Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBIjAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996 27 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DÓMHÚS HÆSTARÉTTAR NÝTT og glæsilegt Dómhús Hæstaréttar var tekið í notkun í gær. Dómhúsið gerbrejú,ir allri aðstöðu réttarins. Dómarar fá stórbætta og nýtízkulega starfs- aðstöðu. Dómsalir verða nú tveir og þingsalur einn, auk þess sem lögmenn, sem flytja mál fyrir dómnum, fá starfsaðstöðu í húsinu. Öllu þessu ber að fagna, en hingað til hefur þetta æðsta stig dómsvaldsins búið við mjög þröngan húsakost, sem vart hefur verið sæmandi réttarríki sem lýðveldinu íslandi. Með þessu húsi telur forseti Hæstaréttar, Haraldur Henrýsson, að áréttuð sé sú þróun, sem verið hefur að gerast undanfarið, aðskilnaður framkvæmdavalds og dómsvalds. Alls staðar í lýðræðisríkjum sé æðsta dómstig réttarkerfisins í sjálfstæðu virðulegu húsi, sem undirstriki sjálfstæði dómsins frá öðrum þáttum ríkis- valdsins. Dómhús Hæstaréttar svarar til Alþingishúss- ins og Stjórnarráðshússins og hafa nú öll æðstu stig þessarar þrískiptingar ríkisvaldsins fengið virðulegt þak yfir höfuðið. Það er og til fyrirmyndar að framkvæmda- kostnaður við húsið skuli vera innan áætlunar. Hæstiréttur íslands tók til starfa 16. febrúar 1920 og var þar með lokið þeim þætti í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að fá dómsvaldið á ný inn í landið. Sú barátta hafði verið háð frá miðri 19. öld, en með lög- töku Jónsbókar 1281 glataðist dómsvaldið úr landi. Viðurkenning á rétti íslendinga til stofnunar Hæstarétt- ar fékkst síðan með sambandslögunum frá 1918 og var þá þegar hafinn undirbúningur að stofnun réttar- ins. Fyrst var Hæstiréttur til húsa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og síðan frá 1949 í húsi Hæstarétt- ar við Lindargötu. Með nýju Dómhúsi, sem tekið var í notkun í gær, bera allir íslendingar þá von í brjósti, að vegur réttarins vaxi og afköst hans aukist. ÞINGFLOKKUR JAFNAÐARMANNA ÞAÐ eru út af fyrir sig ekki stór tíðindi á þjóðmála- vettvangi, þótt þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóð- vaka renni saman í „þingflokk jafnaðarmanna,“ sem nú verður stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn. „Hver vegur að heiman er vegurinn heim,“ segir mál- tækið, og klofningshópur úr Alþýðuflokknum er einfald- lega kominn heim, eða í hlaðvarpa síns heima. I ljósi sögunnar, sem endurtekur sig, samanber sögu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og sögu Bandalags jafn- aðarmanna, eru þetta eðlilegar málalyktir. Það eru hins vegar ýmis veðurteikn á lofti stjórnar- andstöðunnar í landinu, sem benda til þess að fleira geti fylgt í kjölfarið. Alþýðubandalagið minnir með hverju árinu sem líður æ meir á útkjálkasveit, sem er að missa íbúa sína til búsetulegri byggðarlaga. Þau eru ófá, sem fyrrum settu svip á Alþýðubandalagið, arftaka Sósíalistaflokksins, sem á síðustu árum hafa gengið til liðs við Alþýðuflokkinn og Þjóðvaka - eða helzt úr lestinni með öðrum hætti. Nýjasta fréttin af þessum vettvangi er að framkvæmdastjóri þess fram á þetta ár hefur verið ráðinn til starfa fyrir hinn nýja þing- flokk jafnaðarmanna. Það er að vísu ekkert nýtt að „jarðhræringar" séu á vinstri væng íslenzkra stjórnmála. í þeim hræringum hafa í tímans rás risið fjöldi smáeyja, sem fljótlega hafa sigið í sæ á nýjan leik. Sú saga sýnist vera