Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 D' 5 Glæsilegt sérhannað rækjuveiðiskip bætist í flota landsmanna „ÞAÐ er vissulega stórskostleg til- finning að koma með svona glæsi- legt nýtt skip til landsins. Norsku skipasmiðirnar segja að þetta sé eitt bezt búna fiskiskip veraldar. Allur aðbúnaður að áhöfn er mjög góður og tæki til veiða og vinnslu af fullkomnustu gerð. Skipið er vissulega dýrt, en við skuldum til- töiulega lítið í því. Rekstrargrund- völlurinn á því að vera nokkuð góð- ur,“ segir Ármann Ármannsson, framkvæmdastjóri Ingimundar hf. í samtali við Verið. Nýtt skip fyrir- tækisins, Helga RE 49, kom til landsins í þessari viku og heldur til rækjuveiða eftir miðnætti í nótt. Helga RE 49 er sérhannað rækju- veiðiskip, sem mun frysta aflann um borð, en möguleikar eru einnig á því að setja vélar til vinnslu á bol- fiski um borð. Aflaheimildir skipsins eru um 2.600 þorskígildi, en þar af er rækja um 1.700 tonn, þorskur 450 tonn og minna af öðrum tegund- um eins og síld og ufsa. Skipið er um 2.000 brúttótonn að stærð. Mikil frystigeta Frystigeta á sólarhring er um 66 tonn, þar af 36 í lausfrysti. Vélar á vinnsludekki eru frá Carn- itech, þrír flokkarar, tveir suðupott- ar og tvöfaldur lausfrystir. Állar vogir eru frá Marel. Frystigetan um borð er með því mesta sem þekkist í íslenskum frystiskipum. Sjálft frystikerfið er frá norska fyrirtæk- inu MittRoms. Fjórir láréttir plötu- frystar frá DSI eru um borð og er hver um sig 16 stöðva.Pökkunarað- staða fyrir rækju fyrir Japansmark- að á fimm stöðum. Mikil afkasta- geta við suðu gerir það kleift að vinna meira af soðinni skelrækju fyrir markaði í Evrópu. Fyrir vikið verður útgerðin ekki jafnháð fram- leiðslu á iðnaðarrækju og miklum verðsveiflum á henni. Um 2.000 brúttótonna skip Helga RE var smíðuð í Slippen Mek. Verksted AS í Sandnessjöen í Noregi og stóðust allar áætlanir um smíðina að öðru leyti en því að verklokum seinkaði um níu vikur vegna verkfalls rafiðnaðarmanna í Noregi. Um hönnun og teikningar sá Skipsteknisk AS í Noregi. Helga RE er byggð samkvæmt staðli Det Norske Veritas og er skipið sérstak- lega styrkt til siglinga í ís. Mesta lengd Helgu RE er 60,4 metrar, lengd milli lóðlína er 53,4 metrar og breidd 13,0 metrar. Dýpt að vinnsluþilfari er 5,8 metrar og dýpt að togþilfari er 8,3 metrar. Skipið mælist um 2.000 brúttótonn. í olíugeymum er rými fyrir 500 rúmmetra af olíu og ferskvatns- geymar rúma 35 rúmmetra af neysluvatni. Öflug aðalvél og togvindur Aðalvél skipsins er frá Wártsila og er hún níu strokka. Afl er 3375 kW eða 4590 hestöfl við 750 snún- inga á mínútu. Þvermál skrúfu, sem er í skrúfuhring er 3,6 metrar og snýst skrúfan 153 snúninga á mín- útu. Stýri er af gerðinni Becker. Ljósavélarnar, sem eru tvær, eru frá Caterpillar. Önnur er 760 kW (gerð 3508 TA) og hin er 184 kW (gerð 3406 T). Asrafall er frá Leroy Somer og er hann 2200 KVA. Hlið- arskrúfan er 350 kW og er hún frá Brunwoll. Um borð í skipinu er Alfa Laval eimari til þess að framleiða fersk- vatn úr sjó og er afkastageta hans 12 rúmmetrar af vatni á sólarhring. Vindukerfið um borð í Helgu RE er frá Rapp Hydema og saman- stendur það af tveimur 40 tonna togvindum (TWS 7541), sem rúma 2700 metra af 34 mm vír, einni 50 tonna togvindu (TWS 1101), sex grandaravindum (SWB 3500), sem hver um sig er 15 tonna, þremur 19 tonna gilsavindum (GWB 3500), tveimur 7,5 tonna úthalaravindum (DW OIFO), kapalvindu (SOW 