Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 27 fttorgrotiMii&Ífr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKIN RÍKISAFSKIPTI? RÍKISSTJÓRNIN hefur á stefnuskrá sinni að einkavæða ríkis- fyrirtæki og sérstök einkavæðingarnefnd hefur starfað bæði í tíð núverandi ríkisstjórnar og hinnar fyrri til þess að undirbúa sölu ríkisfyrirtækja. Nokkuð víðtæk pólitísk samstaða er um þessa stefnu eins og bezt sést á því, að vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur stefnir að sölu fyrirtækja í eigu borg- arinnar. Ríkisstjórnin stefnir að því að einkavæða ríkisbankana tvo, Landsbanka og Búnaðarbanka og stíga fyrstu skrefin til þess með því að breyta bönkunum í hlutafélög. Á sama tíma og slík einkavæðing er rædd af alvöru virðast uppi áform um að stofna nýjan ríkisbanka, fjárfestingarlánabanka og sameina í honum þrjá fjárfestingarlánasjóði, Iðnlánasjóð, Iðnþróunarsjóð og Fisk- veiðasjóð. Þessir sjóðir eru að hluta til í eigu einkaaðila. Hug- myndir af þessu tagi eru Iítt skiljanlegar í ljósi stefnu og fyrirætl- ana stjórnvalda að öðru leyti. Þær eru sennilega rökstuddar með því, að taka verði tillit til erlendra lánardrottna fjárfestingarlána- sjóðanna. Þau rök duga hins vegar skammt. Auðvitað verður ríkisábyrgð á þeim skuldbindingum, sem eru til staðar en engin þörf á að vera á því að hún verði á nýjum lánaskuldbindingum hins sameinaða fjárfestingarbanka. Morgunblaðið hefur gagnrýnt aukin umsvif ríkisfyrirtækja á borð við Póst & síma, og að nokkru leyti Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, sem hafa haldið uppi og aukið þátttöku sína í atvinnustarfsemi, sem einkaaðilar eru fullfærir um að sjá um. Hið nýjasta á þessu sviði er, að íslenzka ríkið er með aðild Pósts og síma að hasla sér völl í fragtflutningum. Hér eru starf- andi einkafyrirtæki á þessu sviði og mikil samkeppni þeirra í milli. Það er mótsögn í yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar og að hluta til í þeim veru'eika, sem við blasir. Vissulega hafa mikilvæg- ar ákvarðanir verið teknar um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, en augljóst er að fylgja þarf þeirri stefnu fastar eftir og koma m.a. í veg fyrir að þau fyrirtæki í eigu ríkisins, sem eru enn til stað- ar, auki umsvif sín á kostnað einkarekstrar. VANDI HEILSUGÆZLUNNAR GRUNNHEILBRIGÐISÞJÓNUSTAN stefnir í óefni, að ekki sé fastar að orði kveðið. Deilur heilsugæzlulækna og ríkis- valdsins hafa þegar valdið almenningi ærnum áhyggjum, erfið- leikum og óþægindum. Það segir sína sögu að landlæknisembætt- ið hefur hafið rannsóknir á því, hvort rekja megi dauðsfall ein- staklings til þess ástands sem skapast hefur eftir uppsagnir heilsugæzlulækna. Ályktun fjölmenns læknafundar eykur enn á óvissuna. Þar segir að ekki sé lengur hægt að mæla með því að læknar manni neyðarvaktir á vegum ráðuneytisins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Evrópusambandið leggja í stefnuyfirlýsingum megináherzlu á frumheilsugæzþi. í flestum þróuðum löndum er og reynt að styrkja heilsugæzlu í samstarfi stjórnvalda og heilbrigðisstétta. Hér skýtur hins vegar skökku við. Heilsugæzlulæknar, flestir hverjir, hafa sagt lausum störfum sínum. Þeir og ráðuneytin þrátta síðan, vikum saman, um kjör og krónur í karphúsum og fjölmiðlum, meðan almenningur, ekki sízt aldraðir og óheilir, búa við óviðunandi aðstæður og óvissu. