Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER1996 Morgunblaðið/Ásdís JÓN Eðvald Friðriksson er 41 árs gamall, fæddur 23. október 1954 á Sauðárkróki. Eftir nám í Samvinnuskó- lanum í Bifröst vann hann hjá Vegagerðinni, var skrifstofutjóri Kaupfélags Vopnfirðinga, bæjarritari á Sauðárkróki, sveitarstjóri í Mývatnssveit og bæjarstjóri á Ólafsfirði. Hann var síðan framkvæmdastjóri verk- takafyrirtækis á.Sauðárkróki og loks rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þar til hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings 1. ágúst sl. Aður var hann varaformaður stjórnar fyrirtækis- ins um átta ára skeið. Jón Eðvald er kvæntur Lindu Nínu Haraldsdóttur og eiga þau fjögur börn. Starfsemin endiirmetm FÓLK Oskar Skúlason ráðgefandi sölufulltrúi hjá Formax hf. • ÓSKAR Skúlason hefur verið ráðinn ráðgefandi sölu- fulltrúi hjá Formax hf. í Reykjavík. Óskar, fæddur 27. ágúst 1966, erfiskiðn- aðarmaður frá Fiskvinnslu- skóla íslands 1988 og stund- aði nám í fisktækni við Tækniskóla íslands 1989. Hann útskrifaðist frá Út- flutningsskólanum á Sauð- árkróki í vor. Óskar hefur verið verkstjóri í svo til öllum greinum fiskvinnslunnar í gegnum árin. Óskar er uppal- inn í Grindavík og byijaði ungur í fiskinum hjá Þorbirni hf. þar sem hann varð síðar verkstjóri. Hann starfaði einnig sem verkstjóri hjá Skinney hf. á Hornafirði, Isveri á Isafirði og um tíma sinnti hann starfi skoðunar- manns hjá Skoðunar- stofnunni Tæknimiði hf. á ísafirði. Auk þess sem hann hefur starfað sem leiðbeinandi íþrótta síðan 1991 og við útgáfu og mark- aðsmál síðastliðið ár. Hóf Óskar störf hjá Formax hf. í lok júlí. Formax hf., sem framleiðir meðal annars ParaLamp, ætlar með ráðn- ingu Óskars að leggja aukna áherslu á samskipti og sam- vinnu við fyrirtæki í fiskiðn- aðinum og sjávarútvegi al- mennt. Mun Óskar sinna ráð- gjöf í tengslum við vinnslu sjávarafurða með tilliti til framleiðslu Formax hf. sem er m.a. smíði ryðfrírra fisk- vinnslutækja og eins og fyrr sagði ParaLamp snyrtilínu- lampans. Óskar mun hafa umsjón með sýningarbás Formax á sjávarútvegssýn- ingunni í Laugardalshöll í september. Sambýliskona Óskars er Sigrún Guð- mundsdóttir, hárgreiðslu- meistari, og eiga þau þrjá syni, Skúla Grétar, Bjarna Rúnar og Astþór Erni. Haukur Þorvaldsson til liðs við Netagerðina Ingólf • HAUKUR Þorvaldsson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri til Netagerðar- innar Ingólfs í Vestmanna- eyjum. í frétt frá Netagerð- inni segir að Haukur muni hefja störf þann fyrsta októ- ber næstkomandi. Hann mun einbeita sér að sölu- og mark- aðsmálum á framleiðslu Netagerðarinnar Ingólfs í Vestmannaeyjum í og einnig fyrir útibú hennar í Reykja- vík. Sérstaka áherzlu leggur hann á sölu á flottrollum frá írsku netagerðinni Swan Net. Haukur hefur starfað síðastliðin þijú ár sem sölustjóri hjá Ellingsen í Reykjavík. Þar áður starfaði Haukur sem sölustjóri hjá Þýzk- íslenzka og þar á undan sem sölustjóri hjá Marínó Péturssyni. Haukur er fæddur 15. september 1958 og er kvænt- ur Helgu Hermannsdóttur. Þau eiga tvö