að endurtaka sig í Þjóðvaka. Það eru hins vegar tíðindi til næsta bæjar, hve hratt fjarar undan Alþýðubanda- laginu. Sú framvinda gæti fært hugsýnina um „samein- ingu jafnaðarmanna“, sem í áratugi hefur verið meiri í orði en á borði, inn á svið þess mögulega. En veldur hver á heldur. Og trúlega þurfa oddvitar ýmissa vinstri hópa að temja sér nýtt vinnulag, verða sameiningar- vænni í raun og sannleika, áður en draumurinn rætist. * Hið nýja dómhús Hæstaréttar Islands við Arnarhól var afhent réttinum í gær SJÁLFSTÆÐISMENN í HVERAGERÐI LÖGMENN skoðuðu húsið að afhendingunni lokinni. Hér eru þeir í smærri dómsalnum. Þetta hús er tákn um það að þjóðin telur að rétturinn hafi unnið til traustsins.“ Húsið borgarprýði Haraidur Henrysson, forseti Hæstaréttar íslands, tók við dómhús- inu fyrir hönd Hæstaréttar. Hann sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga og ríkisstjórn og Alþingi hefðu sýnt stórhug og sér- stakan skilning á þörf fyrir skjótar úrbætur með ákvörðun um fjárveit- ingu til hússins á tímum þegar erfið- leikar hefðu ríkt í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sagði hann að húsið væri borgarprýði, sem myndi vekja athygli þeirra sem heimsæktu höfuð- borgina og verða miðkjarna hennar til eflingar. Haraldur sagði að þetta væri í annað sinn í 76 ára sögu réttarins sem hann flytti starfsemi sína milli húsa. Rakti hann þá sögu í fáum orðum og sagði að hið nýja hús breytti allri starfsaðstöðu réttarins. Hefði það mikla þýðingu fyrir starf hans nú þegar gert væri sérstakt átak til þess að stytta meðferðartíma mála sem kæmu til Hæstaréttar. „Umfram allt viljum við, sem nú tökum við þessu glæsilega húsi fyrir hönd Hæstaréttar og eigum að starfa þar, líta á það sem tákn umhyggju og virðingar þjóðarinnar fyrir því hlutverki, sem Hæstarétti er ætlað að gegna. Þjóðfélag okkar er reist á þeirri grundvallarreglu að þar skuli vera óháð og sjálfstætt dómsvald, það sé ein af meginforsendum fyrir frelsi og réttindum einstaklinganna. Á síð- ustu árum hefur verið lögð aukin áhersla á þetta, meðal annars í ný- legri löggjöf um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði og annarri réttarfarslöggjöf. Með þessu nýja dómhúsi fyrir æðsta handhafa dóms- valdsins á sérstakri lóð hér við Arnar- hól er þetta enn undirstrikað.“ Haraldur sagði að dómurum bæri jafnan að leggja sig fram um að tryggja rétta úrlausn mála samkvæmt landslögum og gildandi rétti. Oft fylgdu lögin ekki eftir þeim breyting- um sem yrðu á þjóðfélaginu og þá riði á að dómstólarnir löguðu sig að breyttum aðstæðum, „gefi anda iag- anna líf eftir réttarþörfum tímanna“ eins og Árni Tryggvason, fyrrum for- seti Hæstaréttar, hefði orðað það. „Þannig eru dómstólarnir í raun að skapa rétt. Dómstólar eru og ekki aðeins að dæma í málum þar sem aðilar deila um Qárhagsmuni eða rétt- indi, heldur dæma þeir oft um örlög manna, ákveða J)eim refsingar og önnur viðurlög. I umræðum heyrist stundum að þeir beiti ekki sverði rétt- lætisins af nægilegri hörku. Oft er ekki hjá því komist að beita harðn- eskju og vissulega ber dómstólum að fylgjast vel með þróun afbrota og bregðast við breyttum aðstæðum eins og lög standa til. Jafnan ber þó dómur- um að hafa í huga þau spaklegu orð dómakapítula Jónsbókar, sem að hluta eru greypt í hið fagra glerlistaverk Leifs Breiðfjörð hér í þessum sal, þar sem segir: „í öllum réttum dómum eigu að vera, að