Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 B 7 Pippin-nettölva í ólgusjó Tölvur Nettölvur eru á hvers manns vörum og ýmsir ----------— ■ 5 hugsa sér gott til glóðarinnar. Arni Matthías- son komst að því að tölvukaupendur virðast ekki eins ginnkeyptir fyrir hugmyndinni og menn hefðu vænst. VÍÐA UM heim dreymir fyrirtæki um að koma Microsoft á kné og hugsa upp ýmsar aðferðir til þess, meðal annars að framleiða og selja vægu verði svonefndar nettölvur. Slík apparöt eiga að verða ódýr valkostur fyrir þá sem langar til að kaupa sér tölvu, einfaldar að allri gerð, byggja á alnetinu um hugbúnað og geymslu gagna og nýtast vel þeim sem hug hafa á netrápi. Fyrsta vélin sem kynnt var sem nettölva var Pippin-tölva Bandai, sem er undirfyrirtæki Apple í Japan. Hún var sett á markað í Japan í upphafi árs en sölutölur benda ekki til þess að fólk falli fyrir nettölvum. Pippin er ekki beinlínis heiti á tölvu; Pippin er heiti á ákveðnu innrakerfi tölvu sem byggist á Power Makka. Apple hefur lítið fé lagt í hönnun þessarar fyrstu nettölvu og reyndar var hún upp- haflega ekki hugsuð sem slík; átti að verða ný gerð af_ leikjatölvu fyrir Japansmarkað. A endanum var ákveðið að móta hana sem nettölvu og nýta sér mikla um- ræðu og vangaveltur um slíkar tölvur nú um stundir. Hún er reyndar frábrugðin nettölvuhug- myndinni að því leyti að í henni er geisladrif og því getur hún keyrt forrit beint af þeim en þarf ekki að treysta á hugbúnað á netinu. Ekki hafa selst nema 18.000 Pippin-tölvur í Japan, sem er fram- leiðanda mikið áfall, hann stefndi á 200.000 tölvur á árinu, og held- ur dregur úr sölu ef eitthvað er. Ekki eru menn þó á því að leggja árar í bát og líta vonaraugum til Bandaríkjamarkaðar. í Japan kostar Pippin-tölva um 40.000 kr., ailmiklu meira en til að mynda PlayStation-leikjatölva sem kostar um 17.000 krónur þar í landi. Sumir vilja meina að þetta hafi staðið henni fyrir þrifum, en aðrir benda á að helsta ástæða fyrir dræmum viðtökum sé ein- faldlega að Japanir eru lítt netv- æddir, ólíkt netóðum Bandaríkja- mönnum. I ljós kom að kaupendur voru ekki ungmenni, eins og fram- leiðendur höfðu vonað, heldur eldra fólk sem kærði sig lítt um barnaforritin sem fylgdu, aukin- heldur sem það hafði engan áhuga á að fara inn á netið. Svar Bandai var að setja á markað enn einfald- ari Pippin-tölvu, með hugbúnaði fyrir fullorðna og án möguleika til alnetstengingar og má segja að heldur sé tölvan nýja komin langt frá upprunanum. Bandai- menn treysta á að hugbúnaðar- smiðir muni hanna fyrir tölvuna forrit, en aðrir benda á að litlar líkur séu á því; menn séu tregir að hanna hugbúnað fyrir Makka, sem þó eru 23 milljónir, og því lítill áhugi á nokkuð þúsund tölvu markaði. Nettölvan er einmitt meðal atr- iða sem ber á góma á væntan- legri ráðstefnu Skýrslutæknifé- lags íslands í næstu viku, en þá eru meðal fyrirlesara útsendari Oracle Group, sem ætlar sér stóra hluti í netheimum, og markaðs- stjóri Microsoft, sem finnst allt tal um nettölvur eintómt bull. Ráð- stefnan verður haldin í Grand Hotel næstkomandi fimmtudag. Forrit í forritum Til gamans fá að fljóta með í lokin tvö svonefnd „páskaegg“, en það eru forrit sem falin eru inni í forritum og fara ekki i gang nema viðeigandi töfraformúla sé slegin inn. Eftirfarandi er að fínna í Windows 95. Gætið þess að slá nákvæmlega það sem hér fer á eftir: Búið til nýja möppu á skjáborð- inu, smellið á hana með hægri músarhnappi, veljið Rename og skrifið: and now, the moment yo- u’ve all been waiting for Smellið aftur á möppuna með hægri músarhnappi, veljið Rename og skrifið: we proudly present for your viewing pleasure Smellið enn á möppuna með hægri músarhnappi, veljið Rename og skrifið: The Microsoft Windows 95 Product Team! Þegar þið opnið síðan möppuna kemur sitthvað óvænt í ljós. Ef tölvan er með hljóðkorti heyrist tónlist. I Excel 7.0 er einnig álíka „páskaegg". Opnið nýtt töflu- reiknisblað með því að velja New í