Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 17 ERLENT Könnun á viðhorfum ungra íhaldsmanna í Bretlandi Áköf frjálsliyg'gja og vilja leyfa vændi usqoqn Þegar húsgögnin skipta máli Vönduö gaeöahúsgögn ágóðuveröi! London. The Daily Telegraph. NÝ könnun á viðhorfum ungra íhaldsmanna í Bretlandi bendir til þess að þeir hafi í mörgum efnum allt aðrar skoðanir en sjðustu valda- kynslóðir í flokknum. í bókaskápn- um er „Leiðin til ánauðar" eftir Hayek, þeir hylla hefðbundnar fijálslyndishugmyndir sem mótaðar voru á 19. öld og hafa ímugust á öflugu ríkisvaldi, vilja helst að það visni og hverfi. Sumir þeirra eru fullir efasemda gagnvart Evrópu- sambandinu, ekki af ótta um að missa þjóðlegt sjálfstæði og vegna þess að Evrópa sé „útlönd“ heldur vegna þess að framkvæmdastjórnin í Brussel sé enn eitt dæmið um allt of mikil opinber afskipti. Könnunina gerði dr. Tim Evans og voru þátttakendur 300 ungir háskólanemar sem eru virkir í flokknum og ungliðasamtökum hans. Evans segir niðurstöðurnar gefa til kynna að unga íhaldsfólkið sé hlynnt því að neysla fíkniefna verði ekki lengur lögbrot, þau vilji að ríkisútvarpið BBC og heilbrigðis- þjónustan verði einkavædd og láti sér vel líka að samkynhneigðir njóti réttinda á borð við gagnkynhneigða. Unga fólkið vill róttæka upp- stokkun í velferðarmálum. Það er ekki andvígt stéttarfélögunum og lýsir stuðningi við að þau snúi sér að helsta verkefni sínu í árdaga félaganna, þ. e. að styðja við bakið á fátækum félagsmönnum. Evans segir að unga íhaldsfólkið sé mikiir einstaklingshyggjumenn en jafnframt himinlifandi yfir al- þjóðavæðingu viðskiptalífsins. „Þau eru ekki með jafn djúpar rætur í menningu þjóðríkisins og eldri íhaidsmenn eru oft,“ segir hann. Hann telur að ungir íhaldsmenn árið 1996 séu ekki snobbaðir frama- gosar eins og á áttunda áratugnum eða laumu-fasistar eins og áróðurs- meistarar Verkamannaflokksins lýstu þeim á niunda áratugnum. „Nýir hægrimenn eru sagðir trúa á endurreisn gamalla og hefðbund- inna gilda. Ekkert er fjær sanni“. Andúð á trúarbrögðum og hernaðarhyggju Evans segir að ráðamenn í há- skólafélögum ungra íhaldsmanna séu merkisberar nýrra hugmynda og taki ekki tillit til hefðbundinnar skiptingar í hægri- og vinstristefnu. „Þeir hneigjast til andúðar á trúar- brögðum, þjóðernisstefnu, karl- rembu og hernaðarhyggju, einnig KRAFTGANGA í ÖSKJUHLÍÐ • Friskt loft eykur ferskleika! • Útivera eykur þol! Við þjálfum í fersku loff í Öskjuhlíðinni. Hver tími inniheldur upphitun, göngu, æfingar og teygjur, sem við gefum góðan tíma. Boðið verður upp á þrenns konar tíma: A — tími fyrir byrjendur og lítt þjálfaða. B — tími fyrir þá sem komnir eru af stað í þjálfun. C — tími fyrr þá sem vanir eru líkamsþjálfun. Leiðbeinandi Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Skráning og upplýsingar í síma 554-3499 mánudaginn 9. september og þriðjudaginn 10. september kl. 9—12. Þjálfunin ferfram þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og laugardaga. Þeir sem hafa verið áður, mæti göngubúnir kl. 11.00 á morgun, laugardaginn 7. september í anddyri Þerlunnar. eru þeir mjög í vafa um gildi ríkis- styrkts konungdæmis, pólitískrar og rígbundinnar skilgreiningu á fjölskyldunni, lögreglu á vegum rík- isins og allrar skattheimtu og opin- berra reglugerða“. Ríflega 50% af ungum íhalds- mönnum vilja einkavæða heilbrigð- isþjónustuna og háskólana, aðeins 20% eldri íhaldsmanna eru sömu skoðunar. Um 60% unga fólksins vildu leyfa vændi. Full búð af nýjum vörum frá heimsþekktum framleiðendum. Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávísun á staðgreislu Sími 581-2275 usgogn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Þetta er ekki vaskur! Villeroy&Boch HEFST EFTIR n DAGA HEIMSVIÐBURÐUR í LAUGARDALSHÖLL 'sMgg Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.