Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 BRIDSFÉLÖGIN heíja nú hvert af öðru vetrarstarfið eftir u.þ.b. fjögurra mánaða hvíld. Bridsfélag Suðurnesja var með fyrstu félög- um úr startholunum, en þar hefir jafnframt verið spilaður sum- arbrids í allt sumar í samstarfi við Bridsfélagið Munin. Spilað hefir verið tvo siðustu mánudaga og fer þátttakan stöðugt vaxandi. Mynd- in var tekin sl. mánudagskvöld. Talið frá vinstri: Gísli ísleifsson, Vignir Sigursveinsson, Svala K. Pálsdóttir og Hafsteinn Ögmundsson. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Mánudaginn 26. ágúst spiluðu 17 pör Mitchell. Meðalskor 216. NS-riðill Þórarinn Árnason - Berpr Þorvaldsson 262 Margrét Jakobsdóttir - Kristinn Gíslason 244 Ingunn Bergburg- Vigdís Guðjónsdóttir 219 AV-riðill Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lútersson 274 Sigurleifur Guðjónss. - Eysteinn Einarss. 238 Ragnar Halldórss. - Bergsv. Breiðfjörð 223 Og þá eru tveir dagar eftir af þessari keppni. Fimmtudaginn 29. ágúst spiluðu 18 pör Mitehell. Meðalskor 216. NS-riðilI Elín Jónsdóttir—Lilja Guðnadóttir 257 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lútersson 233 Fróði Pálsson—Theodór Jóhannesson 222 Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 222 AV-riðill Sæbjörg Jónasd. - Þorsteinn Erlingsson 248 Ingunn Bergburg - Vigdís Guðjónsdóttir 227 Sigurleifur Guðjónss. - Eysteinn Einarss. 227 Bridsfélag Hafnarfjarðar Félagið er nú að hefja sitt 50. starfsár og mun þess verða minnst með ýmsum hætti í vetur m.a. út- gáfu bókar um sögu þess. Varla eru mörg bridsfélög þetta gömul en gaman væri að fá einhveijar upplýsingar um það. Starfsemin hefst mánudaginn 9. september með þriggja kvölda keppni þar sem tvö bestu kvöldin gilda til verð- launa. Spilað verður í Haukahúsinu við Flatahraun og hefst spila- mennska kl. 19.30 eins og venju- lega. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríksson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SENN líður að lokum hestamóta og í stað útreiða fara hestamenn að dytta að hesthúsum sínum eða félagsaðstöðu. Húsvískir hestamenn notuðu góða veðrið á dögunum til að mála félagsheimili sitt sem stað- sett er við hesthúsahverfið í Traðargerði í útjaðri bæjarins. Þeir eru frá vinstri talið Baldur Sigtryggsson, Steingrímur Sigurðsson, Bjarni „Besti“ Höskuldsson og Trausti Sveinsson. Lokasprettur ’96 í Varmadal HESTAR Umsjón Valdimar Kristinsson I HESTAÞÆTTI í þriðjudagsblaði féllu út úrslit sem fylgja áttu umfjöllun um Loka- sprett '96 og birtast þau hér. Tölt - Opinn flokkur 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Djákna frá Dunhaga 2. Hermann Þ. Karlsson, Fáki, á Díönu frá Litla-Dunhaga 3. Fríða H. Steinarsdóttir, Fáki, á Hirti frá Hjarðarhaga 4. -5. Guðmundur Guðmundsson, Geysi, á Blesa frá Önundarholti 4.-5. Vignir Siggeirsson, Geysi, á Rakel frá Ey 6. Ragnar Ólafsson, Fáki, á Núma frá Bergþórshvoli Tölt - Unglingar 1. Inga K. Traustadóttir, Herði, á Funa frá Hvítárholti 2. Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Herði, á Geysi frá Garðsá 3. Magnea R. Axelsdóttir, Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ 4. Helga Ottósdóttir, Herði, á Kolfinni frá Enni 5. Erla Sigurþórsdóttir á Kveiki frá Ártún- um 6. Signý Svanhildardóttir, Herði, á Skugga frá Egilsstöðum Tölt - Börn 1. Viðar ingólfsson, Fáki, á Fiðringi frá Ögmundarstöðum 2. Jóna M. Ragnarsdóttir, Fáki, á Leisti frá Búðarhóii 3. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki, á Hauki frá Akureyri 4. Bjarni Bjarnason, Trausta, á Blakki frá Þóroddsstöðum 5. Sigurður Pálsson, Herði, á Frey frá Geirlandi Gæðingaskeið 1. Hinrik Bragason, Fáki, á Aski frá Djúpa- dal, 100,5 2. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Tvisti frá Minniborg, 100 3. Páll B. Hólmarsson, Gusti, á Viljari frá Möðruvöllum 4. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Koli frá Stóra-Hofi 5. Sigurbjöm Bárðarson, Fáki, á Hlyni úr Skagafirði 150 metra skeið 1. Logi Laxdal, Fáki, á Gný frá Heiði, 13,17 sek. 2. Eiríkur Guðmundsson, Geysi, á Örvari frá Neðra-Ási, 13,55 sek. 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Snarfara frá Kjalarlandi, 13,68 sek. 4. Ragnar Ólafsson, Fáki, á Mosart frá Grenstanga, 14 sek. 5. Hinrik Bragason, Fáki, á Aski frá Djúpa- dal, 14,07 sek. 250 metra skeið 1. Hulda Gústafsdóttir, Fáki, á Koli frá Stóra-Hofi, 21,88 sek. 2. Sigurður V. Matthíasson, Fáki, á Tvisti frá Minniborg, 21,92 sek. 3. Eiríkur Guðmundsson, Geysi, á Örvari frá Neðra-Ási, 22,07 sek. 4. Ágúst Hafsteinsson, Andvara, á Erró frá Vík, 22,56 sek. 5. Þráinn Ragnarsson, Herði, á Spretti frá Kirkjubæ, 22,92 sek. ________MINWIWGAR ÞÓRIR BENEDIKTSSON + Þórir Benediktsson, iðn- verkamaður, fæddist á Hlíðarenda í Bárðardal 28. nóv- ember 1913. Hann lést á Landa- kotsspítala 28. ágúst siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bene- dikt Agúst Kristjánsson, f. í Fossseli i Köldukinn 26. ágfúst 1874, d. 12. maí 1952, og kona hans, Steinunn Guðrún Jóhann- esdóttir frá Sandhólum i Eyja- firði, f. 11. september 1876, d. 23. desember 1932. Systkini Þóris eru Hermann, f. 1904, d. 1993, Laufey Kristjana, f. 1908, d. 1992, Guðrún Anna, f. 1911, og Steingrímur, f. 1915. For- eldrar Þóris fluttu að Stóraási í Bárðardal 1915 þar sem þau bjuggu til ársins 1930 er þau fluttu að Svartárkoti í sömu sveit þar sem fjölskyldan var búsett næstu þrjú árin. Arið 1947 kvæntist Þórir Björgu Gunnlaugsdóttur, f. á Eiði á Langanesi 9. september 1917. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnlaugur Jónasson, f. á Eldjárnsstöðum 22. maí 1872, d. 16. desember 1962, og kona hans, Þorbjörg Daníels- dóttir, f. 22. ágúst 1879 á Eiði á Langanesi, d. 19. apríl 1936. Börn þeirra eru: 1) Hilmar, f. 15. apríl 1947, kvæntur Guð- laugu Olafsdóttur. Þeirra sonur er Olafur, f. 25. júní 1976. 2) Þorbjörg, f. 28. september 1951. Hennar maki er Ari H. Ólafsson. Börn þeirra eru Ólaf- ur Þór, f. 1. maí 1974, Björg, f. 20. jan. 1976, Helgi Þór, f. 8. apríl 1982, og Anna Guðrún, f. 5. febrúar 1988. 3) Benedikt, f. 9. febrúar 1953, kvæntur El- ínborgu B. Sturlaugsdóttir. Þeirra börn eru Bergur, f. 5. maí 1982, Matthildur, f. 19. nóvember 1984, og Sara, f. 5. september 1987. Sonur Bene- dikts með Þórdísi Guðmunds- dóttur er Þórir, f. 30. júní 1976. 4) Steinunn, f. 13. september 1954, maki Eyjólfur Brynjólfs- son. Þeirra börn eru Eyjólfur Karl, f. 8. febrúar 1984, og Þórir Örn, f. 27. nóvember 1986. Sonur Steinunnar og Þór- ólfs Halldórssonar er Kjartan, f. 13. janúar 1973. Börn Eyjólfs með fyrri konu, Rannveigu Karlsdóttur, eru Brynhildur, sem á eitt barn, Brynjólfur Gísli og Helga Lilja, sem á þrjú börn. 5) Herdís, f. 9. maí 1956, maki Guðmundur Ragnarsson, barn þeirra, Stella Rut, f. 28. febrúar 1995. 6) Gunnlaugur, f. 21. október 1957, kvæntur Sigrúnu Bjarnadóttur. Þeirra börn eru Ingibjörg, f. 27. október 1975, hún á einn son, Gabriel Dag, Rakel, f. 8. september 1978, og Eva, f. 4. febrúar 1992. Þórir og Björg hófu búskapinn í Hafnarfirði en fluttu til Reykja- víkur 1949, þar sem þau bjuggu fyrst á Kirkjusandi en fluttu árið 1954 í eigið húsnæði í Melgerði 12 sem verið hefur heimili þeirra síðan. Sama árið og þau Þórir og Björg giftu sig hóf Þórir störf sem iðnverka- maður hjá Trésmiðjunni Völ- undi. Þar starfaði hann sam- fellt til ársloka 1986 er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Þórir stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum í Reykjadal á árunum 1934-1937, fyrst við gagnfræðanám en síðasta vet- urinn var hann í smíðadeild skólans. Veturna 1939-1941 stundaði hann nám við Bænda- skólann á Hvanneyri í Borgar- firði og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Á þessum árum vann Þórir ýmis sveitastörf. Vann hann meðal annars að bústörfum hjá Þórólfi Sigurðs- syni í Baldursheimi í Mývatns- sveit og var ráðsmaður á Þing- eyrum í Húnavatnssýslu. Einn- ig vann hann ýmiss konar verkamannavinnu í Reykjavík eftir 1940. Útför Þóris fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. í dag verður móðurbróðir minn, Þórir Benediktsson, borinn til graf- ar. Á kveðjustund er við hæfi að líta til baka og rifja upp liðna tíð. Þá reikar hugurinn til æskustöðv- anna norður í Bárðardal þar sem Þórir átti sín uppvaxtarár. Benedikt afi hóf búskapinn á Hlíðarenda í Bárðardal. En þau hjónin áttu ekki jörðina og urðu að víkja af henni árið 1915. Fluttust þau þá að Stóraási í Bárðardal, sem er eitt af heiðarbýlunum milli Mý- vatnssveitar og Bárðardals sem byggðust upp á síðustu öld í kjölfar landþrengsla í dalabyggðum. Sjálfsagt hafa húsakynnin á Hlíð- arenda ekki verið til sérstakrar fyr- irmyndar á þessum árum. Samt sem áður er ekki að efa að flutningurinn þaðan að Stóraási hefur orðið mikil viðbrigði til hins verra fyrir fjöl- skylduna. Á Hlíðarenda var tví- mælalaust gott að búa, jörðin er miðsvæðis í blómlegri sveit, sléttar grundir og móar milli Skjálfanda- fljóts og skógi vaxinnar vesturhlíðar dalsins, byggð til beggja handa og beggja vegna Fljótsins. Aftur á móti var Stóriás eitt af afskekkt- ustu heiðarbýlunum í sveitinni, úr sjónmáli við alla mannabyggð og húsakynni vægast sagt léleg. En kostir leiguliðans voru ekki margir og því var stefnan tekin á heiðina þegar ekki fékkst húsnæði í dalnum. I Stóraási bjuggu þau hjónin síð- an til 1930 er jörðin fór í eyði og þar áttu systkinin sín uppvaxtarár. Enda þótt búskapur afa og ömmu í Stóraási einkenndist af hvíldarlitlu brauðstriti, sem börnin urðu að taka fullan þátt í svo fljótt sem þau voru þess megnug, fer ekki á milli mála að margar góðar minningar voru tengdar verunni þar. Þar áttu þau góða nágranna sem deildu með þeim áþekkum lífskjörum í blíðu og stríðu. Á Heiðinni ríkir mikil sum- arfegurð og öll náttúran iðar af lífi fugla og ferfætlinga, bæði villtra og taminna. Um það get ég borið, sem eytt hef margri vornóttinni á þessum slóðum í viðureign við lág- fótu. Úr hijóstrugum jarðvegi vaxa sterkir stofnar sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna. Það sann- aðist á systkinunum frá Stóraási og þar var Þórir engin undantekning. Ekki man ég sérstaklega eftir Þóri frænda á fyrstu árum mínum í Bárðardal. Kynni okkar hófust er ég þurfti að dvelja langdvölum á Landspítalanum árið 1945 vegna fótbrots. Kom hann stundum á spít- alann til að heimsækja þennan níu ára gamla frænda sinn. Eftir að spítalavistinni lauk dvaldi ég svo í nokkra mánuði að Hliði á Álftanesi þar sem þeir bræðurnir, Þórir og Steingrímur, bjuggu þá ásamt Benedikt afa. Á þeim tíma stundaði Þórir vinnu í Reykjavík með bú- skapnum á Hliði sem mun hafa ver- ið eggjaframleiðsla og ræktun garðávaxta. Á þessum tíma tók ég miklu ástfóstri við þessa frændur mína sem aldrei hefur borið skugga á. Veturinn 1955-56 vann ég á Keflavíkurflugvelli. Þá voru þau Þórir og Björg, eða Bogga eins og hún er oftast kölluð, flutt í Mel- gerði 12 og flest börnin fædd. Enda þótt húsið væri ekki stórt var ætíð nóg gistirými fyrir okkur frænd- urna, mig og Tryggva Kristjánsson, þegar við komum í bæinn um helg- ar og