File valmyndinni. Flettið niður með niðurörinni í línu 95. Veljið alla línuna með því að smella á tölustafinn 95 lengst til vinstri. Sláið á Tab-hnapp þar til komið er í dálk B. Veljið Help / About Microsoft Excel. Haldið niðri Ctrl og lyft hnöppum þegar smellt er á Tech Support. Þá kemur upp herbergi sem hægt er að ganga í með örvarlyklum, en C og D eru fyrir upp og niður. Gangið upp að stiganum, snúið baki í hann og sláið inn: EXCELKFA. Þá hverfur veggur og hægt er að ganga inni í myndskreytt herbergi. Ábendingum um efni og athugasemd- um má koma til arnim@mbl.is. Dagbók Ráðstefna um þróun upplýsinga- tækninnar •HAUSTRÁÐSTEFNA Skýrslu- tæknifélags íslands verður haldin fimmtudaginn 12. september nk. og ber hún að þessu sinni yfirskriftina „nettengd framtíð" Þar verður leitað svara við ýms- um spurningum. Stöndum við á krossgötum í þróun upplýsinga- tækninnar? Verður nettölvan ráð- andi og arftaki PC tölvunnar? Er nettölvan della ársins? Hver er framtíðarsýn nýs forstjóra Nýherja? Ræðumenn eru Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja, Peter Scharstein, Senior Ana- lyst, Oracle Corp., Claus Holni, Distribution Manager, Micros- oft og Dr. Peter Newman, Ipsil- on Networks. Ávörp flytja Hall- dór Blöndal, samgönguráðherra og Haukur Oddsson, formaður Skýrslutæknifélagsins. Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu verður með samantekt í lokin. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 12. september kl. 10 - 16. Þátttöku- gjald fyrir félagsmenn er kr. 11.900, en kr. 14.900 fyrir utan- félagsmenn, hádegisverður og fundargögn eru innifalin. Skrá þarf þátttöku hjá félaginu fyrir 11. september. Sími félagsins er 551 8820, fax 562 7767 og net- fang skyskima.is. Lítil aukning á útflutningi iðnfyrirtækja í ár samanborið við sama tímabil í fyrra EIGIÐ FYRIRTÆKIÁ SVIÐI NÁMSKEIÐSHALDS VERULEGA hefur dregið úr hinni miklu aukningu sem varð á út- flutningi íslenskra iðnaðarvara á síðasta ári. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs jókst útflutningur á vör- um öðrum en sjávarafurðum, skip- um, flugvélum og framleiðslu stór- iðju um 2%, en á síðasta ári jókst útflutningur þessara vara um 34% og 11% árið 1994. í nýlegu tölublaði Vísbendingar, sem Talnakönnun hf. gefur út, er velt vöngum yfir því hvað valdi þessari stöðnun í ljósi þess að að- stæður ættu að vera nokkuð svip- aðar á milli ára. Verðbólga hafi verið lág og engar verulegar launahækkanir hafi átt sér stað. Samkeppnisstaða útflutnings- fyrirtækja batnaði um 11-15% I greininni er farið yfir þau at- riði sem breyst hafa í umhverfi íslenskra útflutningsfyrirtækja á árunum 1992-1994. Er þar m.a. bent á EES-samninginn, frjáls gjaldeyrisviðskipti og gengisfell- ingarnar 1992 og 1993 ásamt litl- um launahækkunum. Þannig hafi raungengi, þ.e. hlutfallslegur kostnaður, lækkað um 15% á mælikvarða launa en um 11% á mælikvarða verðlags. Samkeppnisstaða útflutningsfyrir- tækja hafi því batnað um 11-15% á þessum árum, sé miðað við verð aðfanga. Greinarhöfundur segir erfitt að staðhæfa nokkuð um ástæður þessarar stöðnunar án nákvæmrar rannsóknar en setur þó fram fjór- ar kenningar til skýringar og telur rétta svarið vera sambland þeirra allra. I fyrsta lagi nefnir hann að það taki fyrirtæki nokkurn tíma að breyta nýjum hugmyndum í end- anlega vöru. Þau fyrirtæki sem hafi verið tilbúin með framleiðslu sína á síðasta ári hafi getað nýtt sér bættar aðstæður en ný fyrir- tæki hafi ekki verið í sömu að- stöðu. Fyrstu ár fyrirtækja séu oft Jókst um 2% áfyrriárs- helmingi erfið, velta sé lítil og því ólíklegt að þau hafi bolmagn til að gera stóra hluti. Þetta skýri þó ekki þá miklu aukningu sem orðið hafi í smáútflutningi á síðasta ári eða 44% samanborið við 7% í ár. Gengið enn of hátt skráð Þá er nefnt að frá 1970 og fram til síðustu ára hafi gengi krónunn- ar verið of hátt skráð sem hafi valdið háu verði vinnuafls og vöru hér á iandi miðað við umheiminn. Því hafi enginn