Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSÍNS MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 BLAÐ Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Skipasmíði 5 Rækjutogarinn Helga RE Markaðsmál 0 Deiltumverk- smiðjuskip og áhrif þeirra á fiskistofnana Greinar 7 Helgi Laxdal ÍSINN UM BORÐ Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson • KRISTBERG Jónsson var að gera ísinn kláran um borð í Sóleyju SH 24 frá Grundarfirði þegar fréttaritari átti ieið um. Styrkloforð til krókabáta upp á 404 milljónir króna ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarút- vegsins hefur samþykkt að veita 110 krókabátum úreld- ingarstyrki fyrir alls um 404.4 milljónir króna eftir að lögum um veiðar krókabáta var breytt nú í vor. Þegar hafa verið greiddir út styrkir til 27 krókabáta, alls um 88 milljónir króna. Alls hafa 164 krókabátar sótt um styrkinn en 54 bátar eru enn í mati hjá stjórn Þróunarsjóðsins. 200 milljónum einnig- lofað 1 hagræðingarlán Fyrir breytinguna á smábátalögun- um í vor hafði Þróunarsjóður sjávarút- vegsins samþykkt og greitt út úreld- ingarstyrk til 24 smábáta upp á 68.5 milljónir króna. Eftir að smábátum var skipt í tvo hópa þann 1. júlí sl. er búið að sam- þykkja úreldingarstyrki t'l 23 sóknar- dagabáta með styrk upp á 90.7 milljón- ir króna, alls um 100 rúmlestir. Þar af hafa þegar verið greiddar 30.5 millj- ónir til sex báta eða 30.7 rúmlesta. Þá eru óafgreiddar umsóknir frá 19 bátum upp á einar 70 rúmlestir. Mun fleiri þorskaflahámarksbátar Nær þrefalt fleiri krókabátar á þor- skaflahámarki hafa sótt um úrelding- arstyrk eða 122 bátar. Búið er að sam- þykkja umsóknir 87 báta upp á 410 rúmlestir með 247.9 milljóna styrkfjár- hæð. Þegar hafa verið greiddir út styrkir til 21 báts á þorskaflahámarki, alls um 57.3 milljónir króna. Enn eru 35 þorskaflahámarksbátar í mati hjá sjóðnum, alls um 155 rúmlestir. Þá hafa verið veittir styrkir til af- skráningar smábáta á aflamarki sem hafa enn veiðileyfi en eru kvótalausir. Alls hafa verið greiddir styrkir til 39 slíkra báta, upp á 26.2 milljónir króna. Á árunum 1994-1995 greiddi Þróun- arsjóður úreldingarstyrki til 238 báta, alls um 6.918 rúmlestir, upp á 2.2 milljarða króna en þá var styrkhlutfall- ið 45% og 40% af tryggingaverðmæti skipsins. Kaupa úrelta báta og selja úr landl Samkvæmt lögum hefur stjórn Þró- unarsjóðs heimild til að kaupa úrelt fiskiskip á markaðsverði og senda utan til ýmissa verkefna til að tryggja að skipin fari ekki aftur inn í veiðikerfið. Þegar hafa verið keypt nokkur skip en ekkert þeirra hefur enn verið sent úr landi. 82 sótt um hagræðingarlán Byggðastofnun samþykkti í sumar að veita krókabátum svokölluð hag- ræðingarlán og hafa nú verið gefin lánsloforð upp á um 200 milljónir króna til 82 aðila. Þegar hafa verið greiddar út um 110 milljónir króna og eru lánin á bilinu ein til fjórar milljónir króna á bát. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að sér sýnist að heldur færri bátar í sóknardaga- kerfi hafi sótt um lán en bátar á þor- skaflahámarki en þeir séu hinsvegar meðhöndlaðir með sama hætti. Hann segir að lánin hafi haft góð áhrif í sambandi við fjármögnunarkostnað þessara aðila og þau hafi mælst mjög vel fyrir meðal banka og sparisjóða sem hafi endurlánað smábátaeigendum út á lán Byggðastofnunar. Hann segir eftirtektarvert að sumir staðir á land- inu sjáist ekki á blaði, þar hafi lána- stofnanir tekið að sér að aðstoða smá- bátana og sé það vel. Fréttir Markaðir Tap á rækjuvinnslu • VERÐ á piilaðri rækju hefur lækkað mikið undan- farna mánuði og töluvet er nú af óseldum birgðum í landinu. Framleiðendur hafa lent í miklum erfiðleik- um vegna þess, einkum vegna þess að hráefnisverð var hátt í upphafi árs. Rækj- an sem þá var framleidd var keypt á háu verði, en selst nú á fremur lágu verði. Fyr- ir vikið tapa framleiðendur á vinnslunni./2 Sæplast byggir • SÆPLAST hf. á Dalvík reisir nú nýtt verksmiðju- húsnæði á Dalvík og er áætl- að að með því aukist kera- framleiðsla fyrirtækisins um helming og létti mikið á fyrirliggjandi pöntunum. Verið er að byggja 1500 fer- metra verksmiðjuhúsnæði auk þess sem senn verður hafist handa við að reisa 530 fermetra skrifstofu- og starfmannahúsnæði. Fram- kvæmdir hófust í endaðan júní og áætluð verklok á verksmiðjuhúsnæðinu eru 30. nóvember, gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist þar í desember./3 Risatogari í Smuguna • ÚTGERÐ hollenska risa- togarans Helen Mary stefnir nú að því að senda hann í Smuguna. Þetta er einhver stærsti og fullkomnasti tog- ari heims, 116 metra langur og frystigetan á sólarhring er um 280 tonn. Fari togar- inn í Smuguna verður því mótmælt kröftuglega af Norðmönnum, sem hyggjast þá draga afla hans frá kvóta Evrópusambandsins í Bar- entshafi./6 Breytingar á Sauðárkróki • FRYSTIHÚS Fiskiðjunn- ar Skagfirðings hf. á Sauð- árkróki hefur verið lokað í ágústmánuði. Jón Eðvald Friðriksson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri, segir að kvóti skipanna hafi verið búinn. Ekki er búið að ákveða hve- nær vinnsla hefst aftur, en það verður væntanlega fljót- lega á nýju kvótaári. Um 300 starfsmenn eru hjá fyrir- tækinu, bæði á sjó og landi, í Skagafirði og Grundar- firði./8 Mikið utan af tiskimjolinu • ISLAND rúmlega tvö- faldaði útflutning sinn á fiskimjöli og Iýsi til Bret- lands fyrstu 5 mánuði árs- ins. Nú fluttum við nærri 60.000 tonn af þessum af- urðum til Bretlands, en að- eins tæp 23.000 í fyrra. Við erum því orðnir langstærst- ir í sölu á fiskimjöli og lýsi til Bretlands, Perú er nú aðeins með 13.600 tonn, en var með 55.800 tonn á sama tíma í fyrra. Norðmenn koma svo næstir með rúm- lega 30.000 tonn, sem er Iítilsháttar samdráttur. Innflutningur á fiskafurðum til Bretlands jan.-mai 1996 fSíjl/ÍS Fiskimjöl og lýsi Island Noregur Perú Danmörk írland Chile Færeyjar Þýskaland Holland Bandarikin Annað f°nn 59.428 30.352 13.583 8.209 5.093 2.339 2.283 1.606 1.556 422 19.070 Samtals 31.686 Mikið þurrkað í Noregi Norskur útflutningur af þurrkuðum saltfiski 2.250 þús. norskar krónur «, / 2.000 1990'91 '92 '93 '94 '95 • NORÐMENN hafa aukið framleiðslu og útflutning á þurrkuðum saltfiski veru- lega síðustu árin. I fyrra nam útflutmngurinn um 66.000 tonnum, sem er 20.000 tonnum meira en árið 1990. Verðmæti þessa útflutnings í fyrra varð 22 milljarðar króna og enn stefnir í aukningu. Þurrkað- ur saltfiskur fer mest á markaði í Suður-Ameríku, en blautverkaður fiskur, sem er uppistaðan í útflutn- ingi okkar, fer til Portúgal og Spánar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.