Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Islensk þekking nýtt í pizzukeðju íDanmörku SELTJARNARNES Ný lyfsöluleyfi f ^ Á höfuðborgarsvæðinu Hringbraut 119, Rvk. Iðufeli 14, Rvk. Lágmúli 5, Rvk. Skeifan 5, Rvk. Skeifan 8, Rvk. Skipholt 50, Rvk. Engihjalli 8, Kópavogur Smiðjuvegur 2, Kóp. Ut á landsbyggðinni Hringbraut 99, Keflavík Glerárhverfi, Akureyri c* HAFNARFJORÐUR O Ný lyfsöluleyfi • Eldri apótek Tíu nýjum lyfsöluleyf- um úthlutaðíár HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur veitt tíu ný lyfsöluleyfi frá því hin nýju lyfjalög tóku gildi í vor. Þar að auki hefur nokkrum leyfum ver- ið úthlutað vegna eigendaskipta á eldri apótekum, t.d á Höfn í Horna- firði og Seyðisfirði, að sögn Einars Magnússonar, hjá heilbrigðisráðu- neytinu. Lyfsöluleyfum hefur því fjölgað um nær fjórðung frá gildistöku lag- anna því 43 apótek voru fyrir í land- inu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær fékk Róbert Melax, lyfjafræðingur og annar eiganda Lyfju, lyfsöluleyfi í stórmarkaði Hagkaups í Skeifunni nú í byrjun vikunnar. í því skyni hefur verið sett á stofn nýtt hlutafélag, Lyfja- kaup, sem er í meirihlutaeigu Hag- kaups. Skömmu áður veitti ráðherra Bessa Gíslasyni, lyfjafræðingi, lyf- söluleyfi í Iðufelli 14 og Þorbergi Egilssyni, lyfjafræðingi, leyfi á Smiðjuvegi 2 í Kópavogi. Þeir tengj- ast Lyfjabúðum ehf. sem er að hluta til í eigu Jóhannesar Jónssonar, kaupmanns í Bónus. Loks hefur Bergþór Haraldsson fengið lyfsölu- leyfi í Glerárhverfi á Akureyri. Áður höfðu verið veitt leyfi vegna apóteka í Lágmúla 5, Skipholti 50, Skeifunni 8, Hringbraut 119 í Reykjavík, Hringbraut 99 í Keflavík og Engihjalla 8 í Kópavogi. Þegar hafa verið opnuð ný apótek í Lág- múla, Engihjalla og Hringbraut í Keflavík. Einar benti hins vegar á að það væri ekki nóg að fá lyfsöluleyfi hjá ráðuneytinu því uppfylla þyrfti ákveðin skilyrði Lyfjaeftirlitsins. Hugsanlega myndu einhveijir hætta við þegar þeim yrði ljós til- kostnaðurinn við að standast þessar kröfur. Hann sagði aðspurður að þijár umsóknir um lyfsöluleyfi væru óafgreiddar í ráðuneytinu, en ekki væri hægt að upplýsa að svo stöddu hvaða aðilar ættu þar í hlut. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÍSLENDINGAR þurfa ekki að hafa neina minnimáttarkennd í Dan- mörku. Við höfum einfaldlega reynslu á þessu sviði, sem ekki er fyrir hendi hér,“ segja þeir Gísli Gíslason lögfræðingur og Einar Kristjánsson rekstrarhagfræðingur, sem eru að koma á fót pizzukeðj- unni „Pizza 67“ í Danmörku. Þeir hyggjast reka hana sem viðskipta- sérleyfiskeðju, en reka ekki staðina sjálfir. Þeir hafa stofnað danskt dóttur- fyrirtæki Hafmeyjuna hf. til að koma keðjunni á _fót erlendis. Fyrsti stað- urinn utan íslands opnar við Ráðhús- torgið um mánaðamótin, en staður í Færeyjum er einnig í undirbún- ingi. Ætlunin er að reyna að kaupa sem mest af hugviti og þjónustu frá Islandi, því að mati þeirra Gísla og Einars hafa íslendingar upp á margt að bjóða. Þeir undirstrika að þar sem keðjan verði í eigu íslensks Ijárhalds- fyrirtækis skili allur hagnaður af rekstrinum sér til íslands, en ekki til erlendra aðila. _,,Pizza 67“ er rekið sem hlutafélag á íslandi og hefur hlutafélagið Haf- meyjan keypt af því réttinn til að opna veitingastaði á Norðurlöndum undir heitinu „Pizza 67“. í sumar var stofnað hlutafélagið Hafmeyjan í kringum erlenda reksturinn. Hluta- fé er 25 milljónir íslenskra króna. Það félag hefur síðan stofnað dóttur- fyrirtæki í Danmörku. Undirbúning- ur er kominn langt og meðal annars hafa verið útbúnir sérleyfispakkar, þannig að þeir sem kaupa sérleyfi fá um leið meðal annars allar inn- réttingar, ábendingar