Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1996 D 3 FRETTIR Sæplast hf. á Dalvík reisir nýtt verksmiðjuhús á staðnum „Getum farið að anda“ Mala gull í bræðslunni EFTIR mörg mögur ár eru síldar- bræðslurnar í Noregi loksins farn- ar að mala gull. Snemma á sjö- unda áratugnum voru þær meira en 80, um 30 fyrir tíu árum en nú eru aðeins eftir 12. Á síðasta ári seldu þær síldarmjöl fyrir rúm- lega 10 milljarða ísl. kr. og er afkoma þeirra almennt góð. Norðmenn tala ekki síður um peningalykt en íslendingar þegar bræðslurnar eru á fullu og ólyktin eða anganin fyllir vitin. I langan tíma hefur þó hvorki verið um að ræða peninga né lykt vegna lítilla síldarárganga og loðnuleysis. Á því hefur nú orðið mikil breyting fyrir þær verksmiðjur, sem eftir eru, og 1995 var sannkallað gull- ár. Hagnaður að meðaltali um 7% Hagnaður síldarverksmiðjanna á síðasta ári var að meðaltali um 7% af veltu og mestur 14,1% hjá Bodo Sildoljefabrikk. Er búist við, að afkoman á þessu ári verði einn- ig góð en nokkur óvissa ríkir um 1997. Á bilinu 10 til 20% af allri síld, sem landað er í Noregi, fer í bræðslu og við bræðslurnar 12 starfa upp undir 450 manns. Al- mennt er talið, að framtíðin sé fremur björt í þessari grein enda hefur verksmiðjunum fækkað gíf- urlega mikið og hráefnisútvegunin því miklu auðveldari en áður fyrir þær, sem eftir eru. Mikiðúrelt í Noregi NORÐMENN eru að taka upp kvótakerfi við nótaveiðar og við hluta rækjuveiða. Framsal kvót- anna verður mjög takmarkað, en þó leyfilegt að sameina aflaheim- ildirnar á skipa, sé það gert endan- lega. Markmiðið er að draga úr afkastagetu flotans. Kvótarnir ekki framseljanlegir „Við höfum engin áform um að taka upp framseljanlega kvóta í Noregi,“ segir Jan Henry T. OIs- en, sjávarútvegsráðherra Noregs. „Við höfum tekið upp fasta kvóta á skip fyrir rækjuflotann, sem veiðir við Grænland. Þar er hægt að slá saman kvótum og fækka þannig skipum. Við höfum tekið upp sama fyrirkomulag fyrir hringnótaflotann. Við er erum inn- an sjávarútvegsins að ræða um að taka þetta fyrirkomulag upp við veiðar á þorski í troll. Tíu milljarðar í úreldingu Auk þess eru fleiri mál af þessu tagi í gangi, svo sem viðræður við Norges Fiskarlag og fleiri um það hvernig bæta megi stöðuna hjá smærri skipunum. Frá árinu 1980 erum við búnir að nota 10 millj- arða króna til úreldingar fiski- skipa. Á nokkuð löngum tíma höf- um við fækkað nótaskipum úr 320 niður í nálægt 100 skip. Togskip- um á þorski hefur verið fækkað úr 170 niður í 100.“ Margir á rælgu við Svalbarða NOKKUÐ mörg skip eru nú að rækjuveiðim við Svalbarða. Um 30 norsk skip eru þar að veiðum auk 16 Rússa og skipa frá Litháen og Eistlandi. Togararnir eru að 700 til 1.500 kíló í hali. Lítið er um fiskiseiði á slóðinni, en ein- hveijir togaranna eru með seiða- skilju við veiðarnar. SÆPLAST hf. á Dalvík reisir nú nýtt verksmiðjuhúsnæði á Dalvík og er áætlað að með því aukist keraframleiðsla fyrirtækisins um helming og létti mikið á fyrirliggj- andi pöntunum. Verið er að byggja 1500 fer- metra verksmiðjuhúsnæði auk þess sem senn verður hafist handa við að reisa 530 fermetra skrifstofu- og starfmannahúsnæði. Fram- kvæmdir