Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, SIGRÍÐUR G. BRYNJÓLFSDÓTTIR PETERSEN, Oddagötu 16, Reykjavík, andaðist 18. ágúst sl. á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Þórir Gíslason, Helga Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN VALDÍS ÞÓRARiNSDÓTTIR, Daialandi 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. september kl. 13.30. Sigurlaug Mjöll Ólafsdóttir, Magnús Skúlason, Jón Þorberg Ólafsson, Snjólaug Benjamínsdóttir, Hjördis Ólafsdóttir og barnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðír og sambýlismaður, LEIFJOHAN KARLSSON, sem lést af slysförum 7. ágúst sl., verð- ur jarðsunginn í Bomhuskirkju í Gávle í Svíþjóð þann 12. september nk. kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Birgitta Karlsson, Leif Karlsson, Per Karlsson, Matthildur Valdimarsdóttir. t Minningarathöfn um ástkæran föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, SVERRI HALLDÓR SIGURÐSSON stýrimann, Hnffsdalsvegi 8, ísafirði, sem fórst með Æsu ÍS 87 þann 25. júlí síðastliðinn, verður í (safjarðarkirkju laugardaginn 7. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitirnar á Vestfjörðum. Sveinsina Björg Jónsdóttir, Sigurbjartur Ágúst Þorvaldsson, Sigurgeir Hrólfur Jónsson, Þórdís Mikaelsdóttir, Bjarnþór Haraldur Sverrisson, Sigriður Inga Sverrisdóttir, Arni Sigurðsson, Kolbrún Sverrisdóttir, Guðmundur Bjarni Sverrisson, Halldór Benedikt Sverrisson, Hafsteinn Sverrisson, Margrét Björgvinsdóttir, Kristjana Sigurðardóttir og barnabörn hins látna. t Minningarathöfn um ástkæran sambýl- ismann minn, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, bróður og afa, HÖRÐ SÆVAR BJARNASON skipstjóra, Hm'fsdalsvegi 8, ísafirði, sem fórst með Æsu (S 87 þann 25. júlí síðastliðinn, verður í ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. september kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitirnar á Vestfjörðum. Kolbrún Sverrisdóttir, Hörður Sævar Harðarson, Sverrir Guðmundur Harðarson, Sigrún Gunndís Harðardóttir, Bjarni Harðarson, Erla Harðardóttir, Hörður Albert Harðarson, Regína Harðardóttir, Kjartan Sævar Harðarson, Sigurveig Björg Harðardóttir, Magnúsina Laufey Harðardóttir, Vigdís Erlingsdóttir, Jakob Jónsson, Kristín Kristjánsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Jóhann Egilsson, Gísli Rúnar Harðarson, Hulda Björk Georgsdóttir, Kristjana Birna Marthensdóttir, Simon Andreas Marthensson, Martha Lilja Marthensdóttir, Gísli Samúelsson, Veigar Guðbjörnsson, Guðrún Þorkelsdóttir, Maron Pétursson, systkini og barnabörn hins látna. SIGURÐUR ARNÞÓR ANDRÉSSON + Sigurður Arn- þór Andrésson rafeindavirkja- meistari fæddist 14. desember 1947. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Davíðsson kennari, f. 14. sept. 1921 og Kristbjörg Sigurðardóttir, f. 29. sept. 1927. Faðir Sigurðar kvæntist Jakobínu K. Stefáns- dóttur og er Þórunn Andrésdóttir kenn- ari, f. 20. apríl 1955, dóttir þeirra. Móðir hans giftist Sig- urði Þorleifssyni bónda á Karls- stöðum í Breiðdal. Þeirra börn eru: Stefanía, f. 8. nóv. 1952, Sigríður, f. 21. júlí 1953, Sólveig, f. 1. feb. 1957, Sig- rún, f. 7. okt. 1958, Siggerður Ólöf, f. 25. des. 1963 og Jóna Kristín, f. 27. ágúst 1967. Sigurð- ur kvæntist Sigríði Jónínu Garðarsdótt- ur kennara, f. 9. mars 1948. Hennar foreldrar eru Guð- rún Sigfúsdóttir og Garðar Jónsson fyrrv. skólastjóri. Synir Sigurðar og Sigríðar Jónínu eru Garðar Guðmundur tannlæknanemi, f. 1. apríl 1972, unnusta hans er Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, og Arnar stúdent, f. 11. maí 1974. Útför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum Sigurðar Andréssonar rafvirkjameistara sem borinn verður til grafar í dag frá Akureyrarkirkju. Fyrstu kynni okkar voru um jól fyrir um þijátíu árum norður á Hofs- ósi. Sigga Jóna frænka mín kom heim í jólafrí úr höfuðstaðnum og með sér hafði hún kærasta sem hún var yfir sig ástfangin af. Við Sigga Jóna erum systraböm, en hún var einkabarn foreldra sinna og litum við systkinin nánast á hana sem systur okkar, enda bjó hún alla upp- vaxtartíð sína í námunda við heimili okkar. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem við tókum á móti mannsefni hennar, því við vomm vandlát fyrir hönd frænku okkar. Frá fyrstu kynnum kom í ljós að við þurftum ekki að hafa neinar áhyggj- ur af vali hennar. Siggi var myndar- legur, nokkuð þrekinn og dökkur yfirlitum, sem minnti mig á mann með spænskt blóð í æðum, enda ættaður austan úr Breiðdal. Þar ólst hann upp hjá ömmu sinni og Guð- mundi Sigurðssyni móðurbróður sín- um. Honum var strax afbragðsvel tekið í fjöskyldunni og ekki var það verra að fá nýjan mann í spila- mennskuna, enda var spilað á spil mestallt jólafríið. Þá var oft glatt á hjalla, enda hlátur Sigga dillandi og var alltaf til þess að gera þá glaða sem í kringum hann vom. Svefn var þá fjarri okkur og oft var spilað langt fram á nótt. Á þessum tímum kom einlægni hans og grandaleysi gagn- vart öðrum vel í Ijós. Timinn leið og aftur komu jól. Sigga Jóna og Siggi birtust á Hofs- ósi og sagan endurtók sig. Um sum- arið 1970 vom þau gefin saman í hjónaband í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Það var hátíðleg stund er Garðar leiddi dóttur sína inn dóm- kirkjugólfið til að gefa hana verð- andi tengdasyni. Ég fullyrði að Garð- ar varð ekki fyrir vonbrigðum því alla tíð var mjög hlýtt á milli hans og tengdasonarins og auðséð var að þeir mátu hvor annan að verðleikum, enda báðir einstaklega rólyndir og traustir. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Siggi og Sigga Jóna í Kópavogi. Eg var þá nýkominn heim frá námi ytra svo leiðir okkar lágu oft saman þenn- an tíma bæði í Kópavoginum og á heimili mágkonu hans, Erlu, austur í Laugardal, en þær Sigga Jóna og Erla eru sammæðra. Þá er þess óget- ið að oft leitaði ég í smiðju til hans ef bíll minn var í ólagi og lagfærði hann fljótt og vel það sem að var, enda bráðlaginn og útsjónasamur. Úr Kópavoginum lá leiðin til Ak- ureyrar, sem varð heimabær þeirra uppfrá því. Þar reisti Siggi fallegt og vandað hús og þau bjuggu sér hlýlegt heimili þar sem gott var að koma. Hann starfaði sem rafvirki hjá Möl og sandi hf. uns hann gerð- ist rafverktaki á síðasta ári. Þó nú væri vík milli vina átti þó við svo sem segir í Hávamálum að „til góðs vinar liggja gagnvegir þótt firr sé farinn“. Ævinlega þegar við hitt- umst var engu líkara en við hefðum hist deginum áður. Þau voru mikið útivistarfólk hjónin og eftir að tjald- vagninn kom til sögunnar var það ofur eðlilegt að rekast á þau með hann í eftirdragi. Vinátta okkar Sigga efldist enn, er við fyrir fjórum árum fórum að endumýja íbúðarhúsið í Gröf í Skagafirði, sem var æskuheimili mæðra okkar Siggu Jónu konu hans. Var hann ásamt okkur fullur áhuga að koma húsinu í gott lag svo unnt væri að nota það sem sumarsetur. Einkennandi var fyrir Sigga er hann veitti okkur hinum ráðgjöf að hann einblíndi ekki á eina lausn heldur benti á nokkra valkosti, enda tók hann sjálfur ákvarðanir að vel ígrunduðu máli. Hann hafði yfimm- sjón með endurnýjun raflagna í hús- inu og vann hann þau verk af sam- viskusemi og fagmennsku og því sem hann lofaði mátti treysta. A síðasta ári var húsið tekið í notkun og þær tólf fjöskyldur sem að þessu stóðu tóku við sumarsetrinu. Við bræðum- ir þökkum honum hans liðsinni við að láta þennan draum rætast. Þau hjónin eignuðust tvo syni, Garðar Guðmund, sem stundar nám á þriðja ári í tannlæknisfræði við Háskóla íslands og Arnar, sem ný- lokið hefur stúdentsprófi. Siggi var metnaðarfullur fyrir hönd sona sinna og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Er hann ræddi um þá kom sérstakur glampi í augu hans og virtist hann hafa næmni gagnvart þörfum þeirra og gladdist með þeim við hvem unn- inn áfanga. Við Siggi hittumst í síðasta sinn í byijun júní sl. er