Morgunblaðið - 06.09.1996, Side 1

Morgunblaðið - 06.09.1996, Side 1
64 SÍÐUR B/C 202. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Úrslitin ráðast í Jerúsalem Róm, Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi palest- ínsku sjálfstjórnarsvæðanna, sagði í gær að fundur hans með Benja- min Netanyahu, forsætisráðherra Israels, hefði verið gagnlegur en kvað deiluna um stöðu Jerúsalems geta ráðið úrslitum um hvort hægt yrði að tryggja varanlegan frið. Arafat var í gær í stuttri heim- sókn í Róm og Páfagarði og kvaðst vona að fundur hans og Netanyahus i fyrradag yrði til þess að blása nýju lífi í friðarumleitanirnar í Mið- austurlöndum. Arafat sagði að Jerúsalem „gæti annaðhvort orðið friðarferlinu að falii eða tákn um friðsamlega sam- búð múslima, kristinna manna og gyðinga". Sakaður um svik Sú ákvörðun Netanyahus að ræða við Arafat mæltist illa fyrir meðal margra hægrisinnaðra flokksbræðra hans, sem sökuðu hann um að hafa svikið þá. Net- anyahu sagði fyrir kosningarnar í maí að hann myndi aldrei ræða við Arafat og lýsti honum sem „hermd- arverkamanni". Hallar á Bob Dole Washing^ton og Dayton, Ohio. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur nú 15 prósentustiga forystu á Bob Dole, forsetaframbjóðanda repúblikana, samkvæmt niðurstöð- um könnunar, sem Reufers-frétta- stofan birti í gær. Sagði John Zogby, sem stjórnaði gerð könnun- arinnar, að þessi forysta benti til þess að Clinton gæti unnið yfir- burðasigur í forsetakosningunum, sem haldnar verða 5. nóvember. í gær greindi Nelson Warfield, talsmaður Doles, frá því að tveir helstu ráðgjafar Doles um auglýs- ingar og fjölmiðla, Don Sipple og Mike Murphy, hefðu sagt upp störfum og stokkað hefði verið upp í herbúðum frambjóðandans. Samkvæmt könnun Reuters hef- ur Clinton forskot á Dole á nánast öllum sviðum og leiðir m.a. í öllum landshlutum Bandaríkjanna. ■ Clinton hefur/18 Jeltsín fer í hjartaaðgerð Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kvaðst í gær hafa fallist á að fara í hjartauppskurð og færi hann að öllum líkindum fram síðar í þessum mánuði. Þetta kom fram í sjón- varpsviðtali við forsetann. Með þessari yfirlýsingu er endi bundinn á vandræðagang aðstoðarmanna Jeltsíns, sem hafa reynt að koma sér hjá að svara spurningum um heilsu hans. „Ég vil þjóðfélag sem byggist á sannleika og það þýðir að það sem venjan var að fela, verður ekki fal- ið lengur,“ sagði forsetinn. Kvaðst hann hafa gengist undir læknis- rannsókn sem hefði leitt í ljós að ekki væri allt með felldu og að annaðhvort yrði hann að gangast undir uppskurð ellegar starfa ekki af fullum krafti. Aðgerðin í Moskvu Kvaðst forsetinn ekki v'lja gang- ast undir aðgerð erlendis, heldur yrði hún framkvæmd í Moskvu. Heimildarmenn í Kreml telja líkleg- ast að gerviæðar verði settar í stað stíflaðra slagæða til að bæta blóð- streymið til hjartans. Jeltsín hefur verið meira og minna frá vinnu síðan hann var kjörinn forseti í júlí og hefur það ýtt mjög undir valdabaráttu í Kreml og getgátur um hverjir séu þar við völd. í sjónvarpsviðtalinu lýsti Jeltsín Reuter JELTSÍN fær sér tesopa í við- talinu í gær. Þá viðurkenndi hann í fyrsta sinn, að hann væri hjartveikur og færi í aðgerð síðar í mánuðinum. ennfremur stuðningi við friðar- samninga Lebeds við Tsjetsjena. „Ég styð aðgerðir hans og styð síð- ustu áætlunina með þeirri undan- tekningu, að ég tel ástæðulaust að hraða brottflutningi hersins," sagði forsetinn. ■ Löng saga veikinda/19 Reuter ÍRASKUR hermaður á hlaupum í rústum herbúða sem banda- rískar herflugvélar skutu á í fyrradag. Bandaríkjamenn skutu alls 44 stýriflaugum á Suður-írak á þriðjudag og miðvikudag og var þeim beint gegn loftvarnamannvirkjum. Sænska akademí- an klofin Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA akademían, sem veitir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, er klofin vegna hatrammra deilna og eru þær svo alvariegar að þær kunna að ógna framtíð verðlaun- anna. Fjórir af átján nefndarmönnum sitja ekki vikulega fundi akadem- íunnar í mótmælaskyni við ritara hennar, Sture Allen, prófessor í málvísindum, sem þeir saka um valdagræðgi. Meðlimir akadem- íunnar geta ekki sagt sig úr henni og sýna því andúð sína með því að mæta ekki á fundina. Síðastur í röðinni til að hætta fundarsetum er Knut Ahnlund, sem segir að deila eigi skyldum akademíunnar jafnar niður á með- limi hennar en nú sé gert, þar sem Allen sitji í öllurn nefndum henn- ar. „Það er nauðsynlegt að aka- demían fái nýjan ritara,“ segir Ahnlund. Rithöfundarnir Kerstin Ekman og Lars Gyllensten hættu að sitja fundi árið 1989 þegar Allen neit- aði að leyfa akademíunni að for- dæma dauðadóm íranskra klerka yfir breska rithöfundinum Salman Rushdie. Þá sækir rithöfundurinn Werner Aspenström, ekki lengur fundi akademíunnar og ber því við að honum leiðist nefndir og ráð. í reglum akademíunnar frá ár- inu 1901 segir, að a.m.k. tólf meðlimir hennar verði að greiða atkvæði þegar hún veitir bók- menntaverðlaun. Veikist einhver, getur reynst erfitt að ná saman tólf meðlimum, þar sem fjórir neita að mæta. Misvísandi yfirlýsingar um ferðir íraska herliðsins Kúrdaleiðtogi vill aðstoð frá Irönum Nikósíu, Washington, Arbil. Reuter. YFIRMAÐUR bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, sagði í gær að írask- ir stjórnarhermenn væru á förum frá Norður-írak en fréttamaður Reuters segir að þeir hafi búið um sig fyrir sunnan og vestan Arbil, stærstu borgina á verndarsvæði Kúrda. And- stæðar fylkingar Kúrda skiptust á skotum í gær og sagði leiðtogi ann- arrar, að hann væri reiðubúinn að þiggja hjálp íransstjórnar í átökun- um. Tyrkir eru með mikinn liðssafn- að við írösku landamærin en neita því að þeir hyggist ráðast inn í Kúrdahéruðin. John Deutch, yfirmaður CIA, sagði að vélaherdeildir Irakshers væru á leið burt frá norðurhlutanum til stöðva sinna í suðri og hann vís- aði á bug fréttum um að Irakar hefðu gert aðra árás á Arbil. Kurt Schork, fréttamaður Reuters á svæðinu, sagði hins vegar að írösku skriðdrek- unum hefði verið komið fyrir í 15 km fjarlægð fyrir sunnan og vestan borgina. Engin friðarvon Jalal Talabani, leiðtogi Þjóðernis- bandalags Kúrdistans, kvaðst í gær vera reiðubúinn að þiggja aðstoð ír- ana í átökunum við Kúrdíska lýðræð- isflokkinn og leiðtoga hans, Massoud Barzanis. Sagði hann að engin von væri um frið í Kúrdahéruðunum eft- ir að Barzani hefði kallað á hermenn Saddams Husseins _sér til hjálpar. Talabani sagði íraka halda enn uppi árásum á borgir og bæi og sak- aði Bandaríkjastjórn um aðgerða- leysi. „Fjórar bandarískar oi'i'ustu- þotur gætu stöðvað sókn íraska hers- ins,“ sagði hann. Tyrkneski herinn hefur verið með mikinn liðssafnað við írösku landa- mærin síðustu daga og tyrkneskir embættismenn sögðu í fyrradag að fyrirhugað væri að koma upp 10 km breiðu öryggissvæði innan landa- mæra íraks til að hindra skæruliða Kúrdíska verkamannaflokksins í að ráðast inn í Tyrkland. Tansu Ciller, utanríkisráðherra Tyrklands, reyndi þó að draga úr þessum ummælum í gær og sagði engar aðgerðir vera yfirvofandi. Flugbannssvæði stækkað Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að stækka flugbannssvæðið yfir Suður- írak og hafa Bretar fallist á það. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, varð hins veg- ar ekkert ágengt í viðræðum sínum við Frakka í gær og munu þeir ekki taka þátt í öðru eftirliti með flug- banninu en þeir hafa gert hingað til. ■ Ágreiningur í SÞ/18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.