um hvar kaupa eigi ofnana, að ógleymdum matseðlum, auglýsingum og stöðlum um pizzugerðina. Þeir Einar og Gísli segja sam- keppnina á íslenska pizzumarkaðn- um gríðarlega harða og ljóst sé að sá markaður vaxi vart meira en orð- ið sé. Á ferðum erlendis hafi þeir séð að markaðurinn á Norðurlöndum sé engan veginn eins þróaður og þar sé því að þeirra mati góðir möguleik- ar á að koma á framfæri pizzu- keðju. Sérleyfismarkðurinn i Dan- mörku sé vanþróaður og þar sé eng- in öflug pizzukeðja, en hins vegar fjöldamargir staðir, reknir af ein- staklingum, sem allir séu að gera það saina og hvorki þjónusta né úrval nálgist það sem gerist um ís- lenska pizzustaði. Þeir segja einnig að bankar, gosfyrirtæki og aðrir hafi tekið hugmyndinni vel og metið sem svo að svigrúm væri fyrir hana á markaðnum. Verð á pizzum er hærra á íslandi en hér, en það veldur nýja fyrirtæk- inu ekki áhyggjum, því bæði nái þeir betri nýtingu á starfsfólki, hús- næði, tækjum og innkaupum, auk þess sem þeir munu selja bjór, en þar er álagningin há. Verðið veldur þeim því ekki áhyggjum. Um 200 þúsund manns eiga daglega leið um Ráðhússtorgið og staðir þar fáir og vel sóttir. Heimsendingarþjónusta þekkist varla í Kaupmannahöfn, en með fleiri stöðum vonast þeir til að geta komið henni á. Fyrirtækið mun opna og reka 1-2 staði til að koma hugmyndinni á flot, en síðan selja sérleyfi. Vonir standa til að ýmsir af þeim einstaklingum, sem þegar reka staði muni kaupa sérleyfi og breyta sínum stöðum í „Pizzu 67“. RKS-Skynjaratækni framleiðir vörur fyrir danskan kælivélaframleiðanda Ný tegund gasskynj- ara í þróun RKS-SKYNJARATÆKNI ehf. á Sauðárkróki vinnur nú að þróun nýrrar tegundar gasskynjara, ódýr- ari en þeirra sem fyrirtækið er nú með á markaði hérlendis og erlend- is. í athugun er að hefja framleiðslu á alveg nýrri línu og nota við það grunninn úr fjölrása-skráningartæk- inu Medistor sem fyrirtækið hefur keypt framleiðsluréttinn á. Jón Bæring Hauksson, fram- leiðslu- og innkaupastjóri, segir að mikill markaður sé fyrir þessa skynj- ara hér og erlendis. Þeir eru notaðir þar sem kæli- og frystikerfi eru til að gefa aðvörun þegar freon eða ammoníak byijar að leka. Nokkuð hefur verið selt á innan- landsmarkaði en Jón Bæring segir að menn séu almennt ekki orðnir meðvitaðir um þörfina fyrir tækið. Gagnsemi þess komi þó fljótt í Ijós, leki úr einum kút kosti til dæmis sama og einn skynjari, fyrir utan hættuna og óþægindin sem lekinn geti valdið. Mikil viðurkenning RKS-Skynjaratækni hefur náð samningum við stóran danskan kæli- vélaframleiðanda, Sabroe, um fram- leiðslu undir merki danska fyrirtæk- isins. Fer skynjarinn inn í sölukerfi Sabroe um allan heim. Jón Bæring segir að stefnt hafi verið að sölu 400 skynjara í ár, auk vaktstöðva. Hann segir að Sabroe sé enn að kynna vöruna í fyrirtækjum sínum, þýða leiðbeiningar á fjölda tungu- mála og vinna aðra undirbúnings- vinnu en hann vonast til að fullur Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir JON Bæring Hauksson heldur á RKS-gasskynjara og sljórn- stöð liggur á borðinu. skriður fari að komast á útflutning- inn. „Það er mjög mikil viðurkenning að þeir skuli hafa valið okkur. Sabroe setur ekki merki sitt á hluti nema þeir séu pottþéttir.