Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nokkrar sveitarstjórnir hafa boðið heilsugæslulæknum sérkjör Tilboðunum hafnað í sam- ráði við Læknafélag Islands Sáttafundi frestað í gærkvöldi RÍKISSÁTTASEMJARI frestaði í gærkvöldi boðuðum samningafundi í kjaradeilu heimilislækna og ríkis- ins, til dagsins í dag í því skyni _að samninganefnd Læknafélags ís- lands gæfíst tími til að undirbúa fundinn. Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar LÍ, sagði að viðræður í þeirra hópi hafi þróast þannig að ástæða hafi þótt til að fá meiri tíma til undirbúnings. „Það er verið að finna flöt til þess að ýta viðræðum af stað og iögð er vinna í þetta af mikilli alvöru. Síðan reynir á hvort takist að finna flöt í málinu," sagði Gunnar Ingi. Hann kvaðst ekki geta greint efnislega frá ástæðu frestunarinnar en segist vera hóflega bjartsýnn um framhaldið. „Við höfum ekki verið hóflega bjart- sýn lengi,“ bætti hann við. Sveitarfélög semji ekki Að minnsta kosti tvö dæmi eru um að sveitarstjórnir hafi boðið heilsugæslulæknum sérkjör, en þeir hafnað slíkum tilboðum, að sögn Gunnars Inga. Þannig hafi heilsu- gæslulæknir fyrir skömmu hafnað tilboði Snæfellsbæjar um að sinna heilsugæslu þar á öðrum kjörum og betri en verið hafa í boði í samninga- viðræðum lækna og ríkis. Neitunin á sér forsögu Gunnar Ingi kveðst vita um annað dæmi um samsvarandi tilboð sem læknir á Austfjörðum hafí fengið og verið hafnað. Neitunin hafi ákveðna forsögu. Áður hafi stjórn Læknafélags ís- lands afgreitt beiðni heilbrigðisráðu- neytisins um ákveðna tilhögun neyð- arvakta með því að mælast til þess við lækna að þeir taki að sér vaktir. í lokaorðum ályktunar stjórnar segi hins vegar að fyrst skuli semja við lækna um þessa þætti. í kjölfarið hafi birst yfirlýsing frá fjármáiaráðuneyti þar sem fram hafi komið að ekki yrði samið við lækna á þeirra vegum um sérstök kjör á þessum vöktum. „í framhaldi af því kom fram yfir- lýsing frá heilbrigðisráðuneyti um að það hefði ekki umboð til að semja um laun fyrir þessar vaktir. Þar af leiðandi var afgreiðsla þessara mála skotin í kaf. Það var með hliðsjón af þessu sem læknirinn í Snæfellsbæ hafnaði til- boði bæjarstjórnar eftir að hafa kannað hvernig félagið hefur tekið í tilboð sem þessi. Það á ekki að semja um þessi mál á vegum sveit- arfélaga, heldur af hálfu þeirra sem þessu ráða,“ segir Gunnar Ingi. Veruleikanum breytt í nóvember taka gildi reglur í samræmi við EES-samninginn um bann við mikilli yfirvinnu ákveðinna starfstétta. Gunnar Ingi neitar því að kjarabarátta lækna sé angi af fyrirsjáanlegun. afleiðingum þessara breytinga, í því skyni að hækka grunnlaun áður en laun skerðist vegna minni yfirvinnu. „Samninganefnd ríkisins hefur velt því upp að EES-samningurinn bannaði mönnum að vinna jafn mik- ið og heilsugæslulæknar gera, en ég held að því hafi verið mætt með því bragði að segja að maður sem er á vakt, sé ekki í vinnu. Þarna stangast samþykktir EES á við veruleikann og þá er veruleik- anum breytt. Þetta hefur hins vegar ekki komið til tals í okkar hópi en stöðvi reglur EES lækni á vakt á Þórshöfn eða annars staðar ein- hvern tímann í nóvember er það hins vegar ekki vandi læknisins," segir Gunnar Ingi. ■ Læknum boðnar/6. Framsal staðfest í Hæstarétti Maðurinn handtek- inn strax | HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm undirréttar um að framselja skuii mann frá Sierra Leóne tii Finn- lands en þar hefur hann verið dæmdur fyrir nauðgun. Að sögn Tómasar Jónssonar, réttargæslu- manns mannsins, hefur dómsmála- ráðuneytinu verið sent erindi þar sem óskað er eftir að tekið verði | tillit til mannréttinda- og mannúðar- sjónarmiða og að hann verði ekki I framseldur. i Maðurinn, sem búið hefur á ísafirði frá árinu 1993 og á þar ís- lenska unnustUj situr nú í vörslu lögreglunnar á Isafirði en hann var sóttur til síns heima um leið og dómurinn um framsal hafði verið kveðinn upp síðdegis í gær. „Þetta er alltof harkaleg aðgerð," sagði Tómas. „Hann hefur margsýnt fram j á að hann er ekki að fara neitt og á í raun ekki í nein hús að venda.