Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGÚft 4 . feÉPTÉMBÚR Í996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð he/ma 144,62 KfJkg 100 80 60 40 Karfi Þorskur Kr./kg 31.vl32.v[33.vÍ34.vl35.vl70 Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Ufsi KrAg —60 30. Alls fóru 42,4 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 7,7 tonn á 95,19 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 14,5 tonn á 92,37 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 20,2 tonn á 109,95 kr./kg. Af karfa voru seld alls 52,1 tonn. í Hafnarfirði á 70,13 kr. hvert kíló (3,11), á Faxamarkaði á 65,02 kr. (4,31) og á 67,29 kr. (44,71) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 45,3 tonn. í Hafnarfirði á 42,58 kr. (1,21), á Faxagarði á 46,90 kr. (8,1 t) og á 51,33 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (36,01). Af ýsu voru seld 41,2 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 92,04 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur mmmmm Karfi mmmmm Ufsi mmmm Eitt skip, Már SH 19, seldi „Smuguþorsk" í Hull í síðustu viku og var þorskaflinn samtals 105,5 tonn sem seldist á 88,26 kr./kg. Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. 35. vika Kr./kg 180 160 140 120 100 80 60 40 Seldur var fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 320.5 tonn á 121,25 kr. hvert kiló. Af þorski voru seld samtals 68,9 tonn á 123,27 kr./kg. Af ýsu voru seld 144,3 tonná 98,16 kr. hvert kíló, 45,0 tonn af kola á 166,86 kr./kg og 7.5 tonn af karfa á 114,78 kr./kg. Deilt um verksmiðjuskip og áhrif þeirra á fískstofnana Ufsinn frá ’92 virðist horfinn við Alaska MIKIÐ hefur gengið á í fiskimannabænum Dutch Harbor í Aljúteyjaklasan- um í Alaska að undanförnu. Annað aðalveiðitímabilið hófst um mánaðamótin og sjómennirnir hafa verið önnum kafnir við að gera skipin klár, bæði stór og lítil. Að sjálfsögðu eru stóru verk- smiðjuskipin langafkastamest en um þau standa nú vaxandi deilur og hafa meðal annars grænfriðungar sakað þau um að eyðileggja hvern fiskstofninn á fætur öðrum. í Alaska er 7,5% heildarkvót- ans úthlutað til ibúanna sjálfra, sem selja síðan þessar aflaheim- ildir togaraútgerðunum. Meðal þeirra er til dæmis stórfyrirtæki Norðmannsins Kjell Inge Rokkes, Resource Group International, RGI, sem gerir út þrjú verk- smiðjuskip í Alaska, American Dynasty, American Triumph og American Empress. Uppistaðan í veiðunum er ufsi og það var hann, sem kom fótun- um undir Rokke og átti einnig sinn þátt í bankakreppunni í Nor- egi. Varðaði það einkum Kredit- kassen, sem lánaði mikið til út- gerðarfyrirtækja og yfirleitt án þess nokkur veð væru að baki. Á árunum eftir stríð voru upp- gripin mest í hvalveiðum víða um heim en sóknin var meiri en stofn- arnir þoldu og fljótlega sátu mörg ríki uppi með hvalbáta, sem engin not voru fyrir. Það breyttist þó nokkuð eftir 1954 þegar fyrsti verksmiðjutogarinn var smíðaður í Skotlandi en í framhaldinu var mörgum hvalbátum breytt í verk- smiðjuskip. Ofveiði Japana Fyrsta verksmiðjuskipið á miðunum við Alaska kom þangað 1968. Var það japanskt, Katata Maru, og fram til 1975 sátu Jap- anir næstum einir að veiðunum. Þá var svo komið, að allir fisk- stofnar á svæðinu voru taldir full- nýttir eða ofveiddir og 1976 settu Bandaríkjamenn svokölluð Magnuson-lög, færðu efnahags- lögsöguna út í 200 mílur og settu strangar reglur um nýtingu auð- lindarinnar. Meðal annars var kveðið á um, að skip, sem stund- uðu veiðar innan lögsögunnar, yrðu að vera smíðuð í Bandaríkj- unum og það leiddi aftur til mikill- ar fjölgunar verksmiðjuskipa þar í landi. Það var þetta síðastnefnda ákvæði, sem Kjell Inge Rokke og fyrirtæki hans, American Se- afoods Company, nýtti sér. Hann Barentshaf keypti bandaríska skipsskrokka og sendi þá til Noregs þar sem þeim var breytt í verksmiðjuskip með norskum niðurgreiðslum. Af um 60 verksmiðjuskipum á veiðum við Alaska er fjórðungur- inn eða 15 tilkominn með þessum hætti. Þegar Kreditkassen kom upp útibúi í Seattle á síðasta áratug hófst um leið gífurleg uppbygg- ing, sem átti eftir að hafa alvar- legar afleiðingar fyrir bankann og atvinnugreinina. Bankinn og aðrir norskir bankar í gegnum hann stóðu undir 80% fjárfesting- arinnar í nýjum skipum útgerðar- félaganna í Seattle á þessum tíma. Týndur árgangur Þessi uppbygging ásamt niður- skurði í kvóta leiddi til fjölda- gjaldþrots, sem greinin er ekki enn búin að bíta úr nálinni með. Hefur starfsemi margra fyrir- tækja verið hætt og önnur sam- einast en flest skipanna