útflutningsiðnaður getað þrifíst, annar en sá sem byggði á gjöfulum fiskimiðum og ódýrri raforku. „Það er hin raun- verulega ástæða þess að stóriðja og sjávarútvegur eru nú 90% af vöruútflutningi frá landinu,“ segir í greininni Greinarhöfundur veltir því fyrir sér hvort gengið kunni enn að vera of hátt skráð, þó þannig að rótgróin iðnaðarfyrirtæki geti blómstrað en nýgræðingar eigi erfitt uppdráttar. „Oft er sú viðm- iðun notuð á „rétta“ gengisskrán- ingu að utanríkisviðskipti séu í jafnvægi, að ekki sé flutt meira til landsins en frá því. Hins vegar hefur sjávarútvegur það mikið vægi í útflutningi að hann hlýtur að skipta mestu fyrir gengisþróun, en útflutningur iðn- fyrirtækja er enn smár í sniðum. T.d. hefur útflutningsverðmæti frystrar rækju á síðustu þremur árum verið u.þ.b. helmingi meiri en frá öllum íslenskum iðnaði (fyr- ir utan stóriðju).“ Lítil þekking á markaðssetningu iðnaðarvara Þriðja skýringin sem greinar- höfundur dregur fram í dagsljósið er þekkingarleysi á markaðssetn- ingu iðnaðarvara. Bendir hann á að þær iðngreinar sem séu í hvað mestri sókn tengist sjávarútvegi, þar sem reynsla og sambönd séu fyrir hendi. Þessi atriði kunni að skorta í öðrum greinum og sé ókunnugleiki því líklega ein helsta hindrunin í vegi útflutnings héðan. Að lokum er óvissa vegna kom- andi kjarasamninga nefnd til sög- unnar. Fyrir síðustu kjarasamn- inga hafi fyrirtæki haldið mjög að sér höndum í fjárfestingu fram yfir kjarasamninga, þar sem mjög háar launakröfur hafi verið uppi á borðum, sem leitt hefðu til veru- legs kostnaðarauka fyrir fyrirtæk- -kjarni málsins! in. Hins vegar hafi fjárfestingin tekið kipp um leið og kjarasamn- ingarnir hafi verið að baki. Svipað sé uppi á teningunum nú því kjara- samningar séu lausir eftir hálft ár og það hljóti að hafa áhrif á hegðun fyrirtækjanna. „Hvað sem ástæðunum líður er ljóst að þetta hlé í sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði er vísbending um það að enn sé langt í land að útflutningsframleiðsla sem byggist á öðru en sjávarfangi geti borið sókn þjóðarinnar til betri lífskjara. En landsframleiðsla á mann hérlendis hefur nánast staðið í stað frá 1987. Einnig er þetta alvarleg frétt í ljósi þess að almennur inn- flutningur er í mjög örum vexti (18% á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Aukinn útflutningur er það sem íslenskt hagkerfi þarfnast mest í dag.“ Fyrst viku þjálfunarnámskeið fyrir vœntanlega umboðsmenn ... síðan ákvörðun! Crestcom þjálfun er veitt hjá fleiri en 80 sjálfstwdum umboðsmönnum í meira en 40 löndum. Við markaðssetjum námskeið í stjómun og sölumennsku, sem byggja á nýjustu myndbandatækni og persónulegri kynningu. Þúsundir ánægðra viðskiptavina um heim allan. Fyrstu viðtöl fara fram í Reykjavík í lok september. Þeir umsækjendur sem verða samþykktir, þurfa að geta farið til Denver/Phoenix í 7-10 daga þjálfun innan 45-60 daga. Spennandi tækifæri á ört vaxandi starfssviði. Krafist er 70.000 dollara fjárfestingar, þar í innifalin þjálfun og búnaður. Upplýsingar veitir K Krausc í Bandaríkjunum. Sími: 00 1 303 267 8200 Fax: 00 1 303 267 8207 & OŒSIQM © 1906. CRTSTC0MINTERNATIONAL LTD Sjálf&hjar^ - land&mmhand fatlaðra Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fadaðra, vcilir fvriila'kjnm ogþjónustuaðilum um land allt viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfiliamlaðra. Viðurkenningamar eru veittar árlega á alþjóðadegi fallaðra Jiann 3. desember. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrir fullkomlega aðgengilegl húsnæði, bæði fyrir gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringu á áður óaðgengilegu húsnæði, lil venilegia bóta fyrir hreyfihamlaða. Þeir aðilar, sem vilja koma til greina á jiessu ári, geta óskað eftir úttekt á aðgengi hjá Sjálísbjörgu, l.s.f., Ivrir 1. október 1996. Sjálfshjörg. laiidssamhand fatlaðra. Hátúni 12 • 105 Heykja\ík • sínii 552 9133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.