Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 33 RAGNAR STEFÁNSSON + Ragnar Stef- ánsson fæddist í Keflavík 5. októ- ber 1922. Hann lést á St. Jósepsspíta- lanum í Hafnarfirði 27. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Stefanía Steinunn Jóhanns- dóttir frá Ásólfs- stöðum á Vatns- leysuströnd og Stefán Árnason sjó- maður frá Tréstöð- um í Hörgárdal í Eyjafirði. Ragnar var einn sex systkina. Adolf Björnsson, Jóhann Björnsson og Björn Björnsson eru allir látnir, en eftirlifandi eru þau Haraldur Stefánsson og Ingibjörg Smith Stefánsdóttir. Ragnar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu Helgu Helgadóttur frá Vestmannaeyjum 31. desember 1944. Börnin þeirra fjögur eru: Ásta Þórey, Rósalind Kristín, Ragnhildur Guðrún og Róbert Elsku pabbi, þú hlýddir kalli skap- arans í síðustu viku. Það verður erf- itt að hugsa sér tilveruna án þín, en þótt þú sért ekki meðal okkar lengur muntu alltaf lifa í hjörtum okkar sem elskum þig svo mikið. Það er varla hægt að segja að við systkinin sem sitjum hér saman við mynd af þér og kertaljós, höfum styrk í að skrifa. En kærleikans orka knýr okkur áfram í að senda þér þessar línur. Þó þú hafir átt við erfíðan asmasjúk- dóm að stríða um nokkurra ára skeið og nokkrum sinnum fengið erfíð köst, hressist þú alltaf og varst farinn að reyta af þér brandarana eftir aðeins nokkurra daga aðhlynningu og súr- efni á St. Jósefs eða á Vífilsstöðum. Þinn örlagadag leið þér mjög illa og varst sendur á St. Jósefs. Þar varst þú kominn í öruggar kunnuglegar hendur. Ekki áttum við von á öðru en að þú næðir þér á strik, nú sem áður. En flótlega var vitað að þín útskriftarstund frá þessu jarðlífí væri komin. Þú hélst í hendur okkar sem vorum hjá þér og fékkst kveðjukossa frá öðrum sem ekki áttu heiman- gengt. Það var mikil ró yfír þér og þú sofnaðir svo vært. Við erum þess fullviss að margir tóku á móti þér þegar þú komst yfír. Við eigum svo góða að þar eins og hér. Elsku pabbi, við getum aldrei þakkað þér allt með þessum fátæk- legu orðum en við vitum að þú verð- ur áfram hjá okkur og skynjar sökn- uð okkar og þakklæti. Við biðjum þig að hjálpa okkur að taka gleði okkar á ný, því líf þitt snerist mikið um að gleðja aðra, gera gott úr hlut- unum og létta lund samferðafólks þíns með eðlislægri gamansemi. Þegar við systkinin lítum til baka eigum við hvert okkar yndisleg gull- korn minninga og sjáum við núna betur hve margt þú kenndir okkur. Hver uppsker sem hann sáir og þín uppskera er heilsteypt og samheldin fjölskylda. Þótt þú hafir oft verið lasinn og þreyttur gerðir þú alltaf eins lítið úr því og hægt var - út á við varstu alltaf að hressast. Við sjáum það núna að þú hlífðir okkur eins lengi og þú gast. Þjáning þín og grátur hjarta þíns var meiri yfir veikindum mömmu. Alzheimer-sjúkdómur hennar var þér þung byrði. En þú veist að þú mátt treysta því að við Þór. Barnabömin em orðin sjö og lan- gafabörnin tvö. Ragnar og Guðrún stofnuðu heimili í Reykjavík og bjuggu þar lengst af, en fluttu síðar til Garðabæjar. Ragn- ar lærði bifvéla- virkjun og síðar raf- virkjun. Hann varð rafvirkjameistari árið 1949. Lengst af starfsferli sínum vann hann sem raf- virkjameistari hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, eða frá árinu 1953 til loka starfsald- urs. Þar sá hann um viðhaid