Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR HALLDÓRSSON •4- Birgir Halldórs- 1 son var fæddur 21. september 1937. Hann lést 26. ágúst síðastliðinn. Birgir var sonur hjónanna Rutar Guðmunds- dóttur frá Helga- vatni í Þverárhlíð, fædd 7. júlí 1911, og Halldórs Þpr- steinssonar, frá Ós- eyri við Stöðvar- fjörð, fæddur 23. júlí 1912, dáinn 11. desember 1983. Bróðir Birgis er Sigurður Rafnar Halldórsson, fæddur 24. júni 1934, kvæntur Kristínu Sigurbjarnardóttur. Birgir ólst upp á Akranesi en fluttist til Reykjavíkur tæplega 18 ára gamall og hóf störf á Hafrannsóknastofnun þar sem hann starfaði í tvo áratugi. Arið 1971 stofnaði Birgir ásamt eiginkonu sinni verslunina Búsáhöld og gjafavörur sem hann rak til dánardags. Birgir kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sigríði Auðuns- dóttur, fædd 20. apríl 1939, þann 23. janúar 1960. Þeirra börn eru: 1) Soffía Auður, fædd 25. september 1959, gift Þorvarði Arnasyni. Þeirra dóttir er Sigríður Þórunn, fædd 21. nóvember 1995. Synir Soffíu Auðar eru Jökull Bassi, fæddur 6. júní 1981, og Kolbeinn, fæddur 24. maí 1985. 2) Halldór Þorsteinn, fæddur 30. desember 1960, í sambúð með Steinunni Ragnars- dóttur. Þeirra son- ur er Birgir Haukur, fæddur 5. nóvember 1995. Dætur Hall- dórs af fyrra hjónabandi eru Bergþóra, fædd 9. október 1983, og Valgerður, fædd 16. júní 1986. 3) Birgir Ellert, fæddur 26. ágúst 1965, í sam- búð með Eyrúnu Ingadóttur. 4) Ægir, fæddur 28. desember 1966, kvæntur Auði Björk Guð- mundsdóttur. Þeirra börn eru Andrea Líf, fædd 16. apríl 1988, og Guðmundur Birgir, fæddur 3. apríl 1990. Utför Birgis Halldórssonar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 4. september, kl. 13.30. Á þessu hausti, sem í raun réttu hófst um miðjan maí, verða þrjú ár liðin frá fyrstu kynnum okkar Birg- is. Allt voru þetta ár óvenju mikilla viðburða í mínu lífi, viðburða sem flestir vörðuðu Birgi Halldórsson einnig, á einn eða annan hátt. Á þessu tímabili tengdumst við tengda- feðgarnir í senn táknrænum, form- legum og lífrænum böndum. Þannig gekk ég að eiga einkadóttur hans á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna, Birgis og Sigríðar, og tæpu ári síðar eignuðumst við Soffía Auð- ur okkar eigin dóttur - mitt fyrsta barn - sem skírð var Sigríður Þór- unn í höfuðið á ömmum sínum. Öll ofangreind bönd voru og eru mér mikilvæg en þó met ég samt mest þau bönd sem ótalin eru, bönd þeirr- ar vináttu sem milli okkar Birgis hafði skapast á árunum þremur. Það var engan veginn sjálfgefið að slík Eiginmaður minn, t ÁSÓLFURPÁLSSON, Ásólfsstöðum, er látinn. Ragnheiður Gestsdóttir. t Okkar ástkæri faðir og uppeldisfaðir, SVAVAR GESTS, Miðleiti 3, Reykjavík, lést í Landspítalanum 1. þessa mánaðar. Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðn- ir um að hafa Krabbameinsfélagið í huga. Bryndís Svavarsdóttir, Hjördis Svavarsdóttir, Hörður Svavarsson, Gunnar Svavarsson, Máni Svavarsson, Nökkvi Svavarsson, HólmfríðurÁ. Bjarnason. Lokað í dag vegna útfarar BIRGIS HALLDÓRSSONAR verslunarmanns. Búsáhöld og gjafavörur, Kringlunni Rvík, og Miðbæ Hf. Af árstíðunum fjórum kann ég alla jafna best við haustið. Ástæða þess er mér ekki fullkomlega Ijós, haustið hreyfir við einhverjum strengjum djúpt innra með mér sem fátt eða ekkert annað fær snortið. Haustið er breytilegast árstíða og jafnframt sérdeilis mótsagnakennt - það er svo erfitt að fallast á yfírvof- andi heimreið dauðans mitt í allri fegurðinni sem öðru fremur einkenn- ir framrás hans. Fyrir vikið verður haustið einkennilega ljúfsárt, treg- inn er aldrei einráður heldur meira eða minna blandinn