Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 B 3 Bandaríkjamenn famir að þreytast á yfirvinnunni BANDARÍKJAMÖNNUM fínnst, að þeir vinni of langan vinnudag og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá OECD, Efnahags- og framfarastofn- uninni, hafa þeir rétt fyrir sér í því. Eru vinnustundirnar raunar fleiri en áður var talið, meðal annars vegna þess, að nú hefur verið tekið tillit til þeirra, sem eru í fleiri en einu starfí. Svo virðist líka sem vinnutím- inn sé heldur að lengjast. Á sama tíma hefur álagið á fólk í stjórnunar- stöðum, svokallaða millistjórnendur, aukist verulega. Það kemur hvergi fram í tölum um vinnutímann en hefur orðið til að vekja meiri at- hygli á þessari þróun. I Vestur-Evrópu og í Japan hafa þessi mál verið að þróast í allt aðra átt og á síðustu 20 árum hefur vinnutíminn stöðugt verið að stytt- ast. Þar hljóta menn að spyija sig þeirrar spurningar hvort bandaríska þróunin vísi veginn fram á við eða aftur og með vaxandi samkeppni í huga mætti ætla, að það fyrrnefnda ætti við. Frá sjónarhóli fyrirtækisins ætti langur vinnutími að hafa í för með sér meiri framleiðslu og meiri hagnað og almennir starfsmenn gætu hugsað sem svo, að með því að fórna helgunum á þrítugsaldri, væru þeir að búa í haginn fyrir sig á fertugsaldri og gætu því farið á eftirlaun snemma. Bandarísk fyrirtæki virðast standa sig betur í samkeppninni en evrópsk en það er ekki þar með sagt, að allt sé þar í lukkunnar velstandi. Það er nefnilega ekki víst, að stutt vinnuvika sé slæm fyrir fyrirtækið ef framleiðnin er nógu mikil. Neyslusýki, leiðindi eða nauðsyn? Ýmsar skýringar hafa verið gefn- ar á þessari ofuriðni Bandaríkja- manna og Juliet Schor, hagfræðing- ur við Harvard, hefur til dæmis nefnt, að margir landa sinna séu svo miklir neyslusjúklingar, að þeir neyðist til að vinna myrkranna í milli til að fullnægja fíkninni. Það hefur einnig verið nefnt, að Banda- ríkjamenn séu svo óánægðir með einkalífið, að þeir taki vinnustaðinn fram yfir heimilið en flestar rann- sóknir benda þó til, að þarna vegi salt sú umbun, sem fylgir þvi að vinna mikið, og afleiðingarnar af því að gera það ekki. Lágir skattar eru líklegir til að hvetja Bandaríkjamenn til að taka aukatekjurnar fram yfir frítímann og venjulegir launþegar, einkum þeir, sem hafa litla menntun, eiga ekki margra kosta völ. Laun þeirra hafa staðið í stað eða jafnvel lækkað og oft komast þeir ekki af nemá með því að vinna yfírvinnu eða fá sér eitthvert aukastarf. Refsingin, sem fylgir því að leggja ekki hart að sér, er oft meiri í Banda- ríkjunum en annars staðar. Sá, sem ekki sýnir næga „hollustu", til dæm- is með því að ganga út á slaginu eða taka tveggja vikna sumarleyfið að fullu, hefur ástæðu til að óttast, að hann verði fyrstur til að fjúka í næstu niðursveiflu. Tískustefnur í stjórnun Nýjar tískustefnur í stjórnun fyr- irtækja, sem Bandaríkjamenn eru miklu ginnkeyptari fyrir en Evrópu- menn og Japanir, hafa einnig ýtt undir lengri vinnudag. Þannig er það með afkastahvetjandi launakerfí og verktöku, sem er mjög algeng vestra, og við endurskipulagningu fyrirtækja, sem er líka mikið í tísku, er starfsmönnunum fækkað og hin- um gert að vinna meira. Hjá fyrir- tækjum eins og General Electric er nú farið að tala um nýja stjórnunar- stefnu, sem felst í því að gera held- ur meiri kröfur til starfsmannanna en þeir hafa áður getað uppfyllt. Állt getur þetta komið sér vel fyrir fyrirtækið og skilað því meiri hagnaði, að minnsta kosti í skamm- an tíma. Æ fleira bendir þó til, að það gleymist að taka tillit til kostn- aðarins við þetta fyrirkomulag. Yfir- vinna stjórnenda kostar fyrirtækið lítið og því