og rekstur rafkerfis verksmiðjunn- ar. Hann var til fjölda ára í stjórn starfsmannafélags Áburðarverksmiðjunnar og í rúm 30 ár var hann í Oddfellow- reglunni Þorkeli mána. Utför Ragnars fór fram frá Fossvogskirkju 2. september síðastliðinn. munum hugsa um hana eins og við getum, þar til hún fer til þín. Við ætlum ekki með þessum orð- um að kveðja þig, heldur þakka þér fyrir að hafa fengið að vera börnin þín, því við vitum að við eigum eftir að hittast á ný. Guð geymi þig, elsku pabbi. Róbert, Ragnhildur, Rósalind og Ásta. Mig langar til að minnast tengdaföð- ur míns, Ragnars Stefánssonar, í örfáum orðum, nú á þessari kveðju- stund. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann er hversu stutt var alltaf í góða skapið og glettnina. Hann benti ávallt á góðu hliðamar í fari fólks og minn- ist ég þess ekki að hafa heyrt hann segja ljótt orð um nokkurn mann. Enda þótt kynni mín af Ragnari hafí ekki verið löng er ég viss um að hlý orð hans og góður hugsunarháttur eiga eftir að fylgja mér lengi. Ragnar var vel gerður maður og átti hann sérstaklega auðvelt með að samgleðjast fólki. Það var ósjald- an sem ég heyrði hann hvetja fólk til að lyfta sér upp og gera eitthvað skemmtilegt. En setninguna sem Ragnar sagði við mig er við höfðum aðeins þekkst í fáeina mánuði geymi ég á sérstök- um stað og gleymi aldrei, en hún var á þá leið að kærleikur og vænt- umþykja væri það sem skipti máli, en ekki veraldiegir hlutir. Elsku Ragnar, þakka þér fyrir þennan stutta tíma sem ég fékk að þekkja þig. Ég veit að þér líður bet- ur núna. Góður Guð geymi þig. Hulda Olsen. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Hitvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við blöndum litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 HALLDÓRA ÁSLA UG GEIRSDÓTTIR + Halldóra Ás- 1 Iaug Geirsdótt- ir var fædd á Bjargi á Akranesi 2. ágúst 1916. Hún lést á kvennadeild Landspítalans 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Geir Jónsson frá Lamb- húsum á Akranesi og Gróa Halldórs- dóttir frá Rein í Innri-Akranes- hreppi. Alsystkini hennar eru: 1) Ald- in Sólbjört, f. 1.3.1910, d. 1910. 2) Alexander Reynholt, f. 21.8. 1911, d. 1982. 3) Lúðvík Haf- steinn f. 12.5. 1914. Hálfsystk- in samfeðra en móðir þeirra var Margrét Jónsdóttir: 1) Guðmundur, f. 2.3. 1920, d. 1984. 2) Sigurður, f. 20.5.1921. 3) Gróa Geirlaug, f. 8.5. 1922. 4) Unnur Jóna, f. 15.5. 1923. Halldóra Áslaug giftist Guðna Þ. Jónssyni húsgagna- smið frá Vopnafirði, f. 17.4. 1914. Börn þeirra eru: 1) Guðni J., f. 25. maí 1939, rennismið- ur, kvæntur Ingu Kjartans- Nú er lífsljósið hennar Halldóru slokknað og langar okkur tengda- börnin hennar til að þakka henni samfylgdina og minnast hennar með nokkrum orðum. Ung flutti hún frá Akranesi til Reykjavíkur en þar kynntist hún mannsefninu sínu, Guðna Þ. Jóns- syni, sem var við nám í húsgagna- smíði hér í Reykjavík, en hann var ættaður frá Vopnafírði. Strax eftir nám Guðna hófu þau búskap á Akranesi. Eftir tvö ár fluttu þau til Vopnafjarðar, en þar vann Guðni við smíðar ásamt smábúskap. Börnin fæddust hvert af öðru svo nóg var að gera á stóru heimili sem var án allra þæginda eins og al- gengt var á þeim tíma. Árið 1959 taka þau sig upp og flytja til Reykjavíkur þar sem Guðni gerist húsvörður, fyrst á Kleppsvegi 2, síðan í Bjarkarási við Stjömu- gróf, en í kringum 1980 flytja þau í Hátún lOa, þar sem Guðni gerist húsvörður. Eftir lát Guðna tók Halldóra við starfí hans og vann dóttur húsmóður og eiga þau tvær dætur, Karenu og Björk. 