Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 6. SEFl’EMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Botni, nýr skáli Ferðafélags Akureyrar, tekinn í notkun • • Oskjuvegurinn, frá Herðubreiðar- lindum í Svartárkot, opnaður EIRÍKUR Þormóðsson í stjórn Ferðafélags íslands afhendir Ingvari Teitssyni formanni Ferðafélags Akureyrar gjöf í tilefni af því að skálinn Botni var tekinn í notkun. BOTNI, nýr skáli Ferða- félags Akureyrar á svo- nefndum Oskjuvegi var formlega tekinn í notkun sunnudaginn 1. septem- ber. Skálinn stendur við tjarnir í Odáðahrauni, um 650 metrum suðaustan upptaka Suðurár. Ingvar Teitsson, for- maður Ferðafélags Akur- eyrar, sagði að um 8 mán- uði hefði tekið að útvega öll tilskilin leyfi til að setja skálann upp á þess- um stað, en þá hefðu ferðafélagsmenn tekið til óspilltra málanna að byggja skálann upp, en upphaflega var hann keyptur af Rafmagnsveit- um ríkisins sem notuðu hann við byggingu Búrfellsvirkj- unar. Byggingavinna fór fram á Akureyri og tók um 6 mánuði að ljúka við verkefnið. Skálinn var innréttaður, klæddur að utan og byggð við hann stór for- stofa. Verkið var allt unnið í sjálfboðavinnu og voru yfirsmið- ir þeir Hilmar Antonsson og Tryggvi Hjaltason. I húsinu er gistirými fyrir 16 manns og þar er oliukabyssa til suðu og upphit- unar. Skálinn var fluttur í Suð- urárbotna 10. ágúst síðastliðinn. Við vígslu skálans tók Eiríkur Þormóðsson.sem sæti á í stjórn Ferðafélags íslands, til máls en hann færði félaginu einnig áletr- aða klukku sem komið var fyrir í skálanum. Hann sagði mikla alúð hafa verið lagða í verkefnið og ættu ferðafélagsmenn hrós skilið fyrir að reisa skálann á þessum stað. Efaðist hann ekki um að margir myndu eiga þar skjól, en fullvíst væri að Oskju- vegurinn yrði vinsæl gönguleið útivistarmanna í framtíðinni. Öskjuvegurinn Á undanförnum árum hafa forsvarsmenn Ferðafélags Akureyrar unnið við að skipu- leggja gönguleið yfir Ódáða- hraun, Óskjuveginn, en hún er alls um 90 kílómetra löng og er talið hæfilegt að ganga hana á 5-6 dögum. Oskjuvegurinn markast af leiðinni frá Herðu- breiðarlindum, þar sem er Þorsteinsskáli með gistirými fyrir 30 manns, þaðan er gengið vestur í Bræðrafell, þar sem skáli er fyrir 12 manns. Austan undir Dyngjufjöllum við Drekagil stendur skáli Ferðafélagsins. Dreki, með gistirými fyrir 20 manns og er lagt upp í þriðju dagleiðina þaðan vestur yfir Oskju í Dyngjufell í Dyngju- fjalladal. Sá skáli var byggður 1993 ogtekur hann 16 manns. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal og í Botna, en síðasti áfangi leiðarinnar er nið- ur um Suðurárbotna með Suðurá og að Svartárkoti í Bárðardal. Mikill áfangi „Þetta er mikill áfangi á þess- ari leið, því það er fyrst núna sem hægt verður að skipuleggja gönguferðir á þessari leið í heild sinni svo vel sé,“ sagði Ingvar, en frá Botna eru 17,5 kílómetrar í loftlínu í Dyngjufell og sagði Ingvar það hóflega dagleið. „Þessi leið hefur allar forsendur til að verða vinsæl gönguleið og þarna er heilmikið að sjá.