500) og 19 tonna flottrollsvindu (NDD 3500B). Tvö troll undlr í einu Samsetning vindukerfisins miðar að því að auðvelda veiðar með Helga RE 49 heldur til rækjuveiða í nótt tveimur rækjutrollum samtímis. Toggálgarnir eru þannig útbúnir að hægt er að þrengja bilið milli togvíranna þannig að þeir liggi nánast beint aftur eftir kjölfari skipsins. Þetta fyrirkomulag, sem nefnt hefur verið ísgálgar, auðveld- ar veiðar ef hafís er á slóðinni líkt og oft er á Dohrnbankanum svo dæmi séu nefnd. Vandað litaval og hönnun Þá má nefna að sú nýjung er um borð að komið hefur verið fyrir stöðvunarbúnaði fyrir miðlóðið, sem notað er á tveggja trolla veiðunum, og auðveldar það áhöfninni vinnuna Philips. Af öðrum þægindum um borð má nefna æfingasal og gufu- baðstofu. Sjöfn Haraldsdóttir myndlistar- maður, sem er eiginkona Ármanns Ármannssonar útgerðarmanns, á heiðurinn af litavali og ýmsu því sem lýtur að útlitshönnun skipsins. Skipið er málað í hólf og gólf með Hempels málningu frá Slippfélag- inu, en Sjöfn valdi sérstakan ein- kennislit fyrir hveija af hinum fjór- um hæðum skipsins. Að utan er hinn græni einkennis- litur Ingimundar hf. áberandi Sér- staka athygli vekur óvenjuleg hönn- un á brú skipsins en brúin er hönn- uð þannig að sem best yfirsýn fáist yfir skipið. Þá er lögun hennar með því móti að vindmótstaða er minni en gengur og gerist og fyrir vikið á að draga úr olíueyðslu. Síðast en ekki síst á lögun brúarinnar að draga úr hættu á því að hún skemmist þótt brot ríði yfir skipið. Skipstjórar á Helgu RE eru Geir Garðarsson og Viðar Benediktsson. Yfirvélstjóri er Björgvin Jónasson og fyrsti stýrimaður er Hermann Ragnarsson. Fyrirtækið að nálgast fimmtugt Ingimundur hf. var stofnaður 11. júlí 1947 af þeim Sveini Benedikts- syni, útgerðarmanni og Ármanni Friðrikssyni skipstjóra. Tilgangur- inn var að kaupa og gera út fiski- skip. Keyptur var nýr 110 tonna sænskur eikarbátur, sem var gefið nafnið Helga RE 49. Árið 1958 keypti Ármann Friðriksson og fjöl- skylda hlut Sveins og rak Ármann Friðriksson fyrirtækið til ársins 1984 er sonur hans, Ármann Ár- mannsson tók við rekstrinum. Ár- mann Friðriksson lést í nóvember 1989. Árið 1961 var keypt húseign að Súðarvogi 6 og var þá bytjað að verka fisk í salt og skreið og að salta síld. Árið 1962 sökk Helga RE 49 en mannbjörg varð. Þá var keyptur Haförn GK og hann skírður Helga RE 49. Árið 1967 var keyptur nýr bátur frá Noregi og hann skírður Helga II RE 373. Arið 1985 var sett upp rækju- verksmiðja í Súðarvogi 6. Nokkrum árum síðar var rækjuverksmiðja Sigló á Siglufirði keypt og rekin af Ingimundi um tíma og verksmiðj- an í Súðarvogi lögð niður. Verk- smiðjan á Siglufírði hefur nú verið seld. í ársbyijun 1988 keypti Ingi- mundur hf. Jöfur frá Keflavík og hlaut hann nafnið Helga III RE 67. Skipið var selt í árslok 1989. Árið 1988 var Helga II seld úr landi og er þá keypt nýtt 800 tonna fjölveiðiskip og það skírt Helga II RE 373. Ingimundur hf. keypti í mars 1990 Skagaröst KE frá Keflavík sem hlaut nafnið Ögmundur RE 94. Ögmundur hefur verið seldur úr landi og Helga II RE og Helga RE 49 hafa verið seldar innan lands og önnur skip úrelt á móti. Bjartsýnn á framhaldið Ingimundur hf. einbeitir sér því að útgerð nýju Helgunnar, en ís- lenzkar sjávarafurðir selja afurðir útgerðarinnar. Töluverðar eignir hafa verið seldar á undanförnum misserum og því hvíla ekki miklar skuldir á skipinu. Auk kvóta á heimmaiðum hefur útgerðin