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Deiluaðilar verða að til- einka sér það vinnulag sem leiðir til sátta, helzt áður en í frek- ara óefni er komið; sátta sem taka mið af íslenzkum efnahags- og kjaraveruleika, sem og almannaheill. Þeir verða að tryggja þá heilbrigðisþjónustu sem fólk á lagalegan og siðferðilegan rétt til. SMEKKLAUS ÁRÁS IALÞYÐUBLAÐINU í gær er aðsend grein með fyrirsögn- inni „Er dómsmálaráðherra fylgjandi barnaklámi"? í þess- ari grein er m.a. komizt svo að orði: „Annaðhvort eru þing- menn veruleikafirrtir og siðblindir eða eru ekki í vinnunni.“ Jafnframt er sagt að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra sé „ekki í andlegu jafnvægi nú frekar en fyrri daginn“. Og höfund- ur heldur áfram: „Þorsteinn Pálsson hefur vissulega aldrei verið til stórræðanna sem dómsmálaráðherra. Það sýnir reynsl- an: Algert áhugaleysi á aðgerðum gagnvart fíkniefnaneytend- um, innflytjendum fíkniefna, ofbeldismönnum og barnaníðing- um...“ Sem betur fer er persónuníð sem þetta sjaldgæft í íslenzkum fjölmiðlum nú orðið - og mál til komið að slíku persónutengdu pólitísku ofstæki linni. Alþýðublaðið á betra skilið. Þingmenn eru ekki einn þingmaður. Þeir eru misjafnir eins og annað fólk. Og þeir eru hvorki veruleikafirrtari né siðblind- ari en þeir sem gaspra í dagblöðum, án þess að þurfa að standa við orð sín. Fyrrnefnd grein skaðar ekki Þorstein Pálsson, heldur höfund sinn. BANDARÍKJAHER skaut í gær 27 stýriflaugum _ á skotmörk í suðurhluta ír- aks til að refsa írökum fyrir hernaðaraðgerðir á svæði Kúrda í norðurhluta landsins um helgina. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti ennfremur að flugbanns- svæðið í suðurhluta íraks yrði stækk- að og boðaði frekari aðgerðir til að hefna hernaðaraðgerða íraka gegn Kúrdum. Heimildarmenn í bandaríska varn- armálaráðuneytinu sögðu að 27 stýri- flaugum hefði verið skotið frá tveim- ur herskipum á Persaflóa og tveimur sj)rengjuflugvélum af gerðinni B-52. Árásirnar hefðu staðið í tæpa klukku- stund. Embættismennirnir sögðu að flug- vélarnar hefðu skotið þrettán flaug- um en beitiskipið Shiloh og tundur- spillirinn Laboon fjórtán. Skotið hefði verið á alls fimmtán skotmörk, rat- sjár- og loftvamastöðvar, eldflauga- skotpalla og fjarskiptastöðvar íraks- hers. Embættismennirnir sögðu að árás- ir hefðu ekki verið gerðar á stöðvar hersins í Bagdad og nágrenni, þótt fregnir hermdu að íbúar írösku höfuðborgarinnar hefðu verið varaðir við hættu á árásum. Þrettán Tomahawk-stýriflaugum var beitt í árásinni. Þeim er skotið af herskipum og þær draga allt að 1.104 km. Flaugarnar eru mjög ná- kvæmar, þeim er stýrt með tölvu- búnaði og með hjálp gervihnatta, og hver þeirra kostar 1,2 milljónir dala, sem svarar 79 milljónum króna. Hert á flugbanni Michael Portillo, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði að breskar herþotur hefðu ekki tekið þátt í árásunum en Bretar hefðu aðstoðað við undirbúninginn. „Bandaríkja- menn hafa gert nokkrar árásir í sveitahéruðum. Þær beindust að- eins að hernaðarlegum skotmörk- um. Þau voru valin með það í huga að mannfall meðal óbreyttra borg- ara yrði í lágmarki," sagði ráðherr- ann. Herþotur Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra hafa framfylgt banni við flugi íraskra herflugvéla norðan við 36. breiddarbaug og sunn- an við 32. breiddarbaug til að koma í veg fyrir árásir á Kúrda í norður- hlutanum og síta-múslima í suður- hlutanum. Clinton tilkynnti í gær að flugbannssvæðið í suðurhlutanum yrði stækkað í norður. 