hann kom til að vera viðstaddur útför móður minnar norður í Gröf. Urðu þá að vanda vinafundir og var það fjarri huga mínum að ekki yrði um aðra endur- fundi að ræða í lifanda lífi. Ég bið Guð að blessa frænku mína, syni og tengdaföður hans og gefa þeim styrk á þessum sorgar- stundum. Jón Ólafsson. Um leið og við kveðjum ástkæran bróður okkar og vin, viljum við minnast hans með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku bróðir, minning þín mun alltaf verða okkur afar kær. Þín verður sárt saknað, jafnt af okkur sem mökum okkar og börnum. Oft höfum við talað um að gott hefði verið ef við hefðum getað til- einkað okkur eitthvað úr þínu fari, þó ekki væri nema brot af hjarta- gæskunni og hlýjunni, svo ekki sé minnst á þann ágæta eiginleika að dæma nánast aldrei nokkurn mann. Aldrei kvartaðir þú þó við værum alltof latar við heimsóknirnar. Eng- an óraði reyndar fyrir því hversu stuttur timi okkar yrði. í dag þökk- um við þó fyrir hvað heimsóknirnar voru alltaf ánægjulegar. Elsku Sigga, Garðar og Arnar, mikill er missir ykkar. Megi góður Guð vaka yfir ykkur og styðja. For- eldrum okkar, Garðari afa og öðrum ættingjum vottum við einnig dýpstu samúð okkar. Elsku bróðir, blessuð sé minning þín. Þínar systur Siggerður Ólöf og Jóna Kristín. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Við vorum ungir að árum frænd- umir, þegar fundum okkar bar fyrst saman. Við áttum það sameiginlegt að koma ekki frá hefðbundnum fjöl- skyldum en nutum í þess stað elsku eldri kynslóðarinnar. Amleif amma okkar á Breiðdalsvík hafði afráðið að senda þig til náms syðra og dval- ar í föðurhúsum. Það reyndust þér gæfurík spor. Þú komst í heimsókn einmitt þeg- ar ég þurfti á stómm og sterkum frænda að halda í æskuveröld Fjala- kattarins, þar sem leiksvæðið var miðborgin og höfnin með öllum sín- um hættum. í sameiningu lögðum við þetta land undir okkur og óttuð- umst enga óvini. Það sama varð uppi á teningnum í Laugarnesinu, það þótti óárennilegt að hrófla við mér þegar þú varst nálægur. Á þessum sjónvarpslausu árum var mikið hlegið í kímniveröld okkar frændanna þar sem ímyndunarafl- inu var sleppt lausu. Snemma lá ljóst fyrir að þú hafðir góða hæfileika á sviði verklegra framkvæmda og það lá fyrir þér að beisla rafmagnið. Gæfuspor þín syðra skiluðu þér loks upp að hlið Sigríðar Garðars- dóttur. Að loknu námi fluttust þið til lífs og starfa á Akureyri en ég hvarf til náms ytra. Því bar fundum okkar sjaldnar saman. Ég frétti þó öðru hvoru af ykkur, mannvænleg- um sonum og góðu gengi nyrðra. Hin síðari ár hittumst við frændur því miður sjaldan en áttum samt nokkrar ánægjustundir saman með fjölskyldum okkar. Það verður mér dýrmæt minning um góðan dreng þegar þú komst með syni þína að dánarbeði Margrét- ar móðursystur okkar að kveðja hana fyrir nákvæmlega sjö árum og gerðir okkur þær raunir léttari. Hún bað ykkur þá blessunar og þeirri sömu blessun vil ég nú skila til Sigríðar, Garðars Guðmundar og Arnars með orðum Hannesar Pét- urssonar: Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfír. Einar Valur Ingimundarson. Látinn er Sigurður Andrésson, rafvirkjameistari á Akureyri, tæp- lega 49 ára að aldri. Við hið svip- lega fráfall frænda míns og besta vinar verður erfitt að finna hugsun- um sínum rétt orð. Víst eigum við öll að deyja - en svo fljótt og í blóma lífsins? Það er sárt að umbera þá bláköldu staðreynd. En minningin um góðan og traustan dreng lifir. Og þá er margs að minnast og mik- ið að þakka því allar samvistir, allt frá bernskuárum hans, vekja gleði og hlýju í huga og hjarta. Allt hefur tilgang í lífinu. Við sjáum aðeins brot af yfirborði þeirra leyndardóma með okkar breysku augum. En al- máttugur Guð, sem allt veit og skil- ur, huggar og líknar, hann mun að lyktum leiða það í ljós sem nú er hulið. Þá munum við Sigurður eiga samfélag á ný. Það er von mín og trú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.