eru enn mjög skuldsett. Verðþróunin hef- ur líka verið fremur óhagstæð að undanförnu og þar við bætist, að 1992-árgangurinn í ufsanum virðist með öllu horfinn. Óttast margir, að um sé að kenna rán- yrkju á smáfiski í rússnesku lög- sögunni ásamt dyggri hjálp bandarísku verksmiðjuskipanna. Um þessar mundir er verið að leita að þessum týnda árgangi og niðurstaðnanna að vænta á næstu dögum. Komi í ljós, að árgangur- inn sé í raun og veru búinn, er búist við, að ufsakvótinn verði skorinn niður um 30% á næsta ári. Yrði það mikið áfall fyrir út- gerðina en hugsanlegt er, að hærra verð á ufsanum í kjölfarið bætti eitthvað úr, Gagnkvæmar ásakanir Á síðustu tveimur árum hafa grænfriðungar beint sjónum sín- um í æ ríkara mæli að verksmiðju- skipunum og áhrifum þeirra á fiskstofnana. „Vandamálið með verksmiðju- skipin er, að þau eru svo stór og hreyfanleg, að útgerðarmönnum þeirra finnst ekki sem þeir beri neina ábyrgð á nýtingu fisk- stofna, sem veitt er úr hveiju sinni. Þegar ekkert er eftir nema ördeyðan á einum stað er bara farið eitthvað annað. Auk þess eru þessi skip oft svo skuidsett, að þeim er haldið til veiða þótt stofnarnir leyfi það ekki,“ segir Ken Stump, grænfriðungur í Se- attle og einn af höfundum bókar um áhrif verksmiðjuskipanna. Talsmenn útgerðanna vísa þessu á bug og segja grænfrið- unga ljúga. Segja þeir, að verk- smiðjuskipin séu aldrei send á alþjóðlegt hafsvæði þegar kvótinn innan lögsögunnar er búinn, held- ur séu þau bundin í höfn. Innflutningur á fiskafurðum til Bretlands jan.-mai 1996 Ferskar tonn Færeyjar 8.854 island i 7.839 Irland ^ 7.514 Danmörk #í\ -/ 3.375 Holland fxSy 1.653 Frakkland 690 Norequr PJkA 394 Bandarikin 285 Þýskaland 255 Portúqal wt(T \ 193 Sri Lánka 0 \ 71 Spánn v\ 31 Svíþjóð ^ 20 Anoað ... 512 Samtals 31.686 Bretar flytja meira inn BRETAR juku innflutning á isuðum fiski lítilega fyrstu 5 mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Nú nam þessi inn- flutningur tæplega 32.000 tonn- um sem er 2.000 tonna aukning. Mest af ísfiskinum kaupa Bretar frá Færeyjum, nærri 8.900 tonnm sen er 2.400 tonna aukn- ing frá árinu áður. Frá Islandi keyptu Bretar rúmlega 7.800 tonn, en það er aukning um 1.600 tonn. Frá írum keyptu Bretar 7.500 tonn, sem er 2.000 tonna samdráttur milli ára. Af öðrum löndum má nefna Dan- mörku með 3.400 tonn og Hol- land með 1.700 tonn. Engar aðr- ar þjóðir ná meiru en 1.000 tonn- um. Freðfiskur Innflutningur á fiskafurðum til Bretlands jan.-maí 1996 Frosnar tonn Noregur 25.279 Rússland i 18.060 I Island ~ Á 9.9841 Færeyjar Æ u 5.568 Danmörk [>§k v 4.975 Kina H N fc 2.902 Þýskaland \.J \\ 2.890 Holland W. Sftv 1.379 Bandarikin \á 876 Chile Vvl0\ 838 Frakkland 7X 689 Portúgal ^ 187 Annaö * <4 1 6.249 Samtals 79.873 BRETAR hafa einnig aukið inn- flutning á frystum botnfiski um rúmlega 5.000 tonn. I lok maí höfðu þeir flutt inn nærri 80.000 tonn. Langmest kaupa þeir af Norðmönnum, eða 25.300 tonn, Það er 9.000 tonna aukning frá árinu áður. Rússar koma næstir með um 18.000 tonn, sem er nánast sama magn og í fyrra. Loks kemur ísland með um 10.000 tonn, en það er samdrátt- ur um 2.200 tonn. Bretar keyptu einnig 5.600 tonn frá Færeyjum, 5.000 tonn frá Danmörkum 2.900 tonn frá Þýzkalandi, 2.900 frá Kína og 1.400 frá Hollandi. Holienskur risatogari stefnir nú í Smugnna ÚTGERÐ hollenska risatogarans Helen Mary stefnir nú að því að senda hann í Smuguna. Þetta er einhver stærsti og fullkomn- asti togari heims, 116 metra langur og frystigetan á sólarhring er um 280 tonn. Fari togarinn í Smuguna verður því mótmælt kröftuglega af Norðmönnum, sem hyggjast þá draga afla hans frá kvóta Evrópusambandsins í Barentshafi. Hollendingar hafa engan kvóta í Barentshafi. Útgerð skipsins segir að ætlunin sé að fara í Smuguna vegna þess að kvótar á flestum tegundum á heðfbundnum miðum Evrópu- sambandsins hafi verið skornir niður um 40%. Því verði að finna skipinu ný verkefni. Norðmenn telja þessa ætlun beina stríðsyfir- lýsingu gegn norskum sjávarútvegi og skynsamlegri nýtingu al- þjóðlegra fiskimiða. Veiðar, útflutningur og markaðshorfur Veiðar: Áætlun 1996 Spá 1997 Áætlun Markaðir samtals: Færeyjar 9.600 t 9.600 t Færeyjar 1.4201 ^ísland 80.0001 75.000 t ísland 23.5001 Noregur 38.000 t 40.000 t Noregur 11.700 t Grænland 54.600 t 52.000 t Grænland 13.0001 SAMTALS: 182.200 t 176.000 t SAMTALS: 49.6201 1995 1996 50.300 tonn 54.800 tonn Birgðir umfram venjulega á íslandi og Grænlandi jafn- gilda nú u.þ.b. mánaðarsölu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.