guði líki en mönnum hæfi. En það er miskunn og sannindi, réttvísi og friðsemi. Miskunn á að varast, að eigi komi heift eða grimmd í dóma. Sannindi ber að geyma, að eigi verði lygi fram borin. Réttvísi á að varast, að eigi verði með rangindum hallað réttum dómi. Friðsemi á að varðveita þar til er réttur dómur fellur á, að eigi verði með bræði ákafur áfell- isdómur á lagður. . Tákn um traust HIÐ nýja dómhús Hæstaréttar íslands við Arnarhól. Morgunblaðið/Árm Sæborg ÞORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra í ræðustóli. ÞORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra afhenti Hæstarétti íslands hið nýja dómhús við Arnarhól við formlega athöfn í gær að viðstöddum forseta íslands, ráðherrum ríkis- stjórnarinnar, dómurum, þingmönn- um, hæstaréttarlögmönnum og fleir- um. Haraldur Henrysson, forseti Hæstaréttar, veitti húsinu móttöku og færði fram þakkir réttarins. Dómsmálaráðherra sagði í ræðu sinni við þetta tækifæri að með hinu nýja dómhúsi væri langþráður draum- ur orðinn að myndarlegum veruleika. Æðsti dómstóll landsins hefði ioksins eignast sómasamlegt hús. „Þessi dag- ur markar vissulega þáttaskil í sögu dómstóla og réttarfars á íslandi. Hæstiréttur Islands fær nú til umráða hús sem þjónar vel því starfi sem þar fer fram. Um leið er það góð um- gjörð eða sýnilegt tákn um stöðu dómsvaldsins í landinu. En á því er full þörf í ljósi þess að dómsvaldið er ein af þremur meginundirstöðum stjórnskipunar íslands." Dómsmálaráðherra rakti síðan sögu Hæstaréttar og forvera hans Landsyfirréttar sem settur var á fót árið 1800 og hefði verið í reynd æðsti dómstóll landsins, þar sem til þess að gera fáum málum hefði ver- ið skotið til Hæstaréttar í Dan- mörku. Þá hefði verið gefið fyrirheit um að dómhús yrði reist en það hefði ekki orðið að veruleika og færi vel á því að fyrirheitið skuli efnt áður en full 200 ár séu liðin síðan það var gefið. Þorsteinn rakti síðan byggingar- sögu hússins og sagði að fljótt og vel hefði gengið að byggja það eftir að ákvörðun var tekin þar um. Arki- tektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hefðu orðið hlutskörp- ust í samkeppni um teikningar að byggingunni. Þau markmið hefðu verið sett að byggingin skyldi vera sjálfstæð í formi sínu og allri gerð og endurspegla þann virðuleika sem hæfði starfsemi Hæstaréltar. Forð- ast hefði átt að draga úr áhrifum þeirra bygginga sem væru í næsta nágrenni. Byggingin skyldi vera vönduð að allri gerð en án óþarfa íburðar. „Á mjög svo frumlegan og óhefðbundinn hátt mættu arkitekt- arnir þessum óskum. Og árangurinn sjáum við hér í dag í þessu glæsilega húsi. Það er í sjálfu sér listaverk sem FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grimsson, skoðaði dómhúsið nýja að afhendingu þess lokinni í fylgd með Haraldi Henryssyni, forseta Hæstaréttar, og arkitektum hússins Margréti Harðardóttur og Steve Christer. að minni hyggju bæði styrkir og bætir umhverfi sitt,“ sagði Þorsteinn. Hann gerði kostnað við bygging- una einnig að umijöllunarefni og sagði að áætlað væri að kostnaður yrði innan við það sem kostnaðaráætl- un gerði ráð fyrir, sem væri 480 millj- ónir króna, auk kostnaðar við lausar innréttingar, tölvubúnað og annað sem væri áætlaður 50 miiljónir. Þá sagði hann að handbragð allt á hús- inu bæri vott um vandvirkni og metn- að og væri góður vitnisburður um íslenskt handverk og íslenska hand- verksmenn. Hlutur