“ Að kröfu Sabroe fór RKS með framleiðsluvörur sínar í prófun hjá viðurkenndri erlendri prófunarstofu og stóðst allar kröfur Evrópustaðals. Má fyrirtækið nú nota CE, Evrópska öryggismerkið, á vörur sínar. Standa nú yfir samningar við Sabroe um frekari markaðssetningu skynjaranna, utan við Sabroe-sam- stæðuna. Segir Jón Bæring að verið sé að kanna hvort væri árangursrík- ara, að vinna að þeim málum sjálfir eða í gegnum danska fyrirtækið. Að sögn Jóns Bærings er nú haf- in þróun á ódýrari og einfaldari gerð gasskynjara. Til athugunar er að hefja framleiðslu á alveg nýrri línu og nota við það grunntækni úr fjöl- rása skráningartækinu Medistor sem RKS hefur keypt framleiðslu- réttinn á. Jón segir að þróunarvinna sé ákaflega dýr og ákvörðun hafi ekki verið tekin um þessa fram- leiðslu. Kóreuför utanríkisráðherra og athafnamanna heppnaðist vel Tengsl mynduð við mörg kóresk fyrirtæki Morgunblaðið/Stefán L. Stefánsson HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, í einu vinnsluhúsa Daerim, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Suður-Kóreu. ÍSLENSKUM fyrirtækjum tókst að koma á tengslum við fjölmörg fyrir- tæki í nýafstaðinni ferð utanríkis- ráðherra og fulltrúa íslenskra fyrir- tækja til Suður-Kóreu. Stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins sýndi túnfiskveiðum við ísland áhuga og dæmi voru um að íslensk fyrirtæki næðu sölusamningum þar eystra. Kóreuförin er fyrsta ferð íslensks utanríkisráðherra þar sem megin- markmiðið er að afla viðskipta og koma á tengslum íslenskra fyrirtækja við atvinnulífið í viðkomandi landi. í heimsókninni hitti Halldór að máli forseta, utanríkisráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra lands- ins og ræddi hann við þá um sam- skipti ríkjanna og hvernig hægt væri að greiða fyrir viðskiptum á milli þeirra. íbúar Suður-Kóreu eru 45 millj- ónir. Þeir eru mikiar fiskætur og er talið að hver þeirra borði að meðal- tali um 35 kíló af sjávarafurðum árlega. Suður-kóreskur sjávarútveg- ur hefur notið mikillar verndar fram að þessu en um mitt næsta ár verð- ur henni að mestu hætt og allar takmarkanir á innflutning sjávaraf- urða felldar niður. í heimsókninni gafst íslensku sendinefndinni gott tækifæri til að kynna sér aðstæður í suður-kóresk- um sjávarútvegi. M.a. var farið á fiskmarkaði og stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins, Daerim, skoðað en það gerir út 65 stór veiði- skip og er með dreifingarkerfi, sem nær um allan heim. Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Utflutningsráðs, segir að kom- ið hafi í ljós gagnkvæmur vilji til samstarfs milli kóreska fyrirtækisins og íslensku sölusamtakanna, sem áttu fulltrúa í sendinefndinni. „For- svarsmenn Daerim höfðu margs að spyrja og vissu m.a. um tilraunaveið- ar Japana á túnfiski við ísland. Þeir sýndu þeim áhuga og töldu að þar gæti verið um ábatasamar veiðar að ræða.“ Alls voru 22 menn í íslensku sendi- nefndinni og þar af 14 fulltrúar fyrir- tækja. íslensku fulltrúarnir hittu full- trúa kóreskra fyrirtækja og heim- sóttu mörg þeirra. Þá var efnt til viðamikillar kynningar á íslenskum fyrirtækjum í höfuðborginni Sól og hafnarborginni Pusan. Jón segir að kynningin hafi tekist framar vonum og tekist hafi að myndast tengsl við fjölmörg kóresk fyrirtæki. „Nokkrir íslensku athafnamannanna urðu eftir í Suður-Kóreu til að vinna í sínum málum. Tilgangurinn með förinni var m.a. sá að búa í haginn fyrir við- skipti en svo vel vildi til að einhveij- um fyrirtækjum tókst að ganga frá samningum á staðnum, sem hlýtur að teljast mjög vel af sér vikið.“ Suður-Ameríka á næsta ári? Jón segist vera mjög ánægður með ferðina og segir að mikill áhugi sé fyrir því hjá Utflutningsráði að skipuleggja fleiri slíkar ferðir í sam- starfi við utanríkisráðuneytið. „Þetta er góð leið til að ná athygli stjórn- valda og fyrirtækja og við stefnum á að næsta ferð verði farin til Suður- Ameríku á næsta ári. Fleiri lönd eins og Indland, Indónesía og Malasía koma vissulega til greina síðar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.