veiði- reynslu bæði á Flæmska hattinum og í Smugunni, sem mun koma útgerðinni góða. Fyrst í stað verður skipinu hins vegar haldi til veiða við ísland. „Við erum með mjög góða skipstjóra, sem hafa verið með okkur í um 20 ár og flestir í áhöfn nýja skipsins voru áður hjá okkur á eldri skipunum. Ég sé því ekki ástæðu til annars en að vera bjart- sýn á framtíðina,“ segir Ármann Ármannsson. Morgunblaðið/Snorri Snorrason á togþilfarinu. Um borð eru einnig öflugir löndunarkranar frá ABAS. Fyrir framan brúna er 15 tonna ABAS krani (15T SWL 2,2-8 M) en á togþilfarinu er 4,5 tonna krani frá sama fyrirtæki (4,5 T SWL. 1,8-11 M). Helga RE verður útbúin með rækjutrolii frá Seifi hf. og toghler- ar og blakkir eru af gerðinni Thy- borön sem Isdan hf. hefur umboð fyrir. Fiskileitar, siglinga og ijar- skiptatæki eru af fullkomnustu gerð, en Brimrún hf. sem hefur umboð fyrir Furuno fiskileitartæki hér á landi var fengin til þess að velja tæki í skipið. Síml og sjónvarp í hverjum klefa Allar innréttingar í Helgu RE eru ákaflega vandaðar og aðbúnaður fyrir áhöfnina eins og best verður á kosið. í skipinu eru klefar fyrir alls 25 manna áhöfn og þar af eru níu eins manns klefar. Auk þess er velbúinn sjúkraklefi í skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá út- gerðinni verða alls 30 manns í áhöfn Helgu RE og þar af verða um 20 manns á sjó í einu. Flestir skipveij- ar munu því hafa sína eigin klefa en hver klefí er með snyrtingu og sturtu, sírna, sjónvarpi með inn- byggðu myndbandstæki og útvarpi með geislaspilara. Öll tækin eru frá Philips sem Heimilistæki hf. hafa umboð fyrir. I setustofu skipsins er stórt sjónvarp og myndbands- tæki sem tengist heimabíókerfi frá LOÐNUBÁTAR Nafn StaorA Afll SJÓf. Löndunarst. GI.OFAXI Vf 300 243 1 14 1 Vestmannaeyjer KAP VE 4 402 874 1 Vestmannaeyjar SIGHVATUR BJARNASON VE 81 666 587 1 Vestmannaeyjar HÖFRUNGUR AK 91 445 890 1 Akranes VÍKINGUR AK IOO 960 266 300 1 Akranes BERGUR VE 44 246 1 Siglufjöröur ELLIÐI GK 445 731 842 1 Siglufjörður GRINDVÍKINGUR GK 606 577 973 1 Siglufjörður ÍSLEIFUR VE 63 513 i 769 1 Siglufjöröur ÞÓRÐUR JÓNASSON EA 350 324 733 2 Siglufjörður LOÐNUBÁ TAR Nafn StwrA Afli Sjó«. Löndunarat. FAXI RE 241 331 951 2 ólafsfjörður SÍGURÐUR VE 15 914 1394 1 Akureyri ARNARNÚPUR ÞH 272 404 185 2 Raufarhöfn GÍGJA VE 340 ODDEYRIN EA 210 366 335 530 1308 1 2 Vopnafjörður Vopnafjörður SÓLFELL VE 640 370 822 3 Vopnafjöröur BÖRKUR NK 122 711 1146 2 Neskaupstaður GUDRÚN ÞORKELSD. SU 211 365 702 J 1 Eskifjörður JÓN KJARTANSSON SU 111 775 1789 2 Eskifjörður GUÐMUNDUR VE 29 486 328 1 Fáskrúðsfjöröur Útflutningur — I n n f I u t n i n g u r — M a r k a ð s s e t n i n g Forsvarsmenn og stjórnendur fyrirtækja Fyrirtækjastefnumót Baltic Sea Partenariat verður í Gdynia í Póllandi dagana 19. til 20. september 1996. Þetta fyrirtækjastefnumót er haldið fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í hvers kyns samstarfshugleiðingum. Þátttökufyrirtækin verða um 1000, frá ESB, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu, Ungverjaiandi og Rússlandi auk gestgjafalandanna fjögurra Póllands, Eistlands, Lettlands og Litháens. Peim sem áhuga hafa á frekari upplýsingum eða þátttöku í þessu stefnumóti er bent á að hafa samband við Kristin J. Albertsson, Nýsköpunar- og framleiðnideild Iðntæknistofnunar í síma 587 7000 fyrir 10. september nk. Iðntæknistofnun ATAKTIl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.