Hæstaréttar mikill Dómsmálaráðherra fjallaði síðan um hlutverk dómstóla í þjóðfélaginu og sagði að án sjálfstæðra og óháðra dómstóla gæti lýðræðislegt réttarríki ekki þrifist. Hlutur Hæstaréttar væri því mikill því engin friður gæti hald- ist í þjóðfélagi þar sem ekki væri unnt að skera úr álitaefnum og þræt- um sem upp kæmu. Síðan sagði ráð- herra: „Alþingi setur landsmönnum stjórnarskrá og lög. Það er ekki hlut- verk Hæstaréttar. En á hinn bóginn verður ekki framhjá því litið að Hæsti- réttur hefur hlutverki að gegna við mótun og þróun réttarins í landinu. Þau grundvallarréttindi sem ákveð- in eru í stjórnarskrá mótast eðlilega í samræmi við breyttar aðstæður og nýja hugsun eftir því sem tímar líða. Það er hlutverk Hæstaréttar að varða þennan veg í dómsúrlausnum sínum. Það hefur einnig verið hlutverk Hæstaréttar að móta þróunina í mannréttindamálum á grundvelli stjórnarskrár og mannréttindayfirlýs- inga sem við erum aðilar að. I ýmsum öðrum efnum hlýtur Hæstiréttur að móta réttarþróun með lagatúlkun. Þegar landsyfirrétturinn var settur á fót á sínum tíma stóðu til að mynda miklar deilur um mark- mið og leiðir í refsirétti. Þá voru umbyltingartímar og dómarar lands- yfirréttarins tókust á um mildi og dómhörku í refsimálum. Refsirétturinn er eitt af þeim svið- um þar sem dómstólar hljóta eðli máls samkvæmt að móta í ríkum mæli framkvæmdina á grundvelli al- mennrar lagasetningar. Aðstæður í nútímaþjóðfélagi kalla á virkari vörn borgaranna gegn hvers konar árásum á einstaklinga þar sem lífi og limum er ógnað. Þó að þungir refsidómar séu ekki allra meina bót í þeim efn- um, er að minni hyggju ljóst að þyngri refsingar eru nauðsynlegar í barátt- unni fyrir því að veija einstaklingana fyrir líkamlegu ofbeldi." Ráðherra sagði ennfremur að á þessum tímamótum í sögu réttarins þegar hann fengi nýtt og sómasam- legt húsnæði til afnota blöstu við fjöl- mörg verkefni. Þau væru ekki ein- vörðungu á sviði hefðbundinna úr- lausna dómsmála, heldur væri einnig það hlutverk að þróa íslenskan rétt í samræmi við tíðarandann. „Það er vandasamt hlutverk og ekki hlaupið að því að gera breytingar, því að stöð- ugleiki og festa í dómsúrlausnum er mikilvægur þáttur í hlutverki Hæsta- réttar. En nýr tími og nýjar aðstæður kalla á þróun réttarins og það er von mín að rétturinn taki kalli hins nýja tíma þannig að refsingar á því sviði, sem ég hef hér nefnt, verði virkari og í samræmi við vitund og vilja fólksins í landinu," sagði Þorsteinn. Loks gerði ráðherra miklar umbæt- ur á íslensku réttarkerfi á síðustu árum að umtalsefni. Hann sagði að dómhúsið væri ekki reist til þess að múra inni staðnað réttarkerfi. „Það er miklu fremur komið hér til sann- indamerkis um einhveijar mestu skipulagsbreytingar, sem gerðar hafa verið á dómstólum, réttarfari og lög- gæslu í landinu. Það er til vitnis um grósku og skapandi starf í samræmi við þarfir nýs tíma. Þetta hús, sem við opnum hér í dag og afhendum Hæstarétti, er tákn um það að þjóðin vill standa dyggan vörð um löggæslu og réttarfar í landinu. Þeir sem hér starfa og munu starfa bera mikla ábyrgð. Hæstiréttur verður á hveijum tíma að njóta trúnaðar og trausts. þjóðarinnar FRÁ fundi sjálfstæðismanna í Hveragerði. Morgunbiaðið/RAX Forystumálin gerð upp fyrir næstu kosningar Sjálfstæðismenn í Hveragerði tókust á um bæjarmálin á opnum fundi Sj álfstæðisfélags- ins Ingóifs. A köfium var hart deilt en sátta- hljóð jókst þe^ar leið á fundinn. Helgi Bjarna- son fylgdist með umræðunum. FJÖLMENNI var á opnum félagsfundi um bæjarmál í Hveragerði sem Sjálfstæð- isfélagið Ingólfur boðaði til í fyrrakvöld. Upp undir 70 sjálfstæð- ismenn voru á fundinum. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna í bæjarmálum vegna þess klofnings sem nýlega varð í röðum bæjarfull- trúa flokksins. í tengslum við ákvarðanir um ráðningu í störf hú- svarðar í grunnskólanum og af- greiðslugjaldkera hjá bæjarfélaginu kom upp á yfirborðið persónulegur ágreiningur bæjarfulltrúa flokksins sem leiddi til þess að upp úr sam- starfi þeirra slitnaði en sjálfstæðis- menn náðu sem kunnugt er hreinum meirihluta í síðustu kosningum. Þrír bæjarfulltrúarnir mynduðu nýjan meirihluta með bæjarfulltrúum H- listans þannig að í það stefndi að Knútur Bruun oddviti sjálfstæðis- manna og forseti bæjarstjórnar yrði einn í minnihluta. Knútur sagði þá af sér störfum í bæjarstjórn og vara- maður hans gekk til liðs við meiri- hlutann þannig að nú eru allir bæjar- fulltrúar Hveragerðis saman í meiri- hluta. Ágreiningur um persónur Knútur Bruun, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar, var fyrstur á mæ- lendaskrá á sjálfstæðisfundinum. Hann rifjaði það upp að fyrir rúmum tveimur árum hefði sjálfstæðisfólk í Hveragerði sýnt sér þann heiður að leiða lista flokksins. „Kosningabar- áttan skilaði okkur besta árangri flokksins á landinu öllu, glæsilegum kosningasigri." Sagði hann að meiri- hluti sjálfstæðismanna hefði komið mörgum góðum málum ti! leiðar og dreifði upplýsingum um helstu verk- efni og stöðu þeirra. „Því miður bár- um við ekki gæfu til þess að standa saman og með félögum okkar þegar á reyndi," sagði Knútur. „Enginn snýr hjóli tímans. Það sem gert er verður ekki aftur tekið. Ágreiningurinn snerist um persónur og vinnubrögð en ekki málefni. Það þjónar ekki hagsmunum okkar Hver- gerðinga og þaðan af síður sjálfstæð- ismanna að ýfa upp sárin og gera meira úr þeim ágreiningi. Frekari umræða mun engu breyta og einung- is kæta pólitíska andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins. Af því er komið meira en nóg. Það er von mín að fulltrúum flokks okkar í bæjarstjórn takist að leiða Hveragerði farsællega inn í framtíðina og Sjálfstæðisflokk- inn til þeirrar forystu sem honum einum ber,“ sagði Knútur. Hann sagðist hafa kosið að taka ekki frek- ari þátt í störfum fundarins og vék af fundi. Langvarandi ágreiningur Gísli Páll Pálsson, núverandi for- seti bæjarstjórnar, ræddi ítarlega um aðdraganda þeirra atburða sem til umræðu voru. Tók hann undir orð Knúts Bruun um glæsilegan kosn- ingasigur og að meirihlutinn hefði unnið mjög gott starf í upphafi kjör- tímabilsins. Fljótlega hefði þó farið að bera á ágreiningi innan meirihlut- ans. Nefndi hann sem dæmi að Knút- ur Bruun hefði með hótunum fengið sig til að draga til baka þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suð- urlandi fyrir síðustu alþingiskosning- ar, vegna þess að hann hefði sjálfur haft hug á að bjóða sig fram. Fór Gísli Páll yfir samskipti sín og Knúts vegna ráðningar húsvarðar og afgreiðslufulltrúa. Lagði á það áherslu að ekki hefði verið samstaða í meirihlutanum um ráðningu þeirra tveggja sjálfstæðismanna sem Knút- ur Bruun lagði kapp á að fengju stöðurnar. Sagðist hann að lokum hafa ákveðið að mæla með því fólki í stöðurnar