öðrum, mildari kenndum sem lina biturð hans. Kannski væri andlát ástvinar að sama skapi léttbærari ef okkur mönnunum gæfust eitthvað í líkingu við haustliti lyngs og blóma - en þar skiija leiðir með mönnum og jurtum og á slíkum stundum ræður því treginn einn. vinátta næði að þróast því eins og við mátti búast var býsna margt sem skildi persónur okkar að. Engu að síður skaut vináttan rótum og það nánast frá fyrstu stund. Þróun henn- ar var ef til vill nokkuð varfærnisleg í byijun en eftir því sem á leið sann- færðist ég æ betur um þann vildar- hug sem Birgir bar í minn garð - þá ótvíræðu umhyggju og virðingu sem ég, fyrir mitt leyti, reyndi eftir megni að endurgjaida. Nú, viku eft- ir ótímabært fráfall hans, er ég rétt farinn að átti mig á öllu því sem ég mun sakna á komandi árum en ég veit þó að vinarhugur Birgis verður þar mjög ofarlega á blaði. Mitt í þessum skrifum læðist að mér sú hugsun að Birgir, tengdafað- ir minn, hefði ef til vill ekki verið alls kostar sáttur við þau orð sem hér hafa ratað á örk í minningu hans. Ekki sökum þess að þau væru ósönn, heldur vegna þess að þar færu hlutir sem nánast óþarft væri að tala um, hvað þá pára niður á blað. Birgir gaf afar lítið fyrir tilfinn- ingasemi, af hvaða tagi sem var - það var mun meira í hans anda að framkvæma, að ráða bót á vandan- um í stað þess að eyða tímanum í tilgangslítið snakk. Á sama tíma var hann bæði hjartstór og réttsýn mað- ur sem tók vanda annarra greinilega mjög nærri sér - en hver sá vandi sem að honum sneri var hins vegar alfarið hans einkamál. Þótt við för- um svo ólíkar leiðir að lausn þess tilfinningavanda sem á okkur hvilir, trúi ég því samt að hann hefði virt þetta við mig - á sama hátt og ég virði þá hlédrægni sem hann sjálfur kaus. Birgir Halldórsson verðskuldar svo sannarlega margfalt lengra mál af minni hálfu en með hliðsjón af líklegustu óskum hans er vissara að hafa framhaldið einfalt og knappt: Hvíl þú í friði, kæri tengdafaðir. Þorvarður Árnason. Birgir Halldórsson var fallegur maður til sálar og líkama. Hann var gull að manni og kvennagull. Þó átti aðeins ein kona hug hans. Sig- ríður hefur því ekki aðeins misst eiginmann heldur og elskhuga allt frá æskudögum. Öll söknum við vin- ar í stað. Stutt var á milli æskuheimila okk- ar systkinasonanna á Akranesi. Ég og systkini mín voru heimagangar hjá Halldóri og Rut sem nær alltaf voru nefnd í sama orðinu, rétt eins og Sigga og Biggi. Samt kynntumst við frændi ekki að gagni fyrr en við vorum fulltíða menn. Á þau kynni bar aldrei skugga. Birgir var völundur. Handlagni hans og verkkunnáttu var viðbrugð- ið. Það reyndum við Þórunn þegar hann af ósérplægni og alkunnum dugnaði hjálpaði okkur að koma í stand íbúð okkar á Fornhaganum sem varð heimili okkar í aldarfjórð- ung. Það drengskaparbragð fengum við aldrei fullþakkað. Frændi var fluggáfaður. Hann hefði til dæmis orðið fiskifræðingur á heimsmælikvarða hefði hann svo kosið. Háskólanám lét hann hins vegar börnum sínum eftir sem þau Sigríður studdu með ráðum og dáð. Ég held að eðlislæg sjálfskapar- viðleitni og einstaklingshyggja hafi mestu ráðið um að Birgir kaus fyrst og fremst að ganga í skóla lífsins. Viðskiptavit og sjálflærð verslunar- kunnátta varð grunnur að grósku fyrirtækis þeirra hjóna. Hann vildi ekki eiga neitt undir öðrum. Hæglátur húmor Birgis gerði hann eftirsóttan gest. Það kom ein- hvern veginn af sjálfu sér að mann- SérC'ræðingar í blóinaskreytinguni við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 fagnaður í fjölskyldunni varð varla haldinn án hans. Þannig varð til dæmis um rauðmagaveislur mínar á vorin sem ætlaðar