“ Maðurinn var dæmdur í undir- I rétti í Finnlandi árið 1992. Að sögn Tómasar byggðist dómurinn á fram- burði meints fórnarlambs sem var undir verulegum áfengisáhrifum. Engin sakbending eða læknisrann- sókn hafi farið fram sem tengir saman aðila málsins. Maðurinn áfrýjaði dóminum en áfrýjunarrétt- ur í Finnlandi þyngdi refsinguna og | dæmdi hann í eins árs og tíu mán- aða fangelsi að honum fjarstöddum. í vor var maðurinn bendlaður við I kynferðisafbrot á ísafirði en var hreinsaður af öllum sakargiftum og var ekki ákærður en finnska lög- reglan hafði þá spurnir .af honum og krafðist framsals. „Við viljum meina að í þessari framsalsbeiðni felist mannréttindabrot ef orðið verður við henni,“ sagði Tómas. „Þá erum við að framselja mann til lands þar sem hann hefur ekki fengið réttláta máismeðferð." Réttardagar breytast í Árnessýslu Syðra-Langholti. Morgunblaðið. RÉTTARDAGAR hafa nú verið færðir til í uppsveitum Árnessýslu frá því sem verið hefur frá alda öðli. Var breytingin gerð til að koma til móts við fólk í atvinnulíf- inu og einnig skólafólk. Skaftafellsrétt og Hrunarétt verða föstudaginn 13. september í stað fimmtudags áður og Reykja- réttir og Tungnaréttir verða laug- ardaginn 14. september í stað föstudags og miðvikudags. Þessir sjö fjallmenn lögðu af stað sl. miðvikudag í lengstu leitir landsins, en þeir eru úr Gnúp- verjahreppi, Skeiðum og Flóa. ------» ♦ ♦---- Bjargað úr eldsvoða KONU um fimmtugt var bjargað eftir að eldur kom upp í íbúð á jarð- hæð við Skólavörðustíg 22 í gær. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs- ins í Reykjavík urðu miklar skemmd- ir á íbúðinni. Tiikynning um að eldur væri í húsinu barst slökkviliðinu um kl. 14 og var talið að fólk væri þar inni. Þegar slökkviliðið kom á staðinn fóru reykkafarar inn í íbúðina baka til en fundu engan. Þeir slökktu eldinn sem var mestur í stofunni. Rúða var brot- in í útihurð að framan og þar fyrir innan lá konan sem hafði verið í íbúð- inríí. Konan, sem var með meðvit- und, var flutt á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Morgunblaðið/Kristinn VIGDÍS Finnbogadóttir sat í gærkvöldi kvöldverðarboð japönsku kvennanna á Grand Hótel. Japanskar konur kynna sér jafn- réttismál hér VIGDÍS Finnbogadóttir, fv. for- seti íslands, hitti í gsérkvöldi sendinefnd tuttugu japanskra kvenna frá Saitama-fylki, sem eru í heimsókn hér á landi til að kynna sér jafnréttismál og stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Vigdís er japönsku konunum að góðu kunn, en í apríl síðastliðn- um flutti hún fyrirlestur á alþjóð- legri kvennaráðstefnu í Saitama- fylki, en hún fór þangað í boði fylkisstjórnarinnar. Sendinefndin er á ferðalagi um Vesturlönd og hún kom hingað frá Finnlandi. í hópnum eru m.a. starfsmenn fylkisins og fulltrúar ýmissa félagasamtaka og kvenna- samtaka. Kvenréttindafélag íslands tók á móti japönsku konunum í gær að Hallveigarstöðum en í dag munu þær meðal annars heim- sækja Alþingi og menntamála- ráðuneytið og umhverfisráðu- neytið. Dansk-íslenskar viðræður um miðlínu Ekki tímabært að skjóta deilunni til | Haag-dómstólsins Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EMBÆTTISMENN Islendinga og Dana héldu áfram í gær viðræðum um afmörkun hafsvæðanna milli íslands og Grænlands annars vegar og íslands og Grænlands hins veg- ar. Viðræðunum verður haldið áfram í Reykjavík á næstunni. Tyge Lehmann sendiherra og formaður dönsku viðræðunefndar- innar segir dansk-íslensku grunn- línuviðræðurnar í gær hafa verið gagnlegar, en vildi ekki tjá sig um einstök atriði þeirra. í samtali við Morgunblaðið sagði Lehmann að ekki væri tímabært að velta fyrir sér hvort deilunni yrði vísað til Haag-dómstólsins, en Danir hefðu áður vísað málum þangað og viður- kenndu lögsögu dómstólsins, en það hefðu íslendingar hins vegar aldrei gert. Farið vandlega yfir sjónarmið beggja landanna Lehmann sagði að samkvæmt áætlun hefði í viðræðunum verið farið vandlega yfir sjónarmið beggja landanna og að bæði löndin sæju grundvöll til að halda viðræð- unum áfram. Ekki væri búið að ákveða dagsetninguna, en nefndirn- ar myndu væntanlega hittast aftur innan mánaðar. Hann sagðist meta það sem góðan árangur að grund- völlur væri til að halda áfram, en sagði að á þessu stigi málsins væri | ekki hægt að leggja einstök efnisat- riði umræðnanna fyrir fjölmiðla. Um þann möguleika, að deil- | unni yrði skotið til Haag-dómstóls- ins, sagði Lehmann Danina hafa undirstrikað að þeir hefðu ekkert á móti því að af því yrði. Það væri þó ekki hægt að gera fyrr en málið hefði verið krufið til mergjar með góðum vilja og svo langt væru þeir ekki komnir enn. Dómstóllinn tæk' ekki annað en mái, sem hefðu verið j rædd í þaula og þá árangurslaust. j Ef svo færi væri það engum vand- s kvæðum bundið, því Danir hefðu ' þegar skotið málum til dómstólsins, en Islendingar hefðu hins vegar aldr- ei viðurkennt lögsögu dómstólsins. Þess má geta að Lehmann var tekinn tali í anddyri funda- og ráð- stefnuhúss utanríkisráðneytisins að loknum fundunum síðdegis í gær, áður en hann brá sér upp á hjól- hest sinn og hjólaði að venju þá níu I kílómetra sem eru að heimili hans j í úthverfí Kaupmannahafnar. j Ekki náðist í samningamenn ís- lands. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.