Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Landsfeður og lúpínan MER VARÐ snemma ljóst hve þingmenn eru feiki- lega misjafnlega þýð- ingarmiklir fyrir þjóð- ina. Til eru þeir al- þingismenn, sem þrátt fyrir áratuga þingsetu hafa aldrei flutt bita- stætt mál, en verið andvígir flestu er til framfara horfði. Stöku sinnum kem- ur það þó fyrir, að þingmenn og ráðherrar sýni framsýni og það að þeir eru nútíma- menn, sem kunna að taka á málum. ískyggileg sjálfumgleði Vafalaust eru flestir búnir að gleyma þeirri hatrömu deilu innan þings sem utan á árinu 1988, um hvort leyfa skyldi innflutning og bruggun sterks bjórs. Slík frumvörp höfðu áður séð dagsins ljós, en alltaf verið kæfð af þröngsýnum þing- mönnum. Árið 1988 virtist bjórinn eiga fleiri formælendur á þingi en nokkum tíma áður. Þá tóku 12 „meiriháttar" læknar sig til og skoruðu á Alþingi og ríkisstjórn að forða íslensku þjóð- inni frá þeirri vá, sem af samþykki frum- varpsins kynni að leiða, t.d. hvers konar ofbeldi og mörgu heimilisböli. Lúpínan er, að mati Gunnlaugs Þórðar- sonar, nytsöm þjóðarjurt. Gunnlaugur Þórðarson. - } Þ. ÞORSBÍMggQH & C0 ABETE*™* HARÐPLAST ÁBORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 553 8640 PCIlímogfúguefni ::5 k. Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Þá sendu 133 „nútímalegir" læknar á Stór-Reykjavíkursvæðinu áskorun til Alþingis m.a. með þess- um orðum: „Við teljum ekki ástæðu til að ætla að íslenska þjóðin muni missa fótfestuna í áfengismálum þótt leyfð væri sala bjórs“. Viðbrögð tólfmenninganna voru þau að fá 126 aðra lækna í lið með sér með áskorun um að fella frum- varpið, og urðu andstæðingar bjórs þá 138. Það kátbroslega við stærri hóp- inn, sem þóttist þess umkominn að hafa vit fyrir þinginu og þjóðinni og leyfa aðeins tiltekinni stétt manna að fá að flytja inn bjór, að þorri hans átti án efa svokallaðan flugfreyjubjór í fórum sínum. Þjóðinni var spáð glórulausu fýll- eríi og skálmöld mundi ríða yfir er frumvarpið yrði samþykkt. Víðsýnn heilbrigðismálaráðherra Spennandi atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi, um það, hvort leyfa ætti innflutning og bruggun bjórs. Ljóst var, að örlög málsins gátu oltið á einu atkvæði. Atkvæði þá- verandi heilbrigðismálaráðherra, Guðmundar Bjamasonar, réð úrslit- um. íslenska þjóðin stendur í þakk- arskuld við hann, sem í þessu máli sýndi meiri manndóm en títt er á þingi. Illspár rættust ekki Reyndin varð sú, að íslenska þjóðin tók bjómum með þeim kúlt- úr, sem þjóðin á djúpt í sálu sinni og fór alls ekki á bjórfyllerí. Lög- regla þurfti miklu sjaldnar en áður að stilla til friðar á heimilum fólks. Bjórinn sannaði mennileg áhrif sín. Læknar þeir, sem mótmæltu bjóm- um, vilja án efa helst gleyma skammsýni sinni. Þingeysk víðsýni gæti enn ráðið miklu Nú stendur sami ráðherra í þeim spomm að taka afstöðu í deilu um lúpínuna, sem örfáir karlar í kerfinu vilja feiga á íslandi. í augum þeirra er lúpínan útlensk jurt og þess vegna má ekki nota hana til þess að breyta svörtum eyðimörkum landsins í gróið land. Þeir dæmigerðu þingmenn síns tíma, sem