Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ncj,hérna\{þá þab, e-f myndin l Sj'on- <T burjar núoa sí/ax ■ uarpinu annars stsulam oiö — ^_sieppa. pui ^ y/uarer fjarj Wun erOfamci Siýring'cn.?) SjánuarpCmu., Sieppum. (3cL jr Ferdinand Smáfólk um að veiða ... Ég skal koma með þér, Ég tala alltaf Þú ert einum herra, en ég vona að þú veið- máli lítilmagn- of furðuleg, ir ekki neitt... ans... Magga... BREF ITL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Vanræksla í umfer ðarmálum Frá Kristni Snæland: ALMENN umræða um umferðar- mál er til góðs. Með henni kemur, ef almenningur tekur þátt, ýmislegt fram, bæði rétt og rangt varðandi þau mál. Tækifæri gefst þá fyrir lögreglu og umferðarsérfræðinga að leiðrétta ranghugmyndir en kynnast um leið skoðunum almenn- ings um umferðarmál, en þær kunna að vera réttar og skynsam- legar þótt umferðaryfirvöld hafi ekki lagt á þær áherslu né sinnt þeim. Sá hluti sem ég vil nefna og tel mjög vanræktan er uppeldishlut- inn. Það sem ég tel skipta afar miklu máli í því efni er að venja ökumenn á að fara eftir þeim regl- um sem umferðinni eru settar, að lögreglan fylgi vandlega eftir öllum þeim boðum og bönnum sem um umferðina gilda. Á því tel ég mikinn misbrest. Það kann að vera sökum mannfæðar við löggæslu og sum- part einfaldlega vegna þess að oft virðist sem lögreglan sinni ekki smábrotum. Dæmi um slík smábrot eru nánast óteljandi og má nefna mörg dæmi. Afar vanræktur staður er t.d. Fálkabakki. Stöðvunarskylda af honum inn á Arnarbakka er mjög vanvirt, sömuleiðis bann við vinstri beygju inná og niður Höfða- bakka. Sérstaklega vanvirða öku- menn bann við að leggja framan við Bæjarins bestu í Tryggvagötu nánast undir gluggum lögreglu- stöðvarinnar í miðbæ. Þá má bæta við að merki um að Tryggvagata sé lokuð í austur og merki „aðeins SVR“ eru mjög lítils virt. Þá má nefna að mörg skilti sem benda á að Hafnarstræti sé lokað í austur við Hverfísgötu gætu eins verið staðsett norður í Kolbeinsey. Öku- menn aka bílum sínum númeralaus- um í annan endann og jafnvel báða og þeir loka hiklaust umferðargötum svo sem Austurstræti með því að stansa á miðri götu til að spjalla við kunningja og iðulega horfír lögregla aðgerðarlaus á slíka vanvirðingu. Aftaníkerrur Vanbúnar og ólöglegar aftani- kerrur eru daglegt brauð og fjöldi ökumanna dregur á bíl sínum eftir- vagna sem byrgja algerlega fyrir útsýni aftur fyrir ökutækið. Þó fást sérstakir framlengingarspeglar í bílabúðum. Öll þessi brot blasa við og eru oft framin beint framan við augu lögreglu sem lítur tæpast við þeim. Ökumenn sem venjast því að fremja svona smábrot óáreittir af lögreglu, venjast virðingaleysi fyrir lögum og reglu. Frá smábrotunum er þá stutt í hin alvarlegri og verri svo sem hraðakstur og ölvunarakst- ur. Þessu hirðuleysi lögreglu gagn- vart smábrotum verður að linna. Það er mér ávallt nokkurt undrun- arefni þegar sagt er frá sameigin- legum átaksverkefnum lögreglu á Suðvesturlandi. Með þessum átaks- verkefnum virðist lögreglan beinlín- is lýsa því yfir að hún geti ekki tekið á öllum sjálfsögðum verkefn- um í einu. Nú mun átakið eiga að beinast að umferð í nágrenni skóla. Auðvitað á alltaf að taka á umferð við skóla og vissulega með aukinni áherslu þegar skólar eru að hefjast en einnig með árvökulu auga ávallt meðan skólastarf er í gangi. Að búa til eitthvert sameiginlegt átaks- verkefni um svo sjálfsagða lög- gæslu ætti að vera óþarfi. Að huga að ölvunarakstri þessa viku og hraðaakstri hina vikuna er vitan- lega út í hött. Lögreglan á að vera í átaki gagnvart öllum brotum ávallt. Þegar auk þess lögreglan er orðin svo deildaskipt að hluti henn- ar lítur ekki við umferðalagabrotum „af því að hún er í öðrum verkefn- um“ þá er illa komið löggæslu í landinu. Það er krafa mín að lög- reglan verði efld og fjármagn til hennar verði ekki skorið við nögl. Á móti ætlast ég til þess að hver einn og einasti lögegluþjónn sé ávallt í átaki gegn öllum brotum og sýni þá árvekni í starfi. Þannig trúi ég að smám saman lærðu öku- menn að fara eftir reglum þeim sem umferðinni eru settar. Ég bæti Ioks við líkt og Mats Wibe Lund, almenn- ingur ætti að láta í sér heyra varð- andi löggæslumál. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, Reykjavík. Hvað skal segja? 3 Væri rétt að segja: Þeim varð litið til hvors annars? Rétt væri: Þeim varð litið hvorum til annars. Tveim(ur) mönnum varð litið hvorum til annars. Þrem(ur) mönnum varð litið hveijum til annars. Tveim(ur) konum varð litið hvorri til annarrar. Þrem(ur) konum varð litið hverri til annarrar. Tveim(ur) börnum varð litið hvoru til annars. Þrem(ur) börnum varð litið hvetju til annars. Fólkinu varð litið hveiju til annars. í næsta þætti verður enn hugað að notkun þessara sömu for- nafna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.