27 stýriflaugum skotið á Irak ÁRÁSIR BANDARÍKJAHERS Á ÍRAK Tvö bandarísk herskip og tvær sprengjuflugvélar af gerðinni B-52 skutu 27 stýriflaugum á 15 hernaðarleg skotmörk í suðurhluta íraks í gær. Árásirnar stóðu í 45 mínútur og hófust kl. 4.45 að ísl. tíma. Skotið var á ratsjár- og loftvarnastöðvar, eldflauga- skotpalla og fjarskiptastöðvar íraska hersins, meðal annars nálægt bæjunum Al Kut, Al Iskandariyah, An Nasiriyah Tomahawk-stýriflaugar Með 450 kg sprengihleðslu Draga 1.000 km B-52 \l / Ber a III að lóil stýriflaugar af gerðinni AGM-86 á vængjunum Flugþol 4.600 km Zakho Hermenn fluttir á broll Bandarikjamenn og bandamenn ' þeirra ákváðu að færa markalinu flugbannssvæðisins trá 32.breiddar- braug til 33. breiddarbaugsins, og hún er nú 48 km sunnan við Bagdad AGM-86 stýriflaugar Pyngd 1.500 kg Draga 2.000 km Bandarísku herskipin Laboon tundurspillir beitiskip TYRKLAND Tvær B-52 vélar Skutu 13AGM-86 stýriflaugum Shiloh ■ Laboon Tvö herskip '-O-v S kutu 14 Tomahawk-stýriflaugum SAUDI-ARABIA Rauða haf Carl Vinson Á rásunum ,X) Herflugvellir w bandamanna „Með þessu eru írökum meinuð yfirráð yfir íraskri lofthelgi frá land- mærunum að Kúveit til byggðanna sunnan við Bagdad,“ sagði Clinton í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir árás- irnar. „Þetta dregur verulega úr möguleikum íraka til hernaðarað- gerða.“ Michael Portiilo, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði að markaiínan í suðurhlutanum yrði færð um eina gráðu, að 33. breiddarbaug, og tæki gildi í dag. Nýja markalínan verður 48 km sunnan við Bagdad. Nágrannaríki og olíuviðskipti sögð í hættu Bill Clinton sagði að við óbreyttar aðstæður gæti ekki orðið af áformum Sameinuðu þjóðanna um að heimila írökum að selja olíu til að kaupa matvæli og lyf. „Við verðum að gera þeim ljóst að glæfralegar aðgerðir hafa alvarlegar afleiðingar, annars færast þær í aukana. Markmið okkar er afmarkað en skýrt: að refsa Sadd- am fyrir síðustu grimmdarverkin, skerða möguleika hans til að ógna nágrannaríkjunum og hagsmunum Bandaríkjanna.“ William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði árásirnar réttlætanlegar þar sem hernaðarað- gerðir íraka stefndu nágrannaríkjum og olíuviðskiptum í hættu. Banda- ríkjastjórn áskildi sér rétt til að grípa til frekari aðgerða. Bandarískir embættismenn telja að írakar hafi sent 30-40.000 her- menn til norðurhluta landsins um helgina til að liðsinna kúrdískri hreyfingu sem hefur átt í hat- rammri valdabaráttu við aðra kúr- díska hreyfingu, sem tengist stjórn- völdum í íran. Embættismenn Clintons segja árásirnar lögmætar og vísa til álykt- ana, sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur samþykkt frá því íjöl- þjóðaherinn undir forystu Bandaríkj- anna bar sigurorð af írökum í Persa- flóastríðinu 1991. Þetta er í annað sinn sem Banda- ríkjaher beitir stýriflaugum í árásum á Irak frá því stríðinu lauk. Clinton fyrirskipaði árás á írak árið 1993 vegna meintra áforma íraka um að myrða George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Kúveit sama ár. 23 stýriflaugar eyðilögðu þá höfuð- stöðvar írösku leyniþjónustunnar í Bagdad þar sem bandarískir embætt- ismenn töldu að morðtilræðið hefði verið skipulagt. Sex óbreyttir borgar- ar biðu bana í árásinni. Rússland og arabaríki for- dæma árásirnar Washington. Reuter. Reuter ÁRÁSIR Bandaríkjahers urðu til þess að langar biðraðir mynduð- ust í gær við 43 dreifingarmiðstöðvar í ísrael þar sem ísraelum gefst kostur á að skila gömlum gasgrímum frá Persaflóastríðinu og fá nýjar í staðinn. Gasgrímunum var dreift í stríðinu þar sem óttast var að írakar myndu beita efnavopnum. VIÐBROGÐIN við árásum Banda- ríkjamanna í írak voru blendin, Rússar og margir leiðtogar araba- ríkja gagnrýndu þær harðlega en Bretar og Þjóðverjar sögðust styðja þær. Frakkar og Spánverjar lýstu hins vegar ekki yfir stuðn- ingi við árásirnar og létu í ljósi efasemdir um að þær hefðu verið nauðsynlegar. