Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 25 AÐSENDAR GREIIVIAR Herferðin gegn Sogni fram sparnað með þessu móti og geðlækna til að annast þessa stór- auknu og ódýru þjónustu. Því miður hefur reynslan sýnt að slíkar stöður hafa ekki verið mjög eftirsóttar af geðlæknum. NÚ ERU liðin nær- fellt fjögur ár frá því fyrsti vísir að réttar- geðdeild varð til hér- lendis, eftir langan og sögulegan aðdrag- anda. Virtist þar með séð fyrir endann á lán- leysi yfirvalda í mál- efnum ósakhæfra geð- sjúklinga, sem m.a hafði vakið verðskuld- aða athygli erlendis. Nú er aftur á móti orð- ið ljóst að svo var alls ekki, heldur hafa heil- brigðisyfirvöld nú um alllangt skeið lagt allt kapp á að leggja niður réttargeðdeildina, sem þó hefur hlotið ýmislega viðurkenningu fyrir m.a. mannúðlega og áhrifaríka meðferðarstefnu. Býst ég við að þetta kunni að vekja nokkra furðu, sér í lagi þegar haft er í huga hversu mikil átök kostaði í upphafi að koma deildinni á fót. Þótt það liggi ekki í augum uppi, þá eru fordómar enn sem fyrr rót vandans. Má segja að yfirvöld hafí áratugum saman af- neitað tilvist þessa sjúklingahóps og fluttu hann lengi vel úr landi. Þegar aðrar þjóðir neituðu að fela þessa sjúklinga lengur, varð uppi fótur og fit hér á landi. Þrátt fyrir ýmsar hrakspár, tókst að koma deildinni á fót, þótt oft væri á bratt- ann að sækja. Óskhyggja Sá tími sem síðan er liðinn hefur verið afar fróðlegur fyrir starfslið Sogns og tel ég rétt að miðla al- menningi af þeirri merkilegu reynslu, enda tel ég að af henni megi draga nokkum lærdóm sem gagnast mætti þeim sem í framtíð- inni hyggjast starfa að þessum málum. Þrátt fyrir augljósa tilvist deildarinnar og þeirra sjúklinga sem þar dvelja, hafa stjómvöld staðfast- lega haldið áfram á fyrri braut, þ.e.a.s. að telja sér trú um að fyrir- bærið sé ekki til, ætti ekki að vera til eða þurfi ekki að vera til. Yrði löng saga að segja frá öllum þeim gervum sem afneitunarþörf þessi, sem er að sjálfsögðu afkvæmi for- dóma, hefur birst í á undanförnum árum, og er í raun verðugt rann- sóknarefni. Nokkur nýleg dæmi hljóta að hafa komið almenningi undarlega fyrir sjónir í formi upp- lýsingastreymis frá heilbrigðisyfir- völdum, mest allt þetta ár, um málefni Sogns. Stundum er um ein- falda óskhyggju að ræða þess efnis að deildin sé í þann veginn að verða úr sögunni, sjúklingarnir að hverfa, öllu starfsfólki hafi verið sagt upp o.s.frv. Sjálfum hefur mér oft verið sagt upp, sam- kvæmt þeim upplýs- ingum sem fjölmiðlar hafa aflað sér hjá yfir- völdum, allt frá því í marsmánuði, og er ýmist úti eða inni eftir því við hvern er talað eða eftir stöðu himin- tungla. Yfirfærsla Fordómar eru merkilegt fyrirbæri og hafa þá náttúru að geta færst frá upphaf- legum fórnarlömbum sínum yfir á þær stofnanir og einstaklinga, sem annast þau. Hið jákvæða við þessa einföldu sálfræði er, að fórnarlömb- in fá þannig verðskuldaðan frið. Hið neikvæða er, að þeir sem þau annast, þurfa að eyða æ meiri tíma til að veija eigin gerðir og jafnvei mannorð og gefst þannig minni tíma til að sinna málefninu sjálfu. Þetta getur fallið vel að markmiðum yfirvalda. Nýjungar Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá almenningi, að allt frá upphafi hefur deildin að Sogni átt undir högg að sækja, fyrst og fremst vegna þess að markmið yfir- valda með starfseminni hafa ekki samrýmst faglegum sjónarmiðum. Þannig hefur t.d. undirritaður frá upphafi staðfastlega neitað að reka deildina sem fangelsi