er hætt við, að þessi tími, eins og er með aðra vanmetna vöru, sé illa nýttur. Sumt af þessum kostn- aði, til dæmis lítið samband foreldra við börnin sín, lendir á þjóðfélaginu en annað á fyrirtækinu sjálfu. Starfsmennirnir „brenna út“ og þar sem unnið er undir miklu og stöðugu álagi eru það góður starfsandi og sköpunargleði, sem fyrst hverfa á braut. Fleira er matur en feitt ket Ein af ástæðunum fyrir því, að fyrirtæki geta leyft sér að ráðskast svona með fólk er sú, að það hefur ekki bein áhrif á tölurnar í rekstrar- reikningnum. Sum fyrirtæki, til dæmis sænska tryggingafélagið Skandia, er þó að reyna að meta þann þekkingarsjóð, sem það hefur í starfsmönnum sínum, og ýmis kunn ráðgjafarfyrirtæki hafa skipað „þekkingarstjóra" til að hlúa að og rækta mannauðinn innan veggja sinna. Þess sjást líka merki, að stjórnendur fjárfestingarsjóða séu farnir að skoða fleira en tölulegar niðurstöður hjá fyrirtækjum, til dæmis getu þeirra til „að laða að sér og halda í hæfíleikaríkt fólk“. Forstjórar fjárfestingarsjóðanna hafa einnig áhuga á því hvernig fyrirtækjum hefur gengið i að forð- ast málssókn. í Bandaríkjunum er það nefnilega mikil uppgangsgrein að fara í mál við fyrirtæki og kenna þeim um að hafa valdið alls konar kvillum með miklu álagi og yfír- vinnu. Hingað til hafa verkalýðsfé- lögin í Bandaríkjunum látið sig meira varða launin en vinnutímann en á því er að verða breyting. Mesti ókosturinn við langan vinnudag og allt það álag, sem hon- um fylgir, er þó líklega sá, að fólk er hundóánægt. í nýlegri könnun kom fram, að tveir þriðju Banda- ríkjamanna vilja stytta vinnuvikuna og þá launin að sama skapi. í sams konar könnun 1989 voru menn til- búnir til að fallast á 13% launalækk- un að meðaltali en nú á 21%. (Heimild: The Economist) Mercedes Benz fyrir alþýðuna Helmut Wemer, forstjórí Mercedes Benz, hefur snúið stórtapi í hagnað á fáum árum og stefnir að því að gera fyrirtækið að alhliða bílaframleiðanda. MERCEDES Benz-bílaverksmiðjurn- ar í Þýskalandi hafa lengi verið á hægri en öruggri siglingu niður á við. Gífurlegur framleiðslukostnaður, stjórnlaus verðlagning og ofstjórnun áttu mestan þátt í því en á síðustu þremur árum hefur þó orðið mikil breyting til batnaðar. Eftir mikið tap á árinu 1993 er fyrirtækið nú rekið með hagnaði og framleiðnin hefur stóraukist. Eru þessi umskipti fyrst og fremst þökkuð forstjóra Mercedes Benz, Helmut Werner, en hann stefnir að því að gera fyrirtækið að alhliða bílaframleiðanda og losa það um leið við þá ímynd, að það þjóni aðeins forríku fólki, sem komið er yfir miðjan aldur. Mercedes SLK, sportbíll, sem á að koma á götuna í haust, er hluti af áætlun Werners um að ná til yngri kaupenda og áhuginn er svo mikill, að hann er uppseldur nú þegar. Er áætlað að framleiða 35.000 bíla í fyrsta áfanga og söluverðið í Þýska- landi verður um 2,6 milljónir ísl. kr. Þetta er þó bara byrjunin og Wern- er hefur lýst yfír, að hann vilji ekki, að Mercedes Benz heilsi nýrri öld sem framleiðandi, er reiði sig eingöngu á ofurlúxusbíla eins og S-Class. Það getur raunar verið mjög ábatasamt þegar vel gengur en vöxturinn á lúx- usmarkaðinum er mjög hægur og jafnvel þótt nýir markaðir séu að opnast. Bíllinn hans pabba og mömmu í iðnríkjunum eru kaupendur þess- ara bíla yfírleitt komnir yfir fimm- tugt og ef Mercedes héldi sig ein- göngu við þennan aldursflokk, gæti Benzinn fengið á sig sömu ímynd og Cadillacinn hjá General Motors á sínum tíma, að vera „bíllinn, sem pabbi og mamma keyra". Þótt Mercedes hafi jafnað sig nokkuð eft- ir fyrstu atlöguna frá Lexus-bílnum frá Toyota á Bandaríkjamarkaði þá veit Werner sem er, að Japanir eru ekki búnir að