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, gagnrýndi árás- irnar harðlega og sagði þær í raun snúast um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. „Eng- inn getur stutt þessar árásir, nema þeir sem setja pólitíska hagsmuni heima fyrir ofar öllu.“ Rússneska stjórnin sagði árás- irnar óviðunandi og krafðist þess að Bandaríkjaher hætti öllum hernaðaraðgprðum sem brytu gegn rétti íraks sem sjálfstæðs ríkis. Kúveitar sögðust styðja árásir Bandaríkjahers en ráðamenn í öðr- um nágrannaríkjum íraks við Persaflóa, m.a Saudi-Arabíu, tjáðu sig ekki um aðgerðirnar í gær. Talið er að erfítt verði fyrir stjórn- völd í nokkrum ríkjanna að verja árásirnar vegna andstöðu almenn- ings við þær. Framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins fordæmdi árásirnar og sagði þær brot á fullveldisrétti íraks. 22 ríki eiga aðild að banda- laginu en yfirlýsingar þess endur- spegla ekki alltaf afstöðu þeirra allra. Stjórnin í Egyptalandi kvaðst hafa miklar áhyggjur af hernað- araðgerðum Bandaríkjamanna og íraka og sagði þær geta leitt til mikilla blóðsúthellinga. Stjórnvöld í íran fordæmdu hemaðaríhlutunina og lýstu henni sem kosningabrellu af hálfu Clint- ons. Óeining innan NATO Ráðamenn í aðildarríkjum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) voru ekki einhuga um réttmæti og nauðsyn árásanna en sögðust allir vona að ekki kæmi til frekari hernaðaraðgerða í írak. Nokkrir embættismenn sögðust þeirrar skoðunar að kosningabaráttan í Bandaríkjunum hefði ráðið mestu um ákvörðun Clintons. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretland, sagði að árásimar nytu fulls stuðnings bresku stjóm- arinnar og Michael Portillo, vamar- málaráðherra Bretlands, sagði að Irakar ættu yfír höfði sér frekari árásir ef þeir létu ekki af hemaða- raðgerðum sínum í norðurhluta ír- aks. Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði árásirnar „tilhlýðilegt og réttlætalegt svar“ við hernaðaraðgerðum Iraka á svæðum Kúrda. Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, tók í sama streng. Frakkar ósammála Clinton Ráðamenn í Frakklandi lýstu ekki yfír stuðningi við árásir Bandaríkjamanna. „Franska stjórnin hefur áhyggjur af þróun mála í írak,“ sagði í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu, sem tjáði sig ekki um hvort árás- irnar hefðu verið réttmætar. Franskir embættismenn sögðu að Clinton hefði ráðfært sig við Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, áður en árásirnar hófust. Chirac hefði tekið skýrt fram að hann hefði skilning á markmiðum Clintons en væri ósammála honum um nauðsyn hernaðaríhlutunar. Spænska stjórnin kvaðst hafa viljað að Clinton frestaði árásun- um eða hætti alveg við þær. Stjórn Ítalíu sagði árásirnar „óhjákvæmi- legt svar“ við hernaðaraðgerðum íraka en lýsti þó ekki yfir fullum stuðningi við þær. Dole kveðst ánægður Bob Dole, forsetaefni repúblik- ana, kvaðst ánægður með árásirn- ar og vona að þær mörkuðu „upp- haf harðra aðgerða af hálfu Bandaríkjanna til að skerða völd Saddams Husseins, binda enda óhlýðni hans við Sameinuðu þjóð- irnar og grimmdarverk hans gegn kúrdíska minnihlutanum í írak.