eða geymslu, þótt sú afstaða hafi iðulega haft í för með sér harða gagnrýni, jafnvel hótanir og hálfgerð níðskrif og nú á síðustu mánuðum nokkuð kerfis- bundnar ærumeiðingar af hálfu yf- irvalda sem í vaxandi mæli hafa nýtt sér ijölmiðla í þessu skyni. Tel ég að hér sé á ferðinni athyglisverð nýjung og ein af mörgum sem virð- ast fylgja nýliðum i röðum embætt- ismanna. Þótt vissulega séum við söguþjóð frá fornu fari, tel ég að til nýjunga heyri, að embættismenn dundi við að setja saman sögur um opinbera starfsmenn fyrir fjölmiðla. Jafnvel háttsettir embættismenn kinoka sér ekki lengur við að segja opinberlega skröksögur t.d. Um ýmislegt misjafnt í fari starfsliðs að Sogni, vinnusvik, óheyrileg laun, samningsbrot, sóun fjármuna og margt fleira. Sem yfirlæknir hefi ég, eins og sanngjarnt má telja, gjarnan verið skúrkurinn í sögun- um. Reyndar hefði ekkert af þessu átt að koma mér á óvart, enda sýndi Eina vonin er að þing- menn hefjist handa, segir Grétar Sigurbergsson, við lagagerð um málefni réttargeðsjúkra. ráðuneytið mér þá kurteisi að vara mig við hvers ég mætti vænta úr þeim herbúðum, ef ég væri ekki þægur. Einnig það er nýjung, og get ég sjálfum mér um kennt að hafa ekki tekið slíkar viðvaranir alvarlega. Þessar sögur, sem nokk- uð rammt hefur kveðið að, hafa þó yfirleitt verið það leiðinlegar og efnisval það einhæft, að ég hefi sjaldnast nennt að bera þær til baka, enda treyst dómgreind al- mennings. Aftur til fortíðar Þótt e.t.v. sé ekki úr háum söðli að detta, tel ég ljóst að með nýjum, reynslulitlum mönnum og áður- nefndum nýjungum í starfsháttum, sé ráðuneytið nú komið í nokkrar ógöngur með málefni Sogns, og vandséð orðið, hvernig komið verði í veg fyrir að píslarganga ósak- hæfra geðsjúklinga hefjist á ný eft- ir það hlé, sem orðið hefur á henni undanfarin ár. Allt í nafni sparnað- ar, sem er nýjasta herópið. Þó hef- ur að vísu ekkert verið til sparað við að koma deildinni fyrir kattar- nef og margir lagt hönd á plóginn. Náðarhöggið fólst í þvi, að neyða upp á deildina „tilsjónarmanni", sem nauðsynlegt þótti að væri full- komlega laus við alla þekkingu á málefninu og mátulega sannsögull. Kostnaður við þessa ráðstöfun ku nú orðinn meiri en sem nemur sam- anlögðum rekstrarhalla Sogns frá upphafi. Sumir telja að skattpen- ingum hafi sjaldan verið verr varið, og er þó af ýmsu að taka. Þó ber að líta á það, að starf „tilsjónar- rnanns" hefur að stórum hluta fal- ist í að rýja starfslið Sogns ærunni og hefur hann leitað fanga víða í því skyni. Hefur það gengið vel og á hann skilið hrós yfirvalda, sem þyrstir í fleiri sögur til að réttlæta gerðir sínar. Tangarfæðing Eftir níu mánaða, erfiða með- göngu og langvarandi fæðingar- hríðir, mun annar ávöxtur starfsins brátt líta dagsins ljós. Samkvæmt nýjustu fréttum skal réttargeðdeild- in lögð niður og réttargeðlæknir Grétar Sigurbergsson þannig óþarfur, fyrir utan að taka engum sönsum. Við tekur sá geymslustaður sem betur samræm- ist metnaði ráðamanna. Starfs- mönnum verður fækkað verulega og þar með dregið úr öryggisgæslu, endurhæfíng verður úr sögunni og reynt fagfólk mun hverfa til ann- arra starfa. Rústirnar eiga síðan að heyra undir hérðssjúkrahús. Óeðlilegt hefur þótt, og kannski gamaldags, að hafa samráð við fag- lega stjórnendur eða annað starfslið að Sogni um fyrirhugaðar breyting- ar eða upplýsa það um væntanleg örlög sín. Þá hefur ekki þótt viðeig- andi að taka mark á aðvörunum annarra aðila, sem telja sig þekkja til