segja sitt síðasta hvað varðar lúxusbíla á lágu verði. Werner stefnir að meiri breyting- um en nokkur hefði getað látið sig dreyma um fyrir aðeins fáum árum. Hann vill höfða til nýrra viðskipta- vina, sem kunna að meta Mercedes- gæðin og vilja bíl, sem hentar jafnt til ferðalaga sem innanbæjaraksturs. Þá er hann að hugsa um smábíl og segist ákveðinn í að hafa tvöfaldað söluna upp í 1,2 milljónir bíla eftir fimm ár. Nýr A-Class Á bílasýningunni í Frankfurt eftir rúmt ár ætlar Mercedes að kynna nýjan A-Ciass, minnsta bíl, sem fyrir- tækið hefur framleitt. Er hann aðeins 3,6 metra langur og á að kosta um 1.3 millj. kr. í Þýskalandi. 1998 verð- ur svo kynntur annar smábíll enn minni, Smart, aðeins 2,5 m, og er hann hugsaður sem innanbæjarbíll fyrir fólk, sem vill eiga annan og umhverfísvænan bíl. Verður hann smíðaður í samvinnu við svissneska úraframleiðandann Swatch og á að kosta 660.000 kr. Smart minnir raunar meira á golf- vagn en bíl og er gerður „fyrir tvo og einn bjórkassa" eins og haft er eftir Nicholas G. Hayek, forstjóra Swatch. Mercedes stefnir að því að framleiða árlega 200.000 einingar af hvorum bíl, A-Class og Smart, í Evrópu og 80.000 af A-Class í Brazil- íu. Á næsta ári kemur svo einnig á markað ný M-Class-bifreið með al- drifi, framleidd í Alabama, og nýr V-Class-sendibíll, sem smíðaður verður á Spáni. Á næstu þremur árum ætlar Mercedes Benz að fara með næstum 1.100 milljarða ísl. kr. í fjárfestingar og rannsóknir og þar af mun þriðj- ungurinn eingöngu fara í smíði nýju tegundanna. Ottast ekki gagnrýnina Gagnrýnendur Werners segjast óttast, að hann muni að lokum enda með að tvöfalda söluna en skera um leið hagnaðinn niður við trog. Benda þeir á, að fyrir aðeins fáum árum hafí Mercedes verið í basli með lúxus- bílana og hvernig ætti fyrirtækið þá að hagnast á smábílum, sem jafnvel stórframleiðendur eins og Fiat og Volkswagen eiga í fullu fangi með. Hjá Mercedes er viðurkennt, að fram- leiðsla A-Class-bílsins muni minnka nokkuð heildararð af fjárfestingum en samt sem áður er markmiðið þetta: Um aldamótin á að vera búið að auka söluna um 40% og þrefalda hagnaðinn með sama mannafla. (Heimild: Business Week) Huoverk í a(þjóðle?u) umhverfi RáÓrtefna um þrðun hu?veiíaréttinda á Hótel Sögu (A-sal) 12. september 1996 Ráðstefnan hefst kl. 9:30 Skráning þátttakenda frá kl. 8:30 • Alþjóðleg þróun á sviði vörumerkja og hönnunar: Jórgen Erik Carstad, lögfræðilegur ráðgjafi hjá dönsku einkaleyfastofnuninni (Patentdirektoratet) • Þýðing vörumerkja fyrir íslenskt atvinnulíf: Valborg Kjartansdóttir, hdl., framkvæmdastjóri Sigurjónsson & Thor ehf. • Alþjóðasamstarf á sviði einkaleyfa: Lise Dybdal, forstjóri hjá Evrópsku einkaleyfastofnuninni (EPO) í Munchen • Einkaleyfi sem leið til að örva nýsköpun: Alan J. Walls, forstöðumaður einkaleyfasviðs lyfja- fyrirtækisins British Biotech Pharmaceuticals Ltd. í Oxford • Fyrirspurnir og pallborðsumræður Ráðstefnustjóri verður dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs (slands. Efni ráðstefnunnar á erindi til allra sem vinna að nýsköpun, vöruþróun, og markaðsmálum í framleiðslu- og þjónustu- fyrirtækjum, svo og til tækni- og rannsóknastofnana, háskóla, verkfræði- og lögfræðistofa og annarra ráðgjafafyrirtækja á sviði hugverkaréttinda. - Fyrirlestrar verða fluttir á ensku. - Ráðstefnunni lýkur um kl. 16:30. Einkaleyfastofan veitir nánari upplýsingar og tekur við þátttökutilkynningum fyrirfram í síma 560 9450 - Þátttökugjald kr. 2.500, hádegisverður innifalinn. WBI Samtökumvemd Einka/_e(faStofan IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARAÐUNEYTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.