“ Daginn áður hafði Dole gagn- rýnt Clinton fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir hernaðaraðgerð- ir íraka og sagt að framganga forsetans sýndi að hann væri veik- ur leiðtogi. Framtíðarstofnun, brú á milli vísinda og stjórnmála NÚIÐ ER EINS OG HIMN ASENDIN G Framtíðarstofnun verð- ur kynnt í Norræna húsinu í dag. Hlutverk hennar er að vera vett- vangur umræðna um stöðu íslands í samfé- lagi þjóðanna. Gunnar Hersveinn ræddi af þessu tilefni við Pál Skúlason prófessor sem sagði menntun, þróun og velferð komandi kyn- slóða vera meðal við- fangsefna stofnunar- innar. FRAMTÍÐIN vekur áhuga minn vegna þess að ég hyggst eyða því sem eftir er af lífi mínu í henni,“ sagði Mark Twain. Nú hefur hópur einstaklinga hér á landi sett á lagg- irnar stofnun sem er ætlað að vinna markvisst að málefnum framtíðar. Stofnunin kallast Framtíðarstofnun en stjórn hennar skipa Hulda Valtýs- dóttir, Jón Jóel Einarsson, Stein- grímur Hermannsson, Vilhjálmur Lúðvíksson og Páll Skúlason, sem er formaður stjórnarinnar. Páll segir tildrögin að Framtíðar- stofnun vera að fulltrúar framtíðar- félaga og -stofnana frá Norðurlönd- um og Japan hafí leitað eftir sam- vinnu við íslendinga. Þannig hafi myndast hópur fólks sem hafí farið að ræða þessi mál skipulega. Og niðurstaðan orðið sú að setja á fót stofnun sem gæti tekist markvisst á við þessa umræðu og leitt saman áhugafólk sem vildi sinna henni. Samkvæmt lögum stofnunarinnar er meginhlutverk hennar að vera vett- vangur umræðna um málefni fram- tíðar, vistvæna þróun og stöðu ís- lands í samfélagi þjóðanna. Öllu áhugafólki stendur til boða að vera með í starfi stofnunarinnar, en kynn- ingarfundur er í dag klukkan 17:15 i Norræna húsinu. Hverju getur nýr hugs- unarháttur breytt? Páll telur Framtíðarstofnun eiga erindi þótt fjölmörg önnur félög helgi sig brýnum hagsmunamálum eins og verndun náttúru og umhverfis, barnavernd og heilsugæslu og mörgu öðru sem sinna þarf til að bæta mannlífið og skapa betri framtíð. „Vissulega eru þeir margir sem helga sig baráttunni fyrir betri heimi“, segir hann, „en Framtíðar- stofnun er ekki ætlað að fara inn á verksvið annarra félaga eða stofnana, held- ur að gera þá kröfu til okkar allra að við reynum að temja okkur nýjan ______ hugsunarhátt þegar við tökumst á við hin ýmsu og ólíku vandamál og verkefni lífsins.“ Páll segir nýjan hugsunarhátt fel- ast í þrennu. í fyrsta lagi að skoða vandamál samtíðarinnar frá sjónar- hóli hinna komandi kynslóða í stað þess að leita skammtímalausna. í öðru lagi að temja sér málefnalega umræðu sem byggist á virðingu fyr- ir rökum og miðar að því að auka Núið er spegill fortíðar og Ijóskastari til framtíðar. skilning og þekkingu á staðreyndum veruleikans - í stað þess að standa í kappræðum og valdabaráttu. Þriðja atriðið skýrir sérstöðu Framtíðarstofnunar að mati Páls. „í mínum huga stendur þessi stofnun á mörkum tveggja heima sem bera mesta ábyrgð á gangi mála í veröld- inni,“ segir hann. „Annars vegar höfum við heim vísinda og tækni þar sem menn helga sig rannsóknum og uppfínningum sem leiða af sér gífur- legar breytingar á þjóðfélaginu. Og hins vegar höfum við heim stjórn- mála og hagsmunabaráttu þar sem menn leitast við að leysa alls kyns árekstra og togstreitu sem verða á milli manna og þjóða.