Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 Löggild bílasala Bíll fyrir vandláta: Jaguar Sovereign 4.0L ‘90, rauður, sjálfsk., ek. 155 þ. km., leðurinnr., rafm. í öllu, upphitup sæti, sóllúga, fjarst. læsingar o.fl. V. 2.980 þús. Leöur kuldaskór Fyrir skólann Innanhúss strigaskór Stærdir 30-46 Verökr. 1.990 Litir blár og rauður SKOVERSLUN KÚPAVOGS HAMRABORG 3 • S: 554 1754 Stæröir 25-35 Verökr. 4.990 Sálfræðistöðin Námskeið Sjálf sþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Inr.ritun og nánari upplýs- ingar í símum Sálfræði- stöðvarinnar: 562 3075 og Steinþórsdóttir 552 1110 kl. 11-12 Álfheiður Ert þú EINN í heiminum Hefurðu engan að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20-23 Byggingaplatan ^[^(gXg sem alflir hafa beðiö eftir '8DEÍ2X3'byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf ^OSísXg' byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi IJýDllísXS’byggingaplatan er hægt að nota úti sem ínni 'ííD®§X§' byggingaplatan er umhverfisvaen byggingaplatan er platan sem verkfræðingurlnn getur fyrirskrifað blint. Leitiö frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • S: 553 8640 & 568 6100 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga<a)mbl.is Húsaleigu- bætur ÁRNI hringdi til að kvarta yfir breyttum útborgunar- degi húsaleigubóta. Frá byijun hafa þær verið út- borgaðar fyrsta virkan dag í mánuði en eftirleiðis verða þær útborgaðar fimmta hvers mánaðar. „Þetta kemur sér afar illa fyrir öryrkja og aðra sem þurfa að borga leigu og aðrar skuldir fyrsta dag mánaðar að þurfa að bíða þessa daga og geta ekki staðið í skilum,“ sagði Árni. Slæleg þjónusta SYR JÓHANNA sem býr í Flúðaseii hringdi til Vel- vakanda til að kvarta yfir nýju leiðakerfi SVR. Hún sagði að sonur hennar hefði notað leið 111 sl. þrjú ár til að komast í Menntaskólann við Sund og hefði hún kvartað af og til allan þann tíma yfir því að vagninn stoppaði svo langt frá skólanum. Hún spurðist fyrir um hveiju jtað sætti að vagn- inn mætti ekki stoppa við Iþróttamiðstöðina Mátt til að sinna nemendum í MS að þessu leyti og fékk þau svör að um hraðferð væri að ræða. Leið 111 má hins- vegar stoppa við Landspít- alann, Kringluna og Há- skólann. „Strætisvagnaþjónust- an í þessu hverfi hefur aldrei verið góð en hefur nú verið skert til muna og þarf sonur minn nú að fara 25 mínútuni fyrr af stað og kemur þó oft of seint í skólann. Nú hætta vagnarnir að aka eftir kl. sjö á kvöldin og fimm á laugardögum um mitt hverfi. Svörin sem ég hef fengið við því eru á þá leið að fólk geti bara farið niður í Mjódd og tek- ið vagn þaðan. Oft var hægt að bjarga sér á leið nr. 12, en nú er búið að leggja hana niður. Einnig er alvarlegt mál að engin skýli eru öðru- megin við Seljabrautina og er ég spurðist fyrir um af hverju þarna væru ekki að minnsta kosti staurar fékk ég þau svör að bílamir keyrðu bara á staurana. Ef bílarnir keyra á staur- ana, hvað þá með fólkið sem stendur þarna? Ég skora á þá sem ráða þess- um málum að þarna verði skýli sett upp til að vernda fólk fyrir vondum veðrum sem og öðrum hættum. Annað vandamál er að börn sem sækja íþróttir í Breiðholtsskóla hlaupa yfir Seljabrautina, sem er stór- hættulegt því hún er svo blind, og það mál þarf líka að skoða,“ segir Jóhanna. Leið átta og níu óréttlætanlega lögð niður GUÐRÚN sem býr í Hólm- garði hringdi: „ Strætisvagnaleiðin átta og níu er óréttlætan- lega lögð niður. Leiðin var mjög aðgengileg fyrir bú- endur í Hæða og Hólm- garði, Réttarholtsvegi og nágrenni. Þar búa margir eldri borgarar, öryrkjar, skólafólk og aðrir sem ekki eru bílbornir og nauðsyn- lega þurfa þessa leið. Kringlan er okkar þjón- ustumiðstöð með flest á einum og sama stað, það daglega við þurfum. Þess- vegna leið átta og níu áður en vetur og hálka ganga í garð.