Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 C 3 kám FOLK ■ SIGURÐUR Gylfason lipri,vél- sleðameistari keppir með Guð- mundi Guðmundssyni á Toyota. Þeir vinna allar nætur við að setja óbreytta 1600 cc vél í bíl sinn. Sér- smíðuð eppnisvél þeirra bilaði í fyrrinótt. Sigurður kveðst bíl- hræddur en ætlar að láta sig hafa það að prófa nýja akstursíþrótt. ■ MAGNÚS Jóhannsson og Guð- mundur T. Gislasson unnu Norð- dekk flokkinn fyrir ódýra bíla í fyrra. Nú hafa þeir skipst á sætum og mæta í alþjóðarallið með Guð- mund undir stýri. ■ Jóhannes V. Gunnarsson og Gunnar Viggóson hafa keppt í Norðdekk flokknum á ódýrum keppnisbíl en mæta núna á Porsche 911 með 231 hestafla vél. Tveir Porsche-bílar verða því í rallinu. Guðbergur Guðbergsson ekur 300 hestafla bíl. ■ Halldór Úlfarsson fyrrum ís- landsmeistari í rallakstri keppir að nýju. Hann ekur Toyota Celica með sex cylindra vél. Halldór er vanur leigubílstjóri og mun örugg- lega reyna að skáka Martin Stockdale frá Englandi á Opel Omega. Bíll hans er málaður eins og breskur leigubíll og með taxa- merki á þakinu. ■ MARTIN Stockdale og að- stoðarökumaður hans skoðuðu sérleiðir í gær. Leigubílstjórar á Hreyfli skoðuðu Opel rallleigubíl hans á meðan. Þeir sögðust fylgjast grannt með rallakstri og torfæru. Einn þeirra, Pétur Ottóson, er bróðursonur torfærumeistarans Haraldar Péturssonar. KNATTSPYRNA Fram aftur á toppinn Margt var um manninn á Laug- ardalsvelli þegar Skalla- grímsmenn sóttu Framara heim í toppslag 2. deildar- Edwin ’™ar ' gserkvöldi. Rögnvaldsson Leiknum lauk með skrífar sigri heimamanna, 3:0, en brugðið gat til beggja vona áður en fyrsta mark- ið leit dagsins ljós. Gestirnir léku undan golunni í fyrri hálfleik en Framarar áttu hættulegri færi fyrstu tuttugu mín- útumar. Besta færi_ þeirra_ kom á 13. mínútu þegar Ágúst Ólafsson skallaði knöttinn í þverslá Skalla- grimsmarksins. Borgnesingar vökn- uðu til lífsins þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og gerðu nokkrar heiðarlegar tilraunir til að koma boltanum fram hjá Ólafi Péturssyni í marki Fram en það gekk ekki eftir. Heimamenn brutu loks sóknar- lotur Skallagríms á bak aftur þegar tíu mínútur vora eftir af fyrri hálf- leik og skoruðu fyrsta mark leiksins en það gerði Þorbjöm Atli Sveins- son með laglegum skalla í þægra hornið eftir sendingu frá Ásgeiri Halldórssyni. Framarar höfðu því eins marks forystu í leikhléi. Borgnesingarnir tóku dálítinn ijörkipp þegar örfáar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik en náðu ekki að skapa sér nægilega hættu- leg færi til að jafna metin. í stað þess juku heimamenn forystu sína á 56. mínútu með fallegu marki. Þorvaldur Ásgeirsson kom á mikilli siglingu og skoraði af stuttu færi eftir skemmtilegan undirbúning Þorbjarnar Atla á hægri kantinum. Tveimur mínútum síðar var Valdimar K. Sigurðsson ekki langt frá því að minnka muninn, en Ólaf- ur Pétursson varði gott skot hans. Skallagrímsmenn gerðu sig ekki mjög líkiega til að skora síðustu þijátíu mínúturnar og voru Framar- ar töluvert sterkari á þeim tíma. Framarar bættu þriðja markinu við á 68. mínútu