2) Þórunn, f. 2. 2. 1943, sjón- þjálfi, gift Guð- mundi Agústssyni múrara. Börn Þór- unnar frá fyrra hjónabandi eru tvö, Sigrún og Gunnar Smári. 3) Jón Geir, f. 24.12.1944, húsa- smiður, kvæntur Önnu Felixdóttur matráðskonu og eru börn þeirra þijú, Helena, Guðni Þór og Hrafnhildur. 4) Halldór, f. 21.11. 1945, bóndi í Efra Seli í Hrunamannahreppi, kvæntur Ástríði G. Daníelsdóttur hús- móður og eiga þau tvö börn, Daníel og Halldóru. 5) Hjörtur, f. 16.8. 1950, framkvæmda- stjóri, kvæntur Guðrúnu Jónu Valgeirsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn, Hörpu, Valgeir Þór, Andra Örn og Sindra Má. Útför Halldóru fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. við það í mörg ár. Var hún sérlega vel liðin og hjálpsöm við fólkið sem þurfti á hjálp að halda. Tengdamamma var alveg ótrú- lega hress og til marks um það er að eftir lát Guðna, þegar hún var 66 ára, dreif hún sig í að læra á bíl því eins og hún sagði: „Annað- hvort er að læra á bíl eða selja hann,“ svo hún tók bara bílpróf og var ekki upp á neinn kominn með að koma sér á milli staða. Þau hjónin áttu sumarhús í landi sonar þeirra að Efra Seli í Hruna- mannahreppi og þar undu þau sér vel. Eftir lát Guðna skellti Halldóra sér austur ef hana langaði til, heim- sótti bömin og barnabörnin hér í Reykjavík, og var alltaf á ferðinni. Hún tengdamamma var alveg ein- stök kona, ætið hress og kát, enda fyllti hún staðina lífí hvar sem hún kom. Þótti hún alveg ómissandi þeg- ar fjölskyldan hélt sín þorrablót eða fór í sína árlegu fjölskylduferð. Aðaláhugamál Halldóru var gömlu dansarnir, en þau hjónin höfðu stundað þá í mörg ár. Eftir lát Guðna hélt hún áfram að stunda gömlu dansana, því hún hafði eign- ast marga og góða vini þar sem hún hélt alltaf tryggð við. Nú á kveðjustundinni langar okk- ur að þakka henni samfylgdina og munum við minnast hennar með hlýju og þakklæti í hjarta. Blessuð sé minning Halldóru Geirsdóttur. Tengdabörn. Nafn Drottins er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er þar óhultur. (Orðsk. 18:10) í friði leggst ég til hvfldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan i náðum. (Sálmur 4:9) Elsku amma mín. í veikindum þínum fannst þú þinn styrk í Drottni og nú ertu óhult. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem þú skilur eftir handa okkur. Hvert sem litið er, eru það bara góðar minningar. Það eru líklega fáir jafn fórnfús- ir og hjálpsamir og þú varst. Ef einhver þurfti á hjálp að halda, varst þú alltaf mætt á staðinn með útrétta hjálparhönd. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku amma mín, en ég á fullviss- una um það að við eigum eftir að hittast aftur á efsta degi þegar Drottinn Jesús kemur að sækja hjörð sína. Ég kveð þig að sinni með 23. Davíðssálmi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Takk fyrir allt. Þín Sigrún. ® [M HÁÞRÝSTIDÆLAN t - leikandi létt • betri hreingerning • minni vatnsþörf • meiri vinnuhraði • fjöldi aukahluta S T 0 F N A SKEIFUNNI 3E-F ■a- 581 2333-FAX 568 0215 156 BAR með snúningsstút

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.