“ Morgunblaðið/Margrét Þóra FERÐAFÉLAG Akureyrar tók nýja skálann í Suðurárbotnum formlega í notkun á sunnudaginn var. £_ hAbkóunn A AKUREYRI Ráðstefna UM LAUSLÆTI Laugardaginn 7. september nk. verður haldin ráðstefna á Akureyri um lauslæti. Ráðstefnan er haldin á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri og er sú sama og fyrirhuguð hafði verið á degi símenntunar þann 24. febrúar sl„ en féll þá niður vegna veðurs. Ráðstefnan verður haldin í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg og hefst kl. 14.00. Á ráðstefnunni verða fjórir fyrirlesarar. Þeir eru: Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, og nefnist erindi hans Innan garðs og uían - þankar um veraldarinnar lausung. Dr. Kristján Kristjánsson, dósent við Háskólann á Akureyri, og nefnist fyrirlestur hans Gegn lauslæti. Dr. Mikael Karlsson, prófessor við Háskóla íslands, sem kallar fyrirlestur sinn Til varnar lauslactinu. Dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, forstöðumaður kennaradeildar Háskólans á Akureyri, og kallast erindi hans Fjölskyldur og framhjáhald. Aðgangur að ráðslefnunni er ókeypis og öllum lieimill meðan húsrúm leyfir. Lokahátíð LOKAHÁTÍÐ Listasumars ’96 verð- ur haldin í Ketilhúsinu í Grófargili annað kvöld, laugardagskvöldið 7. september. Dagskráin verður fjölbreytt og taka listamenn bæjarins þátt í henni með myndlistarsýningu, tískusýningu, tónlist og skáldskap. Húsið verður opnað kl. 20 en dagskráin hefst hálf- tíma síðar. Allir eru velkomnir. Þórey sýnir í Galleríi AllraHanda ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí AllraHanda í Grófargiii í dag kl. 14. Þórey útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík 1965 pg handavinnudeild Kennara- skóla íslands nokkrum árum síðar. Hún hefur fengist við myndlist og þá einkum myndvefnað ásamt öðrum viðfangsefnum. Þórey sýnir myndvefnað og text- ílverk sem hún hefur unnið að á þessu ári. Sýningin stendur til 23. september næstkomandi. Kaunfél iag Eyfirðinga liuppgiöri 1996 % Vlðlipivl Úrmill Jan.-iúní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 4.539 4.264 +6,4% Rekstrargjöld 4.408 4.222 +4.4% Hagnaöur f. afskriftir og fjármagnsliði 341 274 +24,5% Afskriftir 210 232 -9,5% Fjármagnsliðir -116 -70 +65,7% Hagnaður/-tap af reglulegri starfsemi 15 -28 Aðrar tekjur og gjöld 18 5 +260% Skattar -12 -12 0% Hagnaður/-tap tímabilsins 35 -20 Efnahagsreikningur Mmnir króm 30/6 '96 30/6 '95 1 Eiqnir: \ Veltuf jármunír 3.390 3.133 +8,2% Fastafjármunir 6.095 5.472 +11,4% Eignir samtals 9.485 8.605 +10,2% 1 Skuldir oa eiaiO fé: 1 Skammtímaskuldir 3.101 2.519 +23,1% Langtímaskuldir 3.675 3.399 +8,1% Hlutdeild dótturfélaga 230 231 -0,4% Eigið fé 2.479 2.456 +0.9% Skuldir og eigið fé samtals 9.485 8.605 +10,2% Kennitölur Eiginfjárhlutfall 0,26 0,29 Veltufjárhlutfall 1,09 1,24 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 183 113 +61,9% Breyting til batnaðar hjá Kaupfélagi Eyfirðinga fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður nam 35 millj- ónum króna REKSTUR Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) og dótturfélaga skilaði 35 milljóna króna hagnaði á fyrri árs- helmingi og jókst hann um 55 millj- ónir miðað við sama tímabil í fyrra. Veltan jókst um rúmlega 6% og nam 4.539 milljónum króna. Rekstrar- gjöld námu 4.222 milljónum og juk- ust um 4% miðað við sama tímabil í fyrra. Helstu lykiltölur úr milliupp- gjöri samstæðunnar eru birtar á meðfylgjandi töflu. Þetta er mun betri afkoma hjá KEA fyrstu sex mánuðina saman- borið við sama tímabil í fyrra en þá varð tap af rekstrinum upp á um 20 milljónir króna. Hagnaður fyrir íjármagnsliði nemur nú 31 milljón, sem er aukning um 212% milli ára. Á móti kemur að fjár- magnsgjöld hækka úr 70 milljónum í fyrra í 116 milljónir nú. Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA, segir að betri af- komu megi rekja til margra sam- verkandi þátta í rekstri fyrirtækisins en mestu máli skipti aukinn hagnað- ur Útgerðarfélags Dalvíkinga, dótt- urfyrirtækis KEA. „Hagur verslun- ar og mjólkurvinnslu hefur einnig vænkast nokkuð á milli ára en af- koman í kjötiðnaði, sláturhúsi og þjónustugreinum er lakari. Til dæm- is er töluverður taprekstur á Hóteli KEA.“ Verðmæti eigna hefur aukist um 880 milljónir króna KEA markaði þá stefnu á síðasta ári að auka umsvif sín og dótturfé- laga sinna í sjávarútvegi til muna. Efnahagsreikningur samstæðunnar ber þess glögg merki en samkvæmt honum hefur verðmæti eigna aukist um 880 milljónir króna eða 10,2%. Magnús Gauti segir að fjárfestingar í sjávarútvegi hafí numið um 620 milljónum króna á tímabilinu. „Frá hausti 1995 til 1. september í ár hafa KEA og dótturfélög fjárfest fyrir rúman milljarð króna í sjávar- útvegi. Þar bera hæst kaup á 40% hlut í Snæfellingi hf., sem rekur rækjuverksmiðju og gerir út ísfísk- skipið Má, stofnun dótturfélagsins Njarðar hf. og kaup þess á rækju- veiðiskipinu Snæfelli SH 740, kaup á loðnuskipinu Sighvati Bjarnasyni, sem nú heitir Sólfell VE 640, kaup á þriðjungshlut í Mel hf. í Þorláks- höfn, sem gerir út frystitogarann Sindra VE 60 og kaup á stórum hlut í Gunnarstindi hf. á Stöðvar- fírði, sem gerir út ísfískskipið Kambaröst SU 200 og rekur síldar- og loðnuverkun." Rúmlega 10.000 þorskígildistonn Fyrir átti KEA Útgerðarfélag Dalvíkinga hf., sem gerir út frysti- togarann Björgvin EA 311 og ísfísk- togarann Björgúlf EA 312. Félagið hefur nú yfír að ráða 5.743 þorskí- gildistonnum í aflaheimildum en alls hefur KEA ásamt samstarfsfyrir- tækjum yfír að ráða 10.476 þorskí- gildistonn. „Með þessum miklu fjár- festingum í sjávarútvegsfyrirtækj- um spanna sjávarútvegssvið KEA og samstarfsfyrirtæki alla megin- starfsemi í íslenskum sjávarútvegi. KEA hefur einnig fjárfest í hluta- bréfum í íslenskum sjávarafurðum og Útgerðarfélagi Akureyringa á sama tímabili," segir Magnús. Hann segir ekki tímabært að spá því hver afkoma fyrirtækisins verði í árslok. „í svo umfangsmiklum rekstri eru margir óvissuþættir svo margt getur gerst. Hagur samstæð- unnar hefur þó batnað á þeim tveim- ur mánuðum, sem liðnir eru frá því að milliuppgjörið var gert. Júlí og ágúst hafa oft verið okkar bestu mánuðir." I ) > \ \ \ \ \ i i í i l i \ i i i L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.