mála, þ.m.t. stjórn Geðlæknafé- lags íslands. Sjúídingarnir og að- standendur bíða milli vonar og ótta, en eru reyndar ýmsu vanir. Eg tel vinnubrögð ráðuneytisins nýstárleg og allrar athygli verð. Galdrar Þrátt fyrir að það markmið sé loks að nást, að gera deildina óstarf- hæfa, leitast yfirvöld við að sann- færa landsmenn um, að fagleg þjón- usta, þ.m.t. geðlæknisþjónusta, muni aukast, ekki aðeins að Sogni, heldur einnig í fangelsiskerfinu og um gervallt Suðurland, allt með til- heyrandi sparnaði. Enn skortir upp- lýsingar um, hvernig galdra megi Glcesileg s i úrvali Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar færðu gjöfina ■ Hugarfar Sparnaður verður að sjálfsögðu enginn, enda hefur þetta undarlega mál aldrei snúist um sparnað, held- ur hugarfar. Vandinn er, eins og ávallt áður, skilningsleysi á hlut- skipti þeirra, sem dæmdir eru til ótímabundinnar, jafnvel ævilangr- ar, einangrunar frá samfélaginu, annars vegar fyrir þá ógæfu að þjást af alvarlegum geðsjúkdómi, hins vegar að hafa, vegna sjúkleika síns, ratað í þá viðbótarógæfu að valda öðru fólki líkamstjóni eða jafnvel dauða. Þegar við bætist sú hörmung að eiga allt sitt undir duttlungum misviturra embættis- manna, má segja að ógæfan sé al- ger. Tel ég líklegt að núverandi stjórnar heilbrigðismála verði hvað lengst minnst fyrir framgöngu sína í þessu máli, að öðrum málum ólöst- uðum. Eina vonin er að þingmenn hefjist handa við lagagerð um mál- efni réttargeðsjúkra, sem tryggi öryggi þeirra fyrir fálmkenndum aðgerðum stjórnvalda og stofnun- inni langþráðan starfsfrið. Höfundur er réttargeðlæknir Réttargeðdeildarinnar að Sogni. Endurklcebum húsgögn. Gott úrval áklceba. Fagmenn vinna verkib. BólstranÁsgríms, Bergstaðastræti 2, sími 551 6807 Brúðhjón Allur borðbúnaður Glæsilcg gjafavara Briíðarbjöna listar % \ooen VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Fílag Löggiltka BiracroASALA BÍLATORG FUNAHÖFÐA 1 S: 587-7777 FÍLAG LÖGGILTRA BlFRLIPASALr\ ÚTVEGUM BÍLALÁN — VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ Subaru Legacy GL Sedan árg. '92, ek. 68 þús. km., hvítur, sjálfsk., rafm. í rúðum, samlæsingar, topplúga. Verð 1.350.000. Skipti. Renault 19 RT árg. 94, blásans., sjálfsk., ek. 41 þús. km. Verð 1.250.000. Skipti. Dodge Dakota árg. '91, blásans., upphækkaður, 35" dekk, ek. 25 þús. km. Verð 1.390.000. Skipti á dýrari. Pontiac Trans Am árg. '87, svartur, V8 305, álfelgur. Gullfallegur bíll, ek. 89 þús. km. Verð 1.350.000. Nissan Sunny 1600 SLX árg. '91, rauður, álfelgur, rafm. ( rúðum, ek. 96 þús. Verð 810.000. Toyota Landcruiser GX árg. '93, grár og vlnrauður, sjálfsk., álfelgur, ek. 89 þús. km. Verð 3.590.000. Skipti. MMC Lancer GLXi Super árg. '93, blás ans., sóllúga, spoiler, nlfelgur, ek. 56 þús. km. Verð 1.190.000. Nissan Patrol árg. '89, rauður, ek. 168 þús. km., álfelgur, 31" dekk, vél 3300, disel turbo. Mjög vel með farinn. Verð 1.590.000. Skipti. VW Vento GL árg, '94, vínrauður, ek. 30 þús. km, einn með öllu, álfelgur, húddhlíf, spoiler, 5 g. Verð 1.330.000. Skipti. Toyota Corolla GL Sedan árg. '91, Special Series, rafm. í rúðum, samlæsingar, ný sprautaður, smurbók fylgir, ek. 127 þús. km. Verð 780.000. Skipti. MMC Pajero V6 stuttur árg. '90, rauður, álfelgur, 31 ” dekk, ek. 97 þús. km. Verð 1.350.000. Skipti á dýrari. Mercedes Benz 230E árg. '90, dökkblár, álfelgur, topplúga. Fallegur bíll, ek. 129 þús. km., ABS hemlar. Verð 2.580.000. Skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.