voru bræðrum mínum og mág - þær voru samt ekki haldnar án hans. Hann hafði sterka nærveru. Og nú er hann fallinn í valinn svo langt um aldur fram að erfitt er að sætta sig við. Kannski kennir það manni að líf og heilsa er ekki sjálf- gefin. Að manni lærist að grípa and- artak dagsins. Guð geymi minningu Birgis Hall- dórssonar og gefi Rut, Sigríði og fjölskyldunni allri sálarstyrk á sorg- arstund. Björn Þ. Guðmundsson. Kynni mín af Birgi Halldórssyni hófust fyrir rúmlega 20 árum er hann keypti af foreldrum mínum hlut í jörðinni Reykjum á Reykja- strönd sem þá var komin í eyði. Bústaður var reistur á staðnum, smár í sniðum í fyrstu en var stækk- aður síðar. Samkvæmt heimildum dagbókar, sem frammi er höfð á staðnum, var oft mannkvæmt og gleði í ranni þótt hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja og þægindi að hætti frum- byggja. Hlý glaðværð, smekkvísi og höfðingieg gestrisni mettaði and- rúmsloft. Þrátt fyrir uppruna á fjarlægum slóðum bundu þau hjón tryggð við þennan stað og dvöldust þar oftar en hægustu ástæður leiddu til því um langvegu var sótt. Birgir Halldórsson var gæfumað- ur í einkalífi og fjölskyldan var hon- um kær. Hann dreymdi um hæg verkalok og aukið næði til að njóta með eiginkonunni kyrrðar og slök- unar í hlýlega bústaðnum þeirra við ströndina undir Tindastóli þar sem sólnætur verða fegurstar og óska- steinar dansa í Glerhallavík á Jóns- messunótt. Þessu viku örlögin annan veg. Ég á margar góðar minningar frá heimsóknum til Birgis og fjöl- skyldu hans í þennan bústað sem mér stóð reyndar ævinlega opinn til afnota. Þessar línur eiga að flytja þakkir fyrir kynni, sem ég hefði ekki viljað vera án og dýpstu hlut- tekningu til eiginkonu og fjölskyldu við sviplegt fráfall. Á kyrrum síðkvöldum ber við að úr íjallinu ofan við Reyki heyrist hljómur, líkur því sem verður þá kirkjuklukku er hringt. Enginn veit tilurð þessa hljóms, né heldur til- efni. Nú á þessum degi þætti mér hlýða að sá ókunni hringjari seildist til klukkustrengsins. Árni Gunnarsson. Það sló þögn á heimilin okkar, þegar hún Sigríður Auðunsdóttir, Sigga vinkona okkar og eiginkona Birgis, hringdi og tjáði okkur að Birgir væri dáinn, eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Sigga lét hans hinstu ósk rætast um að fá að vera síðustu stundirnar heima í faðmi fjöl- skyldunnar. Minningar um Birgi hrannast upp í huga okkar, sem hafa verið þess aðnjótandi að kynnast honum og Siggu og eiga þau sem vini og fé- laga í 40 ár. Það er mjög sérstakt að svo stór vinahópur, sem varð til í Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1957, og tvöfaldaðist síðan með eig- inmönnunum, hafi haldið hópinn síð- an. Eiginkonurnar með sínum saumaklúbbi og við karlarnir svo á skemmtikvöldum og eða skemmti- helgum. Á seinni árum hefur hópur- inn fjölmennt árlega til Kanaríeyja. Þar lék Birgir stórt hlutverk m.a. við eldamennsku á saltfiski og eðal- súpu í ferðafélagana. Við viljum þakka Birgi fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við átt- um með honum. Eitt viljum við segja þér, Sigga mín, þó að Birgir hafi kvatt okkur að sinni, átt þú okkur öll að sem vini og félaga. Við munum reyna að styrkja þig og þína fjöl- skyldu í ykkar sorg. Minningin um góðan dreng og vin mun lifa með okkur. Sigga mín, við félagar þínir viljum votta þér og þinni fjölskyldu innilega samúð á þessari sorgarstund og biðj- um góðan guð að styrkja ykkur. Við vitum að raunverulega deyr enginn sem maður elskar, heldur lifír minn- ingin áfram í hjörtum okkar. Halldóra og Ingólfur, Elsa og Steinar, Björg og Hilmar, Sigrún og Sigurjón, Hertha og