Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 1
FYRIRTÆKI Sóknarfæri hjá Nýherja /5 FISKELDI Náttúran aftengd á Króknum /6 Lfi I L W" r* •í i H/ 1 I f|F; n' TOLVUR Nettölva Pippin missir marks /7 VH)SKIPri/AIVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 BLAÐ B Verðbréfaþing Hlutabréf íslenska fjársjóðsins, sem rekinn er af Landsbréfum, verða skráð á Verðbréfaþingi ís- lands frá og með deginum í dag. Nú er að ljúka 50 niilljóna króna hlutafjárútboði sjóðsins og verður nafnvirði hlutafjár 200 milljónir að því loknu. Hrein eign sjóðsins nemur nú um 345 milljónum króna og eru yfir 90% af eignum sjóðsins í hlutabréfum. Gjaldþrot Skiptum er lokið á þrotabúi Ósk- ars Sigurðssonar, eiganda fyrir- tækisins Hiltis. Engar eignir fund- ust í þrotabúinu, en lýstar kröfur námu samtals tæpum 158 milljón- um króna, auk vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrota- skipta. Hlutabréf Rólegt var á hlutabréfamarkaði í gær, en heildarviðskipti dagsins námu tæplega 13 milljónum króna að söluvirði. Fór gengi hlutabréfa upp á við í flestum tilfellum. Hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar hækkuðu um 8,6% og hlutabréf í Tæknivali hækkuðu um 2,3%. ^JjjM mest seldu fólksbíla-U|tegundirnarí Brfrá m%9 jan-- a9- 1996 fyrra ári Fjöldi % % 1. Tovota 1.137 19,8 +15,2 2. Volkswaqen 726 12,7 +37,2 3. Nissan 524 9,1 -20,2 4. Hyundai 454 7,9 +0,4 5. Subaru 368 6,4 +72,8 6. Suzuki 362 6,3 +126,3 7. Mitsubishi 361 6,3 +73,6 8. Opel 339 5,9 +38,4 9. Ford 266 4,6 +336,1 10. Renault 241 4,2 +22,3 11. Honda 139 2,4 +95,8 12. Volvo 108 1,9 -31,2 13. Masda 99 1,7 +4,2 14. Skoda 96 1,7 -22,6 15. Lada 76 1,3 -35,0 Aðrar teg. 439 7,7 +18,6 Samtals 5.735 100,0 +23,5 JLZE Bifreiða- innflutn. í janúar til ágúst 1995 og 1996 VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 450 566 1995 1996 1995 1996 Nýskráningar bifreiða, mánaðarlegar frá 1991 19 9 1 19 9 2 19 9 3 19 9 4 1 9 9 S 19 9 6 30% söluaukning í ágúst Innflutningur nýrra fólksbifreiða var um 30% meiri í ágústmánuði en í sama mánuði í fyrra. Frá áramótum hafa verið fluttir inn 5.735 nýir fólksbilar og er það um 23,5% aukning frá því í fyrra, eins og sést á kortinu hér að ofan. Litlar breytingar urðu á röð söluhæstu tegundanna frá þvi í júlí. Þó vekur athygli að Toyota hefur heldur styrkt stöðu sína í efsta sæti og Suzuki hefur færst úr áttunda sæti í það sjötta milli mánaða. Mikill bati á afkomu Iðnlánasjóðs á fyrri helmingi ársins Hagnaður nam um 222 millj- ónum króna IÐNLÁNASJÓÐUR skilaði alls um 222 milljóna króna hagnaði eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er mikill bati frá síð- asta ári þegar hagnaðurinn nam 159 milljónum allt árið. Saman- burðarhæfar tölur fyrir fyrri árs- helming 1995 liggja ekki fyrir, þar sem sjóðurinn gerir nú sex mánaða uppgjör í fyrsta sinn. Skýringin á bættri afkomu Iðn- lánasjóðs felst einkum í minnkandi framlögum í afskriftareikning út- lána, en framlagið var 42 milljón- ir í sex mánaða uppgjörinu saman- borið við 230 milljónir allt síðasta ár. Á afskriftareikningi voru alls um 743 milljónir í lok júní eða 4,6% af útlánum og veittum ábyrgðum. Vaxtamunur inn- og útlána Iðnlánasjóðs hefur að sama skapi farið lækkandi á þessu ári og nemur um 2%, en var rúmlega 3% á síðasta ári. Vaxandi eftirspurn eftir lánum Eigið fé Iðnlánasjóðs var í lok júní 3.348 milljónir og hafði hækk- að um 267 milljónir frá síðustu áramótum. Eiginfjárhlutfall sam- kvæmt svonefndum BlS-reglum var 26,8%, en hlutfallið má ekki vera lægra en 8%. Heildarútlán Iðnlánasjóðs til við- skiptamanna voru í lok júní 14,3 milljarðar og niðurstaða efnahags- reiknings um 17 milljarðar. Að sögn Braga Hannessonar, forstjóra Iðnlánasjóðs, hefur eftir- spurn eftir lánum úr sjóðnum far- ið vaxandi á þessu ári og nema ný útlán sömu fjárhæð fyrstu sjö mánuðina og allt árið í fyrra. Áætlað er að ný útlán verði um 2 milljarðar á árinu í heild. Bragi segir að útlán sjóðsins hafi aukist á öllum sviðum. Starfsheimildir séu nú víðtækari en áður og sjóð- urinn hafi nýtt sér það svigrúm til að færa út kvíamar. „Við erum einnig mjög samkeppnishæfir í vöxtum. Samkeppni á þessum markaði er mjög mikil milli lána- stofnana og eins er verðbréfa- markaðurinn mjög virkur," sagði hann. Aukin lán til vöruþróunar Útlánaaukningin er sérstaklega mikil í vöruþróunar- og markaðs- deild sjóðsins. Þar námu ný útlán um 180 milljónum fyrstu sex mánuðina, en voru 25 milljónir á sl. ári. Skýringin er sú að mun meira hefur verið um að vera í vöruþróun og markaðsmálum hjá fyrirtækjum. Auk þess tekur deildin þátt í „Átaki til atvinnu- sköpunar" og verður óafturkræft framlag hennar um 27,5 milljónir á þessu ári. PENING'AMARKAÐSSJÓÐUR Engin binding. Með nýjum peningamarkaðssjóði VÍB, Sjóði 9, getur þú ávaxtað fé þitt eða fyrirtækis þíns haftalaust. í einn sólarhring, eða lengur ef því er að skipta. Það er enginn kostnaður. Enginn binditími. Enginn munur á kaup- eða sölugengi. Tvö símtöl nægja - eitt til að kaupa og annað til að selja. Sjóður 9 fjárfestir einkum í skammtímaskulda- bréfum og víxlum ríkis og banka. Lágmarkseign í sjóðnum eru 250.000 krónur. Til að auðvelda bókhald sendum við tvö viðskiptayfirlit á ári. Mána&iHiækkun (nngnsíiölu borín saman \ið niánaðarfiækkijn veröbgs á ársgrowhdií p M (1 O mminm«o<o>OtO SSS28SS28S8288S2 FORYSTA I FJAR.MALL'.M: VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Kirkjusandi. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.