokks grafí undan Evrópustefnu hans. Kurt Biedenkopf, forsætisráð- herra sambandslandsins Saxlands og flokksbróðir Kohls í flokki Kristi- legra demókrata, CDU, á nú í harðri rimmu við framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (ESB). Hann frá- biður sér afskipti hennar af því, hvernig efnahagslegri uppbyggingu Saxlands skuli hagað eftir endalok Austur-þýzka alþýðulýðveldisins og sameiningu Þýzkalands. Hann segir eingöngu stjórnvöld í Bonn séu fær um að meta það hvenær lífsgæði í báðum hlutum Þýzkalands hafa jafnazt nægilega út. Deila Saxlands við ESB kviknaði er Biedenkopf ákvað að auðvelda Volkswagen-verksmiðjunum að reisa tvær nýjar bílaverksmiðjur í sambandslandinu með því að greiða þeim háar fjárhæðir í fjárfestingar- aðstoð. Meirihluti almennings í Þýzka- landi, einkum og sér í lagi Saxlandi sjálfu, eru þeirrar skoðunar að leyfa eigi niðurgreiðslumar til að styðja við efnahagsuppbyggingu Saxlands. Banna stuðning við Volkswagen En framkvæmdastjórnin í Bruss- el hefur lagt bann við því að Sax- land veiti Volkswagen frekari íjár- hagsaðstoð, en stjórn Saxlands ákvað að veita 91 milljón marka, um 4,1 milljarð króna, til Volkswag- en, og hefur kært framkvæmda- stjórnina hjá Evrópudómstólnum. Karel van Miert, sem hefur yfir niðurgreiðslumálum að segja í framkvæmdastjórninni, sagði um helgina, að ef engin lausn hefði fundizt á deilunni fyrir miðja þessa viku, myndi framkvæmdastjórnin fara fram á lögbann á greiðslu nið- urgreiðslanna fyrir Evrópudóm- stólnum. Hann óttast, að ef Saxland kæmi vilja sínum fram, gæti hvaða hérað sem er í Evrópu tekið upp á því upp á sitt einsdæmi að auka niðurgreiðslur. Kohl, sem átti fund með Jacques Chirac Frakklandsforseta um helg- ina, er í erfiðri aðstöðu í þessari deilu. Ef hann styður framkvæmda- stjórnina mun hann misþjóða þýzk- um almenningi; ef hann styður Saxa skaðar hann orðstír sinn sem harður fylgismaður Evrópusamrun- ans. En hann getur ekki bundið hendur Biedenkopfs, sem hefur sjálfstæðan valdagrunn í Saxlandi, þar sem hann nýtur mikilla vin- sælda meðal kjósenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.