börn. Haukur Þorvaldsson. Nýr framkvæmdastjóri hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. FRYSTIHUS Fisk- iðjunnar Skagfirð- ings hf. á Sauðár- króki hefur verið lokað í ágústmánuði. Jón Eðvald Friðriksson, nýráðinn framkvæmdastjóri, segir að kvóti skipanna hafi verið búinn. Ekki er búið að ákveða hvenær vinnsla hefst aftur, en það verður væntanlega fljótlega á nýju kvótaári. Um 300 starfsmenn eru hjá fyrir- tækinu, bæði á sjó og landi, í Skagafirði og Grundarfirði. Fyrirtækið er lang- stærsti atvinnuveitandinn á Sauðárkróki. Landvinnslan er rekin með miklu tapi og segist Jón hafa miklar áhyggjur af framtíð hennar, sérstaklega þorskin- um því svo virðist sem annar fiskur hafi mikið komið í staðinn fyrir hann á mörkuðunum. Frekar megi líta á verð- lækkun rækjunnar sem tímabundna sveiflu. Leitað nýrra leiða Mikil tímamót eru hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi þessar vikurnar. Verið er að ganga endanlega frá sameiningu Fiskiðjunnar og Hraðfrystihúss Grund- arfjarðar hf. sem Fiskiðjan átti orðið að miklu leyti. í Grundarfirði er nú unnin rækja og hörpudiskvinnsla að hefjast aftur. Jafnframt hafa þrír úr hópi helstu stjórnenda fyrirtækisins lát- ið af störfum, Einar Svansson fram- kvæmdastjóri, Ingimar Jónsson fjár- máiastjóri og Atli Viðar Jónsson fram- leiðslustjóri en hann var áður fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar. Jón tók við framkvæindastjóra- stöðunni í byijun ágúst en að hans sögn er ekki búið að ráða í hin störfin. „Við notum þessi tímamót til að fara ofan í saumana á fyrirtækinu og endur- meta alia starfsemina og móta nýjar áherslur,“ segir Jón. Hann segir að vegna erfíðleika í landvinnslunni verði að reyna að fínna nýjar leiðir til að láta hlutina ganga upp. Búast megi við breytingum með nýjum mönnum en of snemmt að segja fyrir hveijar þær verði. Fjögur skip í Smugunni Fiskiðjan er eitt af kvótahæstu fyrir- tækjum landsins með 9.673 þorskígild- Stjórnendur Fiskiðjunnar Skagfírðings hf. á Sauðár- króki eru að endurmeta alla starfsemi fyrirtækis- ins og móta nýjar áherslur að því er fram kemur í samtali Helga Bjarnason- ar við Jón E. Friðriksson nýráðinn framkvæmda- stjóra. Verið er að ljúka sameiningu við Hrað- frystihús Grundarijarðar og kaup á hlut í sjávarút- vegsfyrirtæki á Reyðar- firði eru á döfinni. istonn og gerir út fimm togara. Fjórir þeirra eru nú við veiðar í Smugunni, Málmey frystir um borð og þrír salta. Saltfisklína hefur verið i tveimur skip- anna og í sumar var sett lína í það þriðja, Skagfirðing. Fiskiðjan hefur náð góðum árangri í þessari útgerð. Jón segir að nokkuð vel líti út með útgerð saltfisktogaranna í Smugunni í ár, Klakkur og Hegranes hafi þegar landað, báðir nánast fullfermi, og fisk- urinn væri betri en undanfarin ár. Meðal annars vegna útgerðar salt- fiskskipanna í Smuguna hefur saltfisk- vinnslan í landi ekki stöðvast því um- salta þarf fiskinn í landi og ganga frá honum til útflutnings. Aðeins eitt skip Fiskiðjunnar, Skafti, hefur verið á skrapi innan lögsögunnar undanfarnar vikur. Ákveðið hefur