sem stjórnendur á bæjar- skrifstofum og í grunnskólanum ósk- uðu eftir að ráða, þrátt fyrir yfirlýs- ingar Knúts um samstarfsslit við sig og bæjarstjórann ef það yrði gert. „Þetta voru erfiðar ákvarðanir og enginn vissi hvert framhaldið myndi verða,“ sagði Gísli Páll. Hann sagði að daginn eftir hefði hann verið kallaður á fund nokkurra forystumanna sjálstæðisfélagsins. Þar hefði Bragi í Eden krafist þess að hann viki úr bæjarstjórn í eitt ár til þess að hægt yrði að leiðrétta mistökin við húsvarðarráðninguna. Sagðist hann hafa setið undir svívirð- ingum manna úr þessum hópi og séð að ekki þýddi að ræða málin frekar, yfirgefið fundinn og skellt fast á eftir sér. Gísli Páll fór yfír aðdraganda þess að þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hefðu í þessari stöðu geng- ið til samstarfs við H-lista vinstri manna. Tók hann það fram að sú ákvörðun hefði verið afskaplega erf- ið en lagði á það áherslu að að öðrum kosti hefðu bæjarstjórinn og fjórir af fimm efstu mönnum á lista Sjálf- stæðisflokksins orðið að segja af sér og Knútur Bruun einn ráðið bæjarfé- laginu. Lýsti hann þeirri skoðun sinni að myndun meirihlutans hefði orðið til þess að Knútur sagði af sér, hann hefði aldrei gert það að öðrum kosti. Gísli Páll fór yfir málefnaskrá nýja meirihlutans og sagði að með henni væri hvergi vikið frá stefnu Sjálfstæðisflokksins, hún væri nú komin með uppáskrift H-listans. Hann lýsti einnig stöðunni eftir brotthvarf Knúts Bruun úr bæjar- stjóminni og sagði að eitt brot H-list- ans á samkomulaginu þýddi að meiri- hlutinn væri fallinn og meirihluti sjálfstæðismanna aftur einn við völd. „Eg kvíði ekki framtíðinni í bæjar- máíum,“ sagði Gísli Páll. Kvaðst hann vona að sjálfstæðismenn bæru gæfu til að komast að heillavænlegri niðurstöðu í þessu máli og gætu gengið samhentir til næstu kosninga. Atburðarás sett á svið Að loknum ræðum fyrrverandi og núverandi forystumanna Sjálfstæð-. isflokksins í bæjarstjórn urðu langar og á köflum harðar umræður um málin. Bragi Einarsson í Eden sagð- ist hafa farið fram á það að Gísli viki því hann hefði talið heppilegra að höggva á einn útlim en að taka hausinn af. Gagnrýndi hann Gísla Pál harkalega fyrir framgöngu hans í málinu. Talaði um óheilindi og að sett hafi verið á svið atburðarás til að storka Knúti og koma honum út úr bæjarmálunum. Samstarfið við H-listann taldi hann á mörkum hins löglega, allavega langt utan hins sið- lega. Fleiri fundarmenn lýstu megnri óánægju með samstarfið við H-list- ann og hvernig það bar að. Lýstu því yfir að þeir treystu ekki sam- starfsaðilanum. Aðrir lýstu yfir stuðningi við bæjarfulltrúana. Held- ur meira sáttahljóð var komið í menn þegar leið á fundinn. Valdimar Haf- steinsson sagði að staðan væri óheppileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn og röð mistaka hefði ráðið því að hún væri komin upp. Sagðist liann virða ákvörðun bæjarfulltrúa flokks- ins og að þeir þyrftu að standa og falla með henni. Lagði hann áherslu á að mannaráðningarnar skiptu engu máli í þessari atburðarás heldur hvernig ætti að standa að þeim. Vakti hann athygli á því að fram- kvæmdastjórar sæu um mannaráðn- ingar í fyrirtækjum og stjórnarmenn kæmu þar hvergi nærri. Hvatti Valdimar sjálfstæðismenn til að standa saman. Forystumálin yrðu gerð upp fyrir næstu kosningar, von- andi í prófkjöri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.