“ Brúarsmíðin milli vísinda og stjórnmála Páll segir þessa tvo heima ekki hafa lært enn að vinna saman, „held- ur espa þeir hvor annan upp með ófyrirsjáanlegum afleiðingum," segir hann. „Á milli þeirra hefur myndast hyldjúp gjá sem mannleg skynsemi þarf að brúa ef mannkynið á að lifa af.“ En slíkt getur einungis gerst að hans mati með málefnalegri um- ræðu manna sem taka í senn mið af fræðilegum rökum og lífshags- munum manna. Og slík umræða þarf að ná til þjóðfélagsins alls. „Ég lít svo á að Framtíðarstofnunin geti orðið mikilvægur liður í þessari brú- arsmíð milli vísinda og stjórnmála, fræðilegrar hugsunar og hagnýtrar hugsunar," segir Páll. Landið og fólkið, orkan og börnin sett í öndvegi Hann segir mörg málefni geta fallið undir Framtíðarstofnun. Og nefnir sérstaklega tvö meginefni sem tekin verða skipulega fyrir á fundum og ráðstefnum. Annað er umhverfismálin, bæði frá viðu sjónarmiði sem tekur til náttúrulegra og félagslegra skilyrða alls lífs á jörðinni og líka frá afmörkuðu sjónarmiði okkar íslendinga sjálfra eða um hvernig við sjáum land og þjóð fyrir okkur á komandi áratug- um og öldum. „Sem dæmi gæti ég nefnt þá spurningu hvort við ætlum að leggja landið undir stórvirkjanir eða varðveita óbyggðirnar sem mest fyrir komandi kynslóðir,“ segir hann. Hitt málefnið er velferðarþjóðfé- lagið og framtíð þess. „Þar eru ýmis einstök viðfangsefni sem skoða þarf ofan í kjölinn,“ segir hann, „til dæm- is hver séu þroskaskilyrði bamanna sem við fæðum í heiminn. Það eru allir sammála um að uppeldi og að- hlynning barna skipti sköpum, en ekki hefur farið fram næg opinber, málefnaleg umræða um þessa brýnu hagsmuni, til dæmis um skattlagn- ingu barnafjölskyldna, menntun for- eldra og samskipti kynslóðanna.“ Páll segist líka vona að önnur málefni eins og sjálfsmynd ungs fólks á íslandi og framtíðarsýn þess, verði á dagskrá Framtíðarstofnunar. „Hvaða augum lítur ungt fólk fram- tíðina? Hvernig sér það ísland fyrir sér eftir 50 ár?“ spyr hann. Tvær leiðir til að lifa í núinu - En er ástæða til að gera sér jafn mikla rellu út af framtíðinni og þú vilt vera láta? Er ekki nóg að ungir , og gamlir lifi saman í núinu? „Það er rétt, við lifum hér og nú,“ svarar Páll, „en það eru tvær leiðir til að lifa í núinu. Önnur er sú að taka á móti núinu eins og krafta- verki eða himnasendingu, skynja veruleikann og taka þátt í honum á meðvitaðan og skapandi hátt. Hin leiðin er að týna sér í núinu og halda að veruleikinn hér og nú sé allur veruleikinn, það sé ekkert annað sem hafi gildi en það sem við upplifum á þessu hverfula andartaki sem sí- fellt hverfur okkur úr greipum." Páll segir líf okkar velta á því hvora leiðina við förum. Samtíma- þjóðfélag hafi ýmsar aðferðir til að glepja fyrir fólki og sökkva meðvit- r und þess í sýndarveruleika. „En samtímaþjóðféíag býður líka fólki upp á stórkostleg tækifæri til að kynna sér veröldina og verða sér meðvitað um veruleika fortíðar og möguleika framtíðar," segir hann og telur valkostina vera tvo: „Ann- aðhvort förumst við í nútíðinni af því við höldum að hún sé veruleikinn allur — eða nútíðin verður okkur lif- andi spegill fortíðar og ljóskastari til framtíðar.“ Og þetta er undir okkur sjálfum komið. „í hinu daglega lífi sveifl- umst við á mitli þess að drukkna í amstri hversdagsins þar sem við gleymum bæði fortíð og framtíð og þess að fagna nýjum degi sem flytur okkur fortíðina og opnar okkur dyr framtíðar," segir Páll Skúlason að lokum, og „ef Framtíðarstofnunin rís undir nafni verður hún verkfæri til að fagna nýjum degi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.