sannaðist þar að þar sem er hjartarými þar er og húsrými. Þá kynntist ég Boggu hans Þóris fyrst og gerði mér fljótt grein fyrir að frændi minn hafði verið meira en lítið heppinn í vali á eiginkonu. Ég var raunar ekki með öllu ókunnugur hennar fólki þar sem Jónas, bróðir hennar, og Laufey, systir Þóris, höfðu gengið í hjónaband árið 1939 og sest að á föðurieifð þeirra systk- inanna, Eiði á Langanesi. Á Eiði munu ieiðir þeirra Þóris og Boggu fyrst hafa legið saman enda þótt nokkur ár liðu þar til þau hófu bú- skap. Eftir að ég settist að í Reykja- vík með fjölskyldu mína voru heim- sóknir í Melgerði 12 einn af föstu punktunum í tilverunni. Áttum við Sigrún, kona mín, ótaldar ánægju- stundir þar og bundumst þeim hjón- unum, börnum þeirra og tengda- börnum traustum vináttuböndum. Þórir Benediktsson var meðal- maður á hæð og samsvaraði sér vel. Hann var alla tíð ákaflega starf- samur og samviskusamur svo af bar. Glöggt mátti fínna á húsbænd- um hans í Völundi að þeir kunnu að meta þessa eiginleika. Á árunum 1951 til 1954 byggði hann íbúðar- húsið sitt að Melgerði 12 að lang- mestu leyti í aukavinnu og án telj- andi aðkeyptrar vinnu. Bygging þess ber glöggt vitni um hagleik hans við smíðar. En Þórir átti fleiri áhugamál en vinnuna. Hann var nokkuð vel menntaður miðað við það sem gerð- ist á þeim tíma sem hann var að alast upp. Tómstundirnar notaði hann gjama til að lesa og hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum. Með þeim fylgdist hann með blaða- lestri og í gegnum útvarpið. í póli- tíkinni var afstaða hans skýr, hann var framsóknarmaður fram í fing- urgóma. Ekki var hann samt alltaf ánægður með gerðir sinna flokks- systkina heldur myndaði sér gjarna sjálfstæðar skoðanir og hafði gaman af rökræðum um menn og málefni þegar gesti bar að garði. Þau hjón- in voru vinamörg og því var oft gestkvæmt í Melgerði 12. Á heimili þeirra dvöldu og ættingjar að norð- an langtímum saman er þeir voru að afla sér menntunar í Reykjavík. Bókmenntir okkar Islendinga geyma ógrynnin öll af frásögnum um hetjur liðins tíma. Ætla mætti að á Söguöld hafi Islendingar verið samansafn af afreksmönnum sem hvorki létu hlut sinn fyrir löndum sínum né erlendum þjóðhöfðingjum. Líklega er þessi mynd ekki rétt. Trúlegra er að að baki hetjanna hafi leynst hinn almenni maður sem söguritarar fyrri tíma gleymdu að nefna af því að þeir gleymdu sér í frægðarljóma hetjanna. Kannske voru einmitt þessir gleymdu forfeð- ur okkar hinar raunverulegu hetjur sem héldu landinu í byggð og skil- uðu sterkum stofnum til framtíðar- innar. Þessa forfeður mætti gjarna nefna hetjur hversdagslífsins. Ég kýs að flokka Þóri frænda með þess- um hópi og er þess fullviss að hann muni sáttur við það. Með þessum línum flyt ég samúðarkveður frá móður minni, Guðrúnu Benedikts- dóttur í Svartárkoti, og afkomend- um hennar. Við Sigrún, börn okkar og íjölskyldur þeirra vottum Björgu og öðrum aðstandendum innilegustu samúð. Blessuð sé minning Þóris Benediktssonar. Haukur Harðarson frá Svartárkoti. í dag kveð ég elskulegan afa minn og vin, Þóri Benediktsson. Það er hálfskrýtið að þú sért farinn frá okkur, afi minn, en svona er gang- ur lífsins. Veikindi þín eru á enda og hvíldin eflaust kærkomin. Þú varst ávallt hlýlegur og góður við alla og ég gleymi aldrei þeim góðu stundum sem ég og aðrir deildu með þér í Melgerðinu. Greind þín og víðlæsi verður mér að leiðarljósi um ókomna framtíð. Hver fögur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og friðsemd hrein og hógvært geð og hjartaprýði stilling með. (Þýð H. Hálfd.) Hvíl í friði, elsku afi minn. Þinn vinur og barnabarn, Olafur Hilmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.