“ Úr tapaðist KVENMANNSÚR úr silfri nteð silfurkeðju af gerðinni Inex tapaðist einhversstað- ar á göngustígnum frá bílastæðum Perlunnar að Nauthólsvík eða í nágrenni sl. sunnudag. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 565-2077. SKAK Umsjón MarÉcir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Montecatini Terme á Ítalíu í ágúst. Ungverski stórmeistarinn Gyula Sax (2.525) var með hvítt og átti leik, en Italinn Pietro Mola (2.175) hafði svart. 32. Hxg6! (Brýtur niður varnir svarts á hvítu reitunum) 32. — fxg6 33. Rxg6+ - Kg7 34. Re7! og svartur gafst upp því hann er óveij- andi mát. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Rotstein, Úkraínu 7‘/2 v. af 9 mögu- legum, 2—7. Emms, Englandi, Lalie, Króatíu, Godena, It- alíu, Palac, Króatíu, Arlandi, Italíu og Zelcic, Króatíu 7 v. 8—10. Sax, Gieis- erov, Rússlandi og Drazic, Júgóslavíu 6V2 v. o.s.frv. Heimamenn glöddust mjög yfir því að bæði God- ena og Arlandi náðu áfanga að stórmeistaratitli og hinn fyrrnefndi sípum síðasta. Aðeins einn ítali, Sergio Mariotti, hefur áður orðið stórmeistari. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNIHREKKVÍ SI Piruj í 3. htaupina!* Víkveiji skrifar... OFT ríkir glens og gaman hjá íslenskum ferðalöngum sem komnir eru erlendis í sumarfrí - sem er auðvitað eins og vera ber. Víkveiji greindi á þessum vett- vangi nýlega frá sólarlandaferð sem hann og fjölskylda hans brugðu sér í í ágústmánuði. Á hót- elinu sem Víkverji og fjölskylda ásamt fleiri íslendingum dvöldu, var afar líflegur skemmtanastjóri (ávallt sagður „Entertainment Manager“) sem hélt uppi stöðugri leikja-, íþrótta- og skemmtidag- skrá, nánast frá morgni til mið- nættis. Skemmtanastjórinn hafði sjálfur ærið gaman af því að bregða á leik við hótelgesti, einkum í skemmtidagskránni sem fór fram með mismunandi hætti í hótelgarð- inum hvert kvöld. xxx ANNIG vildi til snemma í ferð- inni að einn Islendingurinn í förinni var orðinn málkunnugur skemmtanastjóranum og höfðu þeir grínast og gantast sín á milli nokkr- um sinnum. Kvöld eitt rýkur svo skemmtanastjórinn á fram á sviðið með hljóðnemann í hönd, fagnar mjög íslenska vini sínum og kynnir hann með nafni, að vísu í spænskri þýðingu, um leið og hann biður gesti skemmtunarinnar að fagna þvf að forseti Færeyja heiðri sam- komuna með nærveru sinni! Gest- irnir virtust flestir hvetjir vera tals- vert upp með sér að svo göfugur gestur væri á meðal þeirra og fögn- uðu „forsetanum" með kröftugu lófataki. Landinn lét ekki sitt eftir liggja í gríninu, reis á fætur og sendi múgnum forsetalegt vink! XXX ÞEGAR _hér var komið sögu, héldu íslendingarnir að glens- inu væri lokið, en mikill var mis- skilningur þeirra. Morgun hvern eftir þetta, komu ávallt einhvetjir hótelgestir að máli við „forseta Færeyja" buðu honum góðan dag og spurðu síðan: „How are you, Mister Presdent"! Skemmtanastjór- inn hélt glensinu lifandi það sem eftir lifði dvalarinnar, kallaði „for- setann“ iðulega upp á svið á kvöld- skemmtununum og lét gesti fagna hinum tigna gesti. Það var með ólíkindum hversu margir, einkum Bretar og Þjóðverjar, gengu í vatn- ið og voru yfir sig hreyknir af því að dveljast á sama hóteli og hinn tigni gestur. xxx ENGINN þeirra sem á annað borð trúði því að landinn væri forseti, virtist hafa nokkra hug- mynd um hvernig stjórnskipan er háttað í Færeyjum. Enginn hafði heyrt á Lögmann Færeyja minnst. Margir héldu að Færeyjar væru hluti Islands. Fæstir vissu hvar Færeyjar liggja, en það sama átti reyndar við um landafræðiþekkingu þeirra þegar að íslandi kom. Aðrir spurðu hvort forseti Færeyja byggi í snjóhúsi, hvort hann væri valda- mikill maður, hvort embættið gengi í erfðir, o.s.frv. Dóttir landans fékk sérstaklega virðulega meðhöndlun hjá breskum, þýskum og hollensk- um jafnöldrum, þar sem þeir töldu sig vera að tala við dóttur valdamik- ils forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.