Baldur, Þóra og Hafsteinn. Vinur minn og mágur, Birgir Halldórsson, er látinn langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Birgi (Bigga) fyrst haustið 1954 en þá settist hann á skólabekk í Menntaskólanum að Laugarvatni, þar sem ég var við nám. Ekki urðu kynni okkar mikil þá, enda ekki bekkjarbræður, og auk þess hvarf Biggi fljótlega frá menntaskólanámi. Sigríður (Sigga) systir mín var við störf á Laugar- vatni þennan vetur og þá byijuðu þau Biggi að stinga saman nefjum. Þráðurinn milli þeirra slitnaði aldrei eftir það og fjórum árum síðar hófst sambúð þeirra fyrir fullt og fast. Síðan hafa þau verið óaðskiljanleg. Ég hef stundum sagt í hálfkær- ingi að hjónabandinu megi skipta í þijá flokka. Hjá stórum hópi endar það með skilnaði, hjá öðrum hópnum er það farsælt en hjá þriðja og minnsta hópnum er það hamingju- samt. Okkur, sem fylgdumst með Siggu og Bigga, var alltaf ljóst að þau voru einstaklega hamingjusöm í hjónabandinu, svo eftir var tekið. Sigga og Biggi eignuðust fjögur börn og barnabörnin eru orðin átta. Fjölskylduböndin hafa alltaf verið mjög sterk, enda finnst manni það leiða af sjálfu sér, þar sem jafn mik- il ást og eindrægni ríkti milli foreldr- anna og þá ekki síður í garð barn- anna. Síðustu tvö barnabörnin bætt- ust í hópinn síðastliðið haust, dreng- ur og stúlka, sem voru skírð Birgir og Sigríður í höfuð afa sínum og ömmu. Hamingjuhjólið virtist á fullri ferð. En skjótt skipast veður í lofti. Birgir greindist með magakrabba- mein seinni part maímánaðar. Þó allir nákomnir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins grunaði engan, þegar hann fór í uppskurðinn í júníbyijun, að hann ætti ekki afturkvæmt heim, þar til síðustu dagana í ágúst, þegar hann óskaði eftir að fá að fara heim til að deyja. Sannarlega má segja að Biggi hafi komið eins og stormsveipur inn í fjölskyldu okkar. Fyrirferðarmikill róttæklingur úr sjávarplássi kom með fyrirgangi inn í íhaldssama sveitafjölskyldu. Það var því spurn í augum sumra. En hafí mátt flokka þá spurn undir tortryggni, þá hvarf hún fljótt. Okkur varð öllum ljóst að bak við fasmikið yfirborðið var hógvær og hugsandi maður, afar traustur og hjálpsamur. Biggi hafði heldur ekki verið mörg ár í fjölskyld- unni þegar Auðunn faðir okkar lést af slysförum. Eftir það áfall og æ síðan reyndist hann móður okkar einstök hjálparhella, enda saknar hún hans sárt nú þegar hún í hárri elli sér á eftir honum. Biggi var baldinn á unglingsár- unum og honum gekk ekki vel að beygja sig undir skólaaga, þó náms- hæfileikar væru ótvíræðir. Hann hvarf því frá námi og fór að vinna hjá Hafrannsóknarstofnun _og starf- aði þar hátt í tuttugu ár. Á þessum árum brasaði hann við ýmislegt ann- að til að drýgja tekjumar, var meðal annars í trilluútgerð með æskuvini sínum Jóni Sigurðssyni í nokkur ár. Síðan fór Biggi að reyna fyrir sér í verslunarrekstri og áður en varði fór reksturinn að blómstra og varð svo fyrirferðarmikill að hann ákvað að hætta störfum hjá Hafró. Ég held að Biggi hafi þó lengi vel saknað starfsins þar, en hins vegar voru launin óviðunandi og það vó þyngst þegar hann ákvað að segja skilið við Hafró. Verslun sína kölluðu þau Sigga og Biggi „Búsáhöld og Gjafavörur". Verslunin óx og dafnaði í höndum þeirra, enda lögðu þau áherslu á lágt vöruverð. Síðustu árin hefur verslunin verið í verslanamiðstöð Kringlunnar og í Miðbæ í Hafnar- firði. En Biggi var ekki eingöngu í smásöluverslun. Mjög fljótlega fór hann einnig að flytja vörur sínar inn sjálfur og hefur það aukist jafnt og þétt öll árin, þannig að hann var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.