stóðu gegn því að sími kæmi til landsins, hafa nú enn einu sinni gengið aftur í því fólki, sem vill leggja stein í götu framsýnna ræktunarmanna. Nú veltur mikið á Guðmundi Bjarnasyni, ráðherra, sem er í þeirri einkennilegu aðstöðu að vera bæði landbúnaðarráðherra og umhverfis- ráðherra. Allir góðir menn trúa því, að hann láti sína þingeysku víðsýni ráða, sem fyrr í bjórmálinu. Vill nokkur kaffæra Dimmuborg- ir og fyila Mývatn af foksandi vegna þess, að lúpínan má ekki teljast þjóðaijurt sem hún þó sannarlega er. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Sjö prik fvrir Sortimo | Vandað og veglegt skúffukerfi | Bætir ásýnd fyrirtækis þíns § Sparar þér tíma við vinnuna f Þú finnur hlutina strax § Ber vott um fagmennsku f Þú sníður það að þínum þörfum § Eykur öryggi þitt í umferðinni Sölu- og þ j ó n u s t u a ö i I a r: Glitnir, Borgarnesi Geisli, Vestmannaeyjum Póllinn, ísafirði ©RAFVERHF STOFNAÐ 1956 SKEIFUNNI 3E-F • SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 Sortimo allt í röö og reglu Fjölskyldu- stefna o g fjöl- skylduvernd í NIÐURLAGI Reykjavíkurbréfs, (Mbl. 25.8. 1996) lýsir höfundur áhyggjum sínum af „allt of lítilli flölgun þjóðarinnar.“ Þar segir m.a. orðrétt; „Á árinu 1991 fjölgaði þjóð- inni um rúmlega 1,5%, en á árinu 1995 varð fjölgunin aðeins 0,38%, sem er einhver minnsta fjölgun Ís- lendinga til fjölda ára. Vera kann að þama sé um að kenna ijölskyldu- stefnu stjórnvalda, - og kannski hefur brottflutningur af landinu þama einhver áhrif - en slík lág- marksijölgun hlýtur að vera hættu- leg og ættu stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja barnafjölskyld- una.“ (Tilvitnun lýk- ur.) Áð tilstuðlan Sam- einuðu þjóðanna var á sínum tíma ákveðið að árið 1994 yrði alþjóð- legt Ár fjölskyldunnar. Hér á landi annaðist félagsmálaráðuneytið undirbúning aðgerða á árinu. Landsnefnd um Ár ijölskyldunnar 1994 var sett á stofn haustið 1991. Formað- ur nefndarinnar var Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður þáverandi félags- málaráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Auk félagsmálaráðuneyt- isins áttu 30 stofnanir og samtök aðild að landsnefndinni, þar á með- al Þjóðkirkja íslands. í þeirri vinnu sem fram fór, tók Þjóðkirkjan heils- hugar undir þau sjónarmið, að eitt brýnasta verkefnið væri að leggja grunn að heilsteyptri fjölskyldu- stefnu í þeim tilgangi að styrkja stöðu fjölskyldunnar sem grunnein- ingar í mannlegu samfélagi. Þar Óhóflegur vinnutími og verulega íþyngjandi skattbyrði eru, að mati Kristjáns Einars Þor- varðarsonar, andstæð- ur fyrirbyggjandi fjöl- skylduverndar. yrði að fara fram róttækt endurmat á verðmætamati, á nær öllum svið: um í hinni samfélagslegu skipan. I þessu sambandi skyldu aðstæður fjölskyldunnar einkum skoðaðar frá tveimur sjónarhornum. Annars veg- ar hvað varðaði ytri aðbúnað, sem hvað mestu ræður um hagsæld fjöl- skyldunnar, s.s. efnahagsmál, hús- næðismál, uppeldis- og skólamál, atvinnumál, heilbrigðis- og félags- mál svo nokkuð sé nefnt. Hins veg- ar bæri að huga að innri gerð fjöl- skyldulífsins sem hefur