verið að Kaupfélag Skagfirðinga, móðurfélag Fiskiðjunnar, kaupi hlut í nýju fyrirtæki sem ætlað er að yfirtaka rekstur hraðfrystihúss Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði. Jón segir að tilgangur fyrirtækisins sé að komast inn í vinnslu uppsjávarfiska, síldar og loðnu. Með því verði fyrirtæk- in komin inn í allar helstu vinnslugrein- ar sjávarútvegsins og hringnum lokað. Telur hann það mikilvægt því reynslan sýni að sveiflurnar séu mismunandi og mikilvægt að vera með sem ijolbreytt- asta starfsemi. „Síðan er það galdurinn að vera nógu snöggur að sveifla sér á milli,“ segir Jón. Stefnt aö skráningu hlutabréfa Kaupfélag Skagfirðinga er lang- stærsti hluthafinn í Fiskiðjunni Skag- firðingi, á 65% hlut eftir sameiningu, og er Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri formaður stjórnar fyrirtækisins. Þórólfur segir að því stefnt að skrá hlutabréf Fiskiðjunnar á Opna tilboðs- markaðnum, hugsanlega á næsta ári, pg fá þau síðar skráð á Verðbréfaþingi Islands. Jón Eðvald segir að ákveðin undirbúningsvinna fyrir þetta hafi þeg- ar farið fram og telur að skráning fyrir- tækisins gæti orðið til góðs. Hluthafarn- ir fengju markaðsmat á eign sína og hugsanlega yrði hægt að fá nýtt fé inn í fyrirtækið með sölu nýrra hlutabréfa. Jón segist taka við fyrirtækinu fullur bjartsýni, þrátt fyrir erfiðleikana. „Það er fullt af tækifærum í greininni. Það verður bara að gera réttu hlutina og vera snöggur að aðlaga sig breyttum aðstæðum," segir hann. Ákavítissíld Síldin kemur og síldin fer og það fengu íslenskir sjó- menn að reyna í sumar. Enn ættu þó að vera til ein- rvnnina hverjar sOdar í réttinn seraSigurður ImÍímíUULLUJÍ Rafn Hilmarsson, matreiðslumaður á smurbrauðstofunni Jómfrúnni við Lækjargötu, sendir okkur. Með haustinu heljast svo síldveiðar á ný, svo ekkert vandamál ætti að vera að ná sér í silfur hafs- ins. Danir eru sólgnir í sUd og þykir hún ómisssandi á smurbrauðið og á morgunverðarborðið. Ekki skemm- ir svo gamla, góða ákavítið fyrir, sem krydd i tilver- una. í réttinn þarf: 4 flök af útvatnaðri saltsíld 4,5 dl vatn 2 dl edik 150 gr sykur 20 stk hvít piparkorn 1/2 msk sinnepskorn 2 heila negulnagla 4 stk lárviðarlauf 1/4 tsk kúmenfræ 1/4 tsk anísfræ Safa úr einum sítrónubát 5 cl ákavíti Meðlæti og skraut: 1/2 hálft grænt epli í þunnum sneið- um 1/2 skræld sítróna í þunnum sneiðum 1 tsk mulin einiber 1 stk lítil gulrót í strimlum 1/2 stk lítliil blaðlaukur í strimlum 3 dilistilkar Sjóðið upp vatnið ásamt ediki, sykri, pipar negulnögl- um, lárviðarlaufum, kúmeni, anís og sítrónusafa. Hrær- ið þar til sykurinn hefur leyst upp og látið kólna. Sker- ið sildarflökin í u.þ.b. 2 sm strimla og leggið þá í skál með flötum botni. Hellið vökvanum yfir sfldina og passið að enginn biti standi upp úr. Sett í ísskáp og látið standa yfir nótt. Þá er eplasneiðum, sítrónusneið- um, einiberjum, gulrótinni, blaðlauknum og dillinu blandað saman við og ákavítinu slett yfir. Kjörið er að bera síldina fram með nýju rúgbrauði og harðsoðnu eggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.