þegar Sævar Guð- jónsson skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum. Frekar tíðindalítill tími fór í hönd eftir þriðja mark Fram en heima- menn voru þó töluvert atkvæða- meiri. Sigur Safamýrarpilta var því öruggur og Ásgeir Elíasson, þjálf- ari Fram, var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var erfiður leikur fyrstu 25 mínúturnar. Ég átti ekki von á því að þeir kæmu svona fram- arlega á okkur eins og þeir gerðu, en eftir markið vorum við sterkara liðið. Ég er ánægður með mína menn en þessi sigur dugar ekki einn og sér. Við þurfum að halda áfram að sigra þó að við séum óneitanlega vel settir núna,“ sagði Ásgeir. Morgunblaðið/Golli ÞORBJÖRN Atli Sveinsson skoraði fyrsta mark Framara í gærkvöidi. Hér sæklr Alfreð Karlsson að honum. AMERISKI FOTBOLTINN Styrkleiki liðanna virðist lítið breytast þótt umgerðin í NFL-deildinni breytist talsvert Dallas og San Francisco ennþábest 77. KEPPNISTÍMABIL amer- ísku fótboltadeildarinnar NFL hófst um helgina. Sömu lið eru talin sterkust og undanfarin ár, þrátt fyrir tap Dallas á móti Chicago í 1. umferð og að mikl- ar breytingar hafa orðið á deildinni sjálfri á allra síðustu árum. Tvær mikilvægustu breytingar eru flutningur liða til annarra borga og aukinn réttur leikmanna til að skipta um lið. Þessar breytingar hafa orðið til þess að skapa óstöðugleika hjá liðum, en það finnst mörgum leiða til minnkandi Gunnar stuðnings áhang- Valgeirsson enda í borgunum skrífar frá sem liflin spila í. Bandankjunum Rýmkun á rétti leik- manna til að skipta um lið er mörg- um skiljanleg hér í landi einkafram- taks og viðskiptafrelsis (þótt flest- um þyki þeir of launaháir), en hegð- un margra eigenda liða í deildinni í garð stuðningsfólks og skattgreið- enda er annað mál. í fyrra komu tvö ný lið í deild- ina, Carolina Panthers og Jackson- ville Jaguars, auk þess sem eigend- ur beggja liðanna í Los Angeles, Rams og Raiders, fluttu lið sín til annarra borga. í ár flutti eigandi Cleveland Browns lið sitt til Balti- more (heitir nú Baltimore Ravens), en það hefur verið óvinsælasti flutn- ingur íþróttaliðs síðan Brooklyn Dodgers hafnaboltaliðið flutti til Los Angeles fyrir meira en þremur áratugum. Cleveland hefur verið best studda liðið í deildinni í mörg ár, en eigandi liðsins var óhress með hegðun borgarstjórnar í sinn garð og fór því með lið sitt til ann- arrar borgar. Næsta ár flytur Hous- ton Oilers til kántrýbæjarins Nash- ville, auk þess sem eigendur Se- attle Seahawks, Washington Redskins, Arizona Cardinals og Chicago Bears hafa allir hótað að fiytja lið sín fái þeir ekki nýja leik- vanga. Slík óvissa og hótanir falla ekki lengur í góðan jarðveg hjá skatt- greiðendum hér í landi, sérstaklega í ljósi minnkandi skatttekna borga og nýrra hagfræðikannana sem gefa í skyn að atvinnuíþróttalið eru ekki nærri eins efnahagshvetjandi og margir hafa haldið fram. Víst er að annaðhvort gerir deildin eitt- hvað sjálf í þessum efnum eða stjórnmálamenn taka þetta mál upp. Mannabreytingar Þrátt fyrir allt þetta hefur verið nóg annað um að vera hjá liðunum. Nokkuð var um mannabreytingar