mest að segja um farsæld og líðan einstakl- inganna sem fjölskyldunni tilheyra. Ekki verður hér lögð nein mæli- stika á árangur af hinu þýðingar- mikla starfi landsnefndarinnar á sínum tíma, eða á umræðu og að- gerðir sem fylgdu í kjölfarið, en ég þykist vita, að undir forystu félags- málaráðuneytisins, sé enn í gangi þverfagleg vinna í mótun fjöl- skyldustefnu fyrir íslenskt samfé- lag. Ekki er raunhæft að ætla, að einn góðan veðurdag takist að ljúka slíkri vinnu. Málið er einfaldlega ekki þess eðlis. Siðferðileg skylda manna knýr á um nauðsyn þess, að stöðugt sé vakað yfir velferð og heill fjöl- skyldunnar í samfélag- inu. Af þeim staðreynd- um sem við blasa í samtímanum, læt ég mér sýnast, að sitthvað sé ábótavant hvað snertir stuðning við fjölskyldur og það sem kalla má fyrirbyggj- andi fjölskylduvernd. Þessu til áréttingar má nefna að tveimur hjónaböndum af hverj- um fímm lýkur með hjónaskilnaði. í mörg- um tilvikum slitnar upp úr samböndum þar sem um er að ræða óvígða sambúð. Ástæðurnar fyrir þessum mannlegu skipbrotum eru vissulega af margvíslegum toga. Það sem mestu veldur, skal hér nefnt til sögunnar. Óhóflegur vinnutími sem er oftast nær afleið- ing alltof lágra launa, verulega íþyngjandi skattbyrði og þá ekki síst svonefndir jaðarskattar sem koma þyngst niður á barnafjöl- skyldur, takmarkaður stuðningur við stofnun heimilis og fjölskyldu, rangar ákvarðanir í fjárfestingum, óábyrg afstaða margra einstaklinga gagnvart skuldbindingum við ann- an aðila, úrræðaleysi og vankunn- átta við úrlausn ágreiningsefna, óljósar og oft á tíðum rangar hug- myndir um hlutverkaskipan á heim- ili, óraunhæfar væntingar og kröfur í garð maka/sambúðaraðila, al- mennt öryggisleysi einstaklingsins sem m.a. kemur fram í lélegri sjálfs- mynd og lágu sjálfsmati, ómarkviss tjáskipti, bæling tilfinninga, hömlu- leysi o.s.frv. Velferð manneskjunn- ar er nefnilega ekki bara spurning um hagvöxt og framleiðni, heldur líka hvernig hún er undir það búin að takast á við þau hlutverk í lífinu sem eiga fyrir flestum að liggja, að verða maki, foreldri og einstakl- ingur í fjölskyldu. Heilsteypt fjölskyldustefna og fjölskylduvernd lýtur ekki einungis að því, að reyna að greiða úr þeim vandamálum sem upp koma og ber að bregðast við eftir bestu getu. Hitt er miklu heillavænlegra og skynsamlegra, að leitast við að fyr- irbyggja vandann og kenna fólki í tæka tíð að bregðast rétt við því sem við kann að bera og steðja að á lífsleiðinni. Menntakerfið t.a.m. gæti stuðlað mun betur að slíkum undirbúningi en gert er í dag. Við þurfum að hafa á því aukinn skilning, að markviss fræðsla og fyrirbyggjandi aðhlynning við ein- staklinginn, gerir hann hæfari, ábyrgari og öruggari í því að tak- ast á við stofnun fjölskyldu og heim- ilis. Það sem hér er í húfi, er hvorki meira né minna en hamingja og heill einstaklingsins í fjölskyldunni, þessari grunneiningu samfélagsins sem sumir kalla hornstein þess við hátíðleg tækifæri. Höfundur er sóknarprestur við HJullakirkju í Kópavogi. Kristján Einar Þorvarðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.