Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 9totffwMá&ib 1996 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER BLAÐ c Afturelding borgar 1,6 millj. kr. fyrir leikmenn AFTURELDINGARMENN í Mos- fellsbæ hafa náð samkomulagi við þrjú félög vegna peningagreiðslana á fjórum leikmönnum, sem eru komnir í herbúðir 1. deildarliðs félagsins í handknattleik. Búið er að ganga frá félagaskiptum Sveins Syeinssonar úr FH, 475 þús. krónur. í dag verður gengið frá félagaskiptum Einars Gunnars Sigurðssonar og Sigurjóns Bjarnasonar frá Selfossi. Afturelding mun greiða 730 þús. kr. fyrir Einar Gunnar og 300 þús. kr. fyrir Sigur- jón. Þá á eftir að ganga endanlega frá félagaskiptum Jóns Andra Finns- sonar úr Fram, 160 þús. kr. Samtals greiðir félagið 1,665 millj. kr. fyrir leikmennina. Sídasti nágranna- slagurinn á Roker- velli SUNDERLAND tók á móti Newcastle á Roker-velll í gærkvöldi og draglst liðin ekki saman í bikarkeppni á helmavelli Sunderland í vetur var um aö ræöa síöasta nágrannaslag þeirra á vellin- um því Sunder- land flytur fyrir næsta tímabil. Á myndinni er Alan Shearer á milll heima- mannanna Dar- íusz Kubickls til vinstri og Mart- In Scotts. Man. Utd. varð aö sætta sig við Jaf ntef III Derby. Lelkir / C3 Reuter Næstað drekka GAIS á réttan kjöl? HIÐ gamalkunua knattspyrnulið frá Gauta- borg, GAIS, er á barmi gjaldþrots. Forráða- menn félagsins hafa tekið þá ávörðun að semja við br uggf y rirtæki, sem hefur ákveðið að setja G AlS-bjór á markaðinn, með merki félagsins á flöskumiðum. Þetta er síðasta útspil forráða- mannanna til að bjarga erfiðri skulda stööu. Formaður sænska knattspyrnusambandsins hefur lýst vanþóknun sinni á þessari ákvörðun GAIS. Nú er spurningin, tekst stuðningsm önn- um félagsins og Gautaborgarbúum að drekka félagið á réttan kjöl? Fjárhagsvandamál félagsins liófst þegar . GAIS fékk Glenn Hysen, fyrrum landsliðs- mann, til að koma tíl félagsins frá Liverpool. Við hann voru gerðir vægast Bagt vanhugsaðir sanmingar, sem kostuðu félagið mikið. A sama tíma og fjárhagur GAIS rýrnaði, f itnaði Hysen - hann safnaði spiki, þannig að ekki var not fyrir hann á knattspy rnu vellinum. Báðir leikirnir gegn Grikkjum og Eistum á íslandi? GRIKKIR verða fjórða þjóðin í riðli með íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, Grikkir sigruðu Kýpur 35:22 um helgina í síðari leik liðanna og 28:17 í fyrri leiknum. íslendingar stefna að því að fá báða leikina við Grikki hér heima og einn- ig leikina við Eista, en við Dani verður leikið heima og að heiman. Að sögn Þorbjörns Jenssonar landsliðsþjálfara eru bæði Grikkir og Eistar búnir að samþykkja að leika báða leikina hér og nú er aðeins beðið eftir samþykki Dana, en allar þjóðimar í riðlinum þurfa að veita sam- þykki sitt, óski þjóðir að leika ekki heima og að heim- an. Grikkir hafa í hyggju að leika alla leikina í einni og sömu ferðinni, fyrst við íslendinga, fara síðan til Danmerkur og leika þar tvo leiki og loks til Eistlands og leika báða leikina þar. íslendingar eiga samkvæmt áætlun að leika við Grikki hér heima 2. október og úti 6. október, en verði báðir leikirnir hér verða þeir 5. og 6. október. Fyrri leikurinn við Eista á að vera í Eistlandi 30. október og sá síðari hér á landí 3. nóvember, en verði báðir leikirnir hér verða þeir 2. og 3. nóvember. Fyrri leikurinn við Dani verður hér heima 27. nóvember og síðari leikurinn í Danmörku 1. desember. Aftur í landsliðið eftir rúman áratug KYLFINGURINN Björgyin Þor- steinsson úr Golfkíúbbi Akur- eyrar hefur verið valinn í larids- lið íslands í golfí, en nú eru ell- efu ár síðan Björgvin var síðast valinn í landsliðið. „Ég held að ég hafi verið síðast í landsliðinu árið 1985," sagði Björgvin í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Ég byrjaði mjög vel í vor og stefndi því að þvf að komast í landsliðið þó svo ég leggði enga ofuráerslu á það, en það er gaman að þessu." Ragnar Ólafsson, liðstjóri landsliðsins, hefur valið Björgvin og Birgi Leif Hafþórsson úr Leyni til að taka þátt í alþjóðlegu móti á ítalíu 18. til 22. septem- ber á Cirola Golf Vilia d'Este vellinum. Þess má til gamans geta að Birgir Leifur er tvítugur og því munar 23 árum á lands- liðsmönnunum. Björgvin var fyrst valinn í landsliðið 19 ára gamali, árið 1972, og hefur þvi gríðarlega reynslu. „Birgir Leif- ur hefur miklu meiri reynslu af svona mótum síðari ár þannig að hann verður sjálfsagt að halda í höndina á mér, en ekki öfugt. Ætii ég verði ekki enn trekktari en þegar ég fór í fyrstu ferð- ina!" sagði Björgvin. Anna María hætt hjá Blikum Breiðablik ekki með lið í 1. deild kvenna í körfuknattleik Anna María Sveinsdóttir hefur snúið til Keflavíkur á nýjan leik, en hún hafði ráðið sig sem þjálfara kvennaliðs Breiðabliks fyrir komandi leiktíð. Anna María var ekki ánægð með hversu fáar stúlk- ur mættu á æfingar hjá Blikum, enda hefur fækkað • nokkuð hjá Kópavogsliðinu frá því í fyrra, Inga Dóra Magnúsdóttir ætlar víst ekki að vera í körfunni í vetur, Erla Hendriksdóttir er enn óákveðin, Hanna Kjartansdóttir er farin til Bandaríkjanna og Elísa Vilbergs- dóttir komin í KR. Anna María fer frá Blikum í sátt við stjórnina, en það eina sem bjátaði á var að það vantaði fleiri stelpur á æfingar. Það er því allt útlit fyrir að aðeins verði sex lið í efstu deild kvenna í vetur. Stjórn Breiðabliks ætlaði að halda stjérn- arfund í gærkvöldi og þegar Morg- unblaðið náði tali af Hannesi Jóns- syni, ritara körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, í gærkvöldi vildi hann ekkert tjá sig um málið, sagði að- eins að stjórnin myndi senda frá sér fréttatilkynningu að fundi lokn- um. KNATTSPYRNA: IVAN „GRIMMI" LEIÐIRINNRÁSINAÁ ÍTALÍU / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.