hófust í endaðan júní og áætluð verklok á verksmiðjuhús- næðinu eru 30. nóvember, gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist þar í desember. Skrifstofuhúsnæðið verður tekið í notkun í maí á næsta ári. Áætlaður kostnaður við bygg- inguna er 86 milljónir króna. Tækjabúnaður fullnýttur Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts hf., segir að síðastliðið ár hafi alltaf verið verkefni til 2-3 mánaða og því sé verksmiðja fyrirtækisins fullnýtt og ríflega það. „Hér er unnið allan sólarhring- inn, alla vikuna þannig að tækja- búnaður í kerastéypuframleiðsl- unni er fullnýttur. Það verður keyptur nýr tækjabúnaður í nýja húsnæðið til að auka framleiðslu- getu um nær helming. Þá getum við kannski farið að anda og unn- ið upp fyrirliggjandi verkefni og átt vörur á lager þannig að við- skiptavinir okkar þurfi ekki að bíða eins lengi eftir vörunni,“ seg- ir Kristján. Rúmur helmingur á markað erlendis Síðastliðin ár hafa um 52% af framleiðslu Sæplasts hf. farið á markað erlendis og hefur fyrirtækið selt til um 30-35 landa víðs vegar um heiminn á ári. Kristján segir að ekki sé fyrirhuguð sérstök mark- aðssókn með auknum afköstum. Þeir hafi komið sér vel fyrir á mark- aðnum og séu vel kynntir. Vissulega geti þeir þó sinnt betur markaðs- setningu þegar fyrirliggjandi pant- anir hafa verið afgreiddar og um hægist. SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Isiivska Sj\iakíivkíssV\i\(,i\ 1996 18-21 SEPTEMBER 1996 lAtuparriahhbU, RejkjavOc, lcrlund. Vikulega birtir sérblaðið Úr verinu yfirlit yfir afla íslenskra fiskiskipa, sölu á innlendum fiskmörkuðum, kvóta og dreifingu skipa á miðunum. Útflutningi og helstu mörkuðum erlendis eru gerð góð skil auk allra helstu frétta af sjávar- útveginum, s.s. af ftskverkun, markaðsmálum og víðtækum þjónustuliðum útvegsins. íslenska sjávarútvegssýningin í Laugardalshöll 18.-21. september í tilefni af íslensku sjávarútvegssýningunni verður sérblaðið Úr verinu sérprentað þann 18. september nk. og aukaupplagi dreift á sýningunni sjálfri. í þessari sérútgáfu verður sýningin kynnt í máli og myndum og greint frá helstu nýjungum. Pá verða ýmis fyrirtæki kynnt og viðtöl birt við fjölmarga aðila sem að sýningunni standa. Jafnframt mun Morgunblaðið greina daglega frá helstu viðburðum á meðan á sýningunni stendur. Þetta er í 5. sinn sem íslenska sjávarútvegssýningin er haldin og í ár verður hún stærri en nokkru sinni. Sýnendur verða yfir 500 talsins og búist er við allt að 14.000 gestum. Af þessu tilefni býðst auglýsendum sérstakt auglýsingaverð í Úr verinu þennan dag, auk þess sem sýnendum gefst kostur á að tilgreina staðsetningu sína í sérstökum „sýningar- gluggum.“ Pá má geta þess að 62,4% þjóðarinnar lesa Morgunblaðið daglega og á miðvikudögum lesa 81,2% allra stjómenda, atvinnurekenda og sérfræðinga blaðið. Birting í j úrVERINU @or|nnXiIntiit» + 5.000-6.000 eintök á sýningu. f boði eru sérauglýsingar og „sýningargluggar“ Allar nánari upplýsingar veita Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Haukur Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 16.00 fímmtudaginn 12. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.