í sumar, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum. Nýirþjálfarar vora ráðn- ir hjá Miami Dolphins, Indianapolis Reuter FRÁ leik Chicago og Dallas í fyrrinótt. Broderick Thomas stöðvar Robert Green hjá Chicago. Colts, Baltimore Ravens, Arizona Cardinals og Tampa Bay Buccane- ers. Af þessum breytingum er koma Jimmy Johnson til Miami hvað merkilegust. Johnson var áður þjálfari Miami háskólaliðsins, sem varð tvisvar háskólameistari undir hans stjórn, áður en hann gerðist þjálfari Dallas Cowboys í NFL deildinni. Það lið gerði hann einnig tvisvar að meisturum. Undanfarin tvö ár hefur kappinn verið „leik- skýrandi“ fyrir FOX sjónvarpsstöð- ina, en langaði í þjálfun að nýju. Eina liðið sem kom til greina fyrir hann að þjálfa var Dolpins, en þar var hinsvegar fyrir Don Shula, far- sælasti þjálfari i sögu deildarinnar og eini þjálfari í 29 ára sögu liðs- ins. Þegar hann ákvað að hætta sem þjálfari sl. vetur, opnaðist staðan fyrir Johnson. Það mun hinsvegar taka einhvern tíma fyrir kappann að koma liðinu í lokaúrslit vegna brotthvarfs nokkurra lykilmanna liðsins. Liðunum 30 í NFL er skipt í tvær þriggja riðla deildir. Sjö lið úr hvorri deild komast í úrslitakeppnina og sigurvegarar í úrslitakeppni hvorrar deildar leika síðan til úrslita í leik, sem að þessu sinni fer fram í Sup- erdrome höllinni í New Orleans þann 26. janúar næstkomandi. í Landsdeild eru það sem fyrr meistarar San Francisco 49ers og Dallas Cowboys sem flestir telja að berjist um sigurinn. Meistaralið Dallas hefur gert langtímasamn- inga við bestu leikmenn sína, en það hefur hinsvegar gert það að verkum að minna er til skiptanna undir svoköliuðu „launaþaki" (þ.e. þeim heildarlaunum sem liðunum er leyft að greiða öllum leikmönnum sínum á hveiju keppnistímaili) til að greiða öðrum leikmönnum. Em- mitt Smith, sem kjörinn var besti leikmaður úrslitaleiksins í vor sem leið, meiddist undir lokin í viður- eigninni gegn Chicago í fyrrinótt og Það gæti sett strik í reikninginn missi liðið marga leikmenn vegna meiðsla en enginn skyldi þó af- skrifa lið sem hefur þrisvar orðið meistari á fjórum árum. San Francisco tapaði óvænt fyrir Green Bay í undanúrslitum Lands- deildar í fyrra, 27:17, svo í ár vora nokkrir reyndir kappar keyptir til að styrkja vörn liðsins. Sóknin verð- ur ekki vandamál. San Francisco og Dallas eru í ár, sem og í fýrra, talin langbest af flestum sérfræðingum. Þau mætast þann 10. nóvember í San Francisco. Eina liðið sem talið er geta ógnað þeim er Green Bay Packers, en Packers hefur ekki unn- ið leik í Dallas í átta ár og verður að yfirstíga þá hindrun til að eiga möguleika á að verða meistari. Liðin í Amerísku deildinni hafa ekki unnið úrslitaleik í tólf ár og ekki er sjáanlegt að breyting verði á í ár. Buffalo Bills hefur styrkst nokkuð síðan í fyrra, Kansas City Chiefs er með sterkt lið og Pitts- burgh Steelers er ávallt skeinu- hætt, en hversu mikið sem þessi lið eða önnur úr deildinni reyna, ei ekki sjáanlegt að nokkur